Morgunblaðið - 20.04.2012, Page 12

Morgunblaðið - 20.04.2012, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2012 FLUGFELAG.ISBÆÐI Í BORG OG SVEIT VOR Í LOFTI Seiðmagnað TILBOÐ 11. − 13. MAÍ BÓKAÐU Í DAG! 7.990 kr. 7.990 kr. 15.000 kr. REYKJAVÍK − EGILSSTAÐIR, 13. MAÍ.EGILSSTAÐIR − REYKJAVÍK, 11. MAÍ. BÁÐAR LEIÐIR 11. − 13. MAÍ, MEÐ SKÖTTUM : 60% AFSLÁTTUR FYRIR BÖRN2 − 11 ÁRA. FLUGFÉLAG ÍSLANDS mælir með vorkvöldum í Reykjavík eða á Egilsstöðum. Sund daginn eftir? Pottþétt. FRÁ: FRÁ: Takmarkað sætaframboð. Bókanlegt til 30. apríl á flugfelag.is. Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is Það var sumar í lofti og góð stemn- ing í húsakynnum Mæðrastyrks- nefndar Reykjavíkur í gær þegar blaðamann bar þar að garði. Tilefnið var stofnun Menntunar- sjóðs Mæðrastyrksnefndar Reykja- víkur, sem hefur það hlutverk að styrkja tekjulágar konur til frekari menntunar svo þær eigi möguleika á góðu framtíðarstarfi. Stofnfé sjóðsins er fimm milljónir króna og byggist á gjöf Elínar Storr til mæðrastyrksnefndarinnar. Í skipulagskrá sjóðsins segir að verja megi árlega ávöxtun af höfuð- stól sjóðsins, sem og árlegu sjálfs- aflafé hans, til styrktar konunum. „Í okkar starfi höfum við kynnst fjölda kvenna sem hafa lítið á milli hand- anna,“ sagði Elín Hirst, formaður sjóðsins, sem kynnti stofnun hans í gær. Hún kynnti með hvaða hætti stæði til að safna fé til sjóðsins, en það verður gert með sölu á svoköll- uðu Mæðrablómi sem ætlunin er að sjálfboðaliðar búi til úr efnisaf- göngum og gömlum fötum. Blómið í ár er rautt og hannað af Steinunni Sigurðardóttur fatahönn- uði, sem gaf sjóðnun hönnun sína. Mæðrablómið verður selt á mæðra- daginn í maí á völdum stöðum, en ætlunin er að gera slíkt árlega. „Við erum með svo frábært fólk í landinu og fáum það með okkur í Ráðhús Reykjavíkur til að búa til þetta fallega blóm,“ sagði Elín, en Mæðrastyrksnefnd óskar eftir sjálfboðaliðum til framleiðslu á blóminu þriðjudaginn 24. apríl nk. í ráðhúsinu milli kl. 17 og 21. Blaðamaður fékk sjálfur að reyna sig við blómaframleiðsluna og getur vottað að hún er ekki flók- in þannig að allir geta lagt sitt af mörkum. Blómaval hefur þegar ákveðið, í samstarfi við blómabændur, að leggja sjóðnum til hluta söluverð- mætis hvers blómvandar sem selst á mæðradaginn í ár. Auglýst verð- ur eftir umsóknum í sjóðinn í vor fyrir nám sem hefst á haustönn 2012. Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Mæðrablóm Rósir framleiddar í gær, þegar stofnun Menntunarsjóðsins var tilkynnt hjá Mæðrastyrksnefnd. Styðja tekjulitlar konur til náms Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fátt nýtt þykir koma fram í and- svari Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) við málsvörn íslenskra stjórnvalda í Icesave-deilunni en svarið er lagt fram í samræmi við málsmeðferðarreglur EFTA-dóm- stólsins. Lögfræðingar íslenskra stjórnvalda fá tíma til 11. maí til að svara andsvarinu og lýkur þá þess- um hluta formlegra bréfaskipta vegna málsins áður en það verður dómtekið í haust. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins er á þessu stigi ekki ljóst hversu mikla rann- sóknarvinnu íslensku lögfræðing- arnir þurfa að leggjast í vegna andsvarsins. Andsvar ESA er sautján blaðsíður og hefur það ver- ið birt á vefnum. Vikið að meintu broti Er þar annars vegar einkum fjallað um tilskipunina um inni- stæðutryggingar á EES-svæðinu og túlkunina á henni og hvort ís- lenska ríkið sé í þessu tilviki ábyrgt fyrir því að hún sé virk. Hins vegar er fjallað um meint jafnræðisbrot íslenskra stjórnvalda gagnvart innistæðueigendum. Munu rökin sem ESA teflir fram varðandi fyrrnefnda atriðið vera gamalkunnug eftir fyrri bréfaskipti við ESA. Er aftur á móti minna fjallað um hina meintu mismunun en í fyrri bréfum. Höfðu lögfræð- ingar íslenskra stjórnvalda rök- stutt það með ýmsum gögnum í fyrri bréfum að ekki hefði átt sér stað ólögmæt mismunun. Rennur út um miðjan maí Sem kunnugt er hefur fram- kvæmdastjórn Evrópusambands- ins óskað eftir meðalgöngu í mál- inu. Frestur aðildarríkja ESB, alls 27 að tölu, og hinna EFTA-þjóð- anna þriggja, Noregs, Sviss og Liechtenstein, til að skila inn skrif- legum athugasemdum vegna máls- ins rennur út um miðjan maí. Eins og kunnugt er hefur framkvæmda- stjórn ESB óskað eftir meðal- göngu í málinu og rennur frestur til að skila inn greinargerð vegna meðalgöngunnar út síðla í maí, að því gefnu að forseti EFTA-dóm- stólsins heimili á annað borð með- algönguna á næstu dögum. Horft til júní Þegar og ef framkvæmdastjórn ESB skilar meðalgöngugreinar- gerð fá íslensk stjórnvöld tækifæri til að svara þeim athugasemdum og þeirri greinargerð og fá þá væntanlega svipaðan tíma til þess, eða um mánuð. Má ætla að svar Íslands vegna þess þáttar málsins liggi fyrir seint í júní. Þegar þessum skriflega þætti málsins lýkur fer málið á nýtt stig með því að munnlegur málflutn- ingur fer fram hjá EFTA-dóm- stólnum í Lúxemborg. Ekki er vit- að hvenær það verður en litlar líkur eru taldar á að það verði fyrr en í haust eða snemma í vetur. Þegar dagsetning réttarhald- anna liggur fyrir tekur málið einn dag í málflutningi og tekur dóm- stóllinn sér svo einn til tvo mánuði til að dæma í því. Miðað við dagskrána hjá dómn- um eru taldar allar líkur á að dóm- ur fáist í málinu síðla í haust eða snemma vetrar áður en árið er lið- ið. Meðalganga ESB kallar á frekari bréfaskipti  Útlit fyrir að Icesave-réttarhöld- in hefjist í haust Morgunblaðið/Ómar Langvinn Icesave-deilan hófst haustið 2008 og er enn til umræðu. Átta aðilar buðu í nytjarétt af æðar- varpi í Kollafirði, en frestur til að skila inn tilboðum til Reykjavíkur- borgar, sem á eyjarnar, rann út síð- astliðinn fimmtudag. Um var að ræða nýtingarrétt í eyjunum Akurey, Engey, Viðey og Þerney. „Á föstudaginn næstkomandi á ég fund með hæstbjóðanda. Það er fyrsti fundurinn,“ segir Ólafur I. Halldórsson hjá framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar, en hann segir þann aðila hafa skilað tilboðum í allar eyjarnar. Leigutímabil á nytjarétti er frá 1. maí til 15. júlí í ár, með möguleika á framlengingu. Samningum við þá aðila sem áður hafa nýtt eyjarnar var sagt upp á sínum tíma og öllum boðið að bjóða í afnotin. Í drögum að leigusamningi segir að leigutaka sé heimilt að nýta dún þann sem leggst til á leigutímanum og máf- segg einnig. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fengust ekki upplýsingar um hverjir sendu tilboð, né hversu há þau voru. ipg@mbl.is Átta vilja nýta æðardúninn  Borgin leigir út nytjarétt í fjórum eyjum Morgunblaðið/Þorkell Dúnn Æðarkolla á eggjum sínum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.