Morgunblaðið - 20.04.2012, Síða 22

Morgunblaðið - 20.04.2012, Síða 22
22 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2012 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is „Markmiðið var ekki að drepa 69 manns á Útey. Markmiðið var að drepa þau öll,“ sagði fjöldamorðing- inn Anders Behring Breivik á fjórða degi réttarhaldanna yfir honum í gær. Þá lýsti hann algerlega án til- finninga undirbúningi sínum fyrir árásirnar í Ósló og Útey og upplifun sinni. Vöktu yfirvegaðar lýsingar hans óhug viðstaddra í réttarsalnum. „Það er andstætt mannlegu eðli að framkvæma eitthvað þessu líkt. Maður verður að vinna í sjálfum sér lengi til að fá sig til þess – vinna á til- finningum sínum.“ Auðvelt að ýta á takka Hann sagði að upphafleg fyrirætl- un sín hefði verið að sprengja þrjár bílsprengjur og aka svo um Ósló á léttu bifhjóli og skjóta fólk þar til hann yrði sjálfur felldur. Skotmörk hans áttu að vera höfuðstöðvar Verkamannaflokksins, stjórnar- byggingahverfi höfuðborgarinnar og annaðhvort konungshöllin, þinghús- ið eða skrifstofur stóru dagblaðanna. Hann sagðist ennfremur hafa orð- ið fyrir vonbrigðum þegar hann frétti að aðeins átta hefðu fallið í sprengjuárásinni í Ósló því hann hafði sett sér það markmið að bana að minnsta kosti tólf manns. Breivik hélt því fram að hann hefði ekki viljað fremja fjöldamorðin á Út- ey eða myrða neinn sem væri yngri en 18 ára. Norsk og evrópsk lög hefðu hins vegar torveldað sér mjög að afla sér nægs efnis til að smíða fleiri sprengjur og hann hefði því neyðst til að láta til skrarar skríða á eynni. Þá hefði verið erfitt að meta aldur ungmennanna því mörg þeirra hefðu snúið baki í hann þegar hann skaut þau. „Það er auðvelt að ýta á takka og sprengja sprengju. Það er mjög erf- itt að fremja eitthvað eins villi- mannslegt og skotárás,“ sagði hann. Þeim sem hlýddu á vitnisburð Breivik rann kalt vatn milli skinns og hörunds þegar hann lýsti því hvernig hann hefði ætlað að taka Gro Harlem Brundtland, fyrrverandi forsætis- ráðherra Noregs, í gíslingu, afhöfða hana með byssusting og birta mynd- band af því á netinu. Brundtland var hins vegar farin af Útey þegar Brei- vik bar þar að. Lýsingarnar vöktu óhug  Breivik hugðist myrða Brundtland Reuters Ást gegn hatri Kona tekur mynd af minnisvarða um 77 fórnarlömb hryðju- verkaárása Breiviks hinn 22. júlí nærri dómkirkjunni í Ósló í gær. Lögregla í Barein beitti táragasi og leiftursprengjum gegn stjórnarand- stæðingum sem mótmæltu á götum höfuðborgarinnar Manama í gær. Um helgina fer fram mót í Formúlu 1-kappakstrinum en liðsmenn Force India- liðsins lentu í miðju mótmælanna í gær og var bensínsprengjum meðal ann- ars kastað yfir bifreið þeirra. Náði ökumaðurinn að sveigja í gegnum gat í eldveggnum á götunni. Tveir liðsmannanna sneru heim í gær eftir atvikið. Reuters Táragas gegn mótmælum Í vitnis- burði sín- um í gær lýsti Breivik því hvernig hann not- aði stríðs- tölvuleikinn Call of Duty: Mod- ern Warfare 2 til þess að þjálfa sig í skotfimi fyrir árásina á Útey. Sagðist hann hafa notað sérstakt heilmynd- armið með leiknum til að æfa sig. „Það er þannig byggt að ef þú létir ömmu þína fá það þá yrði hún afbragðsskytta,“ sagði Breivik um miðið. Leikurinn vakti deilur þegar hann kom út á sínum tíma þar sem í einu borðinu fara leik- menn í hlutverk öfgaþjóðern- issinna sem fremja fjöldamorð á saklausum borgurum á rúss- neskum flugvelli. Þjálfaði sig í tölvuleik UMDEILDUR LEIKUR Skjáskot úr CoD: Modern Warfare 2.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.