SunnudagsMogginn - 22.04.2012, Blaðsíða 20

SunnudagsMogginn - 22.04.2012, Blaðsíða 20
20 22. apríl 2012 Bergvin Jóhannsson er 17 áraleikmaður Þórs á Akureyri. Þaðvar í leik með 2. flokki gegnjafnöldrunum í KA sem óhapp- ið varð og viðstöddum í Boganum stóð ekki á sama. Skyldi engan undra enda sjónin ekki fögur, eins og sjá á meðfylgj- andi mynd af fæti Bergvins. Akureyringurinn hefur undanfarin misseri verið í landsliðshópi leikmanna 17 ára og yngri. Hann tók þátt í Norður- landamótinu sem fram fór á Akureyri síðastliðið sumar, þar sem Ísland tefldi fram tveimur liðum, og fór svo með lið- inu til Ísraels í undankeppni fyrir Evr- ópumótið sem verður í sumar, en tók reyndar ekki þátt í leikjunum þar. Ísland tryggði sér á dögunum sæti í úr- slitakeppni EM sem fram fer í Slóveníu í maí, en Bergvin verður fjarri góðu gamni. Netið jók hraðann „Ég fékk langa sendingu inn í vítateig- inn, náði boltanum og gat sent fyrir markið en missti jafnvægið um leið og ég rann af stað,“ segir Bergvin við Sunnu- dagsmoggann, beðinn um að lýsa því hvað gerðist. „Það er stutt frá grasinu að malbiki, og þegar ég lenti þar á takka- skónum rann ég og flæktist í neti sem hangir þarna; hefði netið ekki verið hefði ég sennilega dottið beint niður en af því ég flæktist í því sveiflaðist ég af miklum krafti beint á bitann.“ Hann segir það áfall að sjá skína í hvítt bein eftir að hnéð opnaðist. „Já, það var mikið sjokk. Ég fann strax að ég byrjaði að dofna en viðstaddir brugðust hratt við; þjálfarinn minn og starfsmenn húss- ins komu í hvelli. Þeir héldu uppi á mér höfðinu og þrýstu á sárið; gerðu í því að halda mér vakandi, ég man til dæmis vel eftir kaldri vatnsgusu í andlitið frá þjálf- aranum!“ Lán í óláni Bergvin hélt meðvitund en segir að um tíma hafi litlu munað að liði yfir hann, líklega vegna áfallsins sem hann varð fyrir. „Ég man að ég heyrði mikinn há- vaða þegar ég lenti á járnbitanum, man að ég sá strax í beinið og að það foss- blæddi úr hnénu. Ég var fljótlega spraut- aður með verkjalyfi og man ekki fleira nákvæmlega úr Boganum. Ég var svo keyrður upp á sjúkrahús, þar var strax saumað fyrir sárið, ég fór í myndatöku og var svo sendur heim í gifsi. Í myndatök- unni kom í ljós að hnéskelin var brotin og ákveðið var að ég færi í aðgerð morg- uninn eftir.“ Bergvin hefur eftir læknum að aðgerð- in hafi gengið mjög vel. „Hnéskelin brotnaði í tvennt, hún var skrúfuð föst og fjarlægður lítill hluti sem hafði brotn- að af,“ segir hann. Vert er að geta þess að lengi hafði stað- ið til að fóðra stálbita við enda knatt- spyrnuvallarins. Strax morguninn eftir slysið var svampi komið fyrir á bitunum. Þrátt fyrir áfallið er Bergvin bjartsýnn og segist reyndar hafa verið heppinn. „Það var lán í óláni að hnéskelin brotnaði langsum en ekki þversum; það hefði ver- ið miklu verra því þá hefðu liðbönd kannski farið illa. Það má því segja að ég hafi verið heppinn!“ Í fyrstu var talið að Bergvin gæti ekki stundað íþróttina frekar á árinu, en bat- inn er mun hraðari en læknar áttu von á og nú segir hann markmiðið að vera með á ný fyrir lok sumars. „Þetta virðist á góðri leið; skurðurinn hefur gróið vel, heppni að engin sýking kom í hann, ég er byrjaður að ganga eðlilega aftur og er laus við allar spelkur og hækjur. Ég má byrja að hlaupa aftur um miðjan maí. Aðalatriðið er samt að vera þolinmóður.“ Bergvin hefur verið bakvörður með landsliðinu en kveðst nýbyrjaður að leika í þeirri stöðu. „Ég hef alltaf verið í fram- línunni með Þór, annað slagið var ég svo færður í bakvarðarstöðuna og var þar með landsliðinu. Ég verð að játa að mér finnst skemmtilegra að fá að vera í sókn- inni, en bakvarðarstaðan er samt fín.“ Skiptir miklu að vera bjartsýnn Bjartsýni er líka lykilatriði, segir Ak- ureyringurinn ungi og hann segist ákveðinn í því að láta drauminn um að verða atvinnumaður í knattspyrnu ræt- ast. „Maður veit auðvitað aldrei hvað getur gerst. Framhaldið fer eftir því hvort blæði inn á hnéð, ég má ekki fara of snemma af stað og það er í raun ekkert sem læknarnir geta gert annað en að bíða og sjá hvernig þetta grær.“ Bergvin segist geta einbeitt sér að náminu nú; tími í æfingar sé ekki afsök- un fyrir því að geta ekki legið í bókunum. „En mig hefur dreymt allt mitt líf um að verða atvinnumaður í fótbolta og er það enn ofarlega í huga. Ég er 100% í lagi andlega eftir slysið og læt það ekki stoppa mig. Það er bara eins og hvert annað verkefni að ná sér góðum eftir þetta og halda svo áfram af fullum krafti.“ Sjokk er skein í hvítt bein Bergvin Jóhannsson, unglingalandsliðsmaður í fótbolta, slasaðist alvarlega í leik á dögunum; rakst á járnbita svo hnéskel brotnaði en hann er staðráðinn í að láta meiðslin ekki koma í veg fyrir að draumurinn um atvinnumennsku rætist. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Bergvin og bitinn! Knattspyrnumaðurinn ungi við stálbitann sem hann rakst harkalega á. Morgunblaðið/Skapti HallgrímssonBergvin í leik með landsliðinu á Norð- urlandamótinu á Akureyri í fyrrasumar. Hnéð leit illa út strax eftir slysið. Myndin er tekin í sjúkrabifreiðinni áður en Bergvin var ekið á sjúkrahús. Sjokk að sjá inn í bein, segir hann.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.