SunnudagsMogginn - 22.04.2012, Blaðsíða 13

SunnudagsMogginn - 22.04.2012, Blaðsíða 13
22. apríl 2012 13 Sjónvarps- og útvarpsfólk grípurannað slagið til setningarinnar:„Tæknin er eitthvað að stríðaokkur“, þegar tæknin er eitt- hvað að stríða því … Sömu sögu er ekki að segja af dómurum og aðstoðardóm- urum í knattspyrnu; þar er ekki- tæknin vandamálið. Ekki bara fyrir þá heldur alla: leikmenn, þjálfara og áhorfendur. Og stundum gjaldkera lið- anna sem tapa. Með reglulegu millibili ræða menn nauðsyn þess að einhvers konar tækni verði notuð til þess að skera úr um vafamál í fóboltaleikjum. Skiljanlega. Augljóst mál er að hið mannlega auga er ekki fullkomið. Spyrjið bara næsta aðstoðardómara! Er því ekki það eina rétta að nýta mögulega tækni? Margir hafa efasemdir og auðvitað er ekki sama hvernig farið er að. Ekki má draga úr hraða leiksins, stöðva flæðið, eins og það er kallað. Ekki yrði boðlegt ef dómarinn gerði hlé til þess að rýna í skjá og komast þannig að réttri niðurstöðu. Enda þarf þess alls ekki. Vissulega er gaman að rökræða; vafa- atriði eru endalaus uppspretta vanga- veltna boltafíkla. Auðvitað er leiðinlegt ef leikmaður í rangstöðu skorar eða ef dómari sér ekki ef leikmaður brýtur gróflega á andstæðingi. Enn bölvanlegra er þó, beinlínis bjánalegt, ef tugþús- undir manna, jafnvel milljónir, sjá í sjónvarpinu sínu að mark er gert en dómaratríóinu er það ekki ljóst og leikurinn því látinn halda áfram. Markið ekki talið. Hver man ekki eftir því þegar Frank Lampard „skoraði“ fyrir England gegn Þýskalandi í lokakeppni HM í hitteð- fyrra? Er það ekki fáránlegt að heims- byggðin öll sá að boltinn var kominn langt inn fyrir línuna en markið samt ekki dæmt gott og gilt? Dómarar eru í talsambandi við að- stoðarmenn sína á línunni og maður við sjónvarpsskjá utan vallar gæti rætt við hann með sama hætti; í tilfelli Lampards hefði dómarinn getað fengið staðfestingu á því á sekúndu eða tveimur að leikmaðurinn hefði skorað. Enginn hefði mótmælt. Ef maðurinn við skjáinn er ekki viss verður bara svo að vera. Þá yrði ekki dæmt mark. Enn er reglulega rifjað upp mark – eða ekki mark – sem Geoff Hurst gerði í úrslitaleik heimsmeistaramóts- ins 1966, þegar Englendingar sigruðu Vestur-Þjóðverja á Wembley. Enn veit enginn með vissu hvort boltinn fór allur yfir línuna. Þá var ekki fyrir hendi tækni til að skera úr um það með óyggjandi hætti og lítið við því að gera. Línuvörðurinn taldi Hurst hafa skorað eftir að boltinn small í þverslánni, þó sá svartklæddi væri alls ekki í aðstöðu til að sjá það, sem er reyndar önnur saga. Gerði Juan Mata mark fyrir Chelsea gegn Tottenham um síðustu helgi? Flestir voru á því að svo hefði ekki verið, en ég get ekki ímyndað mér að dómari eða aðstoðardómari hafi getað verið vissir. Dæmdu samt mark. Og ég fæ ekki betur séð á mynd sem birtist seint og um síðir í sjónvarpi (og er hér á síðunni) en boltinn sé allur fyrir innan línuna. Hins vegar var vafa- atriði hvort John Terry braut á einum Tottenham-manninum rétt áður. Um það má deila, þannig að þótt einhvers konar marklínutækni verði tekin í notkun, örflaga sett í boltann eða dóm- ari settur við sjónvarpsskjá, verður nóg af atriðum til þess að rífast um. Ein- göngu ætti að nýta tækni til að fá úr því skorið hvort mark hafi verið gert. Næstu kynslóðir ákveða svo hvort lengra verði gengið síðar. Einhverjir kunna að halda því fram að verði þessar breytingar gerðar verði hið sama yfir alla að ganga. Sannleik- urinn er hins vegar sá að leikir á HM, í Meistaradeildinni eða deildarkeppni „helstu“ knattspyrnulanda eru merki- legri en Pepsídeildin á Íslandi, svo dæmi sé tekið. Það er staðreynd, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Ekki-tæknin að stríða okkur Meira en bara leikur Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is ’ Dómarinn gæti verið fullvissaður um það á sekúndu eða tveimur hvort boltinn hafi farið all- ur inn fyrir línuna. Það tefði ekki leikinn og enginn færi í fýlu! Mark eða ekki? Boltinn greinilega langt fyrir innan línuna eftir skot Franks Lampards gegn Þýskalandi á HM. Mark var ekki dæmt. Mark eða ekki? Boltinn small í stönginni og niður eftir skot Geoffs Hursts hins enska í úrslitaleik HM gegn Vestur-Þjóðverjum 1966. Mark eða ekki? Frá þessu sjónarhorni virð- ist boltinn fyrir innnan línuna eftir skot Mata (10) gegn Tottenham sl. sunnudag. Hér hefur verið bent á, aðkvæði Steins Steinars, „Gras,“ sem birtist í Alþýðu- blaðinu 7. júní 1936, var nánast lausleg þýðing á samnefndu kvæði bandaríska ljóðskáldsins og sagnfræðingsins Carls Sandburg, þótt Steinn bætti nokkru við frá eigin brjósti. Þess var ekki getið í Alþýðublaðinu, en það var tekið fram í bókinni Ljóð, sem kom út eftir Stein 1937. Leifur Haraldsson orti af þessu tilefni: Um hirðusemi er hneyksli næst að fjasa, sú höfuðdygð af Guði er mönnum veitt, hjá Carli Sandburg kennir margra grasa, menn komast varla hjá að taka eitt. Þótt Steinn væri manna stríðn- astur, þoldi hann illa stríðni ann- arra. Eftir að vísan komst á kreik, rak hann Leif með þjósti burt af borði því, sem hann var fasta- gestur á í Ingólfskaffi í Alþýðu- húsinu við Ingólfsstræti (en það kaffihús var í kjallaranum, þar sem gistihúsið 101 er nú). Vinur þeirra Steins og Leifs, Dósóþeus Tímóteusson (hann hét þessu nafni í raun og veru), orti vísu til sátta: Steinn, sem stolið hefur mest, stolið mest af annars grasi, Hann mun, þegar sól er sest, sitja borð með Matthíasi. Ekki er víst, að þessi vísa hafi friðað Stein. Hermt er, að Steinn hafi hefnt sín á Leifi með vísunni alkunnu, sem hann hafi ort í orðastað hans og oft er sungin á mannamótum: Kvenmannslaus í kulda og trekki kúri ég volandi, þetta er ekki, ekki, ekki, ekki þolandi. Leifur var enginn kvenna- ljómi, lágvaxinn og óásjálegur og stamaði. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Eitt gras tekið Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245 Sérfræðingar í líkamstjónarétti Veitum fría ráðgjöf fyrir tjónþola Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is www.skadi.is Þ. Skorri Steingrímsson, Héraðsdóms- lögmaður Steingrímur Þormóðsson, Hæstaréttar- lögmaður

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.