SunnudagsMogginn - 22.04.2012, Blaðsíða 28

SunnudagsMogginn - 22.04.2012, Blaðsíða 28
inn af hafinu og þakkaði fyrir að búa ná- lægt sjónum. Ég þakkaði fyrir að búa á eyju, á Íslandi sem er lýðræðisríki. Ég þaut út Ægisíðuna og fann alltaf eitthvað til að þakka fyrir. Síðan hef ég stundað þakklætisgöngur. Ég tek líka reglulega þakklætishring. Þá sný ég mér í hring á opnu svæði og finn eitthvað til að þakka fyrir hvað sem fyrir augu ber. Þakklætisgöngur eru ágætt mótvægi við þessi stöðugu skilaboð um að við séum ekki nóg; eigum ekki nóg, séum ekki nógu falleg, nógu vel menntuð, nógu vel vaxin og svo framvegis. Vestrænt samfélag þrífst á því að við skilgreinum okkur út frá skorti, fáum stöðugt áreiti um hvað okkur skorti. Við erum aldrei nóg. Og þegar maður snýr þessu við og horfir markvisst á það góða sem maður býr yfir og hefur að þakka fyrir þá stuðlar maður að betri líðan og nægjusemi. Skilti sem voru við Ægisíðuna eftir Sól- veigu Eggertsdóttur myndlistarkonu höfðu á sínum tíma djúp áhrif á mig. Þar voru staðhæfingar eins og: Sjálfur leið þú sjálfan þig. Jafnan er dimmast undir dög- un. Segðu það steininum heldur en eng- um. Ég settist niður og hugsaði um þessar jákvæðu staðhæfingar og ákvað að breyta eftir þeim. Ég hugsaði um það hvernig ég vildi hafa líf mitt. Ég var ritstjóri Vik- unnar og var farin að kvíða því að fara aftur að vinna eftir fæðingarorlof, þannig að ég sagði upp vinnu minni. Ég treysti því að eitthvað betra biði mín. Ég lét hjartað ráð för. Svo fór ég að lesa mér til og semja efni og búa til námskeið. Þannig að þakklætisgöngurnar gáfu mér ekki bara mikla orku heldur gerbreyttu lífi mínu. Það er svo margt sem gerist þegar mað- ur hvílir í jarðvegi þakklætis, til dæmis getur maður þá laðað til sín það góða. Þegar ég horfi til baka sé ég að ævintýrin hafa jafnan gerst í mínu lífi og draumar orðið að veruleika þegar ég hef tekið það alvarlega að sinna mér andlega og lík- amlega. Þegar ég hef þakkað markvisst fyrir, beðið, hugleitt, hreyft mig reglulega og sótt uppbyggilega fundi hef ég sent frá mér góða strauma sem hafa leitt til nýrra tækifæra. Ég laðaði það til dæmis til mín að bandarískur milljarðamæringur bauð mér í starfsnám á bandarískum útvarps- og sjónvarpsstöðvum. Á þeim tíma var ég að vinna á útvarpinu og dag einn sendum við út þátt frá Hveragerði. Þar sem ég sat á Hótel Örk og horfði yfir Suðurlandið hugsaði ég með mér að ef maður trúir því og treystir að veröldin sé björt og fögur þá á maður að senda óskir sínar út í loftið í trausti þess að ótrúlegir hlutir gerast og óskir rætast. Ég sagði upphátt: Mig langar svo að komast í starfsnám á fjölmiðlum í útlöndum. Skömmu seinna var hringt í mig og mér var boðið í starfsnám hjá bandarískurm milljarðamæringi sem er Vestur-Íslendingur og á 46 útvarps- og sjónvarpsstöðvar víðs vegar um Banda- ríkin. Einn minn dýrmætasti skóli er þetta starfsnám því þar lærði ég svo ótal margt. Það má segja ýmislegt um Bandaríkja- menn en þeir eru samskiptasnillingar, kunna að tjá sig munnlega, blanda geði og kynna sig á mannamótum.“ Stundum döpur Byggist þín lífsspeki, það er að segja að trúa á það góða og laða það til sín, að einhverjum hluta til á trú á æðri mátt? öld gefur út. Næsta bók heitir Blómstraðu í samskiptum – tjáðu þig af öryggi, en ég vinn einmitt við að þjálfa fólk í öruggri tjáningu. Það geta allir tjáð sig af öryggi ef þeir fá hvatningu og tækifæri til að æfa sig. Mér finnst ég reyndar hafa þjálfað mig markvissst í því sjálf frá átta ára aldri. Ég bjó á Ísafirði og var fengin til að standa uppi á kassa á pólitískum fundi og lesa sögu eftir Elísabetu Þorgeirsdóttur. Ég man hvað ég æfði mig vandlega fyrir upp- lesturinn og ég fann að þessi undirbún- ingur skipti máli. Um kvöldið stóð ég uppi á þessum kassa og las fyrir fullum sal af fullorðnu fólki og skynjaði að þetta lá vel fyrir mér.“ Að hvíla í jarðvegi þakklætis Ertu algjörlega ófeimin? „Ég er sviðsvön, búin að vera í beinni útsendingu í fjölmiðlum árum saman. Það hefur mikið gerst síðan ég byrjaði sem sjónvarpsþula í gamla daga. Í fjölmiðlum gerist margt á bak við tjöldin og með tím- anum losnar maður við óttann um að eitt- hvað mistakist. Svo kemur að því að mað- ur lærir að jafnvel mistök geta hjálpað manni því þau gera mann mannlegan. Maður finnur fyrir miklu frelsi þegar maður sættir sig við að vera manneskja en ekki vélmenni. Því manneskjur mega gera mistök. Ég bý að mikilli reynslu í fjölmiðlum sem nýtist mér í kennslu og nám- skeiðahaldi. Kveikjan að því að ég fór að hanna námskeið eru þakklætisgöngur sem ég fann upp fyrir tilviljun. Ég nota þær markvisst og meðvitað til að breyta hugarfari mínu, líðan og auka þannig sjálfstraustið.“ Hvað eru þakklætisgöngur? „Fyrir tólf árum var ég heima í fæðing- arorlofi með drenginn minn. Einn daginn í grámyglulegu og leiðinlegu veðri var ég úti að ganga með barnavagninn. Ég var svolítið döpur en hafði enga ástæðu til þess því barnið var yndislegt og allt var gott. Það býr í mér ákveðin depurð og ég hef alltaf verið í leit að leiðum til að sigrast á henni. Allt í einu þarna á Ægisíðunni fékk ég þá hugmynd að þakka fyrir meðan ég gengi út þessa löngu götu. Hvað á ég að þakka fyrir í þessu roki? hugsaði ég og svarið var: Jú, ég þakka fyrir rokið því það tryggir hreint andrúmsloft. Ég fann ilm- S igríður Arnardóttir, Sirrý, hefursent frá sér fyrstu bók sína,Laðaðu til þín það góða. Sirrý,sem hefur langa reynslu í fjöl- miðlum, er félags- og fjölmiðlafræðingur að mennt og heldur fyrirlestra og nám- skeið bæði um samskiptafærni og örugga tjáningu, auk þess sem hún kennir við Háskólann á Bifröst og sér um vikulegan þátt á Rás 2 á sunnudagsmorgnum. Sirrý segist hafa verið í yfir tólf ár að safna efni í bókina. En af hverju tók sú vinna þetta langan tíma og af hverju kom ekki út bók eftir hana fyrr? Hún svarar því: „Fyrir mörgum árum var ég kölluð á fund hjá bókaforlagi. Þar var sagt við mig: Við erum handvissir um að þú átt eftir að skrifa bók og við viljum að þú skrifir hana fyrir okkur. Ég man að ég seig niður í stólnum undir myndum á veggjunum af Halldóri Laxness og öðrum andans jöfr- um. Mig langaði til að skrifa bók en grimmur gagnrýnandi á öxlinni á mér dró stöðugt úr mér kjarkinn. Mér fannst ég ekki geta skrifað bók. Svo liðu árin og námskeið mín urðu vinsæl. Mín fasta vinna er að þjálfa háskólanema á Bifröst í framsækni og öruggri tjáningu. Svo er ég pöntuð hingað og þangað til að halda námskeið í samskiptafærni, sjálfsöryggi, jákvæðu hugarfari og jákvæðri tjáningu. Ég er góð í því að kenna þetta og hef fengið fína hvatningu og jákvæð viðbrögð frá fólkinu sem ég tala við á námskeið- unum. Svo kom að því að ég hugsaði: Af hverju ekki bara að skrifa bók! Til þess þurfti ég að rífa þennan grimma gagn- rýnanda af öxlinni og losa mig við eigin vanmáttarkennd. Og þvílíkur léttir þegar mér tókst það. Manni líður svo vel and- lega þegar maður losar sig við hræðsluna við gagnrýni. Ég gekk svo lengi með þessa bók í koll- inum og safnaði efninu að ég man varla eftir að hafa sest niður til að skrifa hana. Ég sagði við manninn minn: Manstu eftir að hafa séð mig sitja við að skrifa þessa bók? Hann mundi alveg eftir því og minnti mig á að ég hef líka lifað sam- kvæmt efni bókarinnar árum saman. En bókin skrifaði sig eiginlega sjálf þegar rétta stundin var runnin upp. Þessi bók heitir Blómstraðu í einkalífi og starfi – laðaðu til þín það góða, og er byrjun á bókaflokki sem ég er að vinna að og Ver- Viðtal Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Sólarmegin í lífinu Sirrý hefur sent frá sér bók um það hvernig eigi að laða til sín það góða. Í viðtali ræðir hún um hamingjuna og depurðina sem hún finnur stundum fyrir. Hún segir frá þakklætis- göngum sem hún stundar og hvernig hún fer að því að laða til sín það góða. 28 22. apríl 2012

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.