SunnudagsMogginn - 22.04.2012, Blaðsíða 35

SunnudagsMogginn - 22.04.2012, Blaðsíða 35
22. apríl 2012 35 vatni, spreyta sig í veiði og reyna á þolinmæðina sem því fylgir,“ segir Karl og bætir við að veiði sé kjörinn vett- vangur fyrir fjölskyldur til að stunda útivist og njóta þess að vera saman. Reglulega heyrast fregnir um veiði- leyfi í laxveiðiám sem seljist á hundruð þúsunda, jafnvel fyrir eina stöng í örfáa daga, svo ekki sé talað um þann dýra útbúnað sem hægt er að komast í. Karl segir kostnaðinn algjörlega fara eftir hverjum og einum veiðimanni, vissu- lega geti veiðileyfi verið dýr en þau geti líka verið ódýr. Veiðikortið er dæmi um ódýran kost, en sá sem fjár- festir í slíku korti er kominn með veiðileyfi í fjölda góðra veiðivatna víða um landið. „Byrjunarkostnaðurinn, vöðlur, jakki, stöng og annar nauðsyn- legur búnaður, er örugglega svipaður og menn þekkja úr golfinu. Varðandi veiðileyfin þá geta þau auðvitað verið dýr en menn geta dálítið stjórnað því sjálfir,“ segir Karl og tekur fram að ekki þurfi endilega að fara í rándýrar ár til að veiða vel. Á Íslandi er fjöldi veiðivatna sem eru kjörin fyrir fjölskyldufólk til að njóta útivistar. Karl við Langá á Mýrum þar sem hann hefur veitt í 30 ár. ’ Við erum líka dugleg fjölskyldan að fara í vatnaveiði. Þetta get- ur verið algjört fjölskyldu- sport, ég tel það rosalega hollt fyrir krakkana að komast í veiði og reyna á þolinmæðina sem því fylgir.“ Nú er mikið talað um velferð og stofnað hefur veriðsérstakt velferðarráðuneyti. Búið er að sameina heil-brigðis-, félags og almannatryggingar í eitt ráðu-neyti. Orð sem er af sama meiði og velferð er lífsgæði. Kreppan hefur komið illa niður á langveiku fólki, öldruðum og öryrkjum. Það er ekki sanngjarnt að kenna ríkisstjórninni um bága stöðu þessa fólks. Kreppan skall á okkur af fullum þunga, það var ekki létt verk að takast á við þau risavöxnu verkefni sem fylgdu í kjölfarið. Þrátt fyrir allt hefur okkur tekist sæmilega vel að slá vörð um velferðarkerfið. Það getum við hinsvegar ekki þakkað ríkisstjórninni heldur óeigingjörnu og fórnfúsu starfi starfsfólks heilbrigðisþjónustunnar. Sparnaðaraðgerðir stjórn- valda hafa margar hverjar heppnast ágætlega. Aðrar hinsvegar hafa mistekist, skapað aukinn kostnað, rýrt lífsgæði langveikra, öryrkja og aldraðra. Stjórnvöld verða að læra af reynslunni, eins og Ríkisend- urskoðun hefur raunar bent á, endurskoða sparnaðar- aðgerðir liðinna ára. Lífsgæði margra sjúklinga hafa versn- að talsvert eftir hrunið, erfitt er að mæla og reikna út þessa rýrnun lífsgæða. Vitað er um mjög veikt aldrað fólk er sent mun fyrr heim af sjúkra- húsum en áður. Það lendir því of oft á öldruðum og oft ekki heilsuhraustum maka að annast veika eiginkonu eða eiginmann. Mörg dæmi eru um að einstæðar mæður þora varla að taka sér frí úr vinnu vegna bágs ástands á vinnumarkaði til að annast veik börn sín. Það lendir því oft á eldri systkinum, for- eldrum og ættingjum að annast börnin eða þá að þau vera að sjá um sig sjálf. Þetta er skerðing á lífsgæðum, það ætti að verða helsta verkefni velferðarráðuneytisins fram að kosningum að bæta lífsgæði langveikra, aldraðra og öryrkja. Endurreisn heil- brigðiskerfisins er langtímaverkefni sem skapa verður þjóðarsátt um. Að mörgu er að hyggja í þessum efnum, mikil hækkun á eldsneyti hefur komið illa niður á langveikum, öldruðum og ör- yrkjum. Þetta fólk er mjög háð bifreiðum sínum, almennings- samgöngukerfið hentar þessu fólki ekki. Lágt gengi krónunnar hefur hækkað verð á lyfjum, hátt lyfjaverð kemur mjög illa niður á veiku fólki og öldruðum. Smásöluálagning á lyf hefur hækkað, virðisauki hefur verið hækkaður um eitt prósentustig og þá hef- ur kostnaðarhlutdeild sjúkratryggðra hækkað. Lyf eru algeng- asta „verkfærið“ til að meðhöndla sjúkdóma, lækna og lina þjáningar fólks. Það sem velferðarráðuneytið getur gert strax til að bæta lífs- gæði langveikra og aldraða er að lækka verð á lyfjum með því að lækka virðisauka á lyf niður í 7%. Á Íslandi er hæsti virðisauki í heimi, í flestum löndum Evrópu er lægri virðisauki á lyf en á öðrum vörum. Í sumum löndum eins og til dæmis í Svíþjóð er enginn virðisauki á lyf. Þessi aðgerð kostar líklegast aðeins um 700 miljónir króna. Þessa fjárhæð gæti ríkið fengið margfalt til baka með því að hækka virðisauka á sælgæti úr 7% í 25.5% . Þarna væri ráðu- neytið að bæta hag sjúklinga og einnig að grípa til þýðingarmik- illa forvarna. Offita Íslenskra barna er alvarlegt heilsufarsvanda- mál, 20% íslenskra barna eru of þung og 5% of feit, 40% menntaskólastráka og 30% stelpna eru yfir kjörþyngd. Líklegast eru 6% útgjalda til heilbrigðismála vegna offitutengdra sjúk- dóma. Það hefur lengi tíðkast að leggja há gjöld á neysluvörur sem taldar eru óhollar, í því sambandi mætti nefna áfengi og tóbak. Víða í Evrópu, til dæmis í Bretlandi og í Danmörku hafa stjórnvöld áform um að hækka opinber gjöld á óholl matvæli. Offitutengdir sjúkdómar eru að verða alvarlegt vandamál og eru vísbendingar um að innan fárra ára verði þeir jafnvel stærra vandamál en sjúkdómar af völdum áfengisneyslu og reykinga. Árangursríkasta leiðin til að bæta lífsgæði barna, sjúklinga og aldraðra er að auka forvarnir, efla endurhæfingu og tryggja að allir þeir sem þurfa á lyfjum að halda fái þau án tillits til efna- hags. Enn sem komið er hefur hið nýja velferðarráðuneyti ekki gripið til neinna aðgerða til að auka lífsgæði sjúklinga, aldraðra og öryrkja. Nú er tækifæri, það er einföld aðgerð og þjóðhagslega hagkvæm að lækka virðisauka á lyf og hækka hann á sælgæti og skyldar vörur. Lyf og sælgæti ’ Lífsgæði margra sjúk- linga hafa versnað talsvert eftir hrunið, erfitt er að mæla og reikna út þessa rýrnun lífs- gæða. Lífsgæði Sigmar B. Hauksson Fjallað hefur verið um stangveiði af metnaði á síðum Morgunblaðsins í áratugi, enda er um vinsæla af- þreyingu og áhugamál að ræða sem tugir þúsunda Íslendinga leggja stund á. Eins og undanfarin ár munu ljósmyndararnir Einar Falur Ingólfsson og Kjartan Þorbjörnsson, Golli, sjá um veiðiskrif á síðum blaðsins í sumar. Annars vegar verður um fréttir að ræða, þar sem grennslast verður fyrir um ganginn í veiðinni á veiðislóð um land allt, bæði í silungi og laxi, og sagðar fréttir af ýmsu öðru sem tengist efninu. Þá birtast eins og síðustu ár reglulega „veitt með“-viðtöl hér í Sunnudagsblaðinu, þar sem blaðamenn eyða stund með ólíkum veiðimönnum á bökkum vatnanna, ræða við þá um veiðisvæðin og áhugamálið og forvitnast um veiðisögur. Skrifin prýða vandaðar ljósmyndir þeirra félaga. Þeir Einar Falur og Golli eru báðir reyndir stangveiðimenn og auk þess að sinna veiðiumfjöllun hér á síðum blaðsins hafa þeir komið að gerð vinsælla bóka um veiði. Saman skrifuðu þeir ríkulega mynd- skreytta bók, Í fyrsta kasti, en í henni birtist úrval viðtala sem þeir áttu við veiðimenn á bökkum vatnanna frá vori og inn í haust. Einar Falur hefur átt ljósmyndirnar í bókaröð um nokkrar bestu laxveiðiár landsins, í bókunum Laxá í Kjós & Bugða, Langá á Mýrum og nú síðast Grímsá & Tunguá sem kom út í vetur. Hann hefur einnig átt ljósmyndirnar í bókum Bubba Morthens, Áin og Veiðisögur, og þýddi hið klassíska verk R.N. Stewarts hershöfðingja, Íslenskar veiðiár, sem Hið íslenska bókmenntafélag gaf nýverið út. „Stangveiði nýtur sívaxandi áhuga hér á landi og það er ekki skrýtið. Þetta er mikilvæg atvinnugrein sem skilar landeigendum arði, arði sem skilar sér jafnframt í þjóðarbúið, og það þarf að endurspeglast í umfjöllun okkar. En fyrst og fremst er þetta áhugamál; fólk nýtur þess að vera úti í náttúrunni með vinum og fjölskyldu og veiða. Sumir greiða mikið fyrir að komast í veiði, og það er þeirra val, þeir eru þá að greiða fyrir ákveðin gæði, en allir geta veitt og allir geta notið þess, þótt það kosti ekki mikið – fyrir marga er þetta líka lífsstíll. Við skrifum fréttir og frásagnir fyrir allt þetta fólk,“ segir Einar Falur. Vönduð veiðiskrif í Morgunblaðinu

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.