Morgunblaðið - 20.04.2012, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.04.2012, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2012 Minningarnar hrannast upp. Fyrir 51 ári hittumst við í 1. bekk í Versló fjögur pör af vinkon- um og ári seinna, haustið 1962, stofnuðum við saumaklúbbinn okkar „8 léttar“ og höfum verið saman allar götur síðan, eða í 50 ár næsta haust. Allar stofnuðum við heimili á svipuðum tíma, stóðum samtímis í barnauppeldi eins og lög gera ráð fyrir, en til samans eigum við 19 börn, mikið ríkidæmi. Þórunn fann stóru ástina sína í skólanum, þegar hún og Gulli, okkar elsku vinur, fóru að vera saman. Ásta Margrét þeirra er elsta barn klúbbsins. Við hjálpuðumst að, pössuðum hver fyrir aðra ef á þurfti að halda, deildum ráðum og ófáar peysurn- ar prjónaði Þórunn á börnin okk- ar. Hún hafði glansandi húmor og dillandi hlátur sem hreif okkur með sér. Við vorum heldur betur stoltar af Þórunni þegar hún dreif sig í kennaranám þegar mestur þung- inn af uppeldi dætranna fjögurra var að baki og kláraði það að sjálf- sögðu með láði. Með árunum hefur klúbburinn okkar breyst í mjög þéttan og sterkan vinahóp sem hefur átt ómetanlegar stundir saman. Við höfum farið í ófá ferðalög innan- lands, gengið á fjöll, siglt út í eyj- ar, farið í veiðitúra, sumarbú- staðaferðir, árlega haldið gæsaveislur, þar sem við borðum gæs, að ógleymdri dásamlegri ferð til Cannes fyrir nokkrum ár- um. Hópurinn okkar verður aldrei samur. Við eigum yndislegar minningar sem aldrei verða frá okkur teknar. Elsku Gulli okkar, Ásta, Hildi- gunnur, Þórunn og Erna. Þið haf- ið staðið saman eins og klettur í ykkar miklu sorg. Megi allar góðar vættir halda verndarhendi sinni yfir ykkur, börnum ykkar og mökum. Við kveðjum okkar yndislegu vinkonu með miklum trega og mikilli sorg. Guð blessi minningu Þórunnar Hafstein. Birna, Bryndís, Elín, Elísabeth, Guðrún Erla, Ingibjörg, Jóhanna og makar. Í dag kveðjum við æskuvin- konu mína, Þórunni Hafstein. Leiðir okkar lágu saman þegar við vorum þrettán ára og lentum saman í 1. bekk gagnfræðaskóla Réttarholts. Við urðum fljótt góð- ar vinkonur og vorum saman öll- um stundum. Það var langt á milli heimila okkar en við lögðum á okkur langar gönguferðir til þess að heimsækja hvor aðra eftir skóla. Mér fannst gaman að koma heim til hennar, mamma hennar bakaði bestu ástarpunga sem ég hafði nokkru sinni smakkað. Amma hennar var á heimilinu, yndisleg kona sem hugsaði vel um okkur, en Þórunn hafði misst föð- ur sinn í sjóslysi tólf ára gömul. Eftir gagnfræðaskólann ákváðum við í sameiningu að fara í Verslunarskóla Íslands og þar byrjaði lífið fyrir alvöru, að okkur fannst þá. Þessi skólaár voru skemmtileg og innihaldsrík. Þar kynntumst við báðar eiginmönn- um okkar, tókum þátt í öflugu fé- lagslífi og þar var saumaklúbbur- inn stofnaður, sem hefur verið einn af föstu punktunum í lífinu og haldið sínu striki í gegnum þykkt og þunnt í öll þessi ár. Þórunn, sem var einstaklega glæsileg kona, giftist Guðlaugi Björgvinssyni 1967, daginn eftir að við settum upp stúdentshúf- urnar. Þau eignuðust fjórar ynd- islegar og glæsilegar dætur, sem allar hafa spjarað sig vel og barna- barnahópurinn er orðinn stór. Mennirnir okkar voru sam- ferða í viðskiptadeild HÍ svo böndin milli okkar fjögurra treystust enn frekar og sameig- inlegu áhugamálunum fjölgaði. Þegar Þórunn og Gulli höfðu kom- ið sér upp sumarbústað í Vaðnesl- andi, var oft kíkt í heimsókn og notið gestrisni þeirra hjóna og góðra stunda í fögru umhverfi. Allt frá fjórtán ára aldri höfum við Þórunn hist á annan í jólum. Það byrjaði með bíóferðum, en seinna þegar búið var að stofna fjölskyldur breyttust bíóferðirnar í matarboð. Nú í seinni tíð eftir að börnin voru flogin úr hreiðrunum, höfum við farið með mönnunum okkar í leikhús á þessum degi. Það er því þannig að við vinkonurnar höfum verið saman á annan í jólum í yfir 50 ár, undantekningarlaust. Þegar Þórunn hafði eignast all- ar dæturnar sínar, dreif hún sig í Kennaraháskóla Íslands og lauk þaðan prófi 1987. Eftir það fór hún strax að kenna og unni því starfi mjög mikið. Hún var góður kenn- ari og hafði gott lag á nemendum sínum, börn hændust að henni. Mín börn elskuðu að vera í pössun hjá henni og þeim hjónum, ef svo bar við. Við Þórunn störfuðum saman í Soroptimistaklúbbi Hóla og Fella. Hún var ein af stofnendum klúbbsins og stuðlaði síðar að inn- komu minni. Við höfum báðar not- ið mjög starfsins þar. Þegar horft er til baka um lang- an veg, er margs að minnast. Í mínum huga stendur upp úr glæsi- leg, vel gefin, traust og örlát kona, sem var ávallt boðin og búin að hjálpa þeim sem minna máttu sín. Við Halldór, börnin okkar og móðir mín, sem Þórunn sýndi mikla ræktarsemi, kveðjum í dag elskulega vinkonu með mikilli sorg í hjarta og vottum Gulla, dætrun- um, tengdasonum, barnabörnum og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Bryndís Helgadóttir. Látinn er soroptimista-systir okkar Þórunn Hafstein grunn- skólakennari. Þórunn var einn af stofnendum klúbbsins okkar, Soroptimista- klúbbs Hóla og Fella, en hann var stofnaður 18. september 1982. Þórunn var því soroptimisti í tæp 30 ár. Þórunn gegndi mörgum verkefnum í klúbbnum, meðal annars var hún formaður. Þá gegndi hún störfum fyrir Land- samband soroptimista. Allt sem Þórunn tók að sér vann hún af mikilli ábyrgðartilfinningu og dugnaði og krafðist þess sama af öðrum. Þórunn var glæsileg kona sem sópaði að hvar sem hún var. Hún var mjög góður félagi, bæði innan klúbbsins og utan og var alltaf tilbúin að gera það sem gera þurfti. Hún hvatti okkur sem yngri erum í klúbbnum til að taka þátt í öllum störfum klúbbsins, það styrkti okkur í starfi og reynslu. Hún var mjög virk í öllu sem klúbburinn tók sér fyrir hendur hvort sem það var fjáröflun eða eitthvað annað. Ef hún gat ekki komið til þess að vinna með okkur þá kom hún með bakkelsi eða aðr- ar veitingar handa klúbbsystrum til þess að gæða sér á og var það alltaf vel þegið. Nú síðast fyrir hálfum mánuði báðum við Þórunni að taka að sér að vera fulltrúi klúbbsins til setu á Landsam- bandsfundi og auðvitað var það al- veg sjálfsagt. Svona var Þórunn, alltaf boðin og búin. Starfsvett- vangur Þórunnar var kennsla við grunnskóla, lengst af við Flata- skóla í Garðabæ. Naut hún þess að starfa með ungu fólki. Með eigin- manni sínum, Guðlaugi Björgvins- syni, eignaðist Þórunn fjórar dæt- ur sem allar eru mætir þjóðfélags- þegnar. Við soroptimistasystur í Hóla- og Fellaklúbbi þökkum Þórunni fyrir góðar og ljúfar samveru- stundir. Við eigum eftir að sakna hennar í Soroptimistastarfinu á komandi tímum. Guðlaugur og fjölskylda, við sendum ykkur hjartanlegar samúðarkveðjur og megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Elsku Þórunn, hvíl í friði, bless- uð sé minning þín. Systrakveðjur frá Soroptim- istaklúbbi Hóla og Fella. Þóra Katrín Kolbeins formaður. ✝ ÁsmundurGuðmundsson fæddist 8. okt. 1929 á Ytri-Veðrará, Mosvallahreppi í Vestur-Ísafjarð- arsýslu. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi hinn 10. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Þorkell Jónsson, versl- unarmaður á Flateyri í Önund- arfirði, f. 14. sept. 1896 á Kroppsstöðum, Mosvallahreppi, d. 24. febr. 1975, og kona hans Ásta Ólöf Þórðardóttir, f. 22. mars 1905 í Neðri-Breiðadal í Önundarfirði, d. 7. nóv. 1998. Ásmundur átti sjö systkini, þau eru: Jón, Dórótea, Þórður, Gunnar (látinn 2011), Steinar, Gústaf og Þórdís. orvélstjóraprófi Fiskifélags Ís- lands 1948 og fiskimannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1951, farmannaprófi frá sama skóla 1953. Hugur hans hneigðist snemma að sjó- mennskunni. Hann byrjaði sjó- mennsku 1943 sem háseti, síðar stýrimaður og skipstjóri á ýms- um skipum. Hann starfaði hjá skipadeild Sambands íslenskra samvinnufélaga frá árinu 1953 og var fastráðinn skipstjóri árið 1965, á Litlafelli I og síðar Litla- felli II, til ársins 1975. Þáttaskil urðu í lífi Ásmundar 1975 þegar hann missti heilsuna, lamaðist og missti málið. Eftir frábæra umönnun starfsfólks Grensás- deildar náði hann ótrúlegum bata. Hann starfaði sem vakt- maður hjá Olíufélagi Íslands, Suðurlandsbraut, til ársins 1998. Ásmundur var mjög list- hneigður, teiknaði og málaði í frístundum sínum og síðari árin náði hann ótrúlegum árangri við útskurðarlist þrátt fyrir fötl- un sína. Útför Ásmundar fór fram frá Seljakirkju hinn 18. apríl síðast- liðinn. Hinn 12. maí 1957 kvæntist Ás- mundur Sigríði Bjarneyju Ein- arsdóttur hús- stjórnarkennara frá Varmahlíð und- ir Eyjafjöllum. For- eldrar hennar voru Einar Sigurðsson bóndi, f. 4. apríl 1894 í Varmahlíð, d. 19. júlí 1981, og Ingibjörg Bjarnadóttir, f. 17. febrúar 1895 á Ysta-Skála V- Eyjafjallahreppi, d. 25. maí 1980. Fóstursonur Ásmundar og sonur Sigríðar er Einar Ey- steinn Jónsson, f. 27. nóv. 1950, heilsugæslulæknir í Vest- mannaeyjum. Ásmundur ólst upp á Flateyri við Önundarfjörð. Hann lauk námi frá Héraðsskólanum á Núpi 1947. Lauk minna mót- Ásmundur var góður vinur okkar systkinanna og við minn- umst hans með mikilli hlýju og virðingu. Hann kvæntist Sigríði Einarsdóttur föðursystur okkar árið 1957 og verður strax mikil- vægur hluti fjölskyldunnar. Þegar Ásmundur var skipstjóri á Litla- fellinu var gaman að fá að fara með Siggu frænku niður á höfn og skoða vinnustaðinn hans Ása. Ásmundur var glæsilegur mað- ur og minningin um hann í skipstjórabúningnum gleymist ekki. Starf Ásmundar fól í sér sigl- ingar til útlanda og hann kom iðu- lega með sælgæti og gjafir sem ekki fengust þá í búðum hér á Ís- landi. Þetta gladdi okkur systkin- in mikið og minningar tengdar þessu hafa oft verið rifjaðar upp á samverustundum. Ási og Sigga voru mjög sam- heldin hjón og það ríkti engin lognmolla á heimili þeirra enda bæði hjónin stjórnendur á sínum vinnustað. Ásmundur veiktist al- varlega þegar hann var aðeins 46 ára gamall, fékk heilablóðfall sem olli því að hann lamaðist í hægri hlið líkamans og missti málið. Með Siggu sér við hlið tókst hann á við veikindin af mikilli elju og eftir endurhæfingu á Grensásdeild náði hann góðri færni þótt hann hafi aldrei fengið mátt í hægri handlegginn og ekki náð að tjá sig í löngu máli. Hann sneri aftur til starfa hjá sama fyrirtæki á öðrum vettvangi. Þetta skipti Ásmund miklu máli, að hafa starfshlutverk til að sinna á hverjum degi. Þegar hann fór að vinna í landi hafði hann meiri tíma til að sinna tómstundum. Þá komu í ljós ýmsir hæfileikar sem hann bjó yfir, hann málaði myndir og seinna meir fór hann að læra útskurð. Ásmundur náði mikilli færni við útskurðinn, en þar notaði hann eingöngu vinstri höndina. Margir fallegir hlutir eru til eftir Ása og við dáumst að þeirri leikni og listfengi sem hann sýndi við útskurðinn og við að mála hlutina. Hann var góð fyrirmynd öðrum sem hafa lent í samskonar veikindum og nokkrir skjólstæðingar frá Grensásdeild heimsóttu hann til að læra af hon- um, manninum með reynsluna. Já það er hægt að læra nýja hluti og lifa lífinu þótt líkamlegar forsend- ur breytist, þetta sýndi Ási svo sannarlega. Þau hjónin réðust í það stór- virki að láta reisa sumarbústað í Helludal árið 1999 og er bygging- arsagan efni í sérkafla. Bústaður- inn, sem kallaður er Varmahlíð eftir æskustöðvum Sigríðar, hefur verið þeim Ása og Siggu til mik- illar ánægju og þar hafa þau dval- ið í nokkra mánuði á hverju ári. Fjölskylda og vinir hafa notið mikillar gestrisni þeirra hjóna, húsið sjálft, heiti potturinn og gestahúsið er alveg yndislegt og þarna er gott að dvelja. Lítill fer- fætlingur, hundurinn Snöggur, var oft í pössun hjá þeim í sum- arbústaðnum og voru miklir kær- leikar milli þeirra. Á veturna var Ásmundur öfl- ugur í að spila brids og félagsvist og ferðalög erlendis voru líka stór hluti af lífi hans. Við erum þakklát fyrir að hafa haft Ásmund í okkar lífi, hann hefur gert það auðugra og við þökkum góðum manni fyrir samveruna. Sigga og Einar Ey- steinn, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Bubba, Dísa, Ein- ar, Gunna og Ási, Bjarnabörn Einarssonar frá Varmahlíð undir Eyjafjöllum. Arndís Bjarnadóttir og Pétur Már Pétursson. Ásmundur Guðmundsson ✝ Anna Mich-aelína Guð- björnsdóttir fæddist á Gautshamri í Kaldrananeshreppi í Strandasýslu 20. júní 1915. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 3. apríl 2012. Foreldrar henn- ar voru Guðbjörn Bjarnason bóndi, f. 26. september 1880, d. 25. október 1952, og Katrín Kristín Guðmundsdóttir ljós- móðir, f. 19. október 1885, d. 20. janúar 1967. Anna átti tíu al- systkini. Þau eru: Gunnar Magn- ús, f. 8. maí 1910, d. 10. júlí 1924, Sigríður Guðmundína, f. 18. júlí 1911, d. 28. október 1988, Bjarni Kristófer, f. 16. júní 1913, d. 25. ágúst 1988, Kristbjörg Rósalía, f. 1. desember 1916, d. 10. júní 2002, Elín Rósa, f. 16. september 1918, d. 24. júlí 2006. Arngrímur, f. 19. ágúst 1920, d. 6. október 1983, Guðrún, f. 11. október 1922, d. 17. janúar 2000, Þorsteinn Gunnar, f. 28. september 1925, d. 17. febrúar 1997, Margrét, f. 30. apríl 1928, Torfi, f. 29. október 1929, d. 6. júní 2004. Anna átti eina hálfsystur, sammæðra, Svan- fríði Jónsdóttur, f. 16. september 1901, d. 25. júlí 1902, og eina hálfsystur sam- feðra, Sigríði Svövu Ingimundardóttur, f. 4. maí 1923. Anna var ógift og barnlaus. Eftir að hafa dvalið lengi á Vífilsstöðum og Reykja- lundi vegna berklaveiki bjó hún með Elínu systur sinni. Frá árinu 1958 bjuggu þær í Hólmgarði í Reykjavík en fluttu árið 1963 á Grettisgötu 32. Þar bjó einnig með þeim Bjarni bróðir þeirra um árabil. Í desember 1999 fluttu þær systur síðan á Norðurbrún 1. Anna bjó ein þar eftir fráfall El- ínar árið 2006, en flutti síðan á Hjúkrunarheimilið Skjól í janúar 2008 og bjó þar síðan. Anna vann ýmis verkakvennastörf um æv- ina. Útför Önnu fór fram í kyrrþey 13. apríl 2012. Elsku Anna frænka, mínar fyrstu minningar um þig eru þegar þú ert að passa okkur Valla bróður og ert að svæfa okkur með því að syngja Guttavísur. Allar götur síð- an man ég þessa indælu stund þeg- ar ég heyri þessar vísur. Mikið sem þessi minning er mér kær. Einnig er í minningunni stund þar sem við fáum að fara í baðkar hjá þér á Grettisgötunni, þvílíkur lúxus. Seinna renna í gegnum hugann minningar um góðar stundir á Grettisgötunni, en þangað var allt- af gott og gaman að koma. Veiting- arnar ekki af verri endanum, klein- ur og súkkulaðikaka eru þar ofarlega á listanum. Einnig var gott að koma og spjalla um daginn og veginn, ásamt því að hitta ætt- ingja sem maður hitti ekki á hverj- um degi. Grettisgatan var félags- heimili stórfjölskyldunnar og alltaf voru allir velkomnir, þar var mikið spjallað og haft gaman. Líka man ég eftir að hafa lært að spila hina ýmsu spil og leggja spilakapla. Einnig er sterk minningin þegar ættarmót var haldið á Hólmavík, þú fórst fyrir fríðum hópi og sagðir okkur hvernig lífið var hjá ykkur í Bjarnarfirðinum og sýndir okkur staðinn þar sem húsið ykkar var og hvernig lífið var þegar þú, ásamt stórum systkinahópi, varst að alast upp. Seinna þegar við fór- um saman á Hólmavík var gaman að spjalla um hvernig lífið og sveit- in var þegar þú varst ung. Elsku Anna, nú er hvíldin komin hjá þér, þú ert mér fyrirmynd um fallegt og hjartahlýtt fólk. Guð blessi þig og varðveiti. Margrét Kristín. Mig langar að minnast fröken Önnu minnar eins og hún var ætíð kölluð í minni fjölskyldu. Anna var systir móður minnar og reyndist henni alveg einstaklega góð systir. Alltaf var hún reiðubúin að að- stoða hana með hennar stóra barnahóp. Og það var alltaf gam- an þegar Anna kom í heimsókn því þá voru ýmist bakaðar kleinur, tekið slátur eða búið í haginn á einn eða annan máta, með tilheyr- andi gleði og hlátrasköllum. Sem lítil stúlka var ég mikið í pössun á Grettisgötunni hjá systr- unum Ellu og Önnu þegar móðir mín fékk berkla og var á Vífils- stöðum. Alltaf var jafngott að vera hjá þeim og þaðan á ég ljúfar minningar. Ég man sérstaklega eftir ferðalagi þegar ég var um fimm ára og ferðinni var heitið til Margrétar móðursystur á Akra- nesi. Fröken Anna var handleggs- brotin en það kom í hennar hlut að fara með mig um borð í Akraborg- ina. Ég harðneitaði að labba upp tréstigann á Akraborginni, vildi ekki láta sjóinn taka mig. Anna átti því í stökustu vandræðum með að koma mér um borð. En frökenin bjargaði sér og fann mann til að halda á mér upp stig- ann þó að skilyrði mitt væri að hún yrði líka að halda í höndina á mér meðan á burðinum stæði. Það eru svo ótalmargar slíkar minningar sem ég á um þær syst- ur. Sambandið á milli mín og móð- ursystra minna á Grettisgötunni hélt áfram að vaxa og dafna með árunum og börnum mínum þótti alveg einstaklega gaman að heim- sækja þær og fá að fara í búrið því þar var alltaf eitthvert góðgæti að finna eða spila ólsen ólsen og alltaf hlógu þau jafnmikið þegar sagt var „tja ég segi nú bara pass oní rass“. Fjölskyldan átti öll athvarf á Grettisgötunni og þar voru Ella og Anna allaf reiðubúnar að gefa, hlusta og vera til staðar. Öll systk- ini og systkinabörn þeirra systra eiga svipaðar minningar um þær og heimili þeirra á Grettisgötunni. Það voru ófáar gistinætur sem við systkinabörnin og börnin okkar nýttum okkur í miðborginni þegar langt var sótt að til náms eða ann- arra athafna. Og öll kynntumst við hvert öðru mun betur en annars væri vegna systranna á Grettis- götunni. Ég á eftir að sakna þess að geta heimsótt hana. Þó að hún hafi ver- ið orðin fullorðin kona var alltaf jafngaman að setjast niður með henni, fá súkkulaðibita og ræða málin. Ég kveð þig elsku Anna mín og veit að nú líður þér vel því að lang- þráður svefn er loks veittur. Sofðu rótt fröken Anna mín, ég mun ávallt varðveita minninguna um þig. Þín Guðbirna Kristín. Anna M. Guðbjörnsdóttir Að skrifa minningagrein Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina. Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar. Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til birtingar á mánudag og þriðjudag. Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000 tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum, þar sem þær eru öllum opnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.