Morgunblaðið - 07.05.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.05.2012, Blaðsíða 4
BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Söfnuðir landsins þurfa að draga enn frekar úr starfsemi sinni, verði sóknargjöldin ekki leiðrétt, og bú- ast má við fjöldauppsögnum laun- aðra starfsmanna. Ljóst þykir að slíkar aðgerðir dugi ekki skuldsett- um söfnuðum og að við þeim blasi gjaldþrot. Kemur þetta fram í niðurstöðum nefndar sem innanríkisráðherra skipaði til að meta áhrif niður- skurðar fjárveitinga á starfsemi þjóðkirkjunnar og afleiðingar þess að haldið yrði áfram á þeirri braut. 25% skerðing umfram aðra Safnaðarstarf hefur orðið fyrir miklum tekjumissi á undanförnum árum vegna þess að ríkið hefur tek- ið til sín sífellt stærri hluta af sókn- argjöldunum. Kirkjan fær framlög á fjárlögum, annars vegar til að standa skil á launagreiðslum til presta og starfsmanna þjóðkirkj- unnar og hins vegar af sóknargjöld- um. Skýrsla nefndarinnar fjallar um sóknargjöldin sem eru í raun fé- lagsgjöld safnaðarmeðlima til kirkna sinna. Þau voru umreiknuð í tiltekið hlutfall tekjuskatts þegar staðgreiðslan var tekin upp og runnu þannig inn í skattkerfið. Rík- ið hefur síðan tekið hluta þeirra til sín og réttlætt sem þóknun fyrir innheimtu. Sóknargjöldin hafa þó verið framreiknuð miðað við verð- lag. Eftir bankahrunið hjó ríkið veru- lega í sóknargjöldin og hefur nú drjúgar tekjur af þeim. Kirkjan undirgekkst það að taka á sig byrð- ar, eins og aðrir sem taka fé af fjár- lögum. Skerðing sóknargjaldanna hefur hins vegar orðið mun meiri en til annarra vegna þess að þau hafa verið miðuð við ákveðna krónutölu og ekki tekið verðlagshækkunum. Í skýrslu nefndar innanríkisráðherra kemur fram að tekjur af sóknar- gjöldunum hafi af þessum sökum lækkað um nálægt 25% umfram fjárveitingar til annarra. Skerðingin hefur haft þau áhrif að meirihluti sókna nær ekki end- um saman þótt ráðist hafi verið í margvíslega hagræðingu. Aðstæður sókna eru afar mis- munandi. Fjölmennari sóknir hafa haldið úti öflugu starfi með laun- uðum starfsmönnum en minna er umleikis í fámennari sóknum. Þá skulda sumar sóknir vegna bygg- ingar kirkna eða safnaðarheimila. Nefndin fékk þó alls staðar sömu lýsingar á viðbrögðum. Eignum er ekki haldið við, laun eru lækkuð og starfsmönnum sagt upp, helgihald er dregið saman, æskulýðs- og eldriborgarastarfi hætt, kórar eru leystir upp og allt menningarstarf ýmist skorið niður við trog eða því beinlínis hætt. Kærleiksþjónusta, svo sem heimsóknir til aldraðra og sjúkra, er dregin saman eða hætt. Nefndin dregur þá ályktun „að grunnstoðir í starfsemi safnaða þjóðkirkjunnar séu að hruni komn- ar“. Kirkjan verður lömuð Enn dekkri mynd blasir við ef hugsað er til þess að skerðing sókn- argjalda haldi áfram eða verði við- varandi. Fjöldauppsagnir blasa við og þjónusta verður dregin enn frek- ar saman. Lista- og menningar- starfsemi verður hætt sem og kær- leiksþjónustu og sálgæslu sem ekki er beinlínis á vegum prestanna sjálfra og hjálparstarf safnaðanna leggst af. Ekki dugar það öllum. Fjöldi skuldugra sókna verður gjaldþrota eða þarf að gera nauða- samninga sem lamar starfsemi þeirra. Aðrar hafa ekki fjármuni til annars en að greiða af skuldum. Þriðji hópurinn getur aðeins haldið úti lágmarks helgihaldi og þeirri boðun og fræðslu sem prestarnir sjálfir geta komist yfir. Engin sókn mun geta sinnt annarri grunnþjón- ustu kirkjunnar. „Þá eru megin- stoðir kirkjustarfsins fallnar og kirkjan lömuð,“ segir nefndin. Morgunblaðið/Eggert Fermingarbörn Söfnuðir kirkjunnar hafa kostað margvíslegt starf með tekjum af sóknargjöldum, auk viðhalds og reksturs kirkna og safnaðarheimila. Stoðir kirkjustarfs falla  Ríkið tekur til sín sífellt stærri hluta sóknargjalda  Sóknir neyðast til að draga saman eða hætta þjónustu  Stefnir í gjaldþrot eða nauðasamninga 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. MAÍ 2012 –– Meira fyrir lesendur PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Heimili og hönnun föstudaginn 11. maí NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 7. maí. Í blaðinu verða kynntir geysimargir möguleikar og sniðugar lausnir fyrir heimilin. Skoðuð verða húsgögn í stofu, hjónaherbergi, barnaherbergi og innréttingar bæði í eldhús og bað. Heimili & hönnun SÉ RB LA Ð „Við reynum að halda hefð- bundnum mess- um en drögum úr öðru eins og mögulegt er,“ segir Bjarni Kr. Grímsson, for- maður safn- aðarnefndar Grafarvogs- sóknar sem er stærsti söfnuður innan þjóðkirkj- unnar. Hann segir að ekki hafi verið ráðið í stöðu djákna sem losnaði á síðasta ári og kórastarf mjög dregið saman. Þá hafi verið dregið úr starfi meðal eldri borgara, barna- og ung- linga og líknandi starfi. Á móti kem- ur að prestarnir hafa tekið á sig meira starf. „Við höfum ekki efni á meiru,“ segir Bjarni. Þótt tekist hafi að draga úr út- gjöldum um 9-10 milljónir á síðasta ári tókst ekki að halda rekstrinum hallalausum því fjármagnskostnaður jókst á móti. Grafarvogssókn skuld- ar um 600 milljónir vegna byggingar kirkjunnar, þar af eru 150 milljóna kr. verðtrygging sem bæst hefur við frá bankahruni. Dregið úr öllu sem mögulegt er  Halli á rekstri þrátt fyrir sparnað Bjarni Kr. Grímsson „Ég setti niður þessa nefnd til að kortleggja stöð- una. Nefndin hef- ur unnið mjög vel og meðal annars skilað mér áfangaskýrslu sem varð til þess að fjárveitingar- valdið ákvað að rétta hlut kirkj- unnar enda voru færð rök fyrir því að skerðingin hefði verið umfram það sem lögin í reynd höfðu kveðið á um,“ segir Ögmundur Jónasson inn- anríkisráðherra. Hann segir að niðurstöðurnar verði teknar til skoðunar í ráðuneyt- inu og væntanlega einnig í þinginu. Hann treystir sér þó ekki til að gefa söfnuðunum fyrirheit um úrlausn mála. Málið verður skoðað í ráðuneytinu Ögmundur Jónasson Nefnd innanríkisráðherra kemur ekki með beinar tillögur til lausn- ar. Hún lætur það hins vegar koma fram í áliti sínu að með því að hækka sóknargjöldin úr 701 krónu á mann á ári upp í 852 kr. væru sóknunum bættir upp lið- lega tveir þriðju hlutar þeirrar skerðingar sem þeir sættu um- fram aðra. Síðan yrði unnt að bæta það sem upp á vantaði á árinu 2014. Þegar þeim árangri væri náð yrði þess gætt að hækkanir fjár- heimilda sem aðrir nytu kæmu einnig til hækkunar á sóknar- gjaldatekjum. Í skýrslu nefndarinnar kemur fram að sú skerðing sem sókn- irnar hafa fengið umfram aðra nemi samtals um tveimur millj- öðrum á fjórum árum. Tekið er fram að engar kröfur séu gerðar um bætur vegna þess. Söfnuðirnir fái stærri hluta HAFA TEKIÐ TVO MILLJARÐA AF TEKJUM SÓKNANNA „Fólk kom ákveðið í að kaupa, það var ekkert minna í körfunum í dag en í gær,“ segir Halldór Ó. Sigurðs- son, framkvæmdastjóri Bauhaus, en stöðugur straumur var alla helgina í verslunina sem opnuð var í Grafar- holti í Reykjavík að morgni laug- ardags. Talið er að á milli sjö og átta þús- und manns hafi komið í verslunina á opnunardaginn og því augljóst að eitthvað á annan tug þúsunda við- skiptavina hefur komið þangað inn um helgina. Aðsóknin hefur því verið meiri en þegar tískuvöruverslunin Lindex var opnuð í Smáralind sl. haust en þá komu liðlega tíu þúsund viðskiptavinir fyrstu þrjá dagana og tæmdu hillurnar. Var það talin ein fjölmennasta verslunaropnun hér á landi. Ein fjölsóttasta opnun versl- unar hér á landi til þessa Morgunblaðið/Árni Sæberg Opnun Fjölmenni var við opnun verslunar Bauhaus og grillin ruku út.  Yfir tíu þúsund sóttu Bauhaus heim

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.