Morgunblaðið - 07.05.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.05.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. MAÍ 2012 Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is „Okkur finnst bara að það sé ekki farið að lögum hvernig málið er unnið,“ segir Vilhjálmur Eg- ilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um þingsályktunartillögu iðnaðarráðherra um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða sem nú liggur fyrir Alþingi. SA sendu frá sér umsögn í lok apríl þar sem vinna ráðuneytisins er gagnrýnd og sagt að ráðherra hafi ekki verið heimilt að leggja fyrir þingið breytta tillögu að rammaáætl- un öðruvísi en að fara eftir bráðabirgðaákvæði í lögum 48/2011 þar sem kveðið er á um kynning- arferil áður en tillaga fer til Alþingis. Upphafleg tillaga fór í slíkt ferli. Ráðherra breytti upphaflegri tillögu Iðnaðarráðherra gerði breytingar á þeirri til- lögu og lagði að nýju fyrir þingið. Meðal breytinga ráðherra var að setja þrjár virkjanir í Þjórsár í biðflokk, en áður höfðu þær verið settar allar í nýtingarflokk af verkefnisstjórn. Breytt tillaga ráðherra fór ekki í umsagnarferli líkt og sú fyrri. Í umsögn SA segir: „Í tillögunni sem hér er til umsagnar hafa verið gerðar viðamiklar breyt- ingar á þeim drögum sem kynnt voru almenningi. Þessar breytingar hljóta að þurfa sömu umfjöllun og önnur atriði þingsályktunartillögunnar til að ákvæði laga nr. 48/2011 séu uppfyllt.“ SA segja að umrædd lög séu skýr og að það sé því skylda stjórnvalda að leggja sömu tillögu fyrir Alþingi og kynnt var almenningi og hags- munaaðilum upphaflega og að breytingar á henni krefjist nýs kynningar- og umsagnarferlis. Leitað var viðbragða hjá Oddnýju G. Harð- ardóttur iðnaðarráðherra. Hún segir að þings- ályktunartillagan hafi upphaflega verið kynnt al- menningi samkvæmt lögum og að breytingarnar á henni hafi orðið til eftir það ferli. „Við stóðum í þeirri trú að við værum að fara nákvæmlega eftir lögunum. Við tókum tillit til athugasemda sem koma fram í þessu umsagnarferli. Til þess var leikurinn gerður,“ sagði Oddný. Fer í umsagnarferil í meðferð Alþingis „Það er tvennt sem kemur fram í þessu ferli, varðandi þessa virkjunarkosti og eins ábendingar um tvær virkjanir sem áttu ekkert að vera þarna inni, önnur var of lítil og hin var þegar friðuð. Síð- an leggjum við þetta fyrir þingið og þingið fer með þetta aftur í umsagnarferli.“ Um þá fullyrðingu SA að stjórnvöld hefðu átt að setja breytta tillögu í umsagnarferli sagði hún: „Þetta er ekki túlkun lögfræðinga ráðuneytisins. Við fórum yfir þetta mjög vandlega í þessari vinnu allri af því að við vorum að passa okkur á því að gera þetta rétt.“ Segja ráðherra ekki fara að lögum  Samtök atvinnulífsins segja að tillaga ráðherra um vernd og orkunýtingu auðlinda sé ekki lögleg  Ráðherra segir að farið hafi verið nákvæmlega að lögum í samráði við lögfræðinga ráðuneytisins Morgunblaðið/RAX Í bið Ráðherra vill bíða með virkjun Urriðafoss. Meðferð ráðherra » Í lögum nr. 48/2011 segir að það sé ráðherra að ganga frá tillögu verkefnisstjórnar til Al- þingis. » Þar segir einnig að ef ráð- herra vilji gera breytingar á til- lögu verkefnisstjórnar beri að leita umsagna hjá viðkomandi stofnunum ríkis og sveitarfé- laga, félagasamtökum, hags- munaaðilum og öðrum aðilum. » Þessi ákvæði er að finna í 10. grein laganna og í bráða- birgðaákvæði einnig. » Þrátt fyrir það virðist ekki hafa verið farið með breytta til- lögu ráðherra í umsagnarferil. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Kynbundinn launamunur á almenn- um markaði hefur lækkað um 5,4% frá árinu 2006 ef tekið er mið af jafn- launaúttekt PricewaterhouseCooper. Launamunur er 6,6% en var 12% árið 2006. Launamunur á almennum markaði er minni en á hjá hinu opinbera ef tek- ið er mið af könnun SFR á meðal sinna launþega árið 2011. Samkvæmt henni er launamunur á milli kynja 13,2%. Mörgum brugðið árið 2006 Launamunur í jafnlaunaúttekt PwC er minni en í könnun VR frá árinu 2011 um launamun kynja á al- mennum markaði. Þar er hann 10,6%. Jafnlaunaúttekt PwC var unnin úr launagreiningu með tölum frá 14.304 launþegum í 71 fyrirtæki á almennum markaði. Þorkell Guðmundsson, ráð- gjafi hjá fyrirtækjaráðgjöf PwC, seg- ir ekki hægt að greina það út frá gögnunum hvers vegna munurinn hafi minnkað en telur að könnunin ár- ið 2006 hafi haft áhrif. „Mörgum var brugðið árið 2006 að sjá að munurinn var enn 12%. Reynslan sýnir að fyr- irtæki sem fara í svona jafnlaunaút- tekt ár eftir ár ná mestum árangri og launamunurinn minnkar hraðast hjá þeim,“ segir Þorkell. Fyrir neðan allar hellur Launamunur hjá hinu opinbera hefur aukist á ný eftir að hann lækk- aði fyrst eftir hrun. „Launamunurinn árið 2010 var kominn niður í 9,7% en rauk svo upp í 13,2% árið 2011,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður SFR. Hann segir að vilji hafi verið fyrir því að taka á þessu í kjarasamningum í fyrra. Hins vegar hafi ríkisstjórnin ekki viljað taka þátt í þeirri vinnu. „Það er fyrir neðan allar hellur að stjórnvöld hafi ekki viljað ganga í þetta með okkur,“ segir Árni. Mun síður launajöfnuður hjá ríkinu Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Launamunur minni Kynbundinn launamunur er minni á almennum markaði.  6,6% launamunur á milli kynja á almennum markaði í könnun PwC  13,2% launamunur á milli kynja hjá ríkinu árið 2011  Fyrir neðan allar hellur, segir formaður SFR  Launagreining skilar árangri Listrænir handverksmenn létu ljós sitt skína á sýningunni Handverk og hönnun sem lauk í gær. Á henni fór fram kynning á íslenskri listiðn handverki og hönnun. Listamennirnir sjálfir kynntu verk sín og voru þau 44 talsins. Þar af voru 27 listamenn að sýna í fyrsta skipti. Þetta var í sjöunda sinn sem sýningin Handverk og hönnun fer fram. Að þessu sinni var hún í Ráð- húsi Reykjavíkur og stóð hún yfir í fjóra daga. Morgunblaðið/Árni Sæberg Handverkið naut hylli Handverksmenn sýndu listir sínar á sýningunni Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur Ríkisstjórnin kemur saman til fundar á Egils- stöðum á morg- un. Að honum loknum ávarpar Jóhanna Sigurð- ardóttir forsætis- ráðherra stofn- fund Stoð- stofnunar Austurlands sem haldinn verður á Reyðarfirði. Katr- ín Jakobsdóttir, mennta- og menn- ingarmálaráðherra, ávarpar mál- þingið Landshlutar í sókn sem haldið er þennan sama dag. Í Stoðstofnun Austurlands sam- einast Þekkingarnet, Þróunarfélag, Markaðsráð og Menningarráð Austurlands auk þess sem starf- semi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi rennur inn í stofnun- ina. Á stofnfundinum munu ráð- herrar ríkisstjórnarinnar undirrita samning vegna sameiningar stofn- ana og samning um framlag ríkis- ins til sameinaðrar stofnunar. Stoðstofnun Austurlands stofnuð  Ríkisstjórnin fund- ar á Egilsstöðum Jóhanna Sigurðardóttir „Maður hefði haldið að launamun- ur ætti að jafnast fyrr hjá hinu op- inbera en á almennum markaði. Hjá ríkinu ætti frekar að vera farið eftir kjarasamningum, lögum og reglum,“ segir Elín Björg Jóns- dóttir, formaður BSRB. Við erum búin að vera í við- ræðum við ráðherra og stjórnvöld vegna þessarar stöðu. Við fengum yfirlýsingu frá ráðherra um að þetta stæði til bóta. Við erum orð- in langeygð eftir því að eitthvað verði gert,“ segir Elín. Vill aðgerðir ÓSÁTTUR FORMAÐUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.