Morgunblaðið - 07.05.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.05.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. MAÍ 2012 Björn Bjarnason skrifar á vef sinnfróðlega samantekt um mál Huang Nubo og samskipti hans við íslensk stjórnvöld.    Björn segir: „Hu-ang Nubo á valdamikla vini inn- an Samfylkingar- innar sem hafa beitt sér mjög í hans þágu hvort sem þeir eru utan eða innan stjórnarráðsins. … Eftir að Ögmundur Jónasson innanrík- isráðherra tók ákvörðun með vísan til íslenskra laga í nóvember 2011 hóf Huang Nubo að flytja óhróður um Íslendinga og íslensk stjórnvöld í Kína.“    Björn lýsir því einnig hvernig Hu-ang hafi hreykt sér af því í kín- verskum fjölmiðlum að hafa snið- gengið innanríkisráðherra Íslands.    Eins komi misvísandi upplýs-ingar fram um hvort samið hafi verið og þá til hve langs tíma, 40 ára eða 99 ára. Huang tali erlendis eins og samningar séu lengra komn- ir en íslensk stjórnvöld vilja vera láta.    Þá bendir Björn á að kínverskurfjárfestir getur ekki látið að sér kveða í útlöndum nema með sam- þykki kommúnistastjórnarinnar.    Margt er óljóst í þessu máli og vekur spurningar hvort upplýsingum sé haldið frá almenningi.    Þá vekja orð Nubo um íslenskanráðherra áhyggjur um fram- haldið. Íslendingar hafa kynnst hrokafullum auðjöfrum og hafa enga þörf fyrir að flytja slíka inn. Björn Bjarnason Engin þörf fyrir meiri hroka STAKSTEINAR Huang Nubo Veður víða um heim 6.5., kl. 18.00 Reykjavík 5 léttskýjað Bolungarvík 4 skýjað Akureyri 2 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 4 léttskýjað Vestmannaeyjar 5 heiðskírt Nuuk 6 upplýsingar bárust ek Þórshöfn 5 skýjað Ósló 8 heiðskírt Kaupmannahöfn 10 léttskýjað Stokkhólmur 12 heiðskírt Helsinki 8 skúrir Lúxemborg 12 þrumuveður Brussel 10 skýjað Dublin 7 skýjað Glasgow 7 léttskýjað London 7 skýjað París 12 skýjað Amsterdam 11 léttskýjað Hamborg 8 skýjað Berlín 10 alskýjað Vín 20 skúrir Moskva 21 heiðskírt Algarve 17 léttskýjað Madríd 18 léttskýjað Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 18 léttskýjað Róm 16 skúrir Aþena 26 léttskýjað Winnipeg 11 skúrir Montreal 13 léttskýjað New York 15 alskýjað Chicago 22 skýjað Orlando 29 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 7. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:37 22:12 ÍSAFJÖRÐUR 4:23 22:37 SIGLUFJÖRÐUR 4:05 22:20 DJÚPIVOGUR 4:02 21:46 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Stundum er beitt klækjum við sölu á notuðum bílum til að hækka verðið, reynt að fegra gripinn í augum kaupandans. Miklu skiptir hve mikið bílnum hefur verið ekið. En fram kemur í FÍB-blaðinu, riti Félags íslenskra bifreiðaeigenda, að auðvelt sé að breyta kílómetra- tölunni á stafrænum hraðamælum í nýjum bílum. Slíka þjónustu sé hægt að kaupa á meginlandi Evr- ópu fyrir sem svarar nokkur þús- und krónum. Neytendur eru varnarlausir gagnvart slíkum svikum en í grein- inni kemur fram að í sumum ríkj- um sé ekki einu sinni ólöglegt að breyta tölunni. Hollensk bíleig- endasamtök hafi fyrir tveim árum áætlað að heildarkostnaður vegna kílómetrasvika í Benelux-löndunum þrem auk Þýskalands og Frakk- lands nemi árlega 1,4 til 2,8 millj- örðum evra. Reiknað sé með að 30- 40% allra notaðra bíla sem seldir séu milli landanna séu með nið- urskrúfaðan mæli. Reglur um bifreiðaskoðun eru mismunandi milli landa en hvernig er staðan varðandi svindl hér- lendis? Morgunblaðið ræddi við Dagnýju Jónsdóttur, forstjóra Um- ferðarstofu, sem sagði engar kvart- anir hafa borist stofnuninni vegna kílómetrasvika. Ástæðan væri vafa- laust að um langt skeið hefði kíló- metrastaðan ávallt verið skráð við skoðun og nú bærust þær upplýs- ingar jafnóðum í miðlægan gagna- banka. Ef kílómetratalan hefði lækkað frá síðustu skoðun kæmi villumelding og málið væri kannað. „Það er því erfitt að svindla á þessu hér en þetta er mikið rætt hjá samstarfsaðilum okkar í öðrum Evrópulöndum,“ segir Dagný. „Neytendaverndin gagnvart þessu er góð hér á Íslandi og svona mál hafa ekki komið upp í minni tíð svo okkur sé kunnugt.“ En þeir sem flytji inn notaða bíla taki áhættu sem erfitt sé að sporna við. Dagný segir fátt annað hægt að gera en hvetja menn til varkárni og fara með notaða bílinn í ástandsskoðun. Umferðarstofa verði einfaldlega að treysta þeim gögnum um ástandið sem fylgi bílnum að utan. Erfitt að svindla með mæla hér  Talið að niðurskrúfaðir hraðamælar kosti hundruð milljarða í Evrópu á ári Morgunblaðið/Ernir Fylgst með Hér á landi er kílómetrastaðan ávallt skráð við bifreiðaskoðun. Unnið er að deiliskipulagi í Skál- holti með það fyrir augum að koma þar fyrir miðaldadómkirkju. Kirkjuráð hefur samþykkt að ganga til samstarfs við ferðaþjón- ustufyrirtæki um endurreisn kirkj- unnar en mun ekki koma að fjár- mögnun hennar að öðru leyti en því að kosta skipulagið. Hugmyndin kemur frá fyrir- tækjum í ferðaþjónustu. Áhugi er á að ljúka skipulagsvinnunni fyrir lok ársins. Miðaldakirkja á skipulagi Tilgáta Húsið í Skálholti á að líkjast dóm- kirkjunni sem þar var á miðöldum. Skattskrár vegna álagningar 2011 sem og virðisaukaskattsskrár vegna tekjuársins 2010 verða lagðar fram 7. maí 2012. Skrárnar, sem sýna álagða skatta á gjaldendur í hverju sveitarfélagi, liggja frammi á skattstofum eða á sérstaklega auglýstum stöðum í hverju sveitarfélagi dagana 7. maí til 21. maí 2012 að báðum dögum meðtöldum. Framlagning skattskráa er samkvæmt ákvæðum 2. mgr. 98. gr. laga nr. 90/2003 og 46. gr. laga nr. 50/1988. 7. maí 2012

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.