SunnudagsMogginn - 22.04.2012, Blaðsíða 18

SunnudagsMogginn - 22.04.2012, Blaðsíða 18
18 22. apríl 2012 Þetta var sannkallað skýfall ennokkuð hefðbundið regn enguað síður; eftir nokkrar mínúturhafði stytt upp og vatnið rann niður eftir hellulögðum götunum. Ský- fallið 24. ágúst árið 79 var af öðru tagi þarna í hinni fornu rómversku borg Pom- peii. Brennheit aska flæddi frá eldfjallinu Vesúvíusi, sem rís aðeins um átta kíló- metra norður af bænum; hún sturtaðist af himnum ofan og gróf bæinn, nánast á svipstundu, með öllu sem í honum var: ríkmannlegum byggingum, fólki og skepnum. Íbúar sem leituðu skjóls létust vegna gríðarlegs hitans. Á þessum tíma er talið að íbúarnir hafi verið um 50.000 og fleiri í sveitunum í kring, og nánast annað eins í nálægum bæ, Herculaneum, sem glóandi öskuskýið færði einnig á kaf. Ask- an þakti stórt landsvæði, fjögurra til sex metra djúp, og þegar þessu úrhelli linnti sex tímum eftir að það hófst var Pompeii horfinn undir yfirborð jarðar, með öllu sem í bænum var. Í dag vafra ferðamenn um margar hinna hellulögðu gatna Pompeii – bærinn þar sem rómverskir þegnar lifðu sínu hvers- dagslífi fyrir nær 2.000 árum er nú við- komustaður gríðarlegs fjölda ferðamanna. Tvær og hálf milljón manna fer þar um á hverju ári og undrast það sem ber fyrir augu: rústir hofa sem vændishúsa, heimila og baðhúsa, glæsilegar veggskreytingar og fyrrverandi veitingastaði. Á nokkrum stöðum gefur að líta gifssteypta líkama fólks sem lést þennan örlagaríka dag og í hringleikahúsinu, þar sem ljón rifu áður fyrr í sig skylmingaþræla, sveiflar vinaleg labradortík rófunni þar sem hún snusar af fólki sem leitar skjóls meðan skúrin geng- ur yfir. Tíminn og mannlífið Það er dymbilvika suður á Ítalíu, þarna suður af ógnvaldinum Vesúvíusi; fallega keilumynduðu eldfjallinu. Milt vor, hagar hafa grænkað og trén blómstra. Víða gefur að líta ávaxtatré með greinar sem svigna af þunga safaríkra aldinanna. Það hefur stytt upp og innan veggjanna sem liggja um hið forna bæjarstæði ganga hópar ferðamanna og hlýða margir á fararstjóra segja frá lífinu sem var lifað þar forðum og byggingunum sem hægt er að gægjast inn í og ganga um sumar hverjar. Eftir ösku- fallið lagðist svæðið í eyði og tók ekki að byggjast aftur fyrr en um 1.000 árum síð- ar. Þá var Pompeii gleymdur bær, þótt rómverskir rithöfundar fjölluðu nokkuð um örlög hans og íbúanna. Hann fannst síðan á 18. öld. Dymbilvikan hefur löngum verið helg- uð íhugun guðspjalla, en það hæfir líka að reika um hinar fornu hellulagnir í Pom- peii, sem smám saman hafa verið grafnar upp og skína nú aftur máðar mót himni og hugleiða þar tímann, mannlífið og menn- inguna. Bærinn er safn sem tíminn gleymdi í hátt í tvö þúsund ár, en svo birtist hann okkur nú og sýnir hvernig lif- að var fyrrum, hvernig íbúarnir bjuggu um sig á uppgangstímum í Rómaveldi, þarna í skugga eldfjallsins. Ferðamannaslóðir Sunnan Pompeii gengur fjallaríkur Sorr- ento-skaginn vestur í Napólí-flóann. Út af skaganum sem rís upp í rúmlega 1.400 metra hæð má sjá hina rómuðu eyju Capri stingast upp úr skærbláum haffletinum. Það er ekki bara Tíberíus keisari sem hefur notið þess að eyða þar löngum stundum, heldur hafa ferðamenn þyrpst þangað um aldir og í hópi þeirra ófáir listamennirnir, meira að segja ofan af Íslandi. Ljóð Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi, um Capri Katarínu, stúlkuna sem bjó í „fiskikofa á klettaeyju“ og skenkti skáldinu „sitt Caprivín“, er til vitnis um það. Strand- lengjan á skaganum norðanverðum er kennd við smáborgina Sorrento, sem snýr að keilulaga eldfjallinu, og Napolíborg handan flóans með sína ruslahauga á göt- unum og gómorragengin sem stjórna undirheimunum – og sorphirðunni. Ströndin á sunnanverðum skaganum er hins vegar kennd við bæinn Amalfi, sem er stærstur af tug smábæja á brattri kletta- ströndinni, en þeir hafa orðið til þar sem litlar víkur og dalverpi skerast inn í skag- ann. Óhætt er að segja Amalfí-ströndina heimsfrægan viðkomustað ferðalanga sem sækja í sól og náttúrusælu, þar á meðal þeirra sem vilja ganga eftir mislöngum gömlum stígum um fjöll og hæðir. Heillandi net slíkra slóða hlykkjast um hlíðarnar, milli þorpa og bæja, sveitabýla og sítrónulunda, en sítrónutré þekja hlíð- arnar og vinna bændur meðal annars úr þeim hinn kunna líkjör Limoncello sem hvergi er betri en beint frá bónda. Sítrónustígur og krossgöngur Nú er dymbilviku að ljúka þarna á sunn- anverðum skaganum, það er föstudag- urinn langi. Árla morguns ómar sláttur kirkjuklukkna um bæina, og hringjarinn dregur ekki af sér í þeim sem kallast Mai- ori og er heldur stærri en bærinn í næsta gili fyrir vestan, en sá heitir Minori eins og hæfir. Skömmu síðar berst slitur af hátíð- arsöng upp hlíðarnar, til morgunglaðra ferðalanga sem eru komnir út í ferskt vor- loftið, 324 þrepum fyrir ofan strandveg- inn fræga sem tengir þorpin á ströndinni; beygjurnar á leiðinni munu óteljandi og þverhnípi oftar en ekki niður í sjó. Leiðin liggur ekki niður í Minori heldur eftir einum af þessum stígum upp í hlíð- ina, upp tröppur og enn fleiri tröppur, niður aðrar af og til og eftir jafnsléttu á stundum, iðulega í skjóli aldintrjáa. Ilm- urinn er sætur enda hlíðin í blóma á þess- um tíma árs; þegar sólin skín og þurrkar döggina af gróðrinum stígur höfugur ilm- urinn. „Þetta er paradís!“ hafði einn heimamaðurinn fullyrt stoltur um héraðið og víst er útsýnið yfir hlíðar, gróður, byggðir og spegilblátt hafið tignarlegt og ólíkt öðru sem ferðalangarnir hafa upp- lifað. Gengið er eftir stíg sem heimamenn kalla „Sítrónuveginn“ og þegar komið er fram á hæðarhrygginn yfir Minori liggja tröppur beina leið niður í myndrænan bæinn sem fyllir upp í þröngt gil og er fal- leg lítil sandströnd þar sem hann mætir hafi. Þegar komið er niður að bænum heyrist þróttmikill söngur berast um göt- ur. Þar gengur hersing fólks um götur og kyrjar sálma, allir í hvítum kyrtlum og með hettur á höfði sem minna á and- styggilega haturshreyfingu í suðurríkjum Bandaríkjanna, en hér er ekkert slíkt á ferðinni. Fremstur fer prestur með róðu- kross og fyrir aftan hann altarisdrengir með rauða púða sem þeir hlutir sem píndu Krist á krossinum eru festir á; þar má sjá Dymbilvika í skjóli Vesúvíusar Við Napólíflóann suður á Ítalíu er náttúrufegurð mikil, tignarleg fjöll, gróskumikill gróður og heillandi net göngustíga. Þar eru einnig afar merkar minjar og borgin Pompeii hvað þekktust. Apríl er ekki grimmur á þessum slóðum. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Kirsuberjatré í blóma við Sítrónustíginn milli bæjanna Maiori og Minori við Amalfi-ströndina, en það glittir í þann síðarnefnda niðri í gilinu. Svört net eru víða breidd yfir sítronutrén. Naglar eins og þeir sem Kristur á að hafa verið festur með á krossinn og þyrnikóróna eru meðal gripanna sem bornir eru um götur Minori í göngunni að morgni föstudagsins langa. Eldfjallið Vesúvíus rís yfir Pompeii, sakleysislegt í dymbilviku að þessu sinni, en sökkti bæn- um í glóandi ösku árið 79. Á sex tímum fór bærinn á kaf en hefur verið grafinn upp að hluta.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.