SunnudagsMogginn - 22.04.2012, Blaðsíða 43

SunnudagsMogginn - 22.04.2012, Blaðsíða 43
22. apríl 2012 43 stakk upp á því að við myndum koma þar í ágúst. Þá tókum við nokkrar myndir og svo aftur um haustið þegar við fórum á hreindýraveiðar. Þá sáum við líka vegginn með öllum áletrununum í fyrsta sinn og Þóra Hrönn fór að taka myndir af þeim. Í framhaldi af þessu langaði okkur að sýna einhverjar af myndunum og fengum þá ráðleggingu frá Hrafnhildi Sigurð- ardótur vinkonu Þóru Hrannar að sýna úti á landi. Ég leitaði því til Gunnars Björns Gunnarssonar formanns Stofnunar Gunn- ars Gunnarssonar og sýndi honum mynd- irnar. Hann tók hjá mér nokkrar myndir til að sýna Skúla Birni Gunnarssyni for- stöðumanni Skriðuklausturs, en hafði svo samband við mig og sagði að ég fengi myndirnar ekki aftur. „Þetta er einmitt Aðventuhúsið,“ sagði hann, en Gunn- arsstofnun var þá með í bígerð að kynna Aðventu. Það varð svo úr að við hittum Skúla Björn þegar hann átti erindi suður, en áður en af því varð lásum við Aðventu og þá varð Aðventuhugmyndin til.“ Sigurjón segir að þau Þóra Hrönn hafi skipulagt vinnuna mjög vel, haldið reglu- lega vinnufundi til að halda utan um hvert smáatriði og líka lagst í rannsóknir og þau fóru margar ferðir austur í leit að töku- stöðum. „Við lásum allar bréfaskriftir þegar verið var að bygginu hússins og staðsetningu þess, fengum að fara í öll gögn sem til eru hjá Þjóðminjasafninu og lásum allt sem við gátum fundið um það. Við lögðumst líka yfir viðtalið við Fjalla- Bensa sem birtist í Eimreiðinni á sinum tíma en þar fékk Gunnar hugmynd að smásögunni sem síðar varð að Aðventu og hann skrifaði fyrir þýska forlagið Reclam. Við lásum einnig Aðventu aftur og aft- ur, tættum hana í okkur til að finna 120 setningabrot sem kölluðu á myndir og teiknuðum upp mótífin sem við sáum fyr- ir okkur. Ferðirnar austur urðu alls níu til að ná í réttu myndirnar í réttri lýsingu, því það var ekki nóg að sólin væri á rétt- um stað heldur þurfti maður líka að treysta á að skýjafar væri rétt. Í hverri ferð fundum við alltaf sterkar og sterkar fyrir nærveru Fjalla-Bensa og anda Aðventu.“ 25 ljósmyndir úr Aðventuverkefninu voru sýndar í Gunnarsstofnun á Skriðu- klaustri í Fljótsdal í haust og fram í febrúar og í Gallerí Klaustri í sama húsi sýningin Ferðalangar á Fjöllum með myndum af áritununum af timburþili sæluhússins. Í desember voru ljósmyndirnar síðan sýnd- ar sem glærumyndasýning við árlegan upplestur Aðventu í Jónshúsi í Kaup- mannahöfn og einnig í húsnæði Rithöf- undasambands Íslands á Dyngjuvegi 8. Í nóvember næstkomandi verða síðan væntanlega opnaðar tvær stórar sýningar á myndum úr verkefninu í Listagili á Ak- ureyri. Um 50 myndir verða til sýnis á neðri hæð í Ketilhúsi úr Aðventu á Fjöll- um og á efri hæð verða um 300 myndir af áritunum úr Ferðalöngum á Fjöllum. ’ Ekki er verið að ljós- mynda Aðventu held- ur er hún höfð til hliðsjónar og innblásturs. „... blikuðu glitrandi rákir á blásvörtum svellum …“ segir í Aðventu og varð kveikja að þessari mynd í gljúfrinu neðan við Dettifoss. „Kofinn var hólfaður í tvennt, hesthús og vistarveru með rúmstæði – hallar ígildi eins og hér stóð á.“ Svo er sæluhúsinu við Jökulsá á Fjöl- um lýst í Aðventu Gunnars Gunnarssonar. Húsið var byggt 1881 úr grjóti úr nágrenninu. Ljósmynd/Sigurjón Pétursson

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.