SunnudagsMogginn - 22.04.2012, Blaðsíða 2

SunnudagsMogginn - 22.04.2012, Blaðsíða 2
2 22. apríl 2012 Við mælum með Afmæli Mótettukórsins Í tilefni af 30 ára afmæli Mót- ettukórs og Listvinafélags Hall- grímskirkju verður efnt til há- tíðartónleika í dag, laugardag, kl. 17. Flutt verða tvö verk eftir Mozart: Messa í C-moll, KV 427 og Requiem, KV 626. Mót- ettukórinn og kammersveit flytja ásamt einsöngvurum. Stjórnandi er Hörður Áskels- son. Hátíð í Hallgrímskirkju 17 Vonandi verða sköpunardísir … Chick Corea er einn helsti djassjöfur 20. aldarinnar. Hann heldur tón- leika í Hörpu á þriðjudaginn ásamt Gary Burton. 18 Dymbilvika í skjóli Vesúvíusar Við Napólíflóann suður á Ítalíu er náttúrufegurð mikil, tignarleg fjöll, gróskumikill gróður og heillandi net göngustíga. 20 Sjokk er skein í hvítt bein Bergvin Jóhannsson, unglingalandsliðsmaður í fótbolta, slasaðist al- varlega í leik á dögunum; rakst á járnbita svo hnéskel brotnaði. 28 Sólarmegin í lífinu Sirrý hefur sent frá sér bók um það hvernig eigi að laða til sín það góða. Í viðtali ræðir hún um hamingjuna og depurðina sem hún finnur stundum fyrir. 32 Vill fá fólk til að hugsa Liisa Jokinen er finnskur götutísku- ljósmyndari sem heldur úti vinsælli tísku- vefsíðu, HEL-Looks.com. 38 Spánarpóstur Þorsteinn Antonsson ritar grein í tilefni af allsherjarverkfalli Dúksparki 31.3. 2012. Lesbók 42 Aðventa á Fjöllum í myndum Á sýningunni og í bókinni Aðventa á Fjöllum eru myndir sem teknar eru í og við sæluhúsið við Jökulsá á Fjöllum en það kemur við sögu í skáldsögunni Aðventu eftir Gunnar Gunnarsson. 47 Byggt á landinu … Listakonan Kristín Guðjónsdóttir, Stína, féll frá aðeins fertug að aldri fyrir fimm árum en nú er komin út um hana bók. 26 Efnisyfirlit Forsíðumyndina tók Kristinn Ingvarsson af Þresti Leó Gunnarssyni. Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson,Börkur Gunnarsson, Helgi Snær Sigurðsson, Inga Rún Sigurðardóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristín Heiða Kristinsdóttir, María Ólafsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir, Silja Björk Huldudóttir, Skapti Hallgrímsson. 34 Morgunblaðið/Eggert Augnablikið Fyrir hreina tilviljun er ég staddur í félags-heimili íþróttafélags á höfuðborgarsvæð-inu. Í sjónvarpinu er fyrri leikur BayernMünchen og Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Spennu- stigið hátt. Hópur ungmenna er í salnum og enda þótt mönnum sé svo sem ekkert sérstaklega heitt í hamsi – Íslendingar binda sem kunnugt er trúss sitt frekar við enskar sparksveitir en þýskar og spænskar – er ekki öllum sama hvernig leikurinn fer. Eitt ungmennið er augljóslega afar vel að sér um þá Madrídinga og miðlar stíft af þekkingu sinni. Það dregur til tíðinda. Franck Ribéry, Frakkinn í liði Bayern, fellur í teignum og heimtar vítaspyrnu. Enski dómarinn, Howard Webb, lætur óskir hans sem vind um eyru þjóta. Þess í stað þrumar Ribéry tuðrunni gremjulega í netið eftir hornspyrnu. Heimamenn ná yfirhöndinni. Madrídingurinn ungi í salnum er súr en heldur eigi að síður ró sinni. „Er’etta á Wembley?“ Skyndilega bætist nýtt ungmenni í hópinn. „Wembley!“ segir Madrídingurinn hlessa, „Þetta eru undanúrslit en ekki úrslit.“ „Nú, er’etta þá á San Siriano?“ spyr þá sá ný- komni. „Kommonn,“ svarar Madrídingurinn. „Þetta eru Bayern München og Real Madrid. Hvers vegna ætti leikurinn að vera á San Siriano? Milan og Inter spila þar. Völlurinn heitir heldur ekki San Siriano, held- ur San Siro. Þetta er Allianz Arena.“ Svalt. Gestirnir frá Madríd færast í aukana eftir leikhlé og Þjóðverjinn í þeirra röðum, Mesut Özil, jafnar metin, 1:1. Madrídingurinn tekur gleði sína á ný. Ekki er að sjá að nokkur hræða sé á bandi Bæjara. Fátt gerist næstu mínútur, erkispyrnir þeirra Madrídinga, Cristiano Ronaldo, byrjar reyndar að detta út um allan völl en það er gömul saga og ný. Webb lætur eins og hann sjái hann ekki. Gestirnir eru greinilega sáttir við jafnteflið enda eiga þeir heimaleikinn eftir og byrja í djöfulmóð að skipta varnarmönnum inn fyrir sókndjarfari menn. Madrídingurinn okkar lætur það yfir sig ganga í fyrstu en þegar Granero leysir Di María af hólmi er honum nóg boðið. „Ertu f***ing þroskaheftur?“ spyr hann taktíker dauðans, José Mourinho, sparkstjóra Real. Honum liggur hátt rómur. Mourinho ansar engu. „Hvar er Kaká?“ spyr sá ungi í angist sinni og er þá ekki að fara fram á að verða uppfartaður. Vopnin snúast í höndum Spánverjanna og Mario Gómez, hinn spænskættaði miðherji Bæjara, skorar sigurmarkið á elleftu stundu. Allt ætlar um koll að keyra á Allianz Arena. Hér heima á Fróni hristir okkar Madrídingur höfuðið og stúlka sem setið hefur þögul á aftasta bekk til þessa rýkur á dyr. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Arjen Robben, Mario Gómez og David Alaba fagna sigurmarki Bæjara gegn Madrídingum í vikunni. Reuters Lítið um Bæjara Chick Corea Píanistinn Chick Corea, sextánfaldur Grammyverð- launahafi og sigurvegari ótelj- andi djasskosninga í Down Beat, heldur tónleika í Eldborg- arsal Hörpu á þriðjudag kl. 20 ásamt víbrafónmeistaranum Gary Burton, sem einnig er margfaldur Grammyverðlauna- hafi. Sýning Harð- ar Sveinssonar Sýning Harðar Sveinssonar „Tónlistarflóð“ hefur verið opnuð í Skotinu í Ljós- myndasafni Reykjavíkur. Hörð- ur er þekktur fyrir ljósmyndir sínar af poppmenningu á Ís- landi. Sýningunni lýkur 5. júní. – fyrst og fre mst ódýr! 1398kr.kg Ferskt lambalæri DÚNDUR- VERÐ

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.