Morgunblaðið - 20.04.2012, Side 31

Morgunblaðið - 20.04.2012, Side 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2012 ✝ Látinn er Agn-ar (skírður Bjarnar) Tryggva- son, fyrrv. fram- kvæmdastjóri Bú- vörudeildar SÍS, á 94. aldursári. Hann lést á Dval- ar- og hjúkr- unarheimilinu Grund hinn 11. apríl sl. Agnar fæddist í Laufási, Reykjavík 10. feb. 1919, sonur hjónanna Önnu Klemensdóttur (1890-1987) húsfreyju og Tryggva Þór- hallssonar (1889-1935) prests, ritstjóra, ráðherra og bankastj. Systkini Agnars: Klemens, hag- stofustjóri, Valgerður, skrif- stofustjóri, Þórhallur, banka- stjóri, Þorbjörg, framkvæmdastjóri, Björn að- st.seðlabankastjóri og Anna Guðrún kennari, en hún ein lif- ir systkini sín. Eiginkona Agnars var Hild- ur Sólveig Þorbjarnardóttir húsfreyja. Hún fæddist á Heiði í Gönguskörðum 31. ágúst 1924. Hún lést 2006. Foreldrar hennar voru Sigríður Árna- dóttir (1893-1967) frá Geita- skarði í Langadal og Þorbjörn Björnsson (1886-1970) frá Andri Konráðsbörn. 3) Björn, f. 1951, tæknifræðingur og tré- smiður. 4) Sigríður, f. 1952, hjúkrunarfræðingur. Börn hennar eru: Sólveig Ösp, f. 1977, dóttir Haraldar Ásgeirs- sonar prentara (d. 1986). Börn hennar eru: Kamilla Rós Guðnadóttir (f. 1997) og Trist- an Karel Helgason (f. 2000). Börn Sigríðar og Páls Tóm- assonar arkitekts: Sigrún, f. 1979, dóttir Sóley Rán Krist- jánsdóttir, f. 2001. Maki Lars Hyllested. Anna Sigríður, f. 1988, maki Matei Manolescu. Agnar Páll, f. 1988. 5) Tryggvi, f. 1954, lögmaður. Maki Steingerður Þorgilsdóttir iðnrekstrarfr. Börn Tryggva og Helgu Lilju Björnsdóttur garðyrkjufr. eru: Guðrún Lilja, f. 1983, maki Sigþór Jónsson, barn þeirra Lilja María (f. 2011). Dóttir Sigþórs er Malín Erna (f. 2004). Agnar Björn, f. 1986. Hildur Jakobína, f. 1988, unnusti Darri Egilsson. Upp- eldissonur Tryggva er Ólafur Stefánsson, f. 1973, sonur Helgu Lilju. Barn Tryggva og Kristínar Bjargar Knútsdóttur kennara er Tryggvi Klemens, f. 2002. Agnar vann mestallan starfsaldur sinn fyrir sam- vinnuhreyfinguna, aðallega við verslun og viðskipti með afurð- ir landbúnaðarins. Útför Agnars verður gerð frá Dómkirkjunni föstudaginn 20. apríl 2012 og hefst athöfn- in klukkan 13. Veðramóti í Gönguskörðum. Systkini hennar voru: Árni Ásgrím- ur lögfræðingur, Sigurður Örn, óð- alsbóndi á Geita- skarði, Brynjólfur vélsmiður, Stefán Heiðar og Þor- björg, húsfreyja í Stóru-Gröf, ein eft- irlifandi systkina. Börn Agnars eru: 1) Guðrún Helga, f. 1948, kennslustjóri við HÍ, móðir Anna Krist- insdóttir (d. 1984), maki Jón Kristjánsson, kaupmaður. Börn þeirra: Ingunn, f. 1976, maki Árni Stefán Leifsson. Dætur þeirra: Guðrún Helga, f. 2007, og Ingibjörg, f. 2009. Anna Helga, f. 1979. Börn Agnars og Hildar Sólveigar: 2) Anna, f. 1949, kennari, maki Konráð Sigurðsson læknir (d. 2003). Börn þeirra: Hildur Rósa, f. 1974, maki Arnar Guðjónsson. Börn þeirra: Konráð, f. 2004, og Svava, f. 2009. Anna, f. 1977 (d. 1979). Anna Guðrún, f. 1980. Dóttir hennar er Anna Hildur Björnsdóttir, f. 2000. Maki er Ingi Freyr Ágústsson. Stjúpbörn Önnu eru: Sigurður, Áslaug, Atli, Sif, Huld, Ari og Vér sjáum, hvar sumar rennur með sól yfir dauðans haf, og lyftir í eilífan aldingarð því öllu, sem drottinn gaf. (Matthías Jochumsson) Með örfáum orðum langar mig að þakka tengdaföður mín- um fyrir stutt en góð kynni. Þegar ég hitti Agnar í fyrsta sinn í Laufási, þá tók á móti mér fallegur, bjartur og góðlegur maður sem gerði allt til að mér liði vel í minni fyrstu heimsókn. Agnar var mjög háttvís og mikill herramaður og ávallt passaði hann upp á að daman kæmi fyrst. Það var í raun það sem ein- kenndi Agnar, einlæg velvild í garð allra og síðan einlægt þakklæti fyrir allt sem honum var gefið. Agnar var í nánum tengslum við alla sína afkomendur og var ávallt mikið um gestagang í Laufási því bæði börn og afa- börn vildu fá að hitta afa Agnar og var hann mikill vinur barna sinna. Sumarbústaðurinn í Heiði var Agnari mikill kærleiksstaður og ósjaldan eyddi hann stundum með börnum sínum í bústaðnum síðustu árin. Þá voru gjarnan teknir nokkrir slagir en Agnar var mikill spilamaður og hafði augljóslega smitað börn sín af spilamennskunni og var hrein unun að sjá þegar fjórmenning- arnir Anna, Agnar, Björn og Sigga spiluðu brids af miklum móð fram eftir á sumarkvöldum. Það var mér mikill heiður að fá að taka slag þegar einhver vildi hvíla sig á spilunum. Það var hreint ótrúlegt að sjá hvað Agn- ar var sleipur spilari og þegar þurfti að ræða spilið á undan þá mundi hann auðveldlega allt spilið til baka þó kominn væri á tíræðisaldur. Það var falleg stund þegar Agnar kvaddi á 94. aldursári umvafinn öllu sínu góða fólki sem honum þótti svo ofurvænt um. Hér kveður góður maður sem skilur eftir sig hreinar og fal- legar minningar. Steingerður Þorgilsdóttir. Við bræðurnir viljum votta minningu afa Agnars okkar dýpstu virðingu. Hann kenndi okkur margt, t.d. talaði hann ávallt við börn eins og jafningja, eins og fólk sem hefur eitthvað markvert fram að færa. Allt fannst honum framúrskarandi hjá ungviðinu og allir dagar þóttu honum vera þeir bestu sem hann hafði upplifað. Við þökkum fyrir það veganesti sem hann veitti okkur. Hann gaf ávallt af sér af örlæti hjarta síns. Guð leiði afa Agnar inn í ljós- ið til ömmu Hildar og verði kært kvaddur með þessum forna kvöldsálmi: Þá þöggun hvíldar nálgast, afléttir möskvum dags. Líkaminn værðarsindri stráist hver blundandi gengur til lags. (Aurelius Clemens Prudentius) Tryggvi Klemens Tryggvason og Þórhallur Arnberg Sigurjónsson. Hjartkær afi minn, Agnar Tryggvason, er látinn. Afi var mjög gæfuríkur maður, giftist sveitastúlku að norðan, henni ömmu minni, Hildi Þorbjarnar- dóttur. Hann var sjálfur sannur heimsborgari og bar það með sér, einkar glæsilegur og þau saman voru einstaklega fallegt par. Afi eignaðist fimm börn og er sú næstelsta móðir mín. Árin á Sunnubrautinni eru sveipuð miklum ævintýraljóma en þar þreyttist afi ekki á því að leika við okkur barnabörnin sín. Hann hljóp um með okkur á herðunum og söng hástöfum „ó idlú didlú dlæger og allt í lúsí tæger“. Minningarnar eru ótal margar, allar sundferðirnar, Ól- sen Ólsen var spilaður af mikl- um móð en þar varð afi yfirleitt hlutskarpastur (við tókum ein- mitt nokkra Ólsara fyrir um mánuði og vann afi þá alla). Hestahálsmenin sem hann gauk- aði að okkur, en hann var braut- ryðjandi í kynningu íslenska hestsins erlendis, hattarnir sem hann bjó til úr dagblöðum, bíl- ferðirnar á gamla brúna Opeln- um góða. Frásagnargáfan var engri lík og var hann sérlega fróður um goðin gömlu og vík- ingana og leiddist ekki að segja sögur af þeim. Árið 1998 var Sunnubrautin kvödd og nýr kafli tók við en þá fluttust þau amma í Laufás við Laufásveg sem var æskuheimili hans. Þar áttu þau nokkur góð ár saman uns amma veiktist, en í veikindum hennar var hrein unun að horfa á það hvernig afi bar hana á höndum sér – hann sýndi henni tak- markalausa ást og hlýju. Lundin, sem afa var gefin var einstök, hann var alltaf glaður þótt á móti blési, þakklátari og skemmtilegri mann er held ég ekki hægt að finna. Allar sum- arbústaðaferðirnar í Heiði, bú- stað foreldra minna, þar sem afi hafði farið hamförum í grjót- burði og hleðslugerð, m.a. bíla- stæðis og matjurtagarðs fyrir mömmu og ömmu, en þar naut hann sín til fulls og vildi helst hvergi annars staðar vera. Þar gat hann pottormast að vild, en hann hafði synt daglega í Kópa- vogslaug og seinna Vesturbæj- arlaug – fram eftir aldri. Afi hafði alltaf ætlað sér að verða hundrað ára en góðri heilsu þakkaði hann lýsinu og hræringnum. Einnig fannst hon- um ekkert sérstaklega tilkomu- mikið að fara á elliheimili, enda stoppaði hann þar stutt við. Ég er afskaplega þakklát fyr- ir að hafa átt afa að og jafnframt að fjölskyldan öll hafi getað átt með honum gæðastundir fram í andlátið. Einnig er ég þakklát fyrir það að dóttir mín, Anna Hildur hafi átt þessi ár með langa sínum, en þau voru miklir vinir. Ekki löngu fyrir andlátið var ég hjá honum. Þá tók hann hönd mína og kyssti alla, sagði mér að þegar ég gifti mig vildi hann sjá um allt og leiða mig upp að alt- arinu en því var hann búinn að lofa mér að gera ef til þess kæmi eftir fráfall föður míns. Ef það verður veit ég að pabbi og afi fylga mér báðir. Jólin, sumarbústaferðirnar og tilveran öll verður eftirleiðis öðruvísi. Ég kveð elsku víkinginn hann afa minn með þakklæti, virðingu og ást og trúi því að hann og amma séu sameinuð í eilífðinni og leiðist nú hönd í hönd … en anda sem unnast fær aldregi eilífð að skilið. (Brot úr Ferðalokum Jónasar Hallgrímssonar) Anna Guðrún Konráðsdóttir. Látinn er í Reykjavík Agnar Tryggvason, fyrrv. fram- kvæmdastjóri búvörudeildar SÍS, á 94. aldursári. Agnar er faðir Tryggva Agn- arssonar lögfræðings og félaga okkar til margra ára í Ráðgjöf- um ehf., Garðastræti 36, Reykjavík. Um margra ára skeið hafði Agnar aðsetur á skrifstofu okkar í Garðastræti, þar sem við kynntumst honum vel. Agnar var einstaklega eftir- minnilegur maður. Í minning- unni var hann alltaf glaður. Hann hafði þessa sterku útgeisl- un, traustur, vel menntaður og höfðinglegur í allri framgöngu. Agnar var mikill málamaður og skrifaði fyrir okkur bréf á þýsku og yfirleitt þeim málum sem við þurftum. Við vissum að málið á þessum bréfum var ekk- ert „slang“ heldur sérlega vand- að mál. Það var alveg sama við hvern var rætt um Agnar, allir höfðu eitthvað gott um hann að segja. Þeir, sem höfðu unnið fyrir hann hjá Sambandinu, töldu það sinn besta skóla að hafa unnið fyrir þennan mann. Við félagarnir minnumst sam- vista við Agnar með miklu þakk- læti og sá er stór er skilur eftir sig minningar eins og hann. Við vottum vini okkar Tryggva og fjölskyldu innilega samúð. Einn- ig vottum við systkinum Tryggva og fjölskyldum þeirra innilega samúð við fráfall Agn- ars. Jón Atli Kristjánsson, Jón Heiðar Guðmundsson, Jónas Ingi Ketilsson. Agnar Tryggvason ✝ Lovísa Jóns-dóttir fæddist á Dalvík 6. október 1927. Hún lézt á Dalbæ, dvalarheim- ili aldraðra á Dal- vík, 11. apríl 2012. Foreldrar henn- ar voru Sigurbjörg Ágústsdóttir f. 21.8. 1898, d. 1.10. 1970, og Jón Arn- grímsson útgerðar- og fiskimatsmaður á Dalvík, f. 4.7. 1893, d. 15.12. 1967. Syst- kini Lovísu voru: Bergþóra f. 1917, d. 1976, Kristín Sigríður f. 1919, d. 2002, Arnfríður f. 1921, d. 1998, Svanbjörg f. 1924, d. 2003, Karla f. 1930, Ingólfur f. 1936 og Hrafnhildur f. 1939. f. 7.6. 1951, d. 17.6. 1951. 4) Herdís f. 16.1. 1954, maki Kar- sten Havnö f. 8.10. 1953. Börn: Monika f. 31.8. 1988, Helena f. 12.7. 1994. Lovísa lauk gagnfræðaprófi frá MA og vann við verzlunar- og skrifstofustörf á Akureyri og í Reykjavík til 1969, þegar fjölskyldan flutti til Kaup- mannahafnar. Þar vann Lovísa fyrstu árin í banka, en 1977 lauk hún námi sem sjúkraliði og starfaði eftir það á sjúkra- húsi til starfsloka 1994. 2008 fluttu Lovísa og Páll til baka til Íslands, en síðustu árin dvaldi Lovísa á Dalbæ, dvalarheimili aldraða á Dalvík. Útför Lovísu fer fram frá Dalvíkurkirkju í dag, 20. april 2012, kl. 13:30. Lovísa giftist 2.9. 1948 eftirlif- andi manni sínum Páli Axelssyni f. 2.9. 1927. Börn Lovísu og Páls eru 1) Sigurbjörg f. 30.6. 1948, maki Danny Leisin f. 26.8. 1949. Börn: a) Louise f. 5.1. 1974, maki Nicko- laj Kroghly f. 1.6. 1974, börn þeirra Anna Björg f. l7.9. 1972 og Jónas f. 30.10. 2007. b) Ida Björg f. 21. 7. 1978, c) Jón Páll f. 10.9. 1984. 2) Hólmfríður f. 5.11. 1949, maki Páll Jóhannsson f. 10.8. 1941. Börn: a) Axel f. 28.12. 1973, maki Sadie Jóhannsson. b) Sigrún f. 18.11. 1984. 3) Axel Mörg minningabrot koma upp í hugann þegar ég minnist Lovísu. Mínar fyrstu minningar eru frá því að ég fékk sem barn að vera hjá Lovísu og Palla á Ak- ureyri í nokkra daga. Það voru sólríkir dagar eins og allir dagar í fallegum endurminningum. Þar sem við frænkurnar höfð- um sama gælunafn gaf Lovísa mér viðurnefnið Reykjavík. Eftir það kallaði hún mig oft Boggu Reykjavík til aðgreiningar frá Sigurbjörgu dóttur sinni. Þegar fjölskyldan flutti til Reykjavíkur vandi ég komur mínar til þeirra. Lovísa hafði lag á því að taka á móti mér þannig að mér fannst ég alltaf vera vel- komin. Þá kynntist ég Lovísu betur og sá hvern mann hún hafði að geyma. Hún vann alltaf utan heimilisins verslunar- og skrifstofustörf og tók að sér aukastörf þegar færi gafst. Seinna fór hún í sjúkraliðanám og vann við það í mörg ár. Þegar leið mín lá um Kaup- mannahöfn fannst mér ómiss- andi hluti af ferðum þangað að heimsækja Lovísu og Palla. Allt- af mætti mér sama góða viðmót- ið og oft fékk ég að gista hjá þeim ef á þurfti að halda. Björg dóttir mín fór til náms í Danmörku og fór að venja kom- ur sínar til Lovísu og Palla. Hún þekkti þau lítið og var í vafa um að hún gæti bara bankað uppá. Sá vafi hvarf strax þegar hún hitti Lovísu „Hún tók mér fagn- andi eins og ég væri aðalmann- eskjan. Hún sagði svo skemmti- lega frá og það var svo notalegt að sitja bara og hlusta. Ég ætla að hafa þessar móttökur að leið- arljósi þegar ég verð „gömul frænka í útlöndum“.“ Það var erfitt að horfa á eftir Lovísu þegar hún hvarf inn í sinn eigin heim í erfiðum sjúk- dómi. Óvissan var mikil til að byrja með en þegar ljóst var hvert stefndi var unnið að því að hún fengi sem besta aðhlynn- ingu. Eftir að hún flutti til Dan- merkur sagðist hún alltaf ætla að koma aftur og verja ellinni í Dalbæ, heimili aldraðra í Dalvík. Þó að hún gerði sér ef til vill ekki grein fyrir því að sú ósk hennar hefði ræst þá var það mikill léttir fyrir fjölskylduna að hún skyldi komast þangað. Þar fékk hún bestu aðhlynningu sem völ er á. Ég heimsótti hana þangað og það var mér mikill léttir að sjá hve vel var búið að henni þar. Elsku Palli, Bogga, Fríða og Herdís, við Þórður, dætur okkar og fjölskyldur sendum ykkur og fjölskyldum ykkar innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Lovísu Jónsdóttur. Björg Kofoed-Hansen. Lovísa frænka, móðursystir mín, hefur lokið jarðvist sinni, sú fimmta úr átta systkina hópi. Hún var ein af systrunum frá Kambi, eins og Kalla systir hennar sagði við mig. Þær voru þekktar sem „systurnar“ á Dal- vík á sínum yngri árum, en þær voru sjö, hver annarri glæsilegri, og einn bróðir. Það hefur verið tekið vel á móti henni, af for- eldrum, systrum og öðrum ást- vinum. Lovísa var södd lífdaga, en líf hennar var margslungið og merkilegt. Ég þekkti Lovísu móðursystur mína lítið sem barn, man reyndar eftir heim- sókn á Kleppsveginn til hennar, en þá var hún að undirbúa flutn- ing til Danmerkur. Þar bjó hún í 40 ár. Það er aðdáunarvert hvernig fjölskyldan hennar lagð- ist á eitt við að uppfylla ósk hennar um að eyða ævikvöldinu, umvafin fjöllunum, á æskuslóð- unum á Dalvík. Við urðum þeirrar gæfu að- njótandi að komast undir vernd- arvæng Lovísu, Palla og dætra þeirra og fjölskyldna þegar við fluttumst til Danmerkur sumarið 1981. Þau tóku afskaplega vel á móti okkur og hlýjan og ástúðin var okkur unga parinu ómetan- legur stuðningur í ókunnu landi, fjarri fjölskyldu og vinum. Þá var ekki verið í miklu símasam- bandi milli landa og ég tala nú ekki um tölvusambandi, en í dag finnst ungu fólki það ótrúlegt, hvernig hægt var að lifa án þess. Heimili Lovísu og Palla stóð öll- um ættingjum og vinum opið og var oft gestkvæmt hjá þeim, en við vorum aldeilis ekki þau einu sem nutum ástríkis þeirra. Við fórum beint til þeirra hjóna þegar við komum til Dan- merkur, á leið til Óðinsvéa, og vorum í Kaupmannahöfn hjá þeim fyrstu vikuna okkar í Dan- mörku. Við áttum síðan eftir að eyða mörgum góðum og skemmtilegum stundum með þeim, en við skruppum oft til þeirra í jóla- og sumarfríum. Alltaf var tekið á móti okkur opnum örmum. Lovísa hafði un- un af því að segja okkur sögur frá æsku þeirra systranna, þegar þær voru að alast upp á Dalvík upp úr 1930 og alltaf var hún hlæjandi og brosandi. Hún stjan- aði við okkur, bakaði brauð handa okkur og eldaði afskap- lega góðan mat. Þau hjónin áttu fallegt heimili á Fredriksberg, en seinna á Manögade. Við minnumst síðustu heimsóknar okkar til þeirra þangað, en það var alltaf jafngaman að hitta þau og alltaf var tekið höfðinglega á móti okkur. Þau höfðu mikinn áhuga á ættfræði og fylgdust vel með því sem gerðist á Íslandi og eftir að við fluttum heim aftur var oft komið við hjá fjölskyld- unni í ferðum til Danmerkur og þá var gaman að spjalla og segja fréttir. Við minnumst Lovísu, uppá- haldsfrænkunnar okkar, með gleði og söknuði. Elsku Lovísa frænka, takk fyrir allar yndislegu samveru- stundirnar. Hvíl þú í friði. Palla, Fríðu, Boggu, Herdísi og fjölskyldum þeirra vottum við innilega samúð. Guðlaug Baldvinsdóttir, Hákon Óli Guðmundsson og dætur. Lovísa Jónsdóttir Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.