Morgunblaðið - 20.04.2012, Side 24

Morgunblaðið - 20.04.2012, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þráhyggjanum aðlög-unarvið- ræður við Evrópu- sambandið hefur mjög skaðleg áhrif á íslenska stjórnmálaumræðu og lamar vilja til annarra verka. Verst er að vegna þessarar ofuráherslu er ekki beitt öllu afli til að tryggja stöðu og framgang fjölskyldna og fyrirtækja í því umróti sem óhjákvæmilega hlaut að fylgja falli bankanna. Allt sem núverandi forystu- menn ríkisstjórnar og tals- menn Samfylkingarinnar á Al- þingi og í Háskóla Íslands sögðu um þýðingu og hraða umsóknar reyndist innistæðu- laust. En þær fullyrðingar voru ekki ósannar í hinum venjulega skilningi orðsins. Ofsatrúin á ESB afvegaleiddi þá sem höfðu tekið hana og fullyrðingar og loforð samfylkingarfólks fyrir kosningar tóku eingöngu mið af trúnni. Rök og staðreyndir urðu að víkja fyrir innblásinni upphafningu trúaðra. Samþykkt aðildarumsóknar ein og sér var sögð mundu leiða til stórkostlegs ábata fyrir þjóðina í einu vetfangi. Það myndi sýna sig í gengisþróun og í verðbólguleysi og þar með í betri afkomu fólks og fyrir- tækja. Ekki var fótur fyrir þessu. Eingöngu var byggt á þeirri sefjun sem ríkti innan hins pólitíska aðdáendaklúbbs, og voru „fræðimennirnir“ síst betri en hinir. Og hraðferðin sem ESB „ætlaði“ að tryggja umsókninni myndi leiða til þess að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði um málið árið 2010 samkvæmt hinum áköfustu, en í síðasta lagi árið 2011 að mati hinna varfærnari í söfnuðinum. Og allir vita hvernig það fór. Og þetta hefur gerst þótt allt þjóðþingið, efasemdarmenn sem aðrir, hafi tryggt að til- skipanir frá Brussel hafi verið færðar í lög á færibandi með vísun til þess að þær hefðu ekkert með aðlögunina að gera. Af einhverjum óskýrðum ástæðum hefði óvænt orðið svakalegur kippur í að fylgja fram áratugagömlu EES- samkomulagi. Meira að segja stækkunar- stjórinn, sem Steingrímur J. laut svo lágt fyrir skömmu, gat ekki leynt aðdáun sinni á því hvernig tekist hefði að fá þing- ið til að moka flórinn fyrir hina áköfu aðildarsinna. Það af- greiðir umræðulaust allt sem sent er inn frá ráðuneytunum ef þingmönnum er bara sagt að þetta sé „í tengslum við EES“. Hafa embættismenn í flimt- ingum hve þingmenn eru léttir í þeirra taumum. En þrátt fyrir þetta eru áætlanir gengnar úr skorðum. Andstaða þjóðarinnar við að- lögunarbröltið vex dag frá degi og þreytan á und- irlægjuhætti vinstristjórn- arinnar við brusselvaldið of- býður nær öllum. Og úti í Evrópu er orðið ljóst að „björgun Grikklands“, sem var í raun björgun franskra og þýskra banka, sem fengu lána- pakkann sem var sagður handa Grikkjum, breytir engu um vandræði evrusvæðisins. Grikkir fengu eingöngu að undirrita skuldbindingar um að þeir myndu þræla fyrir lánapakkanum handa bönk- unum næstu fjörutíu árin. Ís- lenskir fjölmiðlamenn kalla þetta jafnan „efnahagsaðstoð- ina við Grikki!“ En nú berast slæmar fréttir af Spáni. Kostnaður landsins við að endurfjármagna skuldir sínar verður sífellt meiri. At- vinnuleysið vex og örvænting almennings þar með. Þjóðhöfð- ingi landsins taldi þó þetta vera rétta tímann til að láta fljúga með sig til Afríku svo hann gæti fellt þar fíl. En slík veruleikafirring er ekkert langt frá því sem tíðkast í Evr- ópu núna. Seðlabanki evrusvæðisins prentar evrur sem aldrei fyrr. Hann lánar þær til evrópskra banka til þriggja ára við lægstu vexti. Þessum bönkum er síðan sagt að nota drjúgan hluta þessarar prentunar til að lána evruríkjum, þar sem seðla- bankinn megi ekki lána þeim sjálfur. Fyrir það að hjálpa seðlabankanum að sniðganga lög og reglur fá bankarnir vexti af ríkisskuldabréfum sem eru fjórfalt hærri en vextirnir sem bankarnir þurfa sjálfir að greiða. Gullgæsin hafði fundist og var færð einkabönkum. Þeir áttu að græða offjár á skulda- bréfum skattgreiðenda evru- ríkja. En þetta fundna gjafafé hefur þó snúist í höndum bankafurstanna. Skuldabréfa- álag á vandræðaríkin hefur snarhækkað. Því þurfa bank- arnir að færa vaxtamuninn sem tap á sínum fjárfestingum og eru þá óvænt komnir að eða undir þau mörk sem þeim eru sett um eigið fé sitt. Og nú eru matsfyrirtækin komin á stjá. Fitch hefur til- kynnt að Holland kunni að missa sitt þrefalda A vegna óbærilegra húsnæðisskulda landsmanna. Frakkland horfir fram á versnandi lánsfjármat. Og nú síðast segir Moody’s að Spánn og Ítalía séu ekki lengur með sjálfbæran skuldapakka. Gríska vandamálið fer því að flokkast undir smælki. Og inn í þetta samband er fylgisrúin Samfylkingin enn að reyna að troða Íslandi. Evruvofan er aftur komin á kreik}Vandræðagangur eykst R éttarhöldin yfir norska fjölda- morðingjanum Anders Behring Breivik hafa verið fyrirferðar- mikil í fréttum víða um heim undanfarna daga. Sitt sýnist hverjum um fréttaflutninginn og sumir segja að alls ekki eigi að greina frá þessu. Þeir telja að með umfjölluninni sé verið að gera morð- ingjanum hátt undir höfði og uppfylla æðstu ósk hans; að fá athygli. Til dæmis berast nokkuð harðorðar at- hugasemdir í nánast hvert einasta skipti sem mbl.is skrifar um málið og efni þeirra er yfir- leitt á einn veg: Að Breivik sé athyglissjúkur morðingi og því eigi ekki að greina frá atburð- um sem honum tengjast. Af athugasemda- kerfum annarra fjölmiðla, bæði innlendra og erlendra, má ráða að þangað berist svipaðar athugasemdir. Ef fjölmiðlar greindu ekki frá því sem er að gerast þessa dagana í dómsal 250 í húsnæði héraðsdómsins í Ósló myndi almenningur til dæmis ekki vita hversu smánarlega hegðun morðinginn hefur sýnt af sér í réttarsalnum. Ef engar væru fréttirnar vissi fólk ekki að saksóknarar hafa með framgöngu sinni varpað ljósi á innri mann hans. Þeir hafa afhjúpað illa spunninn lygavef, óhóflega sjálfsdýrkun, einfeldni, stórmennskubrjálæði, hjákátlega hégómagirnd og almenna mannfyrirlitningu. Væri enginn fréttaflutningur af réttarhöldunum væri það ekki á almannavitorði hvernig Breivik myndaði sér öfgafullar og stórhættulegar skoðanir með því að skrapa botninn og tína til allt það versta sem til hefur orðið í hugmyndafræði heimsins í gegnum aldirnar og sjóða það saman í and- styggilegan og óskiljanlegan hrærigraut. Við myndum heldur ekki vita að hann ein- angraði sig frá öðru fólki, hékk inni í herberginu sínu í meira en ár og spilaði tölvuleik. Hver fullyrðing hans á fætur annarri hefur verið hrakin sem staðlausir stafir. Hann hefur slegið stórkarlalega um sig og talið það styðja öfgafullan málstað sinn að vitna í ýmis skrif mætra manna og blaðagreinar. Blaðamenn Guardian könnuðu málið og komust að því að býsna frjálslega var farið með staðreyndir, svo ekki sé meira sagt. Fátt af því sem hann hafði eftir öðrum átti við nokkur rök að styðjast. Það er lítilmenni sem þessa dagana svarar til saka í Ósló. Lítilmenni sem gleypti við öfgafullum kenn- ingum að því er virðist vegna þess að þær gáfu honum til- efni til að svala ankannalegri þörf til að finnast hann vera öðrum mönnum æðri. Úr varð skelfilegur harmleikur sem snertir alla heimsbyggðina. Einn af hverjum fjórum Norð- mönnum þekkti að minnsta kosti eitt af fórnarlömbunum sem féllu fyrir hendi Breivik 22. júlí í fyrra. Þessir frænd- ur okkar vekja aðdáun víða um heim vegna viðbragða sinna við þessu áfalli. Ekki síst vegna þess að þeir láta ekki grimmilegan verknað lítilmennis raska einni mann- úðlegustu samfélagsgerð sem til hefur verið. annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Lítilmennið í dómsal 250 STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Sigtryggur Sigtryggson sisi@mbl.is Skráð atvinnuleysi í mars var7,1% hjá Vinnumálastofn-un. Að meðaltali voru11.457 skráðir atvinnulaus- ir hjá stofnuninni í mars og fækkaði þeim um 164 frá febrúar eða um 0,2 prósentustig. Þessar upplýsingar birti Vinnu- málastofnun á þriðjudaginn. Á mið- vikudag birti Hagstofan svo vinnu- markaðsrannsókn fyrir mars og þar birtust aðrar tölur. Þar segir að 13.300 einstaklingar hafi verið án at- vinnu og í atvinnuleit í mars og at- vinnuleysið hafi verið 7,5% í þeim mánuði. Á vinnumarkaði á Íslandi teljast nú vera 177.400 manns og út frá þeirri tölu er atvinnuleysið reikn- að. Mismunandi tölur En hver ætli sé skýringin á þess- um mismunandi tölum? Vinnu- málastofnun skráir einungis þá sem þiggja atvinnuleysisbætur eða eru í úrræðum eins og það er kallað. Hag- stofan gerir hins vegar könnun með- al landsmanna. Úrtakið í mars var 1.516 manns á aldrinum 16-74 ára sem var fólk valið af handahófi úr þjóðskrá. Að tölur Hagstofunnar séu hærri en tölur Vinnumálastofnunar bendir til þess að a.m.k. hluti þeirra sem eru án vinnu þiggi ekki bætur úr Atvinnuleysistryggingasjóði. Úr gögnum beggja stofnana má lesa að atvinnulausum hefur farið fækkandi síðustu misseri. Sam- kvæmt könnunum Hagstofunnar hefur atvinnulausum fækkað um 1.300 á sl. 12 mánuðum eða 0,7 pró- sentustig. Í mars 2010 þáðu 15.059 ein- staklingar atvinnuleysisbætur og er það hæsta talan sem sést hefur í gögnum stofnunarinnar. Atvinnu- leysið reiknaðist 9,3% þann mánuð. Í mars 2011 þáðu 13.757 einstaklingar bætur og atvinnuleysið mældist 8,6%. Núna þiggja 11.457 bætur og atvinnuleysið mælist 7,1%. Atvinnulausum hefur því fækkað um 3.602 á síðastliðnum 24 mán- uðum, samkvæmt tölum Vinnu- málastofnunar. Gripið hefur verið til ýmissa ráða til að fækka fólki á atvinnuleysis- skrá. Ungu fólki hefur gefist kostur á að fara í nám og átaksverkefnum hleypt af stokkunum. Í lok mars voru þannig 602 einstaklingar í vinnumarkaðsúrræðum og á náms- styrk vegna átaksins „Nám er vinn- andi vegur“, þar af 333 karlar og 269 konur. Um er að ræða úrræði sem eru greidd af Atvinnuleysistrygg- ingasjóði en viðkomandi ein- staklingar teljast ekki með í atvinnu- leysistölum. Ungum atvinnulausum hefur farið fækkandi enda hafa þeim staðið til boða ýmsir námsmöguleikar. Alls voru 1.927 á aldrinum 16-24 ára at- vinnulausir í lok mars eða 16% at- vinnulausra og hafði fækkað um 84 milli mánaða. Í lok mars 2011 var fjöldi atvinnulausra ungmenna 2.741. Þeim fjölgar sem hafa verið at- vinnulausir í hálft ár eða lengur. Þeir eru nú 6.057 og hafði fjölgað um 237 frá lokum febrúar. Þeir sem höfðu verið atvinnulausir í meira en eitt ár eru 3.669 og hafði fækkað í þeim hópi um 26 milli mánaða. Eins og reikna mátti með eru langflestir atvinnulausir í Reykjavík samkvæmt tölum Vinnumálastofn- unar, alls 5.108. Þar af eru karlar 2.975 og konur 2.133. Í Kópavogi eru 1.175 án atvinnu, 1.124 í Hafnarfirði og 922 í Reykjanesbæ. Vinnumálastofnun spáir því að það dragi úr atvinnuleysi nú í apríl líkt og á síðasta ári og verði á bilinu 6,4 til 6,8%. Dregur smám saman úr atvinnuleysinu Atvinnuleysi í mars 2010 til mars 2012 10% 9% 8% 7% 6% 5% 4% 3% 2% 1% 0% m a m j j á s o n d j f m a m j j á s o n d j f m 2010 2011 2012 9,3% 7,1% 8,6% 6,6% 7,3% 7,1% Alls voru 2.113 erlendir ríkis- borgarar án atvinnu í lok mars. Þar af voru 1.238 Pólverjar eða 59% þeirra útlendinga sem voru á skrá í lok mánaðarins. Flestir atvinnulausra erlendra ríkisborgara voru áður starf- andi í byggingariðnaði eða 393. Heldur hefur dregið úr atvinnu- leysi meðal erlendra ríkisborg- ara. Í lok mars 2011 voru 2.394 útlendingar á atvinnuleysis- skrá. Þar af voru Pólverjar 1.468 eða 61% þeirra útlend- inga sem voru á skrá. Það ár voru 20% Pólverja hér á landi án atvinnu. 20% Pólverja án atvinnu ÚTLENDINGAR Á ÍSLANDI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.