SunnudagsMogginn - 22.04.2012, Blaðsíða 8

SunnudagsMogginn - 22.04.2012, Blaðsíða 8
8 22. apríl 2012 Leonard Cohen þótti í senn beittur og auðmjúkur í dómsalnum í vikunni þegar hann þakkaði fyrir dómhaldið frá dýpstu hjartarótum, þetta öm- urlega mál hefði verið meðhöndlað af reisn og virðingu. „Það eru forréttindi og mannbætandi að fá að bera vitni í þessum dómsal,“ sagði hann. Cohen þakkaði Kelley Lynch líka fyrir að láta á málið reyna fyrir dómi, þannig hafi fólk fengið tækifæri til að kynnast óheilbrigðum, vægðarlausum og ruddalegum aðferðum hennar og blygðunarlausum tilraunum til að víkja sér undan ábyrgð á gjörðum sín- um. Síðan beindi hann orðum sínum beint til Lynch: „Von mín er sú að ungfrú Lynch muni bergja á visku sinnar trúar og að andi skilnings muni beina hjarta hennar af braut haturs yfir til iðrunar, frá reiði til gæsku, frá banvænni vímu hefnd- arinnar til hófs sjálfsbetrunarinnar.“ Hatur verði iðrun Það er Leonard Cohen léttir að málinu sé loksins lokið. Það er einlæg von hans að Kelley Lynch snúi frá villu síns vegar og sýni á endanum iðrun. Reuters Langvarandi málaferlum lauk vestur íLos Angeles í vikunni þegar KelleyLynch, fyrrverandi umboðsmaðursöngvaskáldsins Leonards Cohens, var dæmd í fimm ára fangelsi í hæstarétti, þar af átján mánuði óskilorðsbundna, fyrir að áreita þennan gamla vinnuveitanda sinn um langt skeið. Fram kom við dómhaldið að Cohen óttaðist um líf sitt en Lynch lét tölvupóstum og síma- skilaboðum rigna yfir hann. Dæmi voru um að einstakir tölvupóstar væru allt að fimmtíu blað- síður að lengd. Var söngvarinn þar kallaður öll- um illum nöfnum, svo sem „sjúkur maður“ og „ótíndur þjófur“ og honum hótað. „Það þarf að stöðva þig og skjóta,“ sagði í einu bréfanna. „Þú verður hengdur,“ í öðru. „Þetta er óskemmtilegt að heyra,“ viðurkenndi Cohen fyrir dómi. „Ég var orðinn mjög meðvitaður um umhverfi mitt. Í hvert sinn sem bifreið hægði á sér í grenndinni var ég á nálum.“ Niðurstaða dómsins var sú að Lynch hefði farið langt yfir strikið í áreiti sínu og að hún ætti sér engar málsbætur. Dæmd fyrir að ræna sparifé Cohens Forsaga málsins er sú Cohen sagði Lynch upp ár- ið 2004 eftir sautján ár í starfi. Ári síðar höfðaði söngvarinn mál á hendur henni, þar sem hann hélt því fram að hún hefði stolið 5 milljónum Bandaríkjadala, það er 630 milljónum íslenskra króna, af sparifé sínu og þar með rúið sig inn að skinni. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að Lynch væri sek og gerði henni að greiða Cohen hálfa tíundu milljón dala í miskabætur. Lögmað- ur Lynch upplýsti hins vegar við uppkvaðningu dómsins að ekki væri hægt að ná í skjólstæðing sinn og hefur Lynch ekki enn tekið upp veskið. Málið var mikið reiðarslag fyrir Cohen enda var Lynch gamall fjölskylduvinur og foreldrar hennar höfðu báðir unnið fyrir söngvarann. Til að bæta gráu ofan á svart höfðu kynni þeirra teygt anga sína inn fyrir rúmstokkinn um skeið. Verjandi Lynch gaf til kynna að það væri henni í óhag í málinu að vera ekki fræg. Fólk hefði tilhneigingu til að taka afstöðu með fræg- um gegn alþýðunni þá fulltrúar þessara hópa deila. Verjandinn sagði nafn Lynch vera í molum eftir fyrra réttarhaldið og hún væri aðeins að reyna að rétta sinn hlut í tölvubréfum sínum og símaskilaboðum til Cohens. Saksóknarinn blés á þær röksemdir. Þegar málið kom upp hafði Cohen dvalist í góðu yfirlæti í búddaklaustri í Kaliforníu um fimm ára skeið og var að mestu hættur af- skiptum af tónlist. Fjártjónið varð á hinn bóginn til þess að hann neyddist til að hugsa sér aftur til hreyfings, hélt í maraþontónleikaferðir um Am- eríku, Evrópu, Ástralíu og Asíu. Söngvaranum var hvervetna tekið með kostum og kynjum og seldist upp á ófáa tónleika. Ef marka má tónlist- artímaritið Billboard græddi hann hálfa tíundu milljón dala á tónleikaferð sinni um heiminn árið 2009. Eitthvað hefur því ræst úr lífeyrinum. Aðdáendur Cohens voru að vonum hæst- ánægðir með að sjá hann aftur á sviði – enda þótt tilefnið hefði mátt vera skemmtilegra. Leonard Cohen var að vonum ánægður með niðurstöðu dómsins. AFP „Þarf að stöðva þig og skjóta“ Fyrrverandi umboðsmaður Leonards Cohens dæmdur í fangelsi fyrir áreitni Vikuspegill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Kelley Lynch fyrir dómi Los Angeles. Leonard Cohen er Kan- adamaður, fæddur árið 1934. Hann haslaði sér fyrst völl sem ljóðskáld áður en hann færði sig yfir í tónlist undir lok sjöunda áratugarins. Meitl- aður kveðskapurinn og ang- urvær barítonröddin hafa skipað honum á bekk með áhrifamestu listamönnum sinnar kynslóðar. 77 ára skáld og söngvari

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.