Morgunblaðið - 19.04.2012, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 19.04.2012, Qupperneq 32
32 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2012 HVERN ÆTLAR ÞÚ AÐ GLEÐJA Í DAG? Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú ferð létt með að vinna ná- kvæmnisvinnu í dag og að sitja við lengi í einu. Vertu því ekki afundinn þótt aðrir reyni að hjálpa þér til þess. 20. apríl - 20. maí  Naut Hugsanlegt er að þú lendir í útistöð- um í dag enda finnst þér sumir bæði hroka- fullir og einstrengingslegir í viðmóti. Sestu nú niður og farðu í gegnum málin. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Fyrsta skref þitt í tilteknu verkefni er ekkert annað en það, það er byrjun. Ein- hverjir árekstrar við aðra valda þér leið- indum og áhyggjum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú veist að þú ert á réttri leið og gefur ekkert eftir. Jákvætt hugarfar þitt laðar fólk til samstarfs við þig. Við getum ekki breytt fólki, bara elskað það eins og það er. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú munt sennilega eiga áhugaverðar samræður við einhvern ókunnugan í dag. Ef ekki vill annað til, skaltu fara frá þeim, sem eru að reyna að hleypa þér upp. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Núna ertu að biðja um aðstoð eða vernd, og þú færð hana. Hvað sem þú gerir núna líkist rússíbanareið. Sýndu dirfsku og mættu óundirbúin(n). 23. sept. - 22. okt.  Vog Þeir sem leita ráða hjá þér hafa stund- um á orði að þú ættir að gerast launaður ráðgjafi. Ef ekkert er að gert lognast sam- bandið við vinina út af og þú getur engum um kennt nema sjálfum/sjálfri þér. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Ef þú ætlar að koma málum þínum í örugga höfn þarftu að sætta þig við tilslakanir. Mundu að uppörvun er vænlegri til árangurs en skammir. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Enginn vill láta segja sér fyrir verkum, sérstaklega ekki þú. Leggðu hart að þér til þess að ná markmiðum þínum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er rangt að kætast við ófarir annarra og aldrei að vita nema þú verðir sjálf/sjálfur skotspónninn áður en þú veist af. Ef þú átt enga hvetjandi vini, er núna rétti tíminn til að eignast þá. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Reyndu að ná sjónar á einhverju takmarki sem þú getur síðan stefnt hik- laust að. Vertu ljúf(ur) og kát(ur). 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú færð óvænta athygli sem þú kærir þig alls ekki um. Hertu upp hugann og drífðu hlutina af. Kannski gerir þú áætl- anir um að ferðast. Í dag hefði Halldóra B. Björns-son, ein af systkinunum frá Draghálsi, orðið 95 ára. Fjögur af þeim voru fædd í aprílmánuði, Pétur hinn 12., Guðný hinn 28. og Sigríður á Hávarðsstöðum hinn 30. Jóhannes úr Kötlum velur þetta erindi í Skáldu til þess að minnast Halldóru: Þögninni einni segjum okkar sorg. Sungin var gleðin út í vind sem blés. Spor lágu burt úr dalnum annan dag, dögg féll af greinum lítils reynitrés. Þögninni einni segjum okkar sorg. Halldóra var ekki aðeins skáld heldur fljúgandi hagmælt eins og hún átti kyn til. Manna örlög margvísleg myndað getur vindurinn: annar fór á Vindi um veg, vindur á setum bindur hinn. Það er gaman að „Ferðapistl- um úr Hvalfirði“. Þetta mælir Halldóra fram um leið og hún fer fram hjá Fossá: Bóndinn er aleinn úti og etur ljá við stein. Konan er kannske í bænum, kannske er hún ekki nein. Þetta tungutak þekki ég ekki „að etja ljá við stein“ en merkir líklega að bóndi hafi setið við hverfisteininn og lagt á, sbr. að hvetja ljáinn. „Vorið kemur“ er fyrsta ljóðið í fyrstu ljóðabók Halldóru, „Ljóð“, ort 1928. og byrjar svo: Þegar örmum vetur vefur visna björk í skógarþröng, þrái ég vorsins þýðu óma, þyt í laufi og fuglasöng. Frjálsa, glaða, litla lóa, ljóð þín eiga töframátt, burt þú syngur sorgir mínar, svífur glöð um loftið blátt. Og ljóðinu lýkur með þessu er- indi: Ætti sál mín auðlegð þína, yndi og fegurð, vorsins hljóm, mætti ég alla ævi mína yrkja ljóð um vor og blóm. Síðasta ljóð bókarinnar er ort 1949. Þá yrkir Halldóra „Órímað ljóð“ og lýkur því með þessu er- indi: Í köldu myrkri jarðarinnar endar ferð vor og vér vitum ekki lengur að þessi ferð var farin. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Og etur ljá við stein S m áf ól k G re tt ir H ró lfu r hr æ ði le gi G æ sa m am m a o g G rí m ur F er di n an d MÉR FINNST BARA EINS OG LÍF MITT FARI BARA Í HRINGI... FYRIRGEFÐU AÐ ÉG ER SEINN ÞAÐ ER ALLT Í LAGI EN ÉG ER MEÐ MJÖG GÓÐA AFSÖKUN ÉG FÓR Í BUXURNAR MÍNAR ÖFUGAR HANN GEKK 500 METRA Í VITLAUSA ÁTT ÁÐUR EN HANN ÁTTAÐI SIG Á ÞESSU ME, ME, ME! PSST! KINDUR... „EN Í SÖMU BYGGÐ VORU HIRÐAR ÚTI Í HAGA OG GÆTTU UM NÓTTINA HJARÐAR SINNAR” ÞVOÐIRÐU Á ÞÉR HENDURNAR? JÁ LEYFÐU MÉR AÐ SJÁ! ÞÆR LÍTA KANNSKI EKKI ÚT FYRIR AÐ VERA HREINAR EN ÞAÐ ER BARA VEGNA ÞESS AÐ ÉG FANN EKKI SÁPUNA. ÉG ÞVOÐI ÞÆR SAMT VEL OG VANDLEGA MEÐ VATNI Víkverji er kominn í sumarskap. Sólskín í heiði og útsýnið út um gluggann í Hádegismóum eins og á póstkorti. Reyndar setur gul sinan og nýfallinn snjór á hvítum tindum fjallahringsins handan Rauðavatns og Heiðmerkur eilítið vetrarlegan blæ á þennan sumarbrag. Þá er kvikasilfrið í hitamælinum ekki bein- línis hallt undir áróður um að komið sé sumar og í það minnsta ekki tilbúið að taka suðræna sveiflu upp í tveggja stafa tölu. Gróðurinn er hins vegar öllu ginnkeyptari, græn strá farin að stingast upp úr jörðu og brum komið á greinar. Víkverji sá meira að segja feita randaflugu – svona landnáms- randaflugu, ekki seinni tíma vespu, sem villtist hingað til lands um árið þegar ætlunin var að panta bifhjól – fljúga letilega hjá í fyrradag, greini- lega farin að undirbúa sumardaginn fyrsta. x x x Nú hafa nagladekk verið bönnuð íReykjavík frá 15. apríl þannig að það er eins gott að sumarið standi undir merkjum. Á heimasíðu borg- arinnar sagði að talning, sem gerð var í gær, hefði sýnt að hlutfall bíla með nagladekk hefði verið 22,8%. Í talningu, sem gerð var á sama degi fyrir ári, var hlutfallið 20,3%. Ekki veit Víkverji hver skekkjumörkin eru, en grunar að munurinn sé innan þeirra. Í frétt borgarinnar segir einn- ig að styrkur svifryks í lofti hafi að- eins einu sinni farið yfir heilsuvernd- armörk, sem eru 50 míkrógrömm á rúmmetra. Í fyrra hafði styrkurinn farið átta sinnum yfir mörkin á sama tíma. Ástæðan er sögð meiri úrkoma í borginni nú en í fyrra. x x x Víkverji áttar sig á því að víða álandinu getur verið háskalegt að aka ekki á nagladekkjum að vetr- arlagi, en hann hefur nú um árabil verið naglalaus á götum höfuðborg- arinnar og aldrei lent í vandræðum. Þó er hann ekki á jeppa, heldur venjulegum fólksbíl, sem meira að segja getur verið óttalegur sleði þeg- ar snjór og klaki er á götum. En þá er bara að aka rólega og í samræmi við færð. Þessi lestur er hins vegar full- komlega ótímabær og hefði átt að geymast fram á haust. Víkverji Orð dagsins: Verðið heldur sjálf heilög í allri hegðun, eins og sá er heilagur, sem yður hefur kallað. (1Pt. 1, 15)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.