Morgunblaðið - 07.05.2012, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.05.2012, Blaðsíða 9
Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is ,,Skipstjórinn bakkaði skipinu þeg- ar sjórinn kom undir það og það losnaði alveg án hjálpar,“ segir Guðlaugur Ottesen, formaður Björgunarsveitarinnar Sigurvonar sem sá um björgunaraðgerðir flutningaskipsins Ferndanda sem strandaði við Sandgerðishöfn á laugardag. 15-20 manns á vegum björgunarsveitarinnar stóðu að björguninni þegar mest lét. „Við vorum tilbúnir með dráttarbát en hans reyndist ekki þörf við að losa skipið. En við hjálpuðum til við að snúa skipinu,“ segir Guðlaugur Skipstjóra Fernanda tókst að losa skipið um miðjan dag á laug- ardag. Náði ekki að beygja Skipið lá nánast á þurru á há- fjöru á laugardagsmorgun. Innsigling í Sandgerðishöfn er þröng og talið er að skipið hafi verið á of mikilli ferð þegar það sigldi að hafnarmynninu og ekki hafi náðst að beygja í tæka tíð. Eins hafi vindur átt þátt í því að svo fór sem fór. Björgunarþyrlan flutti menn frá Landhelgisgæslunni og lög- reglumenn um borð í skipið á laug- ardag. Ekkert amaði að áhöfninni, en ellefu menn eru í áhöfn. Enginn leki kom að skipinu. Á vef mbl.is kom fram að skipstjóri skipsins hefði ekki áður siglt inn í Sandgerðishöfn. Varð- skipið Þór kom að strandstað um kl. 10 á laugardagsmorgun. Fjöldi manns lagði leið sína niður að höfn í Sandgerði til að skoða skipið og fylgjast með aðgerðum á strand- stað. Rannsóknarnefnd sjóslysa tekin við Samkvæmt upplýsingum frá aðgerðastjórn Landhelgisgæsl- unnar í Skógarhlíð hefur áhöfn varðskipsins Þórs, ásamt lögreglu, nú rætt við áhöfn Fernanda. Skipið er komið að bryggju í Sandgerði og mun rannsóknar- nefnd sjóslysa nú taka við gögnum frá Landhelgisgæslunni og lögregl- unni og taka við málinu. Fernanda losnaði af sjálfsdáðum Ljósmynd/Landhelgisgæslan Frá strandstað Skipstjóra flutningaskipsins Fernanda tókst að losa skipið af sjálfsdáðum þegar flæddi að.  Skipstjóra tókst að losa flutningaskipið Fernanda án aðstoðar  Rannsóknarnefnd sjóslysa tekur nú við málinu Strand Fernanda » Flutningaskipið Fernanda strandaði við Sandgerðishöfn. » Skipstjóra tókst að losa skipið af sjálfsdáðum. » 15-20 manns frá Björg- unarsveitinni Sigurvon stóðu að björgunaraðgerðum. » Rannsókn komin í hendur rannsóknarnefndar sjóslysa. FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. MAÍ 2012 www.gilbert.is ELDFJALLAÚRIÐ Frisland Goð –– Meira fyrir lesendur PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS Morgunblaðið gefur út stórglæsilegt blað um garðinn föstudaginn 18. maí. Garðablaðð verður með góðum upplýsingum um garðinn, pallinn, heita potta,sumarblómin, sumarhúsgögn og grill. Katrín Theódórsdóttir Sími 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 12, mánudaginn 14. maí. Garða blaðið SÉ RB LA Ð Garðablað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.