SunnudagsMogginn - 22.04.2012, Blaðsíða 17

SunnudagsMogginn - 22.04.2012, Blaðsíða 17
22. apríl 2012 17 Chick Corea er ein afgoðsögnum djass-tónlistarinnar enhann og Herbie Han- cock, McCoy Tyner og Keith Jarrett eru taldir mikilhæfustu og áhrifaríkustu píanistar sam- tímadjassins. Corea var einn þeirra sem tóku þátt í að hljóðrita plötu Miles Davis, Bitches Brew, árið 1970 sem þykir ein helsta tímamótaplata vestrænnar dægurtónlistar, þar sem djassi og rokki var blandað saman með áður óþekktum hætti. Corea hefur jafnan verið með margvísleg járn í eldi og í raun réttri þrifist á því að reyna eitt- hvað nýtt, hætta sér galopinn á hjarta og sál inn á áður ókönnuð svæði. Þessi drifkraftur er enn fyrir hendi í dag, tæpum fimm- tíu árum eftir að fyrsta plata meistarans kom út og t.a.m. hefur Corea verið að fást nokk- uð við nútímatónlist að und- anförnu. Velti því ekki fyrir mér – Hvernig komu þessir tónleikar eiginlega til? „Okkur einfaldlega bauðst þetta og við erum mjög kátir með það. Þetta er í fyrsta skipti sem við komum til Íslands og við hlökkum til.“ – Nú ert þú að fara að spila með Gary Burton en samstarf ykkar hefur borið ríkulegan ávöxt þá áratugi sem þið hafið verið í samkrulli. Geturðu sagt mér eitthvað um þetta samstarf? „Tja … við erum búnir að vera að þessu síðan 1971 og þetta er alltaf jafngifturíkt verð ég að segja. Við náum virkilega vel saman. Við ætlum að spila dálít- ið af Hot House, nýjustu plöt- unni okkar, þar sem við tökum lög fá sjöunda og sjötta áratugn- um.“ – Nú ert þú þekktur fyrir áhuga þinn á tilraunastarfsemi og því að reyna nýja hluti. Hefur það alltaf verið svo eða var þetta eitthvað sem þróaðist með ár- unum? „Ég hef aldrei hugsað út í þetta satt að segja. Ég bara held áfram að starfa í tónlist og reyni að vinna með fólki sem mér finnst áhugavert. Ég leita að innblæstri og mér finnst gaman að búa til eitthvað nýtt.“ – Þú hefur unnið í utangarðs- tónlist og líka því sem hægt væri að kalla tandurhreint popp. Fólk er alltaf jafnhissa á því að menn hafi áhuga á fleiri en einni gerð tónlistar og sækist eftir mismunandi blæbrigðum. Hvað segir þú um þetta? „Í mínum huga snýst þetta bara um það að sinna því sem vekur áhuga þinn. Ég velti skil- greiningum, stefnum og slíku lítið fyrir mér. Ég leyfi mér að hafa gaman af hlutunum þeirra vegna og elta nákvæmlega það sem er höfðar til mín hverju sinni. Og ég reyni líka að ögra sjálfum mér með því að finna nýjar leiðir til að skapa.“ Gagntekinn – Nú tókst þú þátt í einni helstu tímamótaplötu dægurtónlist- arsögunnar, Bitches Brew. Hvernig axlar þú þá ábyrgð, svo ég orði þetta í léttum dúr? „Á þessum tíma var þetta bara næsta plata hjá mér og Mil- es en við störfuðum saman í þrjú ár. Við vorum að spila saman á tónleikum sem kvintett, ég, Miles, Wayne Shorter, Jack De- Johnette og Dave Holland. Við bjuggum allir í New York á þeim tíma og Miles hringdi stundum í mig og bað mig að koma og taka upp með sér. Ég mætti og sá sí- fellt ný andlit. Og svo var bara talið í. Ég man að ég var alltaf mjög spenntur að heyra hvað Miles væri með uppi í erminni í hvert og eitt sinn. Það voru oft og tíðum töfrum slegin augna- blik í þá daga.“ – Þú hefur verið að semja nú- tímatónlist að undanförnu. Hvaðan kemur sá áhugi? „Ég elska að hlusta á stórar hljómsveitir, sinfóníuhljóm- sveitir. Og mér finnst gaman að vinna með þannig sveitum, læra af þeim og læra um þessa sögu alla. Ég hef komist að raun um að þegar ég set mínar hug- myndir í púkk með þeim sem koma úr klassíska heiminum verða til mjög áhugaverðar og fallegar blöndur. Ég var einmitt að gefa út þriðja píanóverkið mitt fyrir stuttu, „The Cont- inents“, en það er fyrir djass- kvintett og kammersveit.“ – Þú ert í Vísindakirkjunni. Hvaða áhrif hefur það haft á líf þitt? „Ég hef verið gagntekinn af skrifum og hugmyndum L. Rons Hubbards allt síðan ég kynntist þeim fyrst á sjöunda áratugn- um. Hugmyndir hans um það hvernig þú kemst að kjarna þess sem þú ert og nærð í framhald- inu að opna fyrir alla þína orku hefur verið ótrúlega gefandi. Þessi leið hefur stuðlað að því að ég er með opinn huga og já- kvæðan og ég veit að það eru engin takmörk fyrir því sem hægt er að áorka í þessu lífi.“ Að gefa og þiggja – Þú hefur beitt þér talsvert í hjálpar- og líknarstarfi. Hvað keyrir þig áfram að því leytinu til? „Ég hef unun af því að hjálpa öðrum. Og mér hefur sömuleið- is verið hjálpað mikið. Það er vellíðan fólgin í því að endur- gjalda.“ – Hvort gefur þér meira, að vinna í hljóðveri eða spila á tón- leikum? „Ég fæ mikið út úr hvoru tveggja. En tónleikarnir hafa þó vinninginn.“ – Hverju má fólk svo búast við á sjálfum tónleikunum? „Ja … við ætlum að hafa skemmtigildið í hávegum og vonandi verða sköpunardísirnar okkur góðar. Við ætlum að spila úr okkur hjartað – restin er svo í höndunum á þeim sem mæta.“ „Vonandi verða sköp- unardísirnar okkur góðar“ Chick Corea er einn helsti djassjöfur 20. aldarinnar. Hann heldur tónleika í Hörpu á þriðjudaginn ásamt Gary Burton. Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Chick Corea er sextánfaldur Grammyverðlaunahafi og sigurvegari óteljandi djasskosninga í Down Beat. Árin segja sitt1979-2012 BISTRO Laugarásvegi 1 | 104 Reykjavík | Sími: 553 1620 | laugaas.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.