Morgunblaðið - 19.04.2012, Síða 40

Morgunblaðið - 19.04.2012, Síða 40
FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 110. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. ,,Jakahlaupabraut“ í lauginni 2. Æpandi eftirspurn eftir starfsfólki 3. Ljóst hvaða skólar keppa 4. Svekkt út í Söndru Bullock »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Felix Bergsson treður upp á Græna hattinum á Akureyri í kvöld og flytur lög af plötu sinni Þögul nóttin. Jón Ólafsson og Stefán Már Magnússon leika með en þeir félagar unnu plöt- una að öllu leyti með Felix. Morgunblaðið/Árni Sæberg Felix Bergsson syng- ur á Græna hattinum  Kórstjóri Fjalla- bræðra, Halldór Gunnar Pálsson, hefur nú fengið 1.086 Íslendinga til að ljá lokakafla lagsins „Ísland“ raddir sínar en lagið hefur hann unnið að undan- förnu fyrir kórinn. Halldór stefnir að því að taka upp söng 10% þjóðar- innar, blanda saman upptökunum og mynda þannig risastóran kór. 1.086 raddir komnar fyrir lagið „Ísland“  Myndband við lag bandaríska plötusnúðsins Kaskades og tónlist- armannsins Skrillex, „Lick It“, hefur nú litið dagsins ljós en það var tekið upp á Íslandi. Í myndbandinu leikur knattspyrnukonan Aníta Lísa Svansdóttir og er í örvæntingarfullri leit að tónlist, að því er segir í frétt á vef MTV. Aníta Lísa Svans- dóttir í „Lick It“ Á föstudag Norðaustan 5-10 m/s suðaustantil, annars 3-8 m/s. Dálítil él norðan- og austantil en víða slydda eystra síðdegis, bjart- viðri vestantil. Vægt frost norðaustantil, en hiti annars 1 til 7 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 5-13 m/s norðvestantil en ann- ars hægari norðaustlæg eða breytileg átt. Dálítil él eystra og einnig stöku él á Vestfjörðum, annars bjart með köflum. Hiti 0-10 stig. VEÐUR HK gerði sér lítið fyrir og skellti deildarmeisturum Hauka með sex marka mun, 30:24, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum N1-deildar karla í handknattleik á Ás- völlum í Hafnarfirði í gær- kvöldi. Þetta var jafnframt fyrsti sigur HK á Haukum í vetur. Liðin mætast næst á föstudagskvöldið á heima- velli Kópavogsliðsins. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit. »2 HK skellti deildar- meisturunum Íslenska landsliðið í íshokkíi tapaði fyrir Króötum, 5:1, í lokaleik sínum í A-riðli 2. deildar heimsmeistaramóts- ins í Skautahöllinni í Laugardal í gær- kvöldi. Þar með hafnaði Ísland í fjórða sæti í riðlinum sem er besti árangur sem það hefur náð á heims- meist- aramóti fram til þessa. »2 Besti árangur Íslands á HM í íshokkíi Þór í Þórlákshöfn tryggði sér í gær- kvöldi réttinn til þess að leika um Ís- landsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla í fyrsta sinn. Þá vann liðið frá- farandi Íslandsmeistara KR í þriðja sinn í undanúrslitarimmu liðanna, 83:80, á heimavelli að viðstöddu troðfullu íþróttahúsi af fólki. Þór mætir annaðhvort Grindavík eða Stjörnunni í úrslitum. »4 Þór Þorlákshöfn í úrslitin í fyrsta sinn ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Eins og svo oft áður iðar Iðnó af lífi en þessa dagana ráða börnin þar ríkjum. Búið er að breyta gamla menn- ingarsetrinu við Tjarnarbakkann í barnamenningarhús þar sem boðið er upp á fjölmargar lista- og menn- ingarsmiðjur í tengslum við Barna- menningarhátíðina í Reykjavík. Menning barna, fyrir börn og með börnum „Markmiðið er að skapa vettvang fyrir menningu barna, fyrir börn og með börnum,“ segir Arnfríður S. Valdimarsdóttir, verkefnastjóri barnamenningar hjá Reykjavík- urborg. Er þetta í annað sinn sem komið er á fót svokölluðu barna- menningarhúsi í tengslum við hátíð- ina. Gefst gestum og gangandi kostur á að kynna sér hinar ýmsu list- greinar, menningarsmiðjur og við- burði en fjölmargt er í boði og að- gangseyrir enginn. Á meðal þess sem úr er að velja eru flugdreka- og sirkussmiðjur, krakkajóga, brúðu- gerð, tækni-legó- og origami- námskeið, skrímslastundir og rat- leikir. Er þá fátt eitt talið. Um 6.800 manns sóttu Ævintýrahöllina síðast og er útlit fyrir að gestir verði síst færri í ár. Þegar Morgunblaðið leit inn að morgni annars dags höfðu þegar um 900 manns komið í heim- sókn. Barnaball og Krakkarokk Á meðal annarra viðburða sem vert er að benda á er barnaballið „Hnésokkar og lakkskór“ sem fram fer á sumardaginn fyrsta en þar munu Sigurður Guðmundsson og hljómsveit spila fyrir dansi. Boðið verður upp á danskennslu klukku- stund áður en ballið hefst. Á morg- un, föstudag, verða tvennir tón- leikar í Ævintýrahöllinni, annars vegar Morguntónar þar sem Hafdís Huld flytur lög fyrir yngri börnin og hins vegar Krakkarokk í eftir- miðdaginn. Þar koma fram hljóm- sveitirnar Epli í teygjustökki, Rokksveit Íslands og Eldpipar en allar eiga þær það sameiginlegt að samanstanda af 10 og 11 ára tón- listarmönnum. Ævintýrahöllin er opin á milli 10 og 18 daglega til og með 21. apríl. Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Barna- menningarhátíðarinnar í Reykjavík, www.barna- menningarhatid.is. Ævintýrahöllin iðar af lífi  Fjölmargir við- burðir í boði í Iðnó á Barnamenningarhá- tíðinni í Reykjavík Morgunblaðið/Kristinn Listamenn framtíðarinnar Gestir Ævintýrahallarinnar í Iðnó einbeittir við listsköpun í einni smiðjunni. Nokkrir krakkar úr þriðja bekk í Langholtsskóla voru niðursokknir í flugdrekagerð undir öruggri leiðsögn Björns Finnssonar þegar blaða- mann bar að garði. Að sögn kennara hópsins, Ingva Sveinssonar, mæltist Ævintýrahöllin afar vel fyrir hjá krökkunum. „Hópurinn skipti sér í þrjár smiðjur; flug- drekasmiðjuna, tækni-legó og álfadúkku- húsið. Ratleikurinn kom einnig til greina en því miður var ekki tími fyrir hann líka. Krakkarnir virðast skemmta sér vel og þetta er tilbreyting frá því sem verið er að gera venjulega í skólanum.“ Brýtur upp hefðbundna daga ÚR FLUGDREKASMIÐJUNNI Líf og fjör í flug- drekasmiðjunni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.