Morgunblaðið - 16.04.2012, Side 1
mótinu átti Eygló þátt í sjö þeirra.
„Það er gaman að fá svona bikar, ég hef aldrei
fengið svona stóran bikar. Þetta er mesta afrekið
mitt hingað til og einnig besta mótið mitt,“ sagði
þessi 17 ára afreksstúlka í sundi.
Enn að melta keppnisréttinn í London
Eygló tryggði sér keppnisrétt á Ólympíu-
leikunum á föstudaginn. Eftir mótið í gær hafði
hún ekki enn náð að melta það, þegar Morgun-
blaðið náði af henni tali. „Tilfinningin er ótrúlega
góð en ég er ekki enn búin að ná því. Það hefur ekki
síast inn að ég sé að fara á Ólympíuleikana í Lond-
on. Það mun gera það með tímanum en ótrúlegt að
hugsa til þess engu að síður.“
Eygló á þess kost að keppa í þremur greinum á
Ólympíuleikunum. Það er að sjálfsögðu 200 metra
baksund, svo náði hún einnig B-lágmörkunum eða
svokölluðum OST-lágmörkum í 100 metra bak-
sundi og 200 metra fjórsundi. „Það verður mjög
Morgunblaðið/Golli
Afrekskona Eygló Ósk Gústafsdóttir var óstöðvandi á Íslandsmeistaramótinu, átti þátt í að setja sjö Íslandsmet og tryggði sér þátttökurétt á Ólympíu-
leikunum í London. Hér faðmar hún stóru systur, Jóhönnu Gerðu, sem setti líka Íslandsmet og tryggði sér þátttökurétt á Evrópumótinu. »2
Í LAUGARDAL
Ólafur Már Þórisson
omt@mbl.is
Eygló Ósk Gústafsdóttir sundkona úr Ægi hlaut
Forsetabikarinn fyrir besta afrekið á Íslandsmeist-
aramótinu í 50 metra laug í sundi sem lauk í gær.
Þá hlaut hún einnig Kolbrúnarbikarinn en hann
fékk hún fyrir árangur sinn í 200 metra baksundi
er hún synti á tímanum 2:10,38. Með því tryggði
hún sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum í London.
Það þarf varla að segja frá því að hún bætti einn-
ig Íslandsmetið í greininni og það um rétt tæpar
tvær sekúndur. Auk þess bætti Eygló þrjú Íslands-
met í einstaklingsflokki, 200 metra fjórsundi, 200
metra skriðsundi og 100 metra baksundi. Þá var
hún í sveit Ægis sem bætti Íslandsmet í 4x200
metra skriðsundi, 4x100 metra skriðsundi og 4x100
metra fjórsundi. Af 15 Íslandsmetum sem féllu á
stífur undirbúningurinn fram að Ólympíuleik-
unum. Það er líka gott fyrir mig að hafa fjölskyld-
una með mér til að styðja mig.“
Eygló Ósk var ekki sú eina í fjölskyldunni sem
setti Íslandsmet þessa helgina því eldri systir
hennar, Jóhanna Gerður, bætti metið í 400 metra
fjórsundi um tæpar þrjár sekúndur og sinn per-
sónulega árangur um 10 sekúndur. Þá vann hún
sér með því þátttökurétt á Evrópumeistarmótinu,
síðar á þessu ári. „Ég er mjög stolt af henni. Það
var mjög gaman fyrir okkur systurnar að setja Ís-
landsmet í sama mótinu og á sama stað, sagði
Eygló og hélt í faðm fjölskyldunnar til að fagna
hreint mögnuðu sundmóti sínu.
Þess má geta að árangur hennar í 200 metra
baksundinu hefði dugað henni til 31. sætis á af-
rekalistum heimsins árið 2011. Því hefur engin ís-
lensk sundkona náð síðan Ragnheiður Runólfs-
dóttir gerði það þegar hún var upp á sitt besta árið
1990.
„Mesta afrekið mitt“
Eygló sjöfaldur Íslandsmeistari og Ólympíufari Hlaut bæði Forseta- og
Kolbrúnarbikarinn Eygló Ósk er farin að nálgast Ragnheiði Runólfsdóttur
MÁNUDAGUR 16. APRÍL 2012
íþróttir
Íþróttir
mbl.is
Íslenska drengjalandsliðið í hand-
knattleik, skipað leikmönnum
yngri en 18 ára, tryggði sér í gær
sæti í úrslitakeppni Evrópumóts-
ins í þessum aldursflokk. Ísland
sigraði þá gestgjafa Tyrklands,
17:14, í hreinum úrslitaleik í und-
anriðlinum í Antalya, en bæði lið-
in höfðu unnið örugga sigra á
hinum andstæðingum sínum í riðl-
inum, Englendingum og Moldóv-
um.
Ísland burstaði bæði liðin, Eng-
lendinga 38:20 og Moldóva 43:21,
en Tyrkir unnu bæði lið með
heldur minni mun.
Sigvaldi Guðjónsson skoraði 6
mörk gegn Tyrkjum og var
markahæstur íslensku strákanna í
mótinu með 22 mörk í leikjunum
þremur.
Úrslitakeppnin fer fram í Aust-
urríki í júlí og þar leika sextán lið
um Evrópumeistaratitilinn, þar á
meðal Ísland, Danmörk, Svíþjóð,
Noregur og Finnland. vs@mbl.is
Strákarnir í
úrslitin á EM
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Þórir Ólafsson var valinn besti leik-
maður fjögurra liða úrslitanna í
pólsku bikarkeppninni eftir að lið
hans, Vive Kielce, sigraði Wisla
Plock, 36:27, í úr-
slitaleik keppn-
innar í gær.
Þórir fór á
kostum í úrslita-
leiknum og skor-
aði 9 mörk en
hann gerði 5
mörk á laug-
ardaginn þegar
Kielce vann
Kwidzyn í und-
anúrslitum með nákvæmlega sömu
markatölu. Þórir fékk viðurkenn-
inguna í leikslok í gær, áður en lið
hans tók við pólska bikarnum.
„Það var frábært að standa uppi
sem bikarmeistarar og svo er það
bónus að hafa fengið hina viður-
kenninguna. Þetta er toppurinn hjá
mér hingað til, ég hef ekki verið al-
veg sáttur við mína frammistöðu í
vetur, hefði viljað gera betur, en
núna gekk þetta allavega allt upp,“
sagði Þórir við Morgunblaðið í gær-
kvöld, en hann gerði öll 9 mörkin
utan af velli, ýmist úr horninu, af
línunni eða úr hraðaupphlaupum.
Lið hans er síðan á leið í undan-
úrslitin um pólska meistaratitilinn
og líklegt er að það mæti Wisla aft-
ur í úrslitaeinvígi. „Við erum með
mjög gott lið og eigum einfaldlega
að vinna þetta. Nú er bara að hvíla
sig og safna kröftum fyrir næstu
helgi. Það kemur ekkert annað til
greina en að vinna tvöfalt,“ sagði
Þórir Ólafsson.
Þórir bikar-
meistari og
valinn bestur
Þórir
Ólafsson
Körfubolti Þórsarar úr Þorlákshöfn eru fáránlega sterkir. Mættu í Vesturbæinn og unnu
öruggan sigur á KR-ingum. Geta gert út um einvígið á heimavelli á miðvikudagskvöld. 8