SunnudagsMogginn - 22.04.2012, Blaðsíða 27

SunnudagsMogginn - 22.04.2012, Blaðsíða 27
Hönnun Steinunnar Bjargar Hrólfsdóttur var rómantísk með kjólum skreyttum blómamynstri og þunnum skyrtum og kjólum í him- inbláum lit. Dálítið frönsk áhrif í anda þriðja áratugarins í bland við nútímalegri efni. Steinunn Björg Hrólfsdóttir Hönnun Tönju Huldar Leví Guðmundsdóttur var í anda mis- munandi frumskógardýra. Litríkra fugla og villidýra í „rifnum“ klæðnaði. Sundurklippt efnið var óvenjulegt og útsaumuð stykki sem skreyttu flíkurnar settu sinn svip á þær. Tanja Huld Leví Guðmundsdóttir Villidýr, útsaumur, sundurklippt Leður var áberandi í hönnun Guðrúnar Sturludóttur. Kallaði fatnaðurinn fram hughrif um nútímalegan klæðnað áhafnar á geimskipi. Ákveðin hönnun og djörf. Litir og svart fengu að njóta sín í bland. Guðrún Sturludóttir Glitrandi efni og glimmer ein- kenndu fatnað Bjargar Skarphéð- insdóttur. Fylgihlutir voru óvenju- legar töskur og hárskraut. Minnti samsetning gyllts jakka og kórónu dálítið á Frelsisstyttuna. Víðir jakkar í bland við öllu sparilegri kjóla. Björg Skarphéðins- dóttir Sunna Örlygsdóttir bland- aði ólíkum efnum saman í hönnun sinni. Hvítur ull- arkjóll var skreyttur dúsk sem setti skemmtilegan svip á látlausa hönnun. En eldrauð- ur kjóll var áberandi og skar sig úr. Sunna Örlygsdóttir Rautt, látlaust, ólík efni Víðar flíkur í ljósum litum einkenndu hönnun Margrétar Sigríðar Valgarðsdóttur. Jakki í ljósu og útvíðar svartar buxur tónuðu vel saman. Skraut á hvítri kápu gaf henni ákveðinn svip. Nokkuð nú- tímaleg lína en klassísk um leið. Margrét Sigríður Valgarðsdóttir Vítt, ljóst, klassískt 22. apríl 2012 27 Blómahaf, frönsk áhrif, rómantískt Leður, nútímalegt, djarft Glimmer, fylgihlutir, sparilegt

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.