Morgunblaðið - 19.04.2012, Side 34

Morgunblaðið - 19.04.2012, Side 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2012 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Nemendaleikhús Listaháskóla Ís- lands frumsýnir nýtt íslenskt leikrit sem nefnist Óraland annað kvöld í Smiðjunni kl. 20:00. Verkið er spunaverk og samið af leikaranem- unum sjálfum í samvinnu við list- ræna stjórnendur sýningarinnar þau Jón Atla Jónasson og Unu Þor- leifsdóttur, sem jafnframt er leik- stjóri sýningarinnar. Að sögn Jóns Atla var ekkert handrit fyrir hendi þegar hópurinn byrjaði vinnu sína, aðeins spurn- ingar þátttakenda og vangaveltur þeirra um stöðu einstaklingsins í samfélagi þar sem sjónarspil og órar eru allsráðandi. Hvert er gjaldið? „Hvatinn að þessu verkefni er að gera leiksýningu um samtímann. Við lifum í samfélagi þar sem við stönd- um ekki með neinu eða neinum, við veljum ekkert og þar með höfnum við heldur ekki neinu. Meðal þess sem við rannsökum í sýningunni er hvaða verði sú afstaða er keypt. Eins skoðum við hvað má og má ekki fjalla um í leikhúsi og einnig hvar mörkin milli raunveruleikans og fantasíunnar liggja,“ segir Jón Atli og tekur fram að notast hafi verið við margvíslegar aðferðir í vinnuferlinu, s.s. spuna, trúðatækni, skrifaðan texta þátttakenda sem og lánaðan og stolinn texta eins og opinberar yf- irlýsingar, afsökunarbeiðnir og blaðaviðtöl. „Síðan ritstýrði ég hand- ritinu,“ segir Jón Atli þegar hann er spurður nánar um eigin aðkomu. Aðspurður segir Jón Atli sýn- inguna vera pólitíska. „Enda er allt leikhús pólitískt, hvort heldur leikinn er klassískur texti eða Galdrakarlinn í Oz. Því það er alltaf pólitísk ákvörð- un hvað sett er á svið og hvað ekki,“ segir Jón Atli. Spurður um gildi þess að leiklist- arnemendur fái tækifæri til þess að móta handrit sýningar líkt og raunin er í Óralandi segir Jón Atli það mjög mikið. „Það skerpir á því að þau eru líka skapandi listamenn, en ekki bara túlkandi. Það verður þeim líka gott veganesti fyrir framhaldið að hafa reynslu af því að skapa sýningu frá grunni,“ segir Jón Atli að lokum.  Óraland er nýtt íslenskt leikrit hjá Nemendaleikhúsinu Leiksýning um óra samtímans HULDA BJÖRK GARÐARSDÓTTIR · GISSUR PÁLL GISSURARSON / ÞÓRA EINARSDÓTTIR · GARÐAR THÓR CORTES ÁGÚST ÓLAFSSON · HRÓLFUR SÆMUNDSSON · JÓHANN SMÁRI SÆVARSSON HERDÍS ANNA JÓNASDÓTTIR · BERGÞÓR PÁLSSON HLJÓMSVEITARSTJÓRI: DANÍEL BJARNASON · LEIKSTJÓRI: JAMIE HAYES LEIKMYND: WILL BOWEN · BÚNINGAR: FILIPPÍA ELÍSDÓTTIR · LÝSING: BJÖRN BERGSTEINN GUÐMUNDSSON „Tímamótaviðburður í tónlistarlífinu“ - Jónas Sen, Fréttablaðið „Frábær skemmtun og frammistaða“ - Ríkharður Örn Pálsson, Morgunblaðið „Þarna verða til sannir töfrar... Maður tók andköf í glæsilegustu aríunum“ - Silja Aðalsteinsdóttir, tmm.is „Bravo! Bravi! Bravissimo!“ - Ólafur Arnarson, pressan.is FÖSTUDAGINN 20. APRÍL KL. 20 - UPPSELT LAUGARDAGINN 21. APRÍL KL. 20 - LOKASÝNING - Hugo Shirley, Daily Telegraph, London „Rosaleg upplifun... Sjónarspilið var magnað... Snilldarlega vel sett upp“ - Ingi Þór Jónsson og Kristjana Stefánsdóttir, Listræninginn á Rás 1 „Stórkostleg sýning í öllu tilliti... Sennilega besta uppfærsla sem ég hef séð hjá Íslensku óperunni“ - Helgi Jónsson, Víðsjá á Rás 1 MIÐASALA Í HÖRPU OG Á WWW.HARPA.IS ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR UM HELGINA Gróska, félag myndlistarmanna í Garðabæ og á Álftanesi, heldur sína fjórðu samsýningu sumardag- inn fyrsta á göngugötunni Garða- torgi 3 og í sal Grósku á annarri hæð undir yfirskriftinni „Vor“. Þóra Einarsdóttir formaður Grósku opnar sýninguna kl. 15 og spilar Stórsveit tónlistaskóla Garðabæjar nokkur lög við það tækifæri. Kl. 16.30 verður haldið uppboð á 27 málverkum úr „Keðjuverki I“ og „Keðjuverki II“ undir stjórn Gunnars Gunn- arssonar. Keðjuverk I var unnið af þrettán listamönnum helgina 28. og 29. janúar sl. og og Keðjuverk II unnu fjórtán listamenn 17. mars og 12. apríl. Verkin voru unnin þannig að listamennirnir máluðu hver á sinn striga í um 10 mínútur þegar strig- inn var færður til næsta manns og svo koll af kolli þangað til allir voru búnir að mála á alla strigana. Sýningin stendur til 29. apríl. Sumarsýning Grósku Verk gömlu meistaranna verða í forgrunni á tónleikunum á laugar- dag. Þar fá viðstaddir tækifæri til að fylgjast með hljóðfæraleik- urunum úr návígi og spyrja þá spurninga um m.a. verkin og tón- skáldin. Efnisskráin er sérstaklega sett saman með leikskólabörn, yngri grunnskólabörn og fjölskyldur þeirra í huga. Aðgangur á tónleikana er ókeyp- is og allir velkomnir. Kammersveit Reykjavíkur heldur tvenna tónleika fyrir börn á Barna- menningarhátíð í Reykjavík. Þeir fyrri verða í Tjarnarbíói í dag kl. 14 og þeir seinni í Iðnó á laugardaginn kemur kl. 14. Á tónleikunum í dag verður áheyrendum gefin innsýn í heim nútímatónlistar með því að fylgjast með flutningi tveggja nýrra tónverka, annars vegar Laur eftir Guðmund Stein Gunnarsson og Karaoke eftir Inga Garðar Er- lendsson. Nýtt í bland við gömul tónverk Fjölbreytt Kammersveit Reykjavíkur ásamt Guðmundi Steini Gunnarssyni.  Kammersveit Reykjavíkur með tvenna tónleika á Barnamenningarhátíð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.