Morgunblaðið - 16.04.2012, Side 3

Morgunblaðið - 16.04.2012, Side 3
Í LAUGARDAL Kristján Jónsson kris@mbl.is Íslenska landsliðið í íshokkí réð ekki við sterkt lið Eistlands þegar þjóðirnar mættust í A-riðli 2. deildar heimsmeistaramóts karla í íshokkí í Skautahöllinni í Laug- ardal í gærkvöldi. Eistland sigraði 7:2 og hefur unnið alla þrjá leiki sína og útlit fyrir að eistneska liðið næli í sætið sem í boði er í 1. deild að ári. Staðan var áhugaverð að loknum fyrsta leikhlutanum. Þá var Ísland aðeins einu marki undir þrátt fyrir að hafa þurft að liggja nánast í vörn og eistneska liðið hafði aðeins fengið eina brottvísun. Emil Alengård bjó til mark fyrir Robin Hedström með glæsilegri sendingu og Robin jafnaði leikinn 1:1 rétt eins og hann gerði í Narva síðast þegar þjóðirnar mættust fyrir tveimur árum á heimavelli Eista. Í handaskol Allt fór í handaskol hjá íslenska liðinu í öðrum leikhlutanum og þar með fór möguleikinn á því að stríða Eistunum verulega á heima- velli fyrir lítið. Á fyrstu sex mín- útunum í öðrum leikhluta skoraði Eistland tvívegis. Í fyrra skiptið gaf Eistinn sendingu sem hafnaði í Snorra Sigurbjörnssyni og fór það- an í markið. Í síðara skiptið fengu Eistarnir að skora þegar þeir voru með mann út af í tveggja mínútna brottvísun og það er nokkuð sem Íslendingar geta ekki leyft sér gegn sterku liði eins og liði Eist- lands. Auk þess fengu Eistarnir tvær brottvísanir í öðrum leikhluta sem íslenska liðinu tókst ekki að nýta sér þar sem sóknarleikurinn var ekki alveg nægilega beittur að þessu sinni. Markvörðurinn Dennis Hedström var valinn maður leiks- ins hjá Íslandi enda stóð hann vaktina með sóma og verður ekki kennt um mörkin. Fimmtán marka munur 2009 Þegar úrslitin gegn Eistlandi eru skoðuð þá er ágætt að skoða þau í þau í því ljósi að þessi sömu lið mættust fyrir þremur árum á HM í Serbíu og þá vann Eistland 16:1. Ári síðar mættust þau aftur á HM í Eistlandi og þá vann Eist- land 6:1. Það var því jafn mikill munur á liðunum í gærkvöldi og fyrir tveimur árum en þar sem ís- lenska liðið var á heimavelli þá hefði maður viljað sjá aðeins betri úrslit. Á því leikur enginn vafi að Eistland er mun sterkara lið en með dugnaði og elju á Ísland möguleika að nálgast þá enn meira á næstu árum. Geta unnið til verðlauna Næsta verkefni Íslands í mótinu er að mæta Spánverjum annað kvöld en þeir hafa einnig unnið alla þrjá leiki sína eins og Eistar. Íslenska liðið þarf að fækka mis- tökunum til þess að leggja Spán- verjana en möguleikinn er fyrir hendi. Íslenska liðið hefur notað marga leikmenn í mótinu og gæti fyrir þær sakir staðið ágætlega að vígi á lokaspretti mótsins. Ef Ís- land vinnur annaðhvort Spán eða Króatíu þá ætti liðið að ná brons- inu og í raun myndi sigur gegn Króatíu tryggja þá niðurstöðu. Of þægilegur sigur Eista  Aftur fimm marka tap á móti Eistlandi  Dýr mistök í öðrum leikhluta  Dennis Hedström mað- ur leiksins hjá Íslandi  Sigur á móti Króatíu tryggir Íslandi verðlaun  Leikið við Spán annað kvöld Morgunblaðið/Golli Varði Dennis Hedström hafði nóg að gera í íslenska markinu í gærkvöld og varði hvað eftir annað mjög vel. Hér er hann í návígi við sóknarmann Eista. ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. APRÍL 2012 Fylgstu með fréttum og leikjum í beinni útsendingu á mbl.is mbl.is/ishokki HM karla á Íslandi 2. deild, A-riðill: Spánn – Serbía.......................................... 4:2 Króatía – Nýja-Sjáland.......................... 12:3 Ísland – Eistland ...................................... 2:7 Staðan: Spánn 3 3 0 0 0 14:4 9 Eistland 3 3 0 0 0 15:6 9 Ísland 3 2 0 1 0 11:10 6 Króatía 3 1 0 2 0 16:9 3 Serbía 3 0 0 3 0 7:14 0 N-Sjáland 3 0 0 3 0 3:23 0 ÍSHOKKÍ Skautahöllin í Laugardal, heims- meistaramót karla í íshokkí, 2. deild, A-riðill, sunnudag 15. apríl 2012. 0:1 Kaupo Kaljuste 6. 1:1 Robin Hedström 9. (Emil Aleng- ård og Ólafur Hrafn Björnsson) 1:2 Aleksandr Petrov 15. 1:3 Vassili Titarenko 23. 1:4 Aleksandr Petrov 26. 1:5 Kaupo Kaljuste 36. 1:6 Aleksei Sibirtsev 46. 2:6 Emil Alengård (Björn Róbert Sigurðarson, Robin Hedström) 2:7 Maksim Ivanov 53. Maður leiksins: Dennis Hedström. Brottvísanir: Ísland 12 mínútur, Eist- land 16 mínútur. Markskot: Ísland 26, Eistland 54. Dómari: Owe Luthcke, Noregi. Áhorfendur: 1.160. Ísland – Eistland 2:7

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.