Morgunblaðið - 19.04.2012, Side 28

Morgunblaðið - 19.04.2012, Side 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2012 ✝ Svan Frið-geirsson, húsa- smíðameistari og fyrrum stöðv- arstjóri, fæddist 9. nóvember 1927 á Akureyri. Hann lést á Droplaug- arstöðum 31. mars 2012. Svan var sonur hjónanna Friðgeirs Vilhálmssonar, f. 1893, d. 1955 og Sigurlaugar Svanlaugsdóttur, f. 1904, d. 1991. Eldri systir Svans var Selma, f. 1922, d. 2009. Svan kvæntist 21. maí 1949 eftirlifandi eiginkonu sinni, Ernu Hreinsdóttur frá Hrísey, f. 1928. Þau eignuðust tvö börn; Guðrúnu líffræðing, for- stöðumann við Blóðbankann, f. 1952 og Geir, bókmenntafræð- ing, f. 1957. Guðrún er gift Sig- urði Svavarssyni bókaútgef- anda. Þau eiga tvö börn; Svavar, f. 1975, sambýliskona hans er Virginie Cano og þau eiga synina Maël og Raphaël Svan, og Ernu, f. 1977, hennar maður er Joseph Johns og þau eiga Viktoríu Guðrúnu og Magnús James. Geir býr með Irmu Erlingsdóttur, lektor í frönskum samtímabók- menntum og forstöðumanni við HÍ. Þeirra dætur eru Gríma, f. 1996 og Svanhildur, f. 2002. Svan fluttist suður til Reykja- víkur á unglings- árum og lærði húsasmíði. Hann vann fyrst um sinn við iðngrein sína en starfaði lengst af sem stöðv- arstjóri hjá BP, síðar Olís. Hann reisti sér og sínu fólki tvívegis hús, fyrst í Langagerði, síðar í Grundarlandi. Svan lagði stund á íþróttir frá unga aldri og segja má að þær hafi mótað lífsferil hans. Hann keppti á skíðum, í hand- knattleik, knattspyrnu og golfi. Hann vann Íslandsmeistaratitla með Fram í boltagreinunum og lék með landsliðum eldri kylf- inga í golfi. Svan lagði sig ekki síður fram í félagsstörfum en keppni. Hann gegndi for- mennsku í handknattleiksdeild Fram og vann margvísleg störf fyrir Golfklúbb Reykjavíkur, var m.a. kosinn formaður klúbbsins í þrígang, 1970-72, 1976 og 1981-82, auk þess sem hann lagði hart að sér við upp- byggingu golfvalla félagsins. Svan hlotnaðist margvíslegur heiður fyrir störf sín á vett- vangi íþróttanna. Svan var jarðaður í kyrrþey 13. apríl 2012 að eigin ósk. Svan tengdafaðir minn var mikill atorkumaður og hafði jafnan hratt á hæli, enda verk- efnin mörg sem þurfti að kljást við – og eljan ótrúleg. Ég kynnt- ist honum á því skeiði lífs hans þegar allt var á útopnu; vinnan sannarlega krefjandi og mikil, en börnin nánast uppkomin þannig að unnt var að sinna áhugamálunum, golfinu og stangveiðinni, af kappi ef vök- ustundirnar voru nægilega vel nýttar. Þegar fyrstu barnabörn- in litu svo dagsins ljós tókst einnig að finna dýrmætan tíma handa þeim. Svan fæddist norður á Ak- ureyri og var strax allmikill fyr- ir sér. Hann fékk útrás í íþrótt- um frá barnsaldri; skíði, skautar, handbolti, fótbolti. Hann flutti suður til Reykjavík- ur með foreldrum sínum á ung- lingsaldri, þá hafði hann þegar kynnst konuefni sínu, Ernu Hreinsdóttur frá Hrísey, og leið- ir þeirra fléttuðust saman upp frá því, allt til hinstu stundar. Fyrir sunnan hélt íþróttaiðk- unin áfram. Svan lék handbolta og fótbolta með Fram og vann til Íslandsmeistaratitla. Jafn- framt lærði hann húsasmíði og öðlaðist meistararéttindi í þeirri grein. Hann byggði tvívegis hús yfir fjölskylduna, fyrst í Langa- gerði 120, og síðar í Grundar- landi 1. Lengstan hluta starfsævinnar starfaði Svan hjá Olíuverslun Ís- lands, sem stöðvarstjóri í Laug- arnesinu. Starfið fól í sér eftirlit með afgreiðslustöðvum á lands- byggðinni, þannig að hann fór ófáar ferðir um landið. Hann var allajafna á öflugum bílum og fór hratt yfir. Þó mér liði ævinlega vel með Svan, var ég samt aldrei rór með honum í bíl. Golfið átti hug Svans eftir að hann ánetjaðist því. Hann var góður golfari og ákafur keppn- ismaður, lék m.a. með landslið- um eldri kylfinga. Áhuginn var þó ekki síður bundinn við fé- lagsstarfið og uppbyggingu Golfklúbbs Reykjavíkur. Hann settist í formannsstól alls þrisv- ar sinnum og starfaði einnig sem vallarstjóri. Ég lék með honum nokkra hringi og ástríðan leyndi sér ekki. Honum var umhugað um að menn um- gengjust vellina af virðingu, virtu meðspilara og reglur leiks- ins, og hafði takmarkaða þol- inmæði gagnvart þeim sem það gerðu ekki. Barnabörnin fékk Svan í tveimur hollum, með um 20 ára millibili. Þegar dætur Geirs fæddust var hann að ljúka starfsævinni og gaf sér ríkuleg- an tíma í afastúss. Sérlega fal- legt var að fylgjast með sam- bandi hans og Grímu; umhyggjunni, natninni og ást- úðinni. Hann fékk þó ekki að njóta ævikvöldsins til fulls, því endurtekin áföll rýrðu lífsgæði hans og færðu þennan ákafa- mann að hliðarlínunni. Barna- börn og barnabarnabörn kveiktu þó glóð í augum hans alla tíð. Því er stundum haldið fram að fólk verði íhaldssamara með aldrinum. Það átti svo sannar- lega ekki við um Svan. Sem ein- lægur jafnaðarmaður gladdist hann þegar Samfylkingin var stofnuð og átti sér stóra drauma. Hann sótti fundi og var ávallt reiðubúinn að segja vinum til vamms. Hann fylgdist með stjórnmálunum meðan hugurinn entist. Mikill höfðingi hefur kvatt okkur og ég á eftir að sakna hans sárt, eins og fólkið hans allt. Vertu nú kært kvaddur, Svan, og hafðu þökk fyrir allt og allt. Sigurður Svavarsson. Svan Friðgeirsson Elskulegur afi minn var besti afi sem hægt er að hugsa sér. Eiginlega bara mesti snillingur sem ég hef nokkurn tímann kynnst. Mér finnst leiðinlegt að ég hafi aldrei náð að segja hon- um það. Síðustu dagar hafa verið heldur betur óraunverulegir. Það er erfitt að ímynda sér lífið án afa sem hefur alltaf verið til staðar. Það tekur mig sárt að síðustu jól hafi verið síðustu jól- in okkar saman og að ég fái ekki lengur símtöl frá honum þar sem hann segir „Hæ, þú varst að hringja, er allt í lagi? Viltu að ég komi og sæki þig?“ af því að hann var fyrstur í símaskránni í gsm-símanum og ég var alltaf að hringja óvart í hann. Já, það er óraunverulegt að hann sé ekki lengur hjá okkur. En eins og amma benti mér á þá var það nú alveg í hans anda að fara svona fljótt. Hann var alltaf svo stressaður og hlutirnir urðu helst að gerast í gær sem mér þótti nú ekkert leiðinlegt þegar ég var yngri og vildi láta mála herbergið mitt eða eitthvað í þá veruna. Þá bað ég bara afa um það svo að það myndi gerast strax. Enda erfði ég óþolinmæð- ina frá honum. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að það sé ekki einu sinni liðið ár síðan hann hjálpaði mér Stefán Ágúst Stefánsson ✝ Stefán ÁgústStefánsson fæddist í Reykjavík 3. október 1940. Hann lést á krabba- meinsdeild Land- spítalans við Hring- braut 1. apríl 2012. Útför Stefáns fór fram frá Fríkirkj- unni í Hafnarfirði 10. apríl. að flytja búslóðina uppá þriðju hæð. Hann var alltaf svo hress að ég hélt ég ætti eftir að geta notið samvista við hann í að minnsta kosti 20 ár til við- bótar og að hann fengi tækifæri til að spilla barna- barnabörnunum sínum eins og hann hefur spillt okkur barnabörnun- um. Enda sagði pabbi einu sinni við mig að hann hlakkaði svo til að eignast barnabörn svo að hann gæti gert þau jafn óþæg og afi hafði gert okkur systk- inin. Á svona stundum er gott að eiga góðar og fallegar minning- ar og ég er svo lánsöm að eiga ógrynni af þeim. Við systkinin höfum alltaf verið svo mikið með ömmu og afa og eigum ekkert nema yndislegar minningar um þau og munum að sjálfsögðu halda áfram að búa til góðar minningar með ömmu. Amma og afi hafa alltaf verið til staðar fyrir mig og tekið þátt í því sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Þau mættu til dæmis á fótboltaleiki, fimleikamót, fylgdu mér út á flugvöll þegar ég flutti til útlanda og sendu mér reglulega pakka með ís- lenskum mat og sælgæti – það þótti mér vænt um. Ég á líka dýrmætar minningar frá sum- arfríum með ömmu og afa, bæði í Reykjavík og á ferðalögum um landið. Það er gott að eiga svona ömmu og afa. Fyrsti apríl, dagur tileinkað- ur gríni og hrekkjum, er mjög viðeigandi dánardagur afa. Verst er að hann hafi ekki verið eftir mörg ár. Telja mætti að hann hafi sjálfur valið sér þenn- an dánardag þar sem hann var mikill brandarakall og stríðnis- púki. Hann hafði gott lag á því að hrista upp í fólki. Ég brosi bara við tilhugsunina. Ég sakna þín, elsku afi minn! Arna Rut Þorleifsdóttir. Elsku Stebbi. Okkur langaði með nokkrum orðum að kveðja þig, elsku vin- ur, og þakka þér fyrir samfylgd- ina. Það er enginn vafi í okkar huga að samverustundir fjöl- skyldna okkar verða ekki eins fjörugar án þín. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. x Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. x Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Hvíl í friði elsku vinur, við munum ræða enska boltann seinna. Elsku Oddný, Hulda, Róbert, Vignir og fjölskyldur. Ykkur vottum við okkar innilegustu samúð. Katrín Heiða, Þórdís og Jón. Raðauglýsingar 569 1100 Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Borgarbraut 25 A, fnr. 211-1029, Borgarnesi, þingl. eig. Einar Páll Pétursson, gerðarbeiðendur Arion banki hf. og Sýslumaðurinn í Borgarnesi, miðvikudaginn 25. apríl 2012 kl. 13:50. Borgarbraut 26, fnr. 211-1032, Borgarnesi, þingl. eig.Torfi Júlíus Karls- son og Ingunn Jóhannesdóttir, gerðarbeiðandi Arion banki hf., mið- vikudaginn 25. apríl 2012 kl. 14:00. Brákarbraut 1, fnr. 211-1160, Borgarnesi, þingl. eig. Karl IngiTorfason, gerðarbeiðendur Arion banki hf. og Vátryggingafélag Íslands hf., mið- vikudaginn 25. apríl 2012 kl. 13:30. Brákarbraut 17, fnr. 211-1198, Borgarnesi, þingl. eig. Propagator ehf., gerðarbeiðandi Sjóvá- Almennar hf., miðvikudaginn 25. apríl 2012 kl. 13:40. Garðavík 13, fnr. 211-1338, Borgarnesi, þingl. eig. Guðný Guðjónsdótt- ir, gerðarbeiðandi Arion banki hf., miðvikudaginn 25. apríl 2012 kl. 14:10. Sýslumaðurinn í Borgarnesi, 18. apríl 2012. Stefán Skarphéðinsson, sýslumaður. Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Bíldshöfði 12, 204-3165, Reykjavík, þingl. eig. Víking ehf., gerðarbeið- andi Reykjavíkurborg, þriðjudaginn 24. apríl 2012 kl. 11:00. Bíldshöfði 18, 222-2985, Reykjavík, þingl. eig. Kvikkhúseign ehf., gerð- arbeiðendur Íslandsbanki hf. og Reykjavíkurborg, þriðjudaginn 24. apríl 2012 kl. 11:30. Funahöfði 17, 204-3047, Reykjavík, þingl. eig. Víking ehf., gerðarbeið- andi Reykjavíkurborg, þriðjudaginn 24. apríl 2012 kl. 10:00. Funahöfði 17, 222-1498, Reykjavík, þingl. eig. Víking ehf., gerðarbeið- andi Reykjavíkurborg, þriðjudaginn 24. apríl 2012 kl. 10:15. Funahöfði 17, 222-1499, Reykjavík, þingl. eig. Víking ehf., gerðarbeið- andi Reykjavíkurborg, þriðjudaginn 24. apríl 2012 kl. 10:30. Gnoðarvogur 82, 202-3562, Reykjavík, þingl. eig. db. Bjarneyjar Alex- andersdóttur, gerðarbeiðandi Geysir 2008-I Institutional Inverstor Fund, þriðjudaginn 24. apríl 2012 kl. 14:00. Gunnarsbraut 42, 201-2175, Reykjavík, þingl. eig. Áslaug Nanna Ingvadóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Reykjavíkurborg, þriðjudaginn 24. apríl 2012 kl. 14:30. Skipasund 21, 201-8211, Reykjavík, þingl. eig. Viðar Garðarsson, gerðarbeiðandi Reykjavíkurborg, þriðjudaginn 24. apríl 2012 kl. 13:30. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 18. apríl 2012. Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Barðastaðir 39, 225-9993, Reykjavík, þingl. eig. Hildur Guðlaug Hall- varðsdóttir og Ragnar Heiðar Júlíusson, gerðarbeiðendur Byko ehf., Frjálsi fjárfestingarbankinn hf., Reykjavíkurborg og Sýslumaðurinn á Blönduósi, mánudaginn 23. apríl 2012 kl. 13:30. Barmahlíð 35, 203-0626, Reykjavík, þingl. eig. Emilía B. Jóhannesdótt- ir, gerðarbeiðendur Arion banki hf. og Reykjavíkurborg, mánudaginn 23. apríl 2012 kl. 10:30. Fífurimi 38, 204-0439, Reykjvík, þingl. eig. Ingibjörg Jensdóttir, gerðar- beiðandi Íslandsbanki hf., mánudaginn 23. apríl 2012 kl. 14:00. Miðtún 17, 200-9582, Reykjavík, þingl. eig. db. Péturs Hólmsteins- sonar, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sparisjóður Rvíkur og nágr., útib., mánudaginn 23. apríl 2012 kl. 11:00. Silfurteigur 1, 201-9045, Reykjavík, þingl. eig.Tinna Aðalbjörnsdóttir, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., mánudaginn 23. apríl 2012 kl. 11:30. Skólavörðustígur 19, 200-6141, Reykjavík, þingl. eig. Sigurður Pálmi Ásbergsson, gerðarbeiðendur Kreditkort hf., Reykjavíkurborg ogToll- stjóri, mánudaginn 23. apríl 2012 kl. 10:00. Vagnhöfði 17, 204-3115, Reykjavík, þingl. eig. Víking ehf., gerðarbeið- andi Reykjavíkurborg, mánudaginn 23. apríl 2012 kl. 14:30. Vagnhöfði 17, 223-2183, Reykjavík, þingl. eig. Víking ehf., gerðarbeið- andi Reykjavíkurborg, mánudaginn 23. apríl 2012 kl. 14:45. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 18. apríl 2012. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsend- ingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja við- eigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birt- ingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virk- um dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minning- argreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín undir greinunum. Minningargreinar ✝ Hjartans þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur samúð og hlýju vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns og vinar, föður, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS MARINÓS KRISTINSSONAR. Innilegt þakklæti til alls starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Garðvangi Garði fyrir einstaka umönnun og hlýju í hans garð. Guð blessi ykkur öll. Sonja I. Kristensen, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.