SunnudagsMogginn - 22.04.2012, Blaðsíða 38

SunnudagsMogginn - 22.04.2012, Blaðsíða 38
en hann lagði ungur á djúp fíkn- arinnar. Andy Gibb var líka vinsæll söngvari enda þótt hann gerðist aldrei meðlimur í Bee Gees. Elsti bróðirinn, Barry Gibb, aðal- sprautan í Bee Gees, er við góða heilsu, 45 ára. Hann hefur verið við sjúkrabeð bróður síns í Lundúnum undanfarna daga ásamt móður þeirra, konu Robins, fjórum börnum hans og fleiri nánum ættingjum. Gibb-bræður eiga eina syst- ur, Leslie. Engum sögum fer af söng- hæfileikum hennar. Robin Gibb hefur sjaldan verið milli tannanna á slúðurpressu þessa heims og því brá mörgum í brún Upplýst var seint á síðasta ári að RobinGibb hefði greinst með krabbamein ílifur og ástand hans væri alvarlegt.Neyddist söngvarinn af þessum sök- um til að gefa frá sér einhver verkefni, þar á meðal hér á Íslandi en til stóð að hann kæmi fram á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar. Gibb, sem er 62 ára, ræddi fyrst um veikindi sín opinberlega í janúar og tilkynnti þá að krabbameinsmeðferðin gengi sérstaklega vel og því færi fjarri að hann væri við „dauðans dyr“, eins og einhverjir höfðu haldið fram. Kvaðst Gibb í raun aldrei hafa fundið að neinu marki fyrir veikindunum. Í byrjun mars var upplýst að meinið væri á undanhaldi. Einungis þremur vikum síðar var Gibb lagður inn á sjúkrahús, þar sem hann undirgekkst aðgerð vegna kvilla í þörmum. Í kjölfarið aflýsti hann fáeinum fyrirhuguðum tónleikum. Það var svo í byrjun þessarar viku að eiginkona Gibbs, rithöfundurinn og listamaðurinn Dwina Murphy Gibb, staðfesti að hann væri kominn með lungnabólgu og væri haldið sofandi á spítala. Á fimmtudagskvöldið var tilkynnt að Gibb hefði sýnt smá- vægilegar framfarir. Maðurinn með ljáinn hefur áður sótt að Robin Gibb. Árið 1967 sluppu þau fyrri eig- inkona hans úr lestarslysi sem banaði 49 manns. Fyrir tveimur árum var hann síð- an fluttur í skyndi á spítala, þar sem hann gekkst undir bráðauppskurð vegna garnaflækju, sama kvilla og varð tvíburabróður hans, Maurice, sem einnig söng með Bee Gees, að ald- urtila fyrir níu árum. Búinn að missa tvo bræður Þriðji bróðirinn, Andy, lést aðeins þrítugur að aldri árið 1988 Söngvarinn Robin Gibb, meðlimur einnar vinsæl- ustu poppsveitar sem sögur fara af, Bee Gees, berst nú fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi í Lundúnum. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Robin Gibb hefur átt mikilli velgengni að fagna sem söngvari. Reuters ’ Árið 1967 sluppu þau fyrri eig- inkona hans úr lestarslysi sem banaði 49 manns. Berst fyrir lífi sínu Dwina Gibb í vikunni fyrir utan sjúkrahúsið í Lundúnum þar sem bóndi hennar liggur. AFP 38 22. apríl 2012 Frægð og furður Í fylgd tveggja vélhjólalögreglumanna ók HLH-flokkurinnásamt fríðu fylgdarliði um götur Reykjavíkur á föstudaginn,veifandi og kallandi undir háværri rokktónlist. Við Háskólabíóvar numið staðar og þust inn í bíóið, þar sem sýnd var mynd- band, er gert hefur verið til að kynna fyrstu plötu HLH-flokksins, en hún kom út fyrir skömmu,“ segir í frétt Morgunblaðsins í apríl 1979. HLH-flokkurinn var stofnaður árið 1978 og var skipaður bræðr- unum og skemmtiparinu Halla, Ladda og Björgvin Helga Halldórs- syni. Sumarið áður hafði hljómsveitin Brimkló ásamt Halla og Ladda farð hljómleikaferðalag um landið og meðal atriða í þeirri ferð var HLH-flokkurinn, sem vakti mikla hrifningu. Af því spratt þetta þríeyki sem söng allskonar rokk og ról í briljantínstíl. Amerísk áhrif voru yfir og allt um kring og landinn lét sér vel líka. Og stundum voru haldin dansiböll með sveitinni; eitt slíkt var auglýst í Morg- unblaðinu í júní 1978 og þá sérstaklega tiltekið að þau Didda og lög- regluþjóninn ljúflyndi, Sæmi rokk, myndu mæta og dansa fyrir gesti. Í amerískum kagga í Lækjargötunni brunaði HLH-flokkurinn. Rokkað í botn og briljantínið var í hárinu. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Myndasafnið 22. apríl 1979 HLH undir háværu rokki

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.