Morgunblaðið - 07.05.2012, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.05.2012, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. MAÍ 2012 Morgunblaðið/Styrmir Kári Tri Adhi Sugiharto Hann er léttur í lund og finnst ekkert mál þó hér sé kalt á veturna en fagnar þó sumri. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Á Íslandi er gott að vera. Hér ætla ég að búa áfram,“ segir Tri Adhi Sugiharto sem kemur alla leið frá Balí en hann hefur búið á Íslandi undan- farin fimmtán ár. Hann starfar nú hjá skrifstofum Kópavogsbæjar þar sem hann sér alfarið um að gera klárt fyr- ir og eftir hádegismat og einnig sér hann um kaffistofurnar. Starfsfólkið er afar ánægt með störf hans, segir hann gera allt með mikilli alúð, hvort sem það er að skera niður ávexti eða eitthvað annað. Svo er hann alltaf léttur í lund og hlýr í viðmóti. Tri flutti til Íslands árið 1997, þegar hann var tvítugur. „Mig vantaði vinnu og þar sem systir mín bjó hér þá ákvað ég að freista gæfunnar. Hún var gift íslenskum manni og saman ráku þau verslunina Jón Indíafara. Við fluttum inn hluti frá Balí sem voru til sölu í búðinni.“ Tri fannst heldur napurlegt á Fróni þegar hann lenti hér í nóvem- ber. „Fyrsta árið var svolítið erfitt, ég þorði varla úr húsi fyrstu mánuðina. Ég skildi ekkert í tungumálinu og það var vindasamt á Seltjarnarnesinu þar sem systir mín bjó. En kuldinn var ekkert mál, ég var vanur honum frá því ég hafði verið að vinna í Japan og Kína. En ég fékk fljótlega vinnu hjá Seltjarnarnesbæ, í áhaldahúsinu. Þar tóku allir mér vel og gáfu mér nafnið Dúddi Ferguson. Einn þeirra sem vann með mér í áhaldahúsinu, hann Olli, kenndi mér íslensku, en ég lærði hana líka af sjónvarpinu,“ segir Tri sem talar mjög góða íslensku. „Mér Lífið á Balí er ólíkt því sem er á Íslandi Hann kom til Íslands fyrir fimmtán árum og hefur búið hér síðan. Hann kemur alla leið frá Balí en kann vel við sig í norðrinu. Á æskuheimili hans var ekki rennandi vatn og hann fór að heiman 14 ára til að vinna fyrir fjölskyldunni. Anna Elvira Herrera, nemi með áhuga á matargerð, stærðfræði, ferðalögum, líkamsrækt, heilsu, hönnun og öllu sem tengist flug- heiminum, heldur úti skemmtilegu bloggi á vefsíðunni annaelvira- herrera.com. Á síðunni er að finna uppskriftir og girnilegar matarmyndir en einnig hugleiðingar um lífið og tilveruna. Anna Elvira bloggar einnig um flug undir flokknum; Á fljúgandi ferð, en hún er með einkaflug- mannspróf og setur inn ýmsa gagn- lega flugtengla fyrir þá sem vilja leita sér upplýsinga um slíkt. Bloggsíða Önnu Elviru er for- vitnilegt blogg fyrir lífskúnstera sem finnst gaman að skoða skemmtilegar myndir og lesa líflegt blogg. Enda er bloggheimurinn frá- bær vettvangur fyrir fólk með lík áhugamál til að tengjast. Vefsíðan www.annaelviraherrera.com Morgunblaðið/Golli Útsýnisflug Ekki er amalegt að fljúga yfir borgina í fallegu veðri. Blogg um lífið og tilveruna Samtök lífrænna neytenda hafa í vet- ur sýnt kvikmyndir um málefni er varða lífræna ræktun og neyslu. Næst á dagskrá er margverðlauna- myndin Queen of the sun, Hvað vilja býflugurnar segja okkur? eftir Tagg- art Siegel. Myndin er frá 2011 og er heimildarmynd um heimsvandamál: býflugur deyja í stórum stíl og ekki er búið að finna orsökina, sem er líklega blanda af orsökum: eiturefnin, hvarf villtra blóma, minnkandi líffræðilega fjölbreytileika, erfðabreyttar plöntur sem framleiða eigin eiturefni. Myndin hefst klukkan 20 í kvöld í Norræna húsinu, aðgangur ókeypis. Endilega … … sjáið sól- drottninguna Býflugnager Ekki fyrir alla. Karlakór Keflavíkur heldur stór- tónleika í Stapanum í dag, mánudag 7. maí og fimmtudaginn 10. maí. Í vetur hefur kórinn verið önnum kafinn. Kórinn kveður nú Guðlaug Viktorsson stjórnanda sinn til átta ára en Guðlaugur heldur til fram- haldsnáms erlendis. Af þessu tilefni verður meira lagt í tónleikana en venjulega vortónleika. Einsöngvarar verða Einar Clausen og Þórdís Borg- arsdóttir og undirleikari Jónas Þórir. Á efnisskránni eru söngleikjalög úr West Side Story og My Fair Lady, tón- list eftir Irving Berlin og Leonard Bernstein. Þá mun kórinn syngja nokkra kóra úr óperuverkum svo sem Hermannakórinn úr Faust, Píla- grímakórinn úr Tannhäuser, Veiði- mannakórinn og Steðjakórinn. Einnig mun kórinn flytja „brot af því besta“ frá samstarfi kórsins og Guðlaugs Viktorssonar. Má þar nefna lög eftir Bellman, Hildigunni Rúnarsdóttur, Jón Ásgeirsson, Oddgeir Krist- jánsson, Ólaf Gauk, Bjarna J. Gísla- son, Gunnar Þórðarson, Rúnar Júlíus- son og Magnús Kjartansson. Tónlistarveisla Karlakórs Keflavíkur Óperuverk, söngleikjalög og brot af því besta í bland Tónleikar Karlakór Keflavíkur heldur tvenna stórtónleika í Stapanum. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. PINNAMATUR Skútan FYRIR ÚTSKRIFTINA Við val á veitingum þarf að hafa í huga á hvaða tíma dags móttakan er og hversu lengi hún á að standa. Í “standandi” veislum er vinsælt að bjóða upp á t.d fimm til sjö rétta pinnaborð. Kalt borð Tapas Pinnamatur www.veislulist.is Hólshraun 3 · 220 Hafnarjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 Fax: 565-2367 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Pinna og Tapas borð eru afgreidd í öskjum þar sem kaupandi sér sjálfur um að raða þeim á föt eða tilbúnir á á borð á einnota v eislufötum. Sé veislan 150 manna eða meira eru allar veitingar afhentar á ein nota veislufötum. Þú getur lesið allt um pinnamat og aðra rétti á heimasíðu okkar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.