Morgunblaðið - 20.04.2012, Page 44

Morgunblaðið - 20.04.2012, Page 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2012 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Línudansarar gætu átt erfitt með að hemja sig á sýningu Ívars Valgarðs- sonar sem nú stendur yfir í i8 galleríi við Tryggvagötu og ber titilinn „Há- spennulínur“, „Power Lines“ á ensku. Milli veggja hafa verið strengdar þrjár voldugar háspennulínur, 24 millimetra þykkar, sem notaðar eru til að flytja rafmagn milli landshluta og fólk gefur jafnan lítinn gaum á ferðum sínum um landið. Línurnar eru í mis- munandi hæð í rýminu og trufla um leið eðlilega umgengni um það. Auk þess prýða einn vegginn fimm ljós- myndir af háspennulínum í sínu nátt- úrulega umhverfi, þ.e. undir berum himni, ýmist bláum eða rigning- argráum. Ívar segir að sér hafi þótt ögrandi að setja þessar umdeildu línur, sem ýmsum þykja ljótar, í fagurfræðilegan ramma listagallerís. „Í mínum huga er þessi sýning nokkurs konar landslags- mynd.Línurnar blasa við okkur all- staðar vítt um landið, hvort sem okkur líkar það betur eða verr,“ segir Ívar. Þær séu einskonar æðakerfi þjóð- arinnar og símalínurnar taugakerfið. Listlínumenn „Ég hef unnið með straum og straumvatn frá því ég hélt mína fyrstu einkasýningu 1980, þannig að þetta er mér hugleikið viðfangsefni. Fyrst gerði ég þessar háspennu- línu-ljósmyndir sem eru á sýningunni. Hugmyndin að rýmislínunum kom seinna, ég var hræddur um að það væri ekki framkvæmanlegt að koma þeim fyrir á þennan hátt. Ég leitaði til Landsnets og fékk þar mjög góðar viðtökur, þeir sögðu þetta ekki flókið, enda þaulvanir menn. Línurnar eru kirfilega festar með festingum í stein- vegg bak við gifsveggi gallerísins öðr- um megin og spenntar með með tveggja tonna þunga í gegnum stál- prófíla hinum megin. En í þessu um- hverfi verður spennan í línunum list- ræn og sjónræn spenna. Mér fannst það mjög áhugavert að þegar þeir voru að vinna að uppsetningunni, þessir góðu menn frá Landsneti, þá voru þeir hluti af listaverki, þeir voru listlínumenn,“ segir Ívar. – Svo má líka líta á innsetninguna sem teikningu … „Já, ég lít á þetta sem teikningu í rýminu. Stysta leið á milli andstæðra veggja. Þetta er sýnishorn af teikn- ingu sem breiðir sig fleiri þúsund kíló- metra um allt land, mér finnst það líka „spennandi“ tilhugsun. Ljót teikning eða falleg en þetta er línuteikning.“ Magnaður straumur – Þú hefur mikið unnið með hugmynd- ina um „ready made“ og eftirminnilegt þegar þú stilltir upp byggingarefni, við- arplötum o.fl. úr BYKO, á sýningu á Kjarvalsstöðum árið 1991. Sú sýning var nokkuð umdeild, ekki satt? „Hugsunin þar var kannski ekkert ósvipuð og í þessu verki hér, að taka eitthvert efni sem þykir ekki fallegt í eðli sínu og setja það í listrænt sam- hengi og láta reyna á fegurðargildi þess. Óhreyft efni, sementspokar og nýheflaðar, ilmandi spýtur, raðað snyrtilega upp, eins og ósnortið lands- lag, vekur upp hjá mér vangaveltur hvenær við erum að skapa og hvenær að skemma.“ Ívar bendir á litla ljós- mynd sem hann segir vera nokkurs- konar lykil að sýningunni. „Þegar þú dýfir hendinni ofan í straumvatn þá skynjarðu strauminn leika um fing- urna. Myndin heitir „Straumur“. Þetta er svona hinn endinn á þessari upplifun, þegar búið er að virkja þenn- an straum og hann er kominn upp í kaplana, lífshættulegur en magnaður straumur.“ Sýningunni lýkur 5. maí. Listræn og sjónræn spenna  Þrjár háspennulínur hafa verið strengdar milli veggja i8 gallerís í innsetningu Ívars Valgarðs- sonar  Landsnet sá um uppsetningu þeirra  Landslagsmynd með fjölda vísana, segir Ívar Morgunblaðið/Ómar Vísanir Ívar heldur um háspennulínu í innsetningu sinni í i8 galleríi. Hann segir fjölda vísana að finna í verkinu. Á ritþingi Gerðubergs, sem haldið verður á laugardag frá kl. 13.30 til 16, verður fjallað um Hallgrím Helgason og verk hans, en einnig verður opnuð sýning á málverkum Hallgríms sem hann nefnir Mynd- veiðitímabilið 2012. Á ritþinginu verður leitast við að veita innsýn í feril Hallgríms, en hann svarar fyr- irspurnum Páls Valssonar og Öldu Bjarkar Valdimarsdóttur og Þor- gerðar E. Sigurðardóttur stjórn- anda ritþingsins. Ragnheiður Gröndal syngur einnig nokkur lög. Í tilefni ritþingsins opnar Hall- grímur sýningu á neðri hæð húss- ins á málverkum og teikningum sem eru öll gerð á þessu ári. Á und- anförnum árum hefur Hallgrímur einbeitt sér að skrifum en í tilefni ritþings teiknaði hann og málaði myndir sem hann kallar „fanga úr engu“. Í kynningu segir svo: „Sem kunnugt er stendur myndveiði- tímabilið frá 1. janúar til 1. apríl ár hvert og í ár veiddust myndirnar einkum í innlöndum þótt viðfangs- efnin séu margvísleg. Hér gefur að líta sviðsmyndir af þjóðfélags- ástandi, símamyndir af tilfinn- ingum og upphleðslur af ýmsu tagi. Ritþing og málverkasýn- ing Hallgríms Helgasonar Kynni Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason. Jónborg (Jonna) Sigurðardóttir opnar málverka- sýninguna Jón- borg Stórborg í Mjólkurbúðinni Listagili á Ak- ureyri á laug- ardag kl. 15. Á sýningunni eru akrýlmálverk og viðfangsefnið fjallið Súlur sem gnæfir yfir Akureyri. Jónborg er fædd 1966 og útskrif- aðist úr málunardeild Myndlist- arskólans á Akureyri vorið 1995. Hún lærði síðan fatahönnun í Danmörku og útskrifaðist þaðan veturinn 2011. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýn- inga og haldið nokkrar einkasýn- ingar. Jonna hefur unnið með marg- vísleg efni í listsköpun sinni, en málar nú með akrýl á striga. Sýningin stendur til 29. apríl. Mjólkurbúðin er opin laugardaga og sunnudaga kl. 15-18. Jónborg Stórborg Jónborg Sigurðardóttir Ívar Valgarðsson fæddist á Akranesi árið 1954. Árið 1971 hóf hann nám í Myndlistar- og handíðaskólanum og hélt að því loknu til framhaldsnáms í Haag í Hollandi, nam þar á árunum 1976-1979. Eftir komuna heim hefur Ívar haldið fjölda sýninga á verkum sínum og tekið þátt í mörgum samsýningum. Framhalds- nám í Hollandi ÚR FERILSSKRÁNNI einstakt eitthvað alveg Skipholt 50A • sími: 581 4020 www.gallerilist.is úrval einstakra málverka og listmuna eftir íslenska listamenn 1987-2012

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.