Morgunblaðið - 20.04.2012, Síða 21

Morgunblaðið - 20.04.2012, Síða 21
FRÉTTIR 21Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2012 Skechers GOwalk fisléttir og sveigjanlegir um allar með mjög ítarlega mann- réttindakafla. Þegar á hólminn er komið er hins vegar allur gangur á hversu mikil vernd borgurunum er veitt og hversu vel þeir fá að nýta rétt sinn. Rússar tóku t.d. upp banda- ríska fyrirtækjalöggjöf eins og hún lagði sig, en útkoman þar er allt önn- ur en i Bandaríkjunum, og ræðst af viðhorfum, aðgerðum og aðgerða- leysi stjórnvalda og fólksins í land- inu.“ Þráinn segir sérstaklega vert að skoða þetta fyrirbæri í ljósi umræðu um nýja stjórnarskrá. „Hugmyndin að baki stjórnarskrártillögunni er frekar barnaleg og virðist ganga að því vísu að samfélaginu megi breyta snarlega og rækilega með því að breyta nafngildi laganna. Sigurður Líndal orðaði þetta vel þegar hann benti á að áður en við smíðum nýja stjórnarskrá ættum við að reyna að fara eftir þeirri gömlu.“ Árangur í atvinnulífinu segir Þrá- inn kominn undir því hvernig það réttarkerfi sem þjóðir koma sér upp útdeilir kostnaði og ábata. „Hugtök eins og séreignarréttur og þjóðar- eign eru innihaldslaus nema við könnum hvað býr bak við orðalepp- ana. Hvar er hið raunverulega vald til að ráðstafa verðmætum, hvert rennur ábatinn, hver ber kostnað t.d. af mistökum eða tjóni sem starfsemi veldur?“ Þráinn veltir því t.d. fyrir sér hvað það feli í sér ef við köllum auðlindir sjávar þjóðareign. „Þýðir það að stjórnmálamenn ákveða hver veiði, hvar og hvað þeir veiða? Merkir þjóðareign það að ríkið taki af veiði- mönnum allar tekjur umfram út- gjöld, og afli þannig peninga sem stjórnmálamenn dreifa um sín kjör- dæmi til að tryggja sér endurkjör?“ Loks segir Þráinn að hafa þurfi varann á þegar þjóðir lenda í miklum efnahagslegum ógöngum. „Þegar það gerist að hagkerfið eða hluti þess hrynur myndast eðlilega mikill glundroði og óvissa. Í slíku umhverfi koma úr skúmaskotum alls konar hugmyndafræðilegar afturgöngur. Einnig gerist það að ágætir og merk- ir menn setja fram áhugaverðar til- lögur til úrbóta. Það getur verið þrautin þyngri að skilja á milli góðu hugmyndanna og þeirra slæmu á gullöld vitleysinganna sem glundroð- inn skapar.“ Átök hugmynda Þegnar samfélagsins þurfa að vera á varðbergi, því mikil hætta er á að slæmar hugmyndir verði ofan á. „Nú berast t.d. þær fréttir frá Grikklandi að stjórnmálamenn gömlu flokkanna vogi sér ekki á opinbera fundi og haft var eftir stjórnmálafræðingi að land- ið sé að verða að gerjunarmiðstöð fyrir nýnasista. Hér á Íslandi eru birtingarmyndirnar aðrar, eins og t.d. ráðherrann sem fyrir skömmu lýsti því yfir að séreignarrétturinn tilheyri fortíðinni.“ gullöld vitleysinganna Morgunblaðið/Styrmir Kári Óvissa „Það getur verið þrautin þyngri að skilja á milli góðu hugmyndanna og þeirra slæmu á gullöld vitleysing- anna sem glundroðinn skapar,“ segir Þráinn Eggertsson um ástand samfélagsins í dag, hérlendis sem erlendis. Íslenskt samfélag hefur gengið í gegnum nokkuð róttækar breyt- ingar síðustu áratugi og Þráinn segir ekki nema von að þjóðinni virðist stundum ganga brösug- lega að fóta sig. „Alveg fram undir 2000 vorum við með næst- um því austurþýskt hagkerfi þar sem stjórnmálamenn úthlutuðu öllu sem þeir gátu. Það var ekki síst fyrir þrýsting frá Evrópu að við stigum inn í markaðsvætt kerfi, hagkerfi Evrópusamband- ins. Það er kannski ekki von á góðu þegar slík kúvending á sér stað því aðlögunin tekur sinn tíma. Á ýmsan hátt vorum við illa undirbúin, bæði stjórnmálalega og tilfinningalega, til að fara úr handstýrðu kerfi í opið kerfi, og það skýrir að miklu leyti hvers vegna fór sem fór.“ Var eins og Austur- Þýskaland FENGUM LÍTINN TÍMA TIL AÐ AÐLAGAST

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.