SunnudagsMogginn - 22.04.2012, Blaðsíða 4

SunnudagsMogginn - 22.04.2012, Blaðsíða 4
4 22. apríl 2012 „Þetta er sorglegur og engan veginn virðing- arverður kafli í breskri sögu,“ sagði Sydney Kent- ridge, lögmaður íbúa Chagos-eyja, þegar þeir fóru með mál sitt fyrir dómstóla fyrir rúmum áratug. Dómarinn í málinu sagði að ljóst væri af birtum skjölum að „ákafi hins opinbera við að framfylgja stefnunni [um að fjarlægja íbúana] hafi farið út fyr- ir öll sæmileg mörk“. Hann sagði einnig að ástæð- an væri ekki aðeins sú að nú væru aðrir tímar: „Viðbrögð rétthugsandi manna við að lesa þau hefðu verið þau sömu nú og þá.“ Dómur féll Cha- gossum í hag, en þrátt fyrir það gerðist ekki neitt og enginn fékk að snúa aftur. Árið 2008 féll annar dómur þess efnis að ekki hefði verið ólöglegt að beita konunglegum rétti til að koma í veg fyrir að Chagossar sneru aftur til eyjanna. Var þar snúið við ákvörðun á lægra dóm- stigi frá 2006 þar sem sagði að um hefði verið að ræða „ógeðfellda“ aðferð til að „senda heila þjóð í útlegð“. Ed Miliband, þáverandi utanríkisráðherra Bret- lands, fagnaði þá niðurstöðunni, en harmaði um leið meðferðina á íbúunum og þau harðindi, sem þeir urðu fyrir. „Við leitumst ekki við að réttlæta þær gerðir og leitumst ekki við að afsaka fram- ferði fyrri kynslóðar,“ sagði hann. „En dómstólar hafa áður komist að þeirri niðurstöðu að sann- gjarnar bætur hafi verið greiddar og Bretland hafi engar lagalegar skyldur til að greiða frekari bæt- ur.“ Olivier Bancoult, sem var fjögurra ára þegar fjöl- skylda hans fór frá Chagos-eyjum með veika systur að leita læknisaðstoðar og fékk ekki að snúa aft- ur, hefur rekið baráttu Chagossa fyrir rétti sínum. Dómar með og á móti en ekkert gerist „Við munum berjast til þrautar,“ er haft eftir Olivier Bancoult á forsíðu blaðs frá 2011. Bresk skjöl, sem birt voru á miðviku-dag, sýna hvað bresk stjórnvöld gengulangt í viðleitni sinni til að blekkja al-menning og breska þingið þegar þau létu Bandaríkjamenn hafa eyjuna Diego Garcia til umráða fyrir herstöð og neyddu íbúana til að fara burt. Diego Garcia er hluti af Chagos-eyjaklas- anum. Þar bjuggu um 1.500 manns, þar af um 500 á Diego Garcia og var fólkið flest flutt til Máritíus og Seychelle-eyja. Í leyniskjali frá 1966 segir embættismaður breska utanríkisráðuneytisins að markmiðið með því að nota eyjarnar hafi verið að reisa „varnarmannvirki … án hindrana eða pólitísks æsings“. Árið 1970 sagði ráðuneytið embættismönnum sínum hjá Sameinuðu þjóðunum að lýsa íbúum eyjanna sem farandverkamönnum, sem ráðnir hefðu verið til að vinna á kókoshnetuekrum. „Kosturinn við þá útgáfu erð að þar með er ekki upplýst um tilvist [hinna innfæddu íbúa] en um leið er hún alfarið byggð á staðreyndum,“ segir í tilmælunum. Í skjölunum er einnig haft eftir Ted Heath for- sætisráðherra ári áður en allir íbúar eyjanna voru fluttir brott: „Trúnaður verður að ríkja um allar umræður milli Bandaríkjanna og okkar.“ Samningurinn við Bandaríkjamenn um her- stöðina var upprunalega gerður árið 1966 til 50 ára með möguleika á framlengingu til 20 ára, sem ganga þarf frá fyrir desember 2014. Skjölin, sem birt voru í vikunni, staðfesta það sem vitað var fyrir um það með hvaða ráðum Bretar komu íbúum Chagos-eyja í burtu. Talið er að Chagos-eyjaklasinn hafi verið í byggð frá 1776. Bretar komust yfir eyjarnar 1814. Í upphafi sjöunda áratugarins var að fjara undan nýlenduveldi Breta. Á sama tíma óttuðust Bandaríkjamenn að Sovétmenn hygðust seilast til áhrifa á Indlandshafi og vildu verða sér úti um aðstöðu fyrir herstöð. Tvær eyjar komu til greina, sem báðar voru undir yfirráðum Breta. Bandaríkjamönnum leist betur á eyna Aldabra norður af Madagaskar. Þar voru hins vegar heimkynni sjaldgæfra risaskjaldbaka og ótt- uðust Bandaríkjamenn mótmæli umhverf- isverndarsinna færu þeir að raska lífríki þeirra með hernaðarumsvifum. Á Diego Garcia voru hins vegar engar skjald- bökur. Gengu Bretar þannig frá hnútunum að þegar Máritíus fékk sjálfstæði héldu þeir Cha- gos-eyjaklasanum eftir. En Bandaríkjamenn vildu ekki heldur hafa „íbúavandamál“, sem gæti haft áhrif á rekstur herstöðvar. Breskir stjórnmála- og embættismenn hófu þá herferð, sem snerist um að sannfæra umheiminn um að engir íbúar með fasta búsetu væru á eyjunum vegna þess að þá þyrfti að gæta lýðræðislegra réttinda þeirra. Í skjölum, sem þegar voru komin fram, kem- ur hugarfar breskra embættismanna gagnvart íbúunum berlega í ljós. „Vissulega verðum við að vera mjög harðir í þessum máli. Tilgangur æfingarinnar er að ná í kletta, sem eru okk- ar … það verða engir innfæddir íbúar nema mávar,“ skrifaði Paul Gore-Booth, háttsettur embættismaður breska utanríkisráðuneytisins 1966. Erindrekinn Dennis Greenhill svaraði honum: „Því miður eru ásamt fuglunum nokkr- ir Tarsanar og Frjádagar af óræðum uppruna, sem vonandi er verið að koma til Máritíus.“ Árið 1965 hafði Anthony Greenwood, nýlenduráðherra Breta, sagt að mikilvægt væri að Sameinuðu þjóðirnar stæðu frammi fyrir gerðum hlut. Í staðinn fyrir aðstöðuna á Diego Garcia voru Bandaríkjamenn tilbúnir að bjóða Bretum 11 milljóna dollara niðurgreiðslu á Polaris- kafbátum, sem voru hluti af kjarnorkuvörnum Breta. Í minnisblaði frá Michael Stewart, utanrík- isráðherra Breta, til Harolds Wilsons forsætis- ráðherra árið 1969 kemur fram að greiðslunni var haldið leyndri fyrir breska þinginu og því bandaríska. Íbúar Chagos-eyja voru sviptir heimkynnum sínum yfir nótt. Dæmi voru um að fólk, sem hafði ferðast burt, fékk einfaldlega ekki að snúa aftur. Íbúarnir leita enn réttar síns. Trúnaður verður að ríkja Ný gögn um brot gegn íbúum Chagos-eyja Bandaríkjamenn vantaði eyju undir herstöð og vildu ekki að íbúar yrðu til trafala. Bretar urðu við þeim óskum. Vikuspegill Karl Blöndal kbl@mbl.is Hvað meðferðina á Chagossum varðar er eins og lýðræðisbylt- ingin hafi aldrei átt sér stað. Þetta er al- gert einræði. Ég skil ekki hvernig hver breska stjórnin á eftir annarri gat komið svona fram við þegna sína í svona mörg ár með svo undirförul- um aðferðum. Philippa Gregory rithöf- undur hefur barist fyrir málstað hinna brott- reknu íbúa Chagos-eyja. Algert einræði Sýningar á sunnudaginn kl. 13:30 og 15:00

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.