Morgunblaðið - 20.04.2012, Síða 14

Morgunblaðið - 20.04.2012, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2012 Inga Guðrún Birgisdóttir mannauðsstjóri - Laugardagstíminn og gufan á eftir er hrein snilld! E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Aðalfundur Styrktarfélags Samhjálpar 2012 verður haldinn í Stangahyl 3a, (húsnæði Samhjálpar), laugard. 5. maí kl. 11.00. Venjuleg aðalfundastörf. Reykjavík, 18. apríl 2012 Stjórnin. Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Það var verulega þungt hljóð í mönnum enda voru þarna saman- komnir hagsmunaðilar í sjávarútvegi á Eyjafjarðarsvæðinu, sjávarútveg- urinn, vinnslan, fiskverkafólk og fulltrúar afleidds iðnaðar,“ segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunar- félags Eyjafjarðar, um fund félags- ins í Sjallanum í fyrrakvöld þar sem nýju kvótafrumvörpin voru rædd. Að sögn Þorvaldar Lúðvíks voru á annað hundrað manns á fundinum og voru fundargestir einhuga í andstöð- unni við fyrirhugaðar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Kemur niður á arðseminni „Það var almenn samstaða um að frumvörpin muni koma niður á út- gerðinni. Menn sjá fram á mun lak- ari arðsemi og að þeir þurfi að draga saman seglin til að mæta þeim áföll- um sem útgerðin og vinnslan munu verða fyrir ef frumvörpin verða að lögum. Sá samdráttur mun þýða fækkun starfa. Eyjafjarðarsvæðið er stærsta sjávarútvegssvæði landsins og sjávarútvegurinn er þar aðal- atvinnugreinin. Þess vegna hafa fjögur af sveitarfélögunum sjö við Eyjafjörð skorað á ríkisstjórnina að stíga varlega til jarðar. Þetta eru sveitarfélögin Fjalla- byggð, Dalvíkurbyggð, Akureyri og Grýtubakkahreppur. Síðastnefnda sveitarfélagið er fámennt og heldur sjávarútvegurinn því uppi. Þetta er því gríðarlega mikilvægt mál fyrir sveitarfélagið,“ segir hann. Telur veiðigjöldin allt of há Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, sat fundinn. „Það var farið yfir frumvörpin og var mál manna að þau myndu koma illa niður á Eyjafjarðarsvæðinu. Við í Einingu-Iðju teljum að þau muni vega að rótgrónum fyrirtækjum. Það er ljóst að ef það á að rugga bátnum hefur það áhrif á atvinnuöryggi fisk- verkafólks. Það starfa mörg hundruð manns við fiskvinnslu á Eyjafjarðar- svæðinu. Breytingarnar grafa undan stöðugleika í greininni. Ég er hlynnt- ur veiðigjaldi en tel að fyrirhuguð veiðigjöld séu allt of há. Þau mega ekki verða svo há að þau tvístri því sem búið er að byggja upp.“ Störf við Eyjafjörð í hættu  Norðanmenn eru uggandi vegna kvótafrumvarpanna  Frumvörpin gagnrýnd á fundi í Sjallanum  Fjögur sveitarfélög við Eyjafjörð skora á stjórnvöld að endurskoða fyrirhugaðar breytingar Ljósmynd/Atli Rúnar Halldórsson Í Sjallanum Á annað hundrað manns sátu fund um nýju kvótafrumvörpin á Akureyri í fyrrakvöld. Ingvar Erlings- son, forseti bæjarstjórnar í Fjallabyggð, ber hér upp fyrirspurn í sal til þeirra sem sátu í pallborðinu. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Björn Snæbjörnsson „Mér líst ekkert á sjávarútvegsfrumvörpin. Ég fæ ekki betur séð en að með þeim eigi að draga tennurnar úr ný- sköpun í kringum sjávarútveginn. Um leið og það á að skattleggja arðinn hjá útgerðinni er verið að skattleggja tækninýjungar og framþróun í greininni. Það kemur niður á þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem byggja afkomu sína á þessum iðn- og tæknigreinum,“ segir Ólöf Ýr Lár- usdóttir, forstjóri Vélfags í Fjallabyggð, um frumvörpin. „Við erum að framleiða fiskvinnsluvélar og höfum verið í þessum barningi síðan 1995. Við erum komin með vélar sem standast fyllilega samkeppni við erlenda framleiðslu. Við skiptum við heilmörg fyrirtæki hér á Eyjafjarðarsvæðinu og á höfuðborgarsvæðinu. Flestir af okkar birgjum eru í Reykjavík og þeir missa spón úr aski sínum ef þeir hætta að þjónusta fyrirtæki sem tengjast sjávarútveginum á Eyjafjarðarsvæðinu. Þetta teng- ist allt. Það er ekki hægt að taka arðinn úr sjávarútvegsfyrirtækjum og halda að það hafi ekki afleiðingar. Það hefur afleiðingar fyrir okkur öll sem byggjum afkomu okkar á sjávarútveginum.“ Spurð um þá röksemd stjórnvalda að með frumvörpunum eigi að dreifa arðinum úr sjávarútveginum til þjóðarinnar svarar Ólöf Ýr svo: „Ég vil fá skilgreiningu á því hver er þjóðin áður en ég svara því. Eins og þetta er sett upp í frumvörpunum erum við sem byggjum afkomu okkar á sjávarútveginum ekki skilgreind sem þjóðin. Það skortir heildarhugsun í frumvörpunum. Ef arðurinn á að renna til þjóðarinnar þarf að skilgreina hver hún er og um leið svara því hvaða arður verður eftir í greininni eftir fimm ár þegar búið er að búa þannig um hnútana að það hefur enginn leng- ur hag af því að starfa til langframa í greininni. Það er þá skammgóður vermir fyrir þá þjóð sem stjórnvöld tala um. Hingað til hafa þau skellt skollaeyrum við því sem fyrirtæki hér á svæðinu hafa sagt um þessar breytingar,“ segir hún. Kemur niður á nýsköpunarfyrirtækjum Ólöf Ýr Lárusdóttir „Útgerðirnar á Grenivík munu standa frammi fyrir því að þurfa að greiða 600 milljónir króna í veiðigjald. Það er gríðarlegur skattur fyrir þessar útgerðir,“ segir Jó- hann Ingólfsson, oddviti Grýtubakkahrepps og fram- kvæmdastjóri útgerðarfélagsins Sæness, dótturfélags hreppsins. „Vægi sjávarútvegsins í plássinu er mjög mikið. Það starfa á milli 35 og 40 manns í fiskvinnslunni og síðan erum við með 20-30 sjómenn í tekjuháum störf- um. Því má segja að það sveitarfélag sé vandfundið þar sem breytingarnar munu leggjast jafnþungt á atvinnu- lífið og afkomu bæjarsjóðs. Það eru það miklar afla- heimildir í sveitarfélaginu,“ segir Jóhann. Hið áætlaða veiðigjald sem Jóhann vísar til byggist á útreikningum endurskoðunarfyrirtækisins KPMG. Niðurstaða þess er sú að veiðigjaldið verði um 600 milljónir króna á Grenivík en um 700 milljónir króna á Dal- vík. Nú er skráður 351 íbúi á Grenivík og svarar fyrirhugað veiðigjald því um 1,7 milljónum króna á hvern íbúa í sveitarfélaginu. Gjaldið verður 1,7 milljónir á hvern íbúa Jóhann Ingólfsson „Þetta var gagnlegur fundur og á honum myndaðist góð samstaða. Þarna voru fulltrúar sveitarfélaga, verkalýðs- hreyfingar, sjávarútvegsfyrirtækja, bæði úr veiðum og vinnslu, og fjöldi fólks sem býr á svæðinu og starfar í sjávarútvegi. Fólk er órólegt vegna þeirrar óvissu sem er uppi um framtíð sjávarútvegsins,“ segir Svanfríður Jónasdóttir, bæjarstjóri Dalvíkur, um fund Atvinnu- þróunarfélags Eyjafjarðar í Sjallanum. „Þetta tengist ekki pólitík. Ég held að þetta gangi þvert á alla pólitík, að minnsta kosti hér í Eyjafirði. Þetta mál er orðið langvinnt. Það er búið að kynna margar hugmyndir um breytingar á fiskveiðistjórn- unarkerfinu og búinn að vera ákveðinn hringlandi í málinu. Svona hringl- andi skapar mikla óvissu og hún er það versta sem er hægt að gera fólki í sjávarbyggðum. Langflest atvinnutækifærin á stöðunum tengjast sjávar- útvegi. Þegar óvissa skapast um þessa undirstöðuatvinnugrein fer fólk að horfa til þess hvar meira öryggi sé að hafa. Sveitarstjórnarmenn hafa áhyggjur af því að þetta ýti undir frekari fólksflutninga og röskun, þ.e.a.s. hafi neikvæða byggðaþróun í för með sér.“ Spurð út í þá röksemd að útgerðarfyrirtækin séu vel aflögufær til að greiða meira til ríkisins svarar Svanfríður því til að fram komnar upplýs- ingar bendi til þess að svo hátt gjald muni koma niður á fyrirtækjunum. „Þær upplýsingar sem liggja fyrir benda til þess að sérstaka veiðigjaldið muni leiða til mikillar grisjunar í hópi nýliða. Það er sérkennileg niður- staða því sumir þeirra sem tala fyrir frumvörpunum tala í hinu orðinu fyrir nýliðun í greininni. Það er mikil mótsögn í því.“ Óttast brottflutning frá sjávarbyggðum Svanfríður Jónasdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.