Morgunblaðið - 20.04.2012, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.04.2012, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2012 Reimleikar í Ráðhúsinu Fjölskyldurnar gerðu sér ýmislegt til gamans á sumardaginn fyrsta. Þessi föngulegi hópur var í Ráðhúsinu í Reykjavík og sat við borðspil sem nefnist Draugastiginn. Eggert Á nýloknum ársfundi Landsvirkjunar 2012 spurði ég um kostnað við lagningu sæstrengs til útflutnings á raforku til Bretlands. Fundarmenn voru hvattir til að stytta mál sitt í spurningum og gerði ég það eins og kost- ur var án þess að fara of mikið í forsendur. Hörður Arnarson for- stjóri Landsvirkjunar svaraði því til að kostnaður við sæ- streng frá Íslandi til Bretlands væri á bilinu 1,5-2 milljarðar evra og flutn- ingskostnaður lægi þá á bilinu 25-30 evra/MWh sem nemur 33-40 USD/ MWh. Mig langar til að ítreka spurningu mína og inna eftir því, hvort eftirfar- andi þættir séu allir innifaldir í mati á kostnaði: Bygging mannvirkja: 1. Rannsóknir og undirbúningur. 2. Bygging flutningsvirkja á Íslandi til að safna raforku saman á einum stað. 3. Endastöð á Íslandi. 4. Sjálfur sæstrengurinn. 5. Endastöð í Bretlandi 6. Ráðstafanir í Bretlandi til að tengj- ast flutningsneti þar, þ.á m. flutn- ingsgjöld. Rekstur og viðhald mannvirkja 1. Varðandi flutnings- og tengivirki á landi þá er um er að ræða hefðbund- inn rekstrarkostnað, sem er allvel þekkur og lítil óvissa á ferð. 2. Enginn sérstakur rekstrarkostnaður mundi fylgja sæstreng. Hins vegar þyrfti að gera við hann ef bilanir kæmu upp. Þar sem um væri að ræða fyrstu framkvæmd sinnar teg- undar í heiminum, bæði hvað varðar mikla vegalengd og dýpi og í fyrsta skipti sem sæstrengur yrði lagður yfir úthaf, þá væri um að ræða mikla og óþekkta óvissu, sem þyrfti þá að meta til kostnaðar vegna tryggingar á afhendingu. Alla þessa þætti þyrfti að meta í áætlun á kostnaði en orkuverð verður að minnsta kosti að dekka þann kostn- að auk arðsemi framkvæmdarinnar. Maður hefur velt því fyrir sér tíðni bilanna fyr- ir sæstrengi og litið til reynslu Norðmanna á sæ- streng til Hollands, Nor- Ned. Hann er 580 km langur og liggur mest á 410 metra dýpi. Þeirra bilunarsaga liggur fyrir og er talsvert meiri en gert var ráð fyrir í upp- hafi svo þeir eru farnir að tala um varasæstreng. Miklu alvarlegra væri ef IceScot-strengur bilaði á 1000 metra dýpi. Mundi ekki í því til- felli öll hagkvæmni rjúka út í veður og vind? Sæstrengurinn hefur nú verið í ná- kvæmri skoðun í meira en tvö ár hjá Landsvirkjun með aðstoð erlendra ráð- gjafa. Óska ég hér með eftir því, að þær upplýsingar verði birtar til þess að umræða um þetta mikilvæga mál gæti orðið markvissari. Ekki viljum við ann- að útrásarævintýri? Sæstrengur frá Íslandi til Bretlands yrði allra stærsta framkvæmd sem nokkurn tíma hefur verið ráðist í á Ís- landi. Þar að auki þyrfti að byggja virkanir sem nemur um einni Kára- hnjúkavirkjun til að fullnýta flutnings- getu strengsins. Þetta er svo umfangs- mikið mál að það má alls ekki vera einkamál Landsvirkjunar. Margir að- ilar í þjóðfélaginu þyrftu að koma að málinu til að skapa þjóðarsátt. Í ræðu formanns stjórnar, Bryndís- ar Hlöðversdóttur, voru orð í tíma töl- uð: „Mikilvægt er að svona stórt verk- efni verði rætt opið og fordómalaust og að vandað verði til verka þannig að um slíka ákvörðun geti skapast breið sátt.“ Þetta er eins og talað væri frá mínu eigin brjósti. Eftir Valdimar K. Jónsson » Sæstrengurinn hefur nú verið í nákvæmri skoðun í meira en tvö ár hjá Landsvirkjun... Óska ég hér með eftir því, að þær upplýsingar verði birtar ... Valdimar K. Jónsson Höfundur er prófessor emeritus. Sæstrengur frá Íslandi til Bretlands Undirritaður fagnar því almennt, þegar hugleiðingar hans um stjórnmál og efnahags- mál verða tilefni til andsvara. Á það ekki síst við þegar sjálf- stæðismenn eiga í hlut. Mín kynslóð er reynsl- unni ríkari, veit nokk- urn veginn hvað verð- bólga er og hverjar eru afleiðingar hennar. Hitt kann svo að vera flóknara að átta sig á því hvaða frumkraftar samfélagsins leiða til verðbólgu. Íslenska krónan hefur í sjálfu sér aldrei verið örlagavaldur íslenskra efnahagsmála. Það eru hins vegar þeir, sem hafa beitt henni eða mis- beitt sem verkfæri. Evran er sem slík hvorki meiri né minni meinsemd en bandaríkjadalur. Þetta eru verk- færi. Og þau eru í höndum misvit- urra manna. Haraldur Sveinbjörnsson verk- fræðingur er sömu kynslóðar og ég. Hann hefur lifað haftaár, viðreisn- arár og verðbólguáratugi. Öll þessi reynsla hefur mótað viðhorf hans. Þegar hann lýsir hörmulegum af- leiðingum óðaverðbólgu, hruni sparnaðar og fjármálasiðferðis er- um við samferða. Þegar hann á hinn bóginn líkir krónunni við árabát og leggur til að við gerum framvegis út á ónefndum vélbát einhvers annars gjaldeyris, þá finnst mér líkinga- málið hafa leitt verkfræðinginn út fyrir efnahagslögsöguna. Það vill svo til að hagur Íslend- inga fór batnandi um það leyti sem þeir luku gjaldmiðilssamstarfi við Dani, hlutu fullveldi og stofnuðu sinn eigin gjaldmiðil. Þótt meðferð okkar á gjaldmiðlinum hafi ekki ver- ið til mikillar fyrirmyndar hefur þjóðin byggt upp á tæpri öld lífs- kjör, sem aðra hefur tekið aldir að koma sér upp. Það er hins vegar með öllu rangt að halda því fram að Íslendingar hafi ekki lært að umgangast gjald- miðil sinn með meiri virðingu en verðbólguárin bentu til. Verðbólgu- árin voru ekki bara til „þæginda“ fyrir ráðamenn, sem gátu fellt geng- ið þegar þeir höfðu „spilað rassinn úr buxunum“, eins og Haraldur orðar það. Verkalýðs- hreyfingin og vinnu- veitendur urðu sam- ferða stjórnvöldum. Það tókst ekki að rjúfa vítahring launa- hækkana, gengisfell- inga og verðhækkana fyrr en aðilar vinnu- markaðarins áttuðu sig fyllilega á því að þessi hrunadans var fyrst og fremst á kostnað atvinnulífs og launþega. Um 1990 var mæl- irinn fullur. Atvinnurekendur og launþegasamtök ákváðu að setja ríkisstjórn stólinn fyrir dyrnar. Þau kröfðust ógildingar launasamnings við hluta opinberra starfsmanna, sem var réttilega metinn sem full- komlega óraunhæfur og jafngildi sjálfvirkrar verðbólguskrúfu. Sjálf- ur höfundur kraftaverkasamnings- ins, Ólafur Ragnar Grímsson, þáver- andi fjármálaráðherra, sá sig tilneyddan til að ógilda meist- araverk sitt. Það var þetta samkomulag aðila vinnumarkaðarins og festa í stjórn ríkisfjármála í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar sem kom á hagvexti og stöðugleika sem stóð í 10 ár. Á síðari hluta þess tímabils var árangur efnahagsbatans notaður til að létta á skattbyrði atvinnulífsins og greiða skuldir ríkisins. Þegar Íslendingar voru orðnir að- ilar að fjórfrelsi Evrópska efnahags- svæðisins, þar með frjálsra fjár- magnsflutninga, voru þeir vissulega komnir á djúpmið, eins og Haraldur segir. Í kjölfar þess fór fram hröð heimsvæðing fjármálaflutninga. Takmarkaður hagvöxtur stærstu fjármálakerfa heimsins, svo sem Evrópusambandsins, Bandaríkj- anna og Japans, þrengdi möguleika á að koma í ávöxtun þeim miklu fjár- munum, sem viðskiptaafgangur fjöl- mennustu ríkja heimsins hlóð upp. Við þau sparifjárfjöll bættist upp- safnaður viðskiptaafgangur olíu- framleiðsluríkja. Íslenskum fjármálajöfrum stóð því til boða eins mikið lánsfé og þá þyrsti í. Og þorstinn var mikill. En það gilti líka um Íra, Grikki, Spán- verja, Ítali og Frakka og aðrar þjóð- ir evrópskar, sem gerðu út á vélbáti evrunnar. Þeir féllu líka í freistni. Og súpa nú seyðið af því. Það er mikill barnaskapur að ímynda sér að með því að gerast að- ilar að stóru gjaldmiðilssvæði, sem við höfum enga stjórn á, séum við sjálfkrafa að gerast aðilar að stöð- ugleika. Evrusvæðið einkennist ekki af stöðugleika. Opinber skuldasöfn- un stórs hluta aðildarríkja evru- svæðisins er fen, sem ekki sést til botns í. Þar sem verst lætur innan evrulands er þriðjungur til helm- ingur ungmenna á aldrinum 18-28 ára atvinnulaus, og verður það ástand seint talið til efnahagslegs stöðugleika. Stærsti alþjóðlegur gjaldmiðill heimsins, bandaríkjadal- ur, hefur verið mjög óstöðugur ára- tugum saman. Óhætt er að ráð- leggja þeim sem haldnir eru oftrú á stöðugleika stórra gjaldmiðilssvæða að líta yfir þróun dalsins eftir að Richard Nixon lét afnema gullfót gjaldmiðilsins í upphafi sjöunda ára- tugarins. Sú ákvörðun var ekki upp- haf mikils stöðugleika. Vébátaútgerð Haraldar Svein- björnssonar á miðum stórra gjald- eyrissvæða er því miður háð mis- góðum úrræðum skipstjóra og vélstjóra. Vélarnar ganga oft á ein- um af fjórum strokkum, olían er fengin að láni á háum vöxtum, ell- egar að trillurnar liggja við land- festar vegna atvinnuleysisbrælu. Velgengni íslensku krónunnar og stöðugleiki eru háð því að þjóðin eyði ekki meiru en hún aflar, hvorki í ríkisfjármálum né í viðskiptum við útlönd. Um þetta ættum við Har- aldur Sveinbjörnsson verkfræð- ingur að geta orðið sammála. Í þeim efnum á þjóðin við sjálfa sig að tefla. Utanaðkomandi stórmeistarar geta ekki aðstoðað, hversu miklir skottu- læknar sem þeir eru. Eftir Tómas Inga Olrich » Það er mikill barna- skapur að ímynda sér að með því að ger- ast aðilar að stóru gjaldmiðilssvæði, sem við höfum enga stjórn á, séum við sjálfkrafa að gerast aðilar að stöðugleika. Tómas Ingi Olrich Höfundur er fv. alþm. og ráðherra. Aðstoð að utan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.