Morgunblaðið - 20.04.2012, Page 16

Morgunblaðið - 20.04.2012, Page 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2012 FLOTTAR FERMINGARGJAFIR HJÁ JÓNI OG ÓSKARI Ísmen silfurhálsmen zirkonia-steinar 8.100 kr. PI PA R\ TB W A • SÍ A Hekla silfurhálsmen með zirkonia-steini 13.000 kr. www.jonogoskar.is Laugavegi 61 / Smáralind / Kringlan Hekla silfurhringur með zirkonia-steini 14.500 kr. Hekla silfurlokkar 8.000 kr. Gjafavara fyrir konur og stelpur á öllum aldri ... Kimmidoll á Íslandi Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég hef verið í þessu síðan ég man eftir mér. Það verður ekki hjá því komist í svona fjölskyldu,“ segir Svala Guðmundsdóttir sem varð efst nemenda Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri í reiðmennsku- og frum- tamninganámi vetrarins og hlaut að launum Morgunblaðsskeifuna og ýmis önnur verðlaun. Til skýringar á orðum hennar má geta þess að Svala er dóttir Guð- mundar Sveinssonar hestamanns á Sauðárkróki og Sveinn Guðmunds- son hrossaræktandi er afi hennar. „Hann verður örugglega stoltur, ég hringi í hann á eftir,“ segir Svala þegar hún er spurð um viðbrögð af- ans. „Ég hef alltaf verið í hestum og líka í öðrum íþróttum,“ segir Svala. Þegar kom að því að velja varð hestamennskan ofan á. „Ég gaf mér frekar tíma til að fara í hesthúsin en á fótboltaæfingarnar.“ Vildi bara læra meira Svala er að ljúka fyrsta ári í hesta- fræði í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri en námið er þriggja ára BS-nám. Áður hefur hún lokið stúd- entsprófi frá Fjölbrautaskóla Norð- urlands vestra á Sauðárkróki og einu ári í hestafræðideild við Háskólann á Hólum. „Það er alveg óráðið. Ég gæti vel hugsað mér að klára líka námið á Hólum,“ segir Svala þegar hún er spurð hvað hún hugsi sér að gera að loknu hestafræðináminu á Hvanneyri. Í sumar verða það hins vegar tamningar og útreiðar sam- hliða vinnu við Heilsugæsluna. „Ég hugsaði ekkert út í Skeifu- daginn sjálf, vildi bara læra meira. Þetta var ótrúlega skemmtilegt,“ segir Svala um markmið sitt með þátttöku í Skeifukeppninni. „Mér fannst þetta jafn hópur og allir standa sig vel,“ bætir hún við. Afi verður örugg- lega stoltur af mér  Svala Guðmundsdóttir vann Morgunblaðsskeifuna Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Skeifuhafi Svala Guðmundsdóttir frá Sauðárkróki vann til margra verðlauna á Skeifudaginn, meðal annars Morgunblaðsskeifuna og verðlaun Félags tamningamanna. Hún hefur stundað hestamennsku frá barnsaldri. Afar jöfn keppni var í Skeifukeppni nemenda Landbúnaðarháskóla Ís- lands á Hvanneyri. Aðeins munaði 0,1 á aðaleinkunn Svölu Guðmunds- dóttur sem vann Morgunblaðsskeif- una og Einari Ásgeirssyni sem varð í öðru sæti. Svala fékk 9,1 í aðal- einkunn í frumtamningum og reið- mennsku í hrossaræktaráfang- anum og Einar 9,0. Sumardagurinn fyrsti er eins konar uppskerudagur hjá nem- endum í hrossarækt á Hvanneyri. Dagurinn er nefndur Skeifudagur vegna Morgunblaðsskeifunnar sem Morgunblaðið hefur veitt óslitið í 55 ár. Gunnar Bjarnason kennari hóf kennslu í tamningum 1951 og byrjaði að prófa nemendur í hesta- mennsku 1956. Árið eftir fékk hann Morgunblaðið í lið með sér til að verðlauna þann nemanda sem stæði sig best og þá var fyrsta Morg- unblaðsskeifan smíðuð. Kennarar í vetur voru Randi Holaker og Haukur Bjarnason, reiðkennarar og hrossaræktendur á Skáney. Svala Guðmundsdóttir vann verðlaun Félags tamningamanna og Hrafnhildur Tíbrá Halldórs- dóttir fékk verðlaun Eiðfaxa sem veitt eru nemendum fyrir bestan árangur í hrossarækt 2. Að þessu sinni voru veitt sérstök verðlaun í minningu Reynis Aðal- steinssonar tamningameistara sem lést í janúar, Framfaraverðlaun Reynis. Þau eru hugsuð sem virð- ingarvottur frá nemendum fyrir frábært starf sem Reynir vann fyrir skólann. Ástundun og áhugi var metinn til jafns við framfarir í nám- inu. Heiðrún Halldórsdóttir, sem varð þriðja í keppninni um Morg- unblaðsskeifuna, fékk Framfara- verðlaun Reynis. Á Skeifudaginn var sýnt og keppt í reiðhöllinni á Mið-Fossum í Andakíl. Svala Guðmundsdóttir sigraði í keppni um Gunnarsbik- arinn sem gefinn var til minningar um Gunnar Bjarnason. Nemendur Reiðmannsins, sem er námskeiða- röð í hestamennsku á vegum Land- búnaðarháskólans, kepptu um Reynisbikarinn sem Reynir Að- alsteinsson gaf á sínum tíma. Eyrún Jónasdóttir sigraði í keppninni. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Framfarir Heiðrún Halldórsdóttir tók við Framfaraverðlaunum Reyn- is úr hendi Einars Reynissonar, son- ar Reynis Aðalsteinssonar. Uppskerudagur hjá nemendum í hrossarækt „Það hefur verið einstaklega gaman að fylgjast með þessu. Hingað komu hópar frá öllum landshlutum og kepptu. Það hefur sýnt sig að mikil þörf var á þessu námi,“ segir Ágúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðarhá- skóla Íslands, um námskeiðaröðina Reiðmanninn sem Endurmenntun LBHÍ stendur fyrir. Nemendur voru í gær útskrifaðir úr Reiðmanninum í þriðja skipti. Að þessu sinni lauk 61 námi. Kennt var í fimm hópum um allt land. Námið er áfangaskipt og tekur tvö ár. Kennt er á Hvanneyri og heima í héraði. Á þessum árum hafa 120 áhugasamir knapar lokið þessu námi. Reiðmaðurinn er ætlaður fyrir fróðleiksfúst hestaáhugafólk, bæði nýliða og lengra komna. „Við erum að opna heiminn hjá þessu fólki fyr- ir því nýjasta í reiðmennskunni,“ segir Ágúst sem telur að reynslan hafi sýnt að mikil þörf hafi verið fyr- ir þetta nám. Reynir Aðalsteinsson tamningamaður var hugmyndasmið- urinn að námskeiðaröðinni og kenndi mikið sjálfur og hún hefur verið þróuð áfram undanfarin ár. „Við höldum ótrauð áfram og tökum nýja hópa inn í haust,“ segir Ágúst. Opna heiminn fyrir því nýjasta í reiðmennsku

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.