Morgunblaðið - 20.04.2012, Síða 47

Morgunblaðið - 20.04.2012, Síða 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2012 HREYFING HALD REDKEN hárgreiðslustofur: REDKEN Iceland á Dreifing: Hár ehf - s. 568 8305 har@har.is MEÐ NÝRRI TÆKNI REDKEN FÆRÐU MEIRI HREYFINGU Í HÁRIÐ OG LANGVARANDI HALD Númerakerfi REDKEN gefur til kynna hald hármót- unarvörunnar til að ná fram því útliti sem þú óskar: Milt hald 01-05 Miðlungshald 06-15 Hámarkshald 16-23 Texture hármótunarvörurnar frá REDKEN veita jafnframt góða vernd gegn raka, flagna ekki úr við burstun og það er auðvelt að þvo þær úr. FÆST Á REDKEN HÁRGREIÐSLUSTOFUM GET INSPIRED. SEE YOUR STYLIST. Sérsmíðaðar baðlausnir Speglar • Gler • Hert gler Öryggisgler • Litað gler • Bílspeglar Sandblástur • Álprófílar Máltöku- og uppsetningaþjónusta Við leggjum metnað okkar í að bjóða sérhæfðar og vandaðar lausnir á baðherbergi. Við bjóðum upp á sérsmíðaða spegla, sturtuklefa og sturtu-skilrúm. Þá erum við komnir með nýja útgáfu af ljósaspeglunum okkar vinsælu. Á nýrri heimasíðu okkar glerslipun.is er gott yfirlit yfir það sem er í boði. Auk þess bjóðum við alla velkomna í Vatnagarða 12 þar sem fagfólk veitir góða þjónustu og allar þær upplýsingar sem þarf. Vatnagarðar 12 | Sími 588 5151 | Fax 588 5152 | glerslipun.isSTOFNAÐ 1922 Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Stórsöngvarinn Geir Ólafsson mun syngja með félaga sínum og sam- starfsmanni Don Randi á tvennum tónleikum um helgina. Þeir fyrri verða í kvöld á Rósenberg en þeir síðari í Silfurtunglinu á morgun. Don Randi er tónlistarmógúll mikill fyrir vestan haf, fyrrverandi samstarfsmaður Franks Sinatra og rekur hann eigin sveit og klúbb, The Baked Potato, sem er staðsettur í Hollywood. Þessi litli klúbbur nýtur mikilla vinsælda og er jafnan þétt setinn af tónlistar- áhugamönnum. Randi hefur spilað með fjölmörgum heimsþekktum tónlistarmönnum eins og Abba, Bette Midler, Diönu Ross, Elvis Presley, Ike og Tinu Turner, Neil Young, The Jackson 5 og Tom Jones svo einhverjir séu nefndir. Tækifæri Þau Hafdís Huld, Biggi Gunn og Fabúla munu syngja með hljóm- sveitinni ásamt Geir en hún verður skipuð einvalaliði íslenskra hljóð- færaleikara. Geir segir að tónleik- arnir verði dálítið í stíl við það sem er að gerast í Los Angeles og Las Vegas, þau ætli að reyna að hafa þetta sýningarvænt ef svo mætti segja. „Don er að vinna að ákveðnum verkefnum fyrir mig úti og okkur kemur vel saman,“ segir Geir sem fer nú reglulega utan til hljóm- leikahalds. Dálæti Geirs á stór- sveitatónlist og þeim arfi sem ligg- ur eftir menn eins og Don Randi og fleiri ætti að vera orðinn flest- um kunnur. Geir hóf sinn feril með sveit sinni Furstunum sem er skipuð einvalaliði íslenskra hljóð- færaleikara og þar hafa m.a. verið liðsmenn sem léku sér með téða tónlist fyrir áratugum síðan. Íslandsvinur „Þá er Randi orðinn mikill áhugamaður um Ísland og finnst gaman að koma hingað,“ segir Geir. „Markmiðið með hing- aðkomu hans er m.a. að koma á tengslum á milli hans og íslenskra hljóðfæraleikara sem fá þá von- andi tækifæri á því að spila úti. Slíkir hlutir komast á koppinn þegar fólk hittist og hangir eitt- hvað saman. Fyrir mig er þetta draumur og ég hef unun af því að fylgjast með svona fagmönnum að verki. Eins og ég segi stundum: „Þetta er stórt skref fyrir mig en lítið fyrir mannkyn.“ „Stórt skref fyrir mig en lítið fyrir mannkyn“  Geir Ólafsson syngur með Don Randi og fleirum um helgina Flottur Geir Ólafs er maðurinn! Bandaríski kvikmynda- leikstjórinn Darren Aron- ofsky hyggst gera kvik- mynd um fyrsta forseta Bandaríkj- anna, George Washington, og mun sú bera titilinn The General, eða Hershöfðinginn. Fyrst mun hann þó leikstýra kvikmyndinni Noah sem fjalla mun um Nóa og örkina hans sem frá segir í Biblíunni. Leikarinn Russell Crowe hefur verið orðaður við aðalhlutverkið, þ.e. hlutverk Nóa, og leikkonan Jennifer Con- nelly hefur einnig verið orðuð við myndina. Aronofsky tekst á við Washington Darren Aronofsky Tupac heitinn Shakur kom fram á Coachella tónlistarhátíðinni í Kali- forníu um sl. helgi, var varpað á sviðið í tvívídd og rappaði hann með þeim Snoop Dogg og Dr. Dre. Nú munu Dogg og Dre velta því fyrir sér hvort Shakur eigi að vera hluti af fleiri tónleikum þeirra. Gestir Coachella tóku afar vel í þessa merkilegu viðbót rapp- aranna, að því er fram kemur á vef breska dagblaðsins Guardian. Fyr- irtækið sem sá um að koma Shakur á sviðið mun hafa tekið allt að 400.000 dollara fyrir verkefnið en hugmyndina átti Dr. Dre. Shakur mun aftur koma fram á Coachella nú um helgina. Sýndar-Shakur á fleiri tónleikum Allur Tupac Shakur lést árið 1996. Sjónvarpsstöðin ABC hefur verið kærð fyrir kynþáttamismunun í þáttaröðum sínum Bachelor og Bachelorette, eða Piparsveinninn og Piparmærin. Hópur íbúa í Nas- hville stendur að baki málshöfð- uninni og fara þar fremstir leik- menn í bandarískum ruðningi, þeir Nathaniel Claybrooks og Chri- stopher Johnson. Þeir eru ósáttir við að enginn þeldökkur pip- arsveinn eða -mey hafi verið í þáttaröðunum sem nú eru orðnar 23 talsins. Þættirnir hafa verið framleiddir í tíu ár. Auk ABC koma að framleiðslu þáttanna Warner Horizon Television, Next Enterta- inment, NZK Productions og fram- leiðandinn Mike Fleiss. Claybrooks og Johnson eru báðir þeldökkir. Frá þessu segir á vef tímaritsins Hollywood Reporter. Framleiðendur lögsóttir fyrir kyn- þáttamismunun Piparmey Trista Rehn er ein af mörgum piparmeyjum sem leitað hafa að drauma- prinsinum í þáttunum Bachelorette.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.