Morgunblaðið - 16.04.2012, Síða 8

Morgunblaðið - 16.04.2012, Síða 8
Í VESTURBÆ Kristinn Friðriksson sport@mbl.is Eftir að hafa framreitt hefnd sína ískalda samkvæmt regluboðum Gamla testamentisins mættu Þórs- arar galvaskir í þriðja leik liðanna í skjól frostsins til að stela heimavall- arrétti KR-inga. Staðan var 1:1 og eftir að hafa verið niðurlægðir í öðr- um leik liðanna var ljóst að KR ætl- aði að leita að sínu eigin ritningar- réttlæti í þessum þriðja og klárlega mikilvægasta leik seríunnar. Yfir- burðir annars liðsins, í einum leik í svona seríu, getur virkað sem sál- fræðilegt vopn; ef síðasta tap KR hafði engin áhrif á liðið, hefði liðið átt að koma með sína eigin stríðsexi í hönd og sýna nýliðinum af hverju þeir náðu heimavallarréttinum. Ef hinsvegar áhrifin voru slæm er ljóst að þessi leikur yrði töluvert erfiðari og úrslit myndu ráðast á síðustu and- artökum hans. Með öðrum orðum var spurningin: Úr hverju er þetta KR-lið gert? Granít kom ekki uppí hugann því KR beið afhroð í þessum leik gegn fáránlega sterkum Þórs- urum, 86:100, í ójöfnum leik. Þórsarar byrjuðu leikinn af offorsi og Hrafn Kristjánsson sá sig til- neyddan að taka leikhlé eftir fjög- urra mínútna leik í stöðunni 4:13. Varnarleikur KR batnaði lítillega en sóknin var veikburða gegn firna- sterkri vörn Þórsara. Fyrsti leikhluti var allur Þórsara; 7 leikmenn þeirra skoruðu og staðan 15:23. Þórsarar héldu áfram að spila frá- bæra vörn, náðu mest 17 stiga for- ystu, á meðan ráðaleysi einkenndi sóknarleik KR en varnarleikur þeirra var heldur ekki neitt til að hrópa húrra fyrir. Örugg forysta gestanna var aldrei í hættu gegn máttvana sóknartilburðum heima- manna. Á síðustu mínútum fyrri hálfleiks skiptu KR-ingar yfir í svæðisvörn og freistuðu þess að láta Þórsara skjóta meira fyrir utan; þetta bragð virkaði, þó ekki eins vel og KR vildi því staðan í hálfleik var 40:50, eftir enn annan ævintýraþrist frá Joshua Brown á síðustu sekúnd- unum. En að fá á sig 50 stig á heima- velli er blóðugt í leik sem þessum. Vörnin í skotgrafirnar Flautukarfa Brown virtist hafa létt á herðum heimamanna því þeir voru fljótir að minnka muninn í 6 stig og stemningin í húsinu orðin epísk. Ferguson fékk hinsvegar sína fimmtu villu í upphafi leikhlutans og það setti damp á gleði KR-inga. Þórsarar voru hinsvegar snöggir að taka við stjórnartaumunum; vörnin fór í skotgrafirnar og með Govens fremstan í flokki settu þeir skotin sín niður á meðan óðagot og stjórnleysi virtist oftar en ekki einkenna sókn- arleik KR. Þegar rúmar 3 mínútur voru eftir af þriðja leikhluta var munurinn aftur orðinn 17 stig og ljóst að KR þurfti andlitslyftingu hjá færum lýtalækni. Staðan eftir þrjá: 66:80. Nýttu ekki ljósið í myrkrinu Yfirburðir Þórs höfðu verið slíkir að töluvert ímyndunarafl þurfti til að sjá KR-inga koma sér aftur inní leik- inn. Ljósið í myrkri KR var villu- vandræði gestanna; Baldur kominn með 5, Guðmundur og Govens 4, Grétar 3. Þetta nýttu KR-ingar sér ekki, heldur voru það gestirnir sem settu skot sín ofaní á þeim augna- blikum sem voru góð tækifæri KR til að koma sér aftur inní leikinn. Í sóknarleik KR var lélegt ein- staklingsframtak, slök hittni og al- mennt sóknargetuleysi var einkenn- andi og þegar 3 mínútur voru eftir var staðan 76:90 og vonleysi í augum KR-inga, eitthvað sem taflan end- urspeglaði í lok leiks, 86:100. Sann- gjarn yfirburðasigur gestanna aldrei í hættu og staðan 1:2 í einvíginu. Þórsarar sýndu landsmönnum í þessum leik að það er engin tilviljun að þeir völtuðu yfir KR í leik númer tvö; í gær undirstrikuðu þeir varnar- yfirburði sína gagnvart sóknargetu KR-liðsins og unnu afar sannfærandi sigur í öðrum leiknum í röð. Allt liðið spilaði frábæra vörn, sem var grunn- urinn, en sóknarleikur Govens, Guð- mundar, Janev og Darra var til fyr- irmyndar en góður sóknarleikur liðsins á mikilvægum kafla í þriðja leikhluta hryggbraut KR og lokaði leiknum. Frábær leikur hjá nýlið- unum sem eru vel að þessu komnir. Hugarfar KR til skammar Algjör andleg brotlending! Hug- arfar KR var hreinlega til skammar, að koma ekki betur undirbúnir á heimavöll sinn eftir niðurlægingu annars leiks er óafsakanlegt hjá ríkjandi Íslandsmeisturum. Varn- arleikur liðsins var til skammar og almennt getuleysi í sókninni er mér hreint óskiljanlegt því ekki skortir hæfileikana þar. Þó Brown hafi skor- að 34 stig rak hann knöttinn alltof mikið og tók upp sólóplötuna sína; hann var með 4 stoðendingar og ekki eina slíka í síðasta fjórðung. Baráttu- og andleysi einkenndi KR-liðið; leik- menn virtust vera að bíða eftir ein- hverjum Messíasi til að fylgja sér undir 10 stiga múrinn. Finnur átti einn viðunandi leik og svarið við spurningunni, úr hverju er liðið gert, liggur nú hjá leikmönnum KR og fróðlegt að sjá hvernig þeir svara al- þjóð. Þórsarar fáránlega sterkir  Fjórtán stiga sigur í Vesturbænum  Geta afgreitt einvígið í Þorlákshöfn Morgunblaðið/Golli Öflugir Þórsararnir Baldur Þór Ragnarsson og Grétar Ingi Erlendsson hafa betur í baráttu við KR-inginn Jón Orra Kristjánsson í Vesturbænum. 8 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. APRÍL 2012 Lífið er litríkt Heildsöludreifing: ACT ehf, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, sími 577 2150 60 ára reynsla á Íslandi Fæst í eftirfarandi verslunum: Húsasmiðjunni ELKO Byggt og Búið Geisla Vestmannaeyjum DHL-höllin, undanúrslit karla í körfu- bolta, 3. leikur, sunnudag 15. apríl. Gangur leiksins: 2:5, 7:13, 11:18, 15:23, 19:31, 25:35, 30:42, 40:50, 44:53, 48:61, 54:69, 66:80, 72:82, 74:89, 76:90, 86:100. KR: Joshua Brown 34/5 fráköst, Dej- an Sencanski 13/7 fráköst, Finnur Atli Magnússon 11/14 fráköst/4 var- in skot, Hreggviður Magnússon 11/4 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 6/4 fráköst, Martin Hermannsson 5, Emil Þór Jóhannsson 4, Robert Lavon Ferguson 2/4 fráköst. Fráköst: 21 í vörn, 18 í sókn. Þór: Darrin Govens 29/13 fráköst/9 stoðsendingar, Blagoj Janev 18, Guð- mundur Jónsson 16, Darri Hilm- arsson 14/9 fráköst, Joseph Henley 12/6 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 6, Grétar Ingi Erlendsson 4, Þor- steinn Már Ragnarsson 1. Fráköst: 23 í vörn, 14 í sókn. Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson, Einar Þór Skarphéðinsson. Áhorfendur: Um 1.500.  Staðan er 2:1 fyrir Þór og fjórði leikur í Þorlákshöfn á miðvikudag. KR – Þór Þ. 86:100 Þórður Guðjónsson framkvæmda- stjóri knattspyrnudeildar ÍA segir ekkert hafa breyst í ákvörðun fé- lagsins að taka ekki þátt í átta liða úrslitum Lengjubikarsins í knatt- spyrnu. ÍA vann sér keppnisrétt þar með því að hafna í öðru sæti í sínum riðli en liðið er nú statt á Spáni í æf- ingaferð. Þaðan kemur hópurinn ekki fyrr en á sunnudag eða fjórum dögum eftir að leikurinn á að fara fram. Þórður sagði það ekki gerlegt að stytta ferðina enda félli þá allur breytingakostnaður við flugið á leik- mennina sjálfa. „Við óskuðum eftir breyttri tíma- setningu á þessum leik en móta- nefnd KSÍ varð ekki við þeirri beiðni.“ Spurður af hverju liðið væri samt sem áður skráð til leiks gegn Val á miðvikudaginn á vef KSÍ sagði Þórður. „Við erum í rauninni bara að bíða eftir því að landa þessu máli með sambandinu sem verður líklegast á morgun [í dag].“ ÍA átti að mæta Val Samkvæmt niðurröðun KSÍ á ÍA að taka á móti Val í átta liða úrslit- unum í Akraneshöllinni á mið- vikudagskvöldið. Væntanlega kem- ur það í hlut Víkinga úr Reykjavík, sem urðu næstir á eftir Skaga- mönnum í riðl- inum, að taka sæti þeirra í úr- slitakeppninni og leika við Vals- menn. Leikirnir í 8 liða úrslitum eru annars þessir: Keflavík – Breiðablik, miðvikudag kl. 19 í Reykjaneshöll. KR – FH, fimmtudag kl. 14 á KR-vellinum. Fram – Þór, fimmtudag kl. 14 á Framvellinum í Úlfarsárdal. Undanúrslitin eru síðan leikin á mánudaginn kemur, 23. apríl, og úr- slitaleikurinn á að fara fram í Kórn- um í Kópavogi laugardaginn 28. apríl, átta dögum áður en Íslands- mótið hefst. Riðlakeppni deildabikarsins lauk um helgina þar sem Breiðablik og Þór urðu síðustu liðin til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitunum. Breiðablik með 1:1 jafntefli gegn Víkingi frá Ólafsvík en Þór án þess að spila. Öll úrslit, markaskorara og lokastöður er að finna á bls. 6. omt@mbl.is/vs@mbl.is Ekkert breyst með ákvörðun hjá ÍA  Verður ekki með í 8 liða úrslitum Þórður Guðjónsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.