Morgunblaðið - 20.04.2012, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 20.04.2012, Qupperneq 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2012 ✝ Eiríkur Guð-mundsson sjó- maður fæddist á Raufarhöfn 10. des- ember 1941. Hann lést í faðmi fjöl- skyldu sinnar á Heil- brigðisstofnun Þing- eyinga á Húsavík að kvöldi skírdags 5. apríl síðastliðinn. Foreldrar Eiríks voru hjónin Sig- urbjörg Björnsdóttir frá Svein- ungsvík, f. 25.11.1906, d. 24.5. 1992, húsmóðir, og Guðmundur Eiríksson frá Brekknakoti, f. 11.5. 1898, d. 24.6. 1980, bóndi, kennari og skólastjóri. Þau hjónin bjuggu fyrst í Sveinungs- vík og síðan á Bakka á Rauf- arhöfn þar sem Eiríkur ólst upp frá tveggja ára aldri. land Stígsdóttur, f. 26.8. 1928 og Eiríks Guðlaugssonar, f. 27.4. 1926, d. 1978. Fósturfaðir Bjargar var Einar Ingvarsson, f. 19.9. 1921, d. 2010. Dóttir Eiríks og Bjargar er Margrét, fædd 10.9. 1977 og er dóttir hennar Aríel Bertelsen fædd 2.9. 2000 og eru þær búsettar á Spáni. Dætur Bjargar og stjúpdætur Eiríks eru 1) Sigrún Hrönn Harðardóttir, fædd 5.8. 1966, maki Þór Friðriksson, fæddur 24.6. 1964, börn þeirra eru Hrannar Þór og Rósa Björg. 2) Hildur Harðardóttir, fædd 26.9. 1967, börn Hildar eru Ingi Þór, Kolbrún Björg, Hörður Örn, Hrannar Már og Halldór Jón. Hildur á tvö barnabörn. Eiríkur og Björg bjuggu allan sinn búskap á Raufarhöfn. Þar gerði Eiríkur út bát með bræðr- um sínum Jóni og Þorbergi. Ei- ríkur stundaði sjómennsku og önnur störf á Raufarhöfn. Útför Eiríks fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, föstu- daginn 20. apríl 2012, og hefst athöfnin kl. 13. Systir Eiríks er Málfríður Anna, kennari í Reykja- vík, f. 1929 og bræður hans voru Jón, útgerð- armaður á Rauf- arhöfn, f. 1931, d. 2006, Þorbergur, útgerðarmaður á Raufarhöfn f. 1932, d. 2010, Björn, múrari í Hafnarfirði, f. 1933, d. 1998 og Gissur, f. 1936, d. 1943. Þá ólust upp á Bakka með Eiríki, bróð- urbörn hans Sigurbjörg Björns- dóttir, f. 1954, og Guðmundur Björnsson, f. 1961. Eftirlifandi eiginkona Eiríks er Björg Gréta Sæland Eíríks- dóttir, fædd 2.12. 1947. Hún er dóttir Sólveigar Guðfinnu Sæ- Dusinn á Bakka er dáinn og hægt væri að skrifa heila bóka- röð um hann – í mörgum bind- um. Ég skal samt viðurkenna að ég er víst engan veginn hlutlaus því það er alveg á hreinu að hann hefur alltaf verið hetjan mín og verður áfram. Sumar þessar sögur eru nú frekar ýkt- ar svo ekki sé meira sagt og minna mest á eitthvað sem skrifað var um Egill Skalla- gríms eða Gunnar á Hlíðarenda. Hann pabbi minn var svo sannarlega maður af gamla skól- anum og hristi oft hausinn yfir „ruglinu í unga fólkinu nú til dags“ og skildi til dæmis aldrei hvað ég væri alltaf að læra, en var nú samt vanur að skrifa hjá sér nöfnin á þessum gráðum mínum sem og íslenska þýðingu á þeim svo hann gæti sagt fólki hvað ég væri að gera. Og þó svo hann væri nú ekki alltaf sam- mála öllum mínum ákvörðunum, studdi hann þær engu að síður og var alltaf til staðar þegar ég þurfti á að halda. Hann var þekktur fyrir að vera einstaklega heimakær og vildi helst hvergi annars staðar vera og entist því yfirleitt ekki lengi í sumarbústöðum eða öðr- um ferðalögum. Ég var samt svo heppin að hann virtist hafa fundið sér annað heimili hjá mér, hvort sem það var í þau 12 ár sem ég bjó í Reykjavík eða eftir að ég flutti til Spánar. Það er óhætt að segja að við áttum alltaf í frekar sérstöku sambandi og mér finnst ég býsna oft hafa heyrt: „Talaðu við pabba þinn, því hann hlustar á þig“ – og gæti það hugsanlega haft eitthvað með það að gera að við vorum alltaf einstaklega þrjósk bæði tvö. Man ég eftir sögu frá því að ég var um 4ra ára og hann var að vinna upp á þaki á húsinu okkar á Aðal- brautinni, sem er á tveimur hæðum ásamt kjallara og hálofti þannig að það er nokkuð hátt niður. Ég heimtaði að fá að hjálpa til við að mála og eftir einhverjar rökræður komumst við að niðurstöðu um að ég mætti koma upp (í jólakjólnum og spariskónum sem var það sem ég var í) svo lengi sem ég yrði með reipi um mittið og yrði fest við strompinn. Það er nú líklegast óþarfi að taka fram að hún móðir mín fékk hálfgert taugaáfall þegar hún kom heim úr vinnunni og fannst við vera bæði jafn klikkuð að láta okkur detta þetta í hug. Þó það verði nú aldrei af mér tekið að ég var örverpið á heim- ilinu, held ég samt að það teljist einsdæmi hvernig hann gekk hálfsystrum mínum í föðurstað alveg frá fyrstu kynnum, sem sést kannski einna best á því að þegar þau hjónin giftu sig fóru þau öll 4 saman í brúðkaups- ferðina. Og virtust blóðtengsl ekki skipta hann neinu sérstöku máli þar sem ég man líka vel eftir þegar dóttir mín fæddist og ljósmóðirin spurði hann hvort þetta væri fyrsta barnabarnið og hann svaraði alveg fullur af monti að hann ætti nú 6 stykki fyrir. Þegar honum var tilkynnt fyrir 34 árum að hann hefði eignast dóttur sem væri 49 cm og stórglæsileg í alla staði svar- ar hann með þeirri fleygu setn- ingu: „Piff, þetta er ekki einu sinni hirðandi,“ þar sem allt í þessari stærð teldist til undir- málsfisks og ætti því að henda aftur í sjóinn. Ég þakka því bara fyrir að hafa verið „hirt“ og fengið að kynnast þessu stór- menni sem hann pabbi minn var. Margrét. Elsku Eiríkur minn, ég á svo margar og góðar minningar um þig og þú varst svo stór hluti af mínu lífi. Þú mótaðir mig svo mikið og kenndir mér svo margt. Ég leit alltaf upp til þín alveg frá því að þú komst og „rændir“ mér , mömmu og Hrönn, þú sagðir krökkunum í blokkinni í Breiðholtinu að þú værir sjóræningi og ætlaðir að fara með okkur á skipinu þínu langt í burtu, sem þú gerðir og fórst með okkur til Raufarhafn- ar. Það var í rauninni eins og Paradís fyrir litla stelpu úr Breiðholtinu að flytja til Rauf- arhafnar. Alltaf varst þú tilbú- inn til að koma og sjá þegar litla Breiðholtsstelpan fann hreiður uppi í ás eða þegar hún taldi sig hafa fundið eitthvað mjög merkilegt niðri í fjöru. Ég man þegar þú komst siglandi með bræðrum þínum á Rögnvaldi inn í höfnina og ég tók á rás og hljóp eins og ég ætti lífið að leysa niður á Hafnarbryggju til þess að fá að fara með ykkur á milli bryggja. Eitt skiptið þá kom ég aðeins of seint og það var búið að leysa bátinn og hann kominn frá bryggjunni þegar þú sást mig koma hlaupandi, þá kallaðir þú „stökktu“ ég hægði varla á mér og lét mig vaða út í bátinn og lenti beint í útbreitt fangið á þér. Þarna fannst mér þú vera traustasti og sterkasti maður sem ég þekkti og sú tilfinning var alltaf til staðar, mig langaði meira að segja um tíma að vera strákur vegna þess að mig lang- aði að verða „hraustur“ eins og þú. Einn daginn fékk ég að fara með á sjóinn. Þegar við vorum komin út úr höfninni varð mér kalt og ég fór niður í lúkar og auðvitað varð ég sjóveik. Eftir smástund komst þú og fórst með mig upp á dekk og lagðir mig þar niður, breiddir ofan á mig teppi og ég steinsofn- aði. Ég man það ávallt hvað þú varst góður við mig og hlúðir vel að mér og alla tíð fann ég hvað þér þótti vænt um mig. Þegar ég óx úr grasi og eign- aðist börn þá tókstu líka ást- fóstri við þau og varðst stór hluti af þeirra lífi, þau dáðu þig öll. Ég elskaði það þegar þú komst í heimsókn, stundum þrisvar sinnum á dag í stutta stund í einu. Það gerðist ansi oft að ég heyrði þig koma í heim- sókn og heilsa börnunum og spjalla aðeins við þau, ég setti kaffi á könnuna og síðan þegar ég ætlaði að sækja þig þá varstu farinn, þú hafðir rétt komið til að spjalla aðeins við börnin. Elsku Eiríkur minn, ég á svo margar góðar minningar um þig og mér þótti svo ótrúlega vænt um þig, við deildum svo miklu saman og vorum svo góðir vinir. Ég naut þess að vera með þér og spjalla við þig. Ég á eftir að sakna þín um ókomna tíð. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir. ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margt að minnast svo margt sem um hug minn fer. Þó sú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Hvíldu í friði, elsku Eiríkur. Þín fósturdóttir, Hildur Harðardóttir. Elsku afi hefur kvatt okkur eftir að hafa barist við veikindi sín af miklu æðruleysi. Það er sárt að kveðja þig og við erum svo þakklát fyrir allar þær skemmtilegu stundir sem við áttum með þér. Það var alltaf gott að koma til ykkar ömmu á Raufarhöfn og heyra sögur frá þér en þær voru margar hverjar alveg einstakar. Við vorum ekki gömul þegar þú fórst að passa okkur og Kol- brún var rétt rúmlega eins árs þegar hún fékk að leggja sig uppí hjá þér með pelann þegar þú varst á vöktum í verksmið- unni og þurftir að hvíla þig á daginn, ykkur fannst þetta báð- um vera sú mesta gæðastund. Hrannar og Hörður komu reglulega í heimsókn til þín og þú til þeirra, þú þekktir alla þeirra vini og varst mikið að snúast og hugsa um þá. Alltaf varst þú vanur að hringja og spjalla við Inga Þór um aflabrögðin og sjómennsk- una. Þegar hann eignaðist börn þá hringdir þú reglulega og spurðir um og fylgdist með þeim. Þegar þú varst orðinn mjög veikur á sjúkrahúsinu á Húsavík, þá reistir þú þig upp til þess að sjá og taka yngsta barnabarnabarnið í fangið sem þú varst að hitta í fyrsta skipti og yfir andlit þitt færðist bros. Á meðan við áttum heima fyr- ir norðan þá vorum við alltaf saman á jólunum og það var svo gaman og alltaf svo létt yfir öllu og svo stutt í hláturinn, sagðar endalausar sögur og tekið spil. Þetta fannst okkur vera eins og jólin eiga að vera, svona mikil fjölskyldu-gæðastund. Við eigum eftir að sakna þessara stunda og mjög sárt að hugsa til þessa að þær verði ekki fleiri. Hvíldu í friði, elsku afi. Elsku amma, megi guð varð- veita þig og gefa þér styrk. Ingi Þór, Kolbrún Björg, Hrannar Már, Hörður Örn. Eiríkur var mikið náttúru- barn og góður félagi. Hann hafði gaman af að fylgjast með fugl- unum á vorin þegar varp fór að hefjast, hvaða fuglar væru farn- ir að verpa og hvort hret sem oft koma á vorin hefðu áhrif á varpið. Hann var mikill áhuga- maður um veður og missti aldrei af veðurfréttum, hvorki í sjón- varpi né í útvarpi, enda starf hans lengst af háð veðri. Þegar tvísýnt var með veður og ég þurfti að fara á milli staða hringdi ég í Eirík og var hans spá alltaf réttari en spá veð- urfræðinga. Hann var mikill áhugamaður um íþróttir og gat rakið árangur afreka íþróttamanna marga ára- tugi aftur í tímann, enda með ótrúlegt minni sem hann hafði til síðasta dags. Það var alltaf hægt að stóla á Eirík, hann var alltaf tilbúinn að hjálpa öðrum og taldi það ekki eftir sér. Hann var trúr sinni sannfæringu og sveiflaðist ekki efir tískustraumum. Naut hann þess að vera innan um félaga og var oft hlegið mikið þar sem hann var. Hann var mikill dýra- vinur og mjög barngóður maður. Ég man ekki eftir því að Ei- ríkur væri með flensu eða aðrar umgangspestar, enda maður sem var ekki þekktur fyrir að kveinka sér. Því var það mikið áfall þegar hann veiktist og þurfti að fara til Svíþjóðar í lifraskipti. Þegar hann kom til baka frá Svíþjóð var hann mjög hress og jákvæður eins og alltaf. Allt virtist ganga vel, en þá kom annað áfall, meinið hafði tekið sig upp aftur og ekkert hægt að gera. Það er lýsandi dæmi fyrir Ei- rík að stuttu áður en hann kvaddi fór ég í heimsókn til hans á Húsavík; þegar ég labbaði inn á stofuna til hans, lá hann í rúm- inu að reyna að stilla á texta- varpið til þess að skoða stöðuna í enska boltanum og einu áhyggjurnar sem hann virtist hafa voru þær hvernig staðan hjá hans mönnum í Liverpool væri. Það er sárt að fá ekki að njóta félagsskapar þíns lengur, fá ekki að heyra sögur frá liðinni tíð af fólki og atburðum sem þú sagðir svo skemmtilega frá með mikl- um tilþrifum. En minningin um þig lifir og verður þú alltaf með okkur í anda. Ég kveð þig, kæri félagi. Þór. Elsku afi. Við trúum því varla að þú sért fallinn frá. Það er svo stutt síðan við hlógum öll saman og hlust- uðum á þig segja sögur. Það er bæði skrítið og erfitt að hugsa sér lífið án þín. Við munum hversu furðu lostin við vorum þegar við heyrðum að þú hefðir greinst með krabbamein því aldrei varst þú veikur og í aug- um okkar varstu ósigranlegur. Alltaf vorum við jafn spennt að fá þig og ömmu í heimsókn. Þú kunnir svo margar sögur og gátum við varla beðið eftir því að heyra hvaða sögur þú myndir segja. Við sátum og hlustuðum af mikilli einbeitingu, enda varstu einstakur sögumaður. Okkur er það minnisstætt þegar við komum til ykkar ömmu þá varst þú alltaf að gera eitthvað í eldhúsinu með útvarpið í botni. Alltaf vorum við í góðum málum þegar við áttum að gera verk- efni um Raufarhöfn, af því að við höfðum þig. Við höfum alltaf verið ákaflega stolt af þér og mun okkur alltaf finnast gaman að heyra sögur um þig, vegna þess að þú varst svo skemmti- legur. Elsku afi okkar, takk fyrir góðar stundir og minningar. Þetta eru búin að vera æðisleg ár sem við höfum átt með þér, og munu sögurnar þínar lifa með okkur. Við munum alltaf minnast þess hversu frábær afi þú varst. Þín verður sárt sakn- að. Hvíldu í friði. Rósa Björg og Hrannar Þór. Eiríkur Guðmundsson ✝ Hjörtur Guð-mundsson fæddist í Reykja- vík 21. júní 1924. Hann lést á líkn- ardeild Landspít- alans 7. apríl 2012. Foreldrar hans voru Guðmundur Kristjánsson Lange bifreiða- stjóri f. 1882, d. 1954 og Ingibjörg Ásmundsdóttir f. 1885, d. 1969 . Systkini Hjartar voru ellefu talsins: Ásmundur f. 1906, d. 1970, Kristín f. 1908, d. 1998, Ingólfur f. 1910 d. 1989, Hjálmar f. 1914, d. 2003, Lúð- vík f. 1915, d. 1982, Guðrún f. 1916, d. 1997, Guðmundur f. 1950, kv. Jenný Önnu Bald- ursdóttur, börn Einars eru fjögur og barnabörnin fjögur. c) Guðfinna Helga f. 23.7. 1958, g. Lars Ohlson. Börn Helgu eru þrjú og barnabörnin þrjú.d) Ingibjörg Halldóra f. 29.3. 1963, g. Gunnari Kristni Hilmarssyni, börn þeirra eru fjögur og eiga þau eitt barna- barn. Uppeldissonur Hjartar og sonur Ölmu var Guðjón Magnússon f.4.8. 1944, d. 4.10. 2009, kv. Sigrúnu Gísladóttur, þau eiga þrjú börn og átta barnabörn. Hjörtur var menntaður raf- virki og húsasmiður, hann tók þátt í að byggja mörg hús í Reykjavík ásamt bræðrum sín- um en þeir stofnuðu saman byggingafélag. Á seinni árum starfsævi sinnar vann Hjörtur sem verktaki við glerísetn- ingar. Útför Hjartar fór fram í kyrrþey, að hans eigin ósk, þann 13. apríl 2012. 1918, d. 1995, Hjördís f. 1920, Pálmi f. 1921, d. 1999, Aðalsteinn f. 1923 og Haraldur f. 1926, d. 2000. Hjörtur kvænt- ist eiginkonu sinni Ölmu Einarsdóttur f. 30.12. 1928, d. 20.2. 2011, þann 11.10.1948. For- eldrar hennar voru Einar Magnússon f. 1895, d. 1973 og Helga Guðjónsdóttir f. 1909, d. 1976.Börn Hjartar og Ölmu eru: Guðmundur Kristján f. 23.3. 1948, kv. Sól- veigu Friðriksdóttur og eiga þau þrjú börn og sex barna- börn. b) Einar Vilberg f. 26.4. Örfá minningarorð um kæra vini okkar, hjónin Hjört og Ölmu Einarsdóttur (Gógó). Kynni okkar hófust 1959, þá fluttum við Sverrir ásamt 3 ungum sonum í íbúðablokk í Álfheimum 48. Upphaflega var það Ingibjörg systir mín og Gógó sem voru vinkonur enn þær bjuggu í næsta stigagangi ásamt fjölskyldum sínum, var það systir mín sem kynnti okk- ur fyrir þeim hjónum. Ingi- björg systir mín andaðist 1967 mjög skyndilega, aðeins 41 árs gömul. Það voru þungar stund- ir fyrir okkur öll, en Gógó og Hjörtur urðu okkur enn nánari vinir eftir það alla tíð. Hjörtur sagði okkur frá því að hann hefði alist upp í stórum systkinahóp, við mikla fátækt og strangleika. Það hafði ekki áhrif á hans geð því hann var alltaf glaðlyndur maður. Þegar við fluttum í burtu úr Álfheim- um til Kópavogs þar sem við byggðum okkar heimili, reynd- ist Hjörtur okkur sannur vinur, hann var bæði handlaginn og duglegur. Hann flísalagði fyrir okkur bæði gólf og veggi í bað- herberginu, fyrir þessa vinnu vildi hann ekki taka nokkurt gjald. Það var oft gaman að fá Gógó og Hjört í heimsókn, stundum var slegið upp gleð- skap. Það var ekki óalgengt að Hjörtur tæki lagið og syngi „Hagavagninn“ með sinni djúpu og dularfullu rödd, með sveiflum og alls konar þögnum. Það er okkur öllum í fjölskyld- unni ógleymanleg minning. Gógó og Hjörtur fóru í margar sólarlandaferðir. Var það lengi árlegur viðburður hjá þeim. Þau höfðu mikla ánægju af þessum ferðum, sögðu stund- um þegar þau voru búin að áhveða brottfarardag: „Við er- um að fara heim.“ Við nutum góðs af þessum ævintýraferð- um þeirra, því þau komu strax í heimsókn þegar þau komu til baka. Þá kom Gógó alltaf með fullt af smágjöfum handa börn- um okkar, hún var mikill vinur þeirra. Svo sagði hún svo skemmtilega frá öllu því sem gerðist á ferðalaginu. Hún var mjög fundvís á spaugileg atvik, bæði það sem hún sá og heyrði. Þegar við fórum að heim- sækja Hjört sem reyndist vera í síðasta sinn þá fórum við á líknardeildina til að hitta hann, en þá var hann bara farinn heim í Bólstaðarhlíðina, honum leiddist að hanga þarna einn í herbergiskompu. Við fórum þá heim til hans, þar var þá höfð- inginn kominn og bar sig eins og hetja, gekk teinréttur eins og hann hefði aldrei verið neitt veikur. Við dáðumst að glæsi- leika hans og hetjulund, reisn hans og kjarki sem aldrei þvarr! Við skynjuðum löngun hans til að fara til ástvina sinna sem fluttir voru í aðra vídd og biðu hans. Ég efast ekki um að þar hefur orðið mikill fagnaðar- fundur, þegar hann flutti til þeirra á sinn hógláta hátt. Upp undir hvelfing Helgafells hlýlegum geislum stafar; frænda sem þangað fór í kvöld fagna hans liðnir afar; situr að teiti sveitin öll, saman við langeld skrafar, meðan oss hina hremmir fast heldkuldi myrkrar grafar. ( Jón Helgason.) Ástkæra kveðju frá allri okk- ar fjölskyldu sendum við til þeirra af hug og hjarta, samúð vottum við syrgjendum. Stefanía, Sverrir og fjölskylda. Hjörtur Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.