Morgunblaðið - 19.04.2012, Side 26

Morgunblaðið - 19.04.2012, Side 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2012 ✝ Elín RannveigJónsdóttir fæddist 15. maí 1921 í Brekku í Að- aldal. Hún lést 27. mars 2012 á dval- arheimilinu Hlíð. Foreldrar henn- ar voru hjónin Margrét Sig- urtryggvadóttir frá Litluvöllum í Bárðardal, f. 5. mars 1890, d. 1. september 1968, og Jón Bergvinsson frá Brekku í Aðaldal, f. 23 janúar 1886, d. 19. maí 1958. Systkini Elínar Rannveigar eru: Bergvin, f. 1. ágúst 1918, d. 18. júní 1963, Ingvi Karl, f. 16. mars 1920, d. 2. maí 1998, Guð- rún, f. 26. apríl 1923, d. 16. jan- úar 2008, Tryggvi, f. 10. mars 1924 , d. 2. mars 2004, Hörður Bragi, f. 24. maí 1926, d. 30. júní 2006, Þórður, f. 9. sept- ember 1927, d. 14. október 2004, Áslaug Nanna, f. 22. maí. 1929, d. 25. desember 1950, og er Áslaug Nanna, f. 22. maí. 1929, d. 25. desember 1950. Margrét er gift Stefáni Kára- syni og eiga þau þrjú börn: 1) Áslaug Rannveig, f. 6.5. 1968, börn hennar eru Halldór Stef- án, sambýliskona hans er Sara Guðjónsdóttir, Hadda Margrét og Harpa Elín. 2) Arnfríður, f. 10.3. 1977. 3) Haddur Júlíus, f. 28.7. 1981, eiginkona hans er Ása Katrín Gunnlaugsdóttir og eiga þau tvo syni, Arnór Ísak og Atla Róbert. Elín Rannveig ólst upp í Brekku og gekk í skóla sem stundum var haldinn þar. Vet- urinn 1940 til 1941 var hún við nám í Húsmæðraskólanum á Laugum í Reykjadal og nokkru síðar fluttist hún til Akureyrar. Þar hóf hún störf á prjónastof- unni Drífu. Seinna starfaði hún á frystihúsi Útgerðarfélags Ak- ureyringa, síðan á súkku- laðigerðinni Lindu og starfsævi sinni lauk hún á Niðursuðuverk- smiðju K. Jónssonar. Um árabil var Elín Rannveig virk í Slysa- varnadeild kvenna á Akureyri. Ennfremur lét hún að sér kveðja í Friðarsamtökum ís- lenskra kvenna. Útför Elínar Rannveigar fór fram 4. apríl 2012 í kyrrþey að ósk hennar. Kristín f. 22. júlí 1932, búsett í Keflavík. Árið 1952 giftist Elín Rannveig Haddi Júlíussyni f. 17. júní 1928, d. 9. desember 2011, frá Sólheimum á Sval- barðsströnd. Sonur þeirra er Áslaugur, f. 1952. Hann er giftur Huldu Harð- ardóttur og eiga þau þrjú börn: 1) Dröfn, f. 3.8. 1972, sambýlis- maður hennar er Sveinbjörn Sveinbjörnsson og eiga þau þrjár dætur, Gyðu Dröfn, Huldu Dröfn og Áslaugu Dröfn. 2) Haddur, f. 10.6. 1975, sambýlis- kona hans er Sigríður Guðjóns- dóttir og eiga þau einn son, Elv- ar Ása. 3) Rósfríð Kristín, f. 6.1. 1977, sambýlismaður hennar er Hjalti Jónsson og eiga þau tvær dætur, Dagnýju og Rakel, dóttir Hjalta er Aníta Hrund. Fyrir átti Haddur dótturina Margréti, f. 14. mars 1950, móðir hennar Elsku yndislega amma mín, nú ert þú farin aðeins rúmlega þremur mánuðum á eftir afa. Ég veit að þú saknaðir hans mikið og vildir fá að fara til hans og núna eruð þið saman á ný og ég veit að það er gaman hjá ykkur og að ykkur líður vel. Samt er þetta svo sárt, maður er aldrei tilbúinn að kveðja þá sem maður elskar. En við sem eftir erum eigum margar góðar minningar til að ylja okkur við. Sem barn var ég alltaf með annan fótinn hjá ykkur afa og naut allrar ykkar elsku. Þú stjanaðir við mig og kenndir mér svo margt. Þú kenndir mér að lesa og ég var löngu orðin læs þegar ég byrjaði í skóla. Þú kenndir mér líka að prjóna, sauma út og svo margt fleira. Þú varst alltaf að búa eitthvað til og ég vildi gera eins, þannig að ég var bara 6 ára þegar ég var farin að prjóna dúka eftir munstri og geri aðrir betur. En þetta var allt þolinmæði þinni og natni að þakka. Þú hafðir yndi af handavinnu hvers konar og slóst aldrei slöku við. Þær eru ófáar ger- semarnar sem þú skilur eftir þig. Það var eiginlega alveg sama hvað þú tókst þér fyrir hendur þú leystir það allt með glæsibrag. Eftir að ég flutti suður urðu stundirnar okkar saman færri en alltaf þegar ég kom norður þá voru daglega heimsóknir í Ránargötuna og síðan á Hlíð til þín og afa og það var alltaf svo gott að koma til ykkar. Og aldrei fór maður svangur frá ykkur, þú sást nú til þess. Allt- af var hellt upp á könnuna og svo voru nokkrar sortir bornar á borð með. Þú varst höfðingi heim að sækja, elsku amma mín. Börnin mín, þau Halldór Stefán, Hadda Margrét og Harpa Elín, fengu líka öll að njóta elsku þinnar og þau sakna þín sárt. En þau eiga fullt af góðum minningum um þig sem munu fylgja þeim í gegnum lífið. Elsku amma mín, takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og kenndir mér, takk fyrir alla þína elsku og hlýju í minn garð, takk fyrir allt. Hvíldu í friði. Áslaug Rannveig. Elsku amma, það voru marg- ar hlýjar minningar sem fóru í gegnum hugann þegar ég sat hjá þér á Elló, ég er þér æv- inlega þakklátur fyrir allt sem þú hefur gefið mér í gegnum árin. Það var alltaf jafn ynd- islegt að kom niður í Rán, ef þið afi voruð ekki úti á palli í sólbaði þá varst þú inni að baka vöfflur eða lummur og alltaf tilbúin að hella rauðu könnuna mína fulla af mjólk og það var ekki möguleiki að fara frá þér svangur, þú varst alltaf svo góð. Það var alltaf gaman að laumast á eftir þér inn í búr þegar þú varst að taka til mat eða kaffi því þá var laumað upp í mann einum kandís eða öðru nammi. Ég minnist þess ekki að nammibaukurinn hafi verið tómur þegar þið afi rennduð um landið á Dalarauð og það stóð aldrei á því að þú opnaðir nammibaukinn. Það er líka svo yndislegt hvað þú gafst fjölskyldu minni góðar minningar um þig og er fátt eins fallegra en að hlusta á strákana mína fara með litlu bænina fyrir svefninn. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Elsku amma, nú eruð þið afi saman, þannig leið ykkur alltaf best. Ég veit að þið vakið yfir okkur öllum. Hvíldu í friði. Haddur, Ása, Arnór og Atli. Elín Rannveig Jónsdóttir ✝ Baldur Guð-bjartur Svein- björnsson var fæddur 30. janúar 1929 á Vestdals- eyri í Seyðisfirði. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Seyð- isfjarðar 6. apríl sl. Foreldrar hans voru Sveinbjörn Jón Hjálmarsson verkamaður, f. 28. des.1905, d. 5. des. 1974, og Guðrún Ásta Sveinbjörnsdóttir verkakona, f. 31. okt. 1911, d. 9. júní 2002. Systkini Baldurs eru Inga Hrefna f. 2. jan. 1932, Jóhann Björn f. 18. febr. 1934, Fjóla f. 11. júní 1935 og Ástrún Lilja f. 14. sept. 1951. Fóst- ursystir hans er Árdís Björg Ís- leifsdóttir f. 24. ágúst 1951. Að loknu unglingaprófi frá Seyðisfjarðarskóla nam hann 1955. Sigldi eftir það á íslensk- um farskipum. Baldur stóð nokkur ár fyrir námskeiðum víða um land á vegum Fiski- félagsins. Gegndi um skeið for- mennsku í Verkamannafélag- inu Fram á Seyðisfirði. Sat í bæjarstjórn Seyðisfjarðar árin 1958-1962. Hann lagði gjörva hönd á fjölmörg störf, s.s. inn- an- og utanhússmálningu, sjó- mennsku á fiskiskipum og vinnu í landi við sjávarafla. Hjá SR á Seyðisfirði vann hann í mörg ár. Meðal fjölmargs annars, sem hann vann, var hann eitt sumar við bryggju- smíði á Skarðsströnd. Baldur var sæmdur heiðurspeningi Sjómannadagsráðs Seyð- isfjarðar á sjómannadeginum 6. júní 2004. Hann var í sam- búð með Grétu Sigursteins- dóttur frá Ólafsfirði, þau slitu samvistum. Síðan í sambúð með Helgu Hermóðsdóttur frá Reyðarfirði. Hennar son, Níels Níelsson, ól Baldur upp frá unga aldri. Útför hans var gerð frá Seyðisfjarðarkirkju 16. apríl 2012, í kyrrþey að eigin ósk. einn vetur við Menntaskólann á Akureyri. Fjórtán ára gamall gerðist hann matsveinn, ásamt 13 ára fé- laga sínum, Hilm- ari Þórarinssyni, á síldveiðiskipinu Vífilsfelli. Vann í síldarverksmiðju á Siglufirði 16 ára. Þaðan, aðeins 16 ára, skráði hann sig á norskt flutningaskip, Costa Rica. Var síðan í siglingum í nokkur ár með norskum farm- og olíu- skipum, meðal annars norska olíuskipinu C.J. Hambro, sem um tíma var stærsta olíuskip í heimi. Heim kom Baldur árið 1952 og settist í Stýrimanna- skólann í Reykjavík. Þaðan út- skrifaðist hann með skipstjórn- arréttindi fyrir farmenn árið Baldur ólst upp með systk- inum sínum á Seyðisfirði á tím- um sem raunar voru ekki venju- legir tímar. Þá geisaði stríð, og landið hernumið af Bretum. Óneitanlega mótuðust æskuárin af nálægðinni við hermennina, tæki þeirra og tól – og látum þegar þau þjónuðu sínu hlut- verki. Þetta voru ár hávaða sem fylgdi því að oft var skotið úr fallbyssum og loftvarnabyssum þegar þýskar njósna- og árás- arvélar flugu yfir Seyðisfjörð. Þetta voru tímar fyrir stráka sem litu á stríðið sem æsandi hasar. Oft var hlaupið út á hlað til að fylgjast með hvort næðist að skjóta niður flugvél, í stað þess að koma sér úr hættu. Þá voru hermenn í nágrenninu hlaupnir í skjól. Þetta var fyrir okkur eins og menn sem nú fylgjast með „fýrverki“ á gaml- árskvöldi. Eitt sinn bjargaði Baldur sennilega lífi litla bróður sem þetta skrifar, þegar hann kippti honum til hliðar frá sprengju- broti úr fallbyssukúlu sem skall á jörðina, þar sem hann hafði staðið andartaki áður. Snemma var Baldur lagtækur í höndunum og smíðaði jólagjaf- ir til okkar systkinanna. Hann var leiðtogi okkar strákanna á Ströndinni og hluta Hafnargöt- unnar. Stofnaði sinn einkaher, sem hann vígbjó með heima- smíðuðum vopnum. Í herdeild- inni ríkti agi. Tignarmerki gerði hann af mikilli nákvæmni við eldhúsborðið heima á Hæð. Síð- an var þeim deilt út til verð- ugra. Bryti maður viljandi af sér innan hersins, var undirfor- ingja „regimentisins,“ Ara Bogasyni, falið að skipun for- ingjans að rífa heiðursmerki af hinum brotlega. Þá settist dát- inn djarfi á næsta stein og grét. Aftur var þó hægt að öðlast tignarmerkin. Agi í her Baldurs þurfti að vera eins og í alvöru- her. Við óbreyttir öfunduðum hann af forláta foringjabyss- unni. Hún var glæsigripur. Gamall sleðakjálki með járn- slegnum meið. Fremsti hluti hlaupsins var látúnspatróna númer 16. Byssuólin var ekta, af breskum Lee Enfield-herriffli. Hún gerði gripinn að því sem foringja sæmdi. Mér er vandi á höndum með að skrifa minningargrein um kæran bróður, vegna takmark- aðs rýmis. Hann var mikill „na- vigator“, hafði áhuga á stjörnum himinsins og reyndi að fræða yngri bróður sinn um þær. Hann þóttist aldrei of góður í nein störf, hvorki á sjó né landi. Baldur var barngóður, enda hændust þau að honum. Dýra- vinur mikill og þótti vænt um hunda og ketti, sem hann löngum átti. Einhverju sinni varð honum að orði: Besta „fólk“ sem ég þekki eru hundar og kettir. Hann var yst til vinstri í póli- tík. Segulskekkjur rugluðu hann ekki, enda góður „navigator“. Útför sína skipulagði hann. Hún skyldi verða í kyrrþey, með nán- ustu aðstandendum og vinum. Engin ræða, aðeins smá-kveðja. Hvað tónlist varðaði: Nú andar suðrið. Hafið bláa hafið. Heyr himna smiður. Útgangan yrði að sjálfsögðu við Internationalinn. Kæri Baldur. Nú siglir þú beggja skauta byr út á blátt haf eilífðarinnar og sérð hvað er bak við ystu sjónarrönd. Megi sú sigling lánast vel, sem fyrri siglingar þínar. Við systkini þín, fóstursystir, aðrir ættingjar og vinir þökkum samfylgdina og óskum þér blessunar. Jóhann B. Sveinbjörnsson. Baldur G. Sveinbjörnsson Elsku „Amma Lára“, mig langaði að fá að kveðja þig með örfáum orðum. Ég hef kallað þig ömmu frá því að ég man eftir mér og þykir leiðinlegt að geta ekki fylgt þér. Þú varst mér alltaf svo góð og okkur öllum systkinunum, ég man þig ekki öðruvísi en brosandi og hlægjandi í eldhúsinu hjá mömmu, þar sastu og þið mamma áttuð góðar stundir. Þú varst allt- af svo mikil skvísa og maður náði þér aldrei öðruvísi en veltilhafðri með augnskuggann á sínum stað. Gummi bróðir rifjaði það upp fyr- ir stuttu að hann hefði einu sinni fengið byssu í afmælisgjöf frá vini sínum þegar hann var yngri og þér þótti það nú afskaplega ljótt og fórst með byssuna og skilaðir henni. Þetta lýsir þér Lára Ágústsdóttir ✝ Lára Ágústs-dóttir fæddist í Ási á Hvammstanga 9. júní 1937. Hún lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 31. mars 2012. Útför Láru fór fram frá Akranes- kirkju 10. apríl 2012. pínulítið, þú varst góð en líka ákveðin. Ég mun alltaf reyna að fara eftir því sem þú sagðir við mig í brúðkaup- inu hennar Villi- meyjar að vinskap- urinn í hjónabandinu skipti öllu máli og við ættum að rækta hann. Þið „Afi Haddi“ voruð svo fal- leg hjón og samrýnd, hans missir er mikill en ég veit að það verður hugsað vel um hann, svo er hann líka svo duglegur. Mig langaði bara að þakka þér fyrir allt saman og láta þig vita hvað mér þótti vænt um þig ég vona að þér líði vel þar sem þú ert og ég efast ekki um annað en að það sé líf og fjör í kringum þig. Elsku „Afi Haddi“, Siggi minn og Silja, Gunna, Ingi, Hafdís, Benni og aðrir aðstandendur, Guð styrki ykkur á þessum erfiðu tímum og megi minningin um frá- bæra konu lifa áfram. Kveðja Maren Rós Steindórsdóttir. Sendum frítt hvert á land sem er Helluhrauni 12 • Hafnarfjörður • 544 5100 • www.granithusid.is ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN KARL NORMAN, varð bráðkvaddur á heimili sínu föstudaginn 6. apríl. Kveðjuathöfn fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 20. apríl kl. 13.00. Blóm vinsamlega afþökkuð. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að hugur hans var til langveikra barna. Gréta Þórs, Einir Kristjánsson, Baldur Sigurðsson, Þór Björnsson, tengdadætur, afabörn, langafabörn og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýnt hafa okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, stjúpmóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR ÞÓRUNNAR HALLDÓRSDÓTTUR, sem lést miðvikudaginn 4. apríl. Sérstakar þakkir flytjum við starfsfólki Landspítalans og öðrum þeim sem veittu dýrmæta aðstoð og umönnun í veikindum hennar. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Sváfnir Sveinbjarnarson, Guðbjartur Torfason, Ásbjörn Torfason. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, VALDÍSAR MAGNÚSDÓTTUR frá Hellissandi. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks Landspítalans við Hringbraut fyrir frábæra umönnun. Sigurður Kristjónsson, Kristín Magnea Sigurðardóttir, Svanbjörn Stefánsson, Sigurður Valdimar Sigurðsson, Kristín Björk Marisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.