Morgunblaðið - 07.05.2012, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.05.2012, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. MAÍ 2012 Á áttunda tug mynda frá grunn- skólanemendum í Reykjavík bárust í stuttmyndakeppnina TÖKU 2012, en keppt var í flokkum leikinna stuttmynda, hreyfimynda og heim- ildamynda. Aldrei áður hafa borist jafn margar myndir í keppnina sem haldin hefur verið árlega frá 1981. Í flokki leikinna stuttmynda sigr- aði myndin Sá á fund sem finnur sem gerð var af eldri nemendum í Austurbæjarskóla, þeim Álfgrími Aðalsteinssyni, Birtu Hugadóttur, Höllu Heimisdóttur, Kristrúnu Kristjánsdóttur og Sóleyju A. Ben- ónýsdóttur, sem prýða meðfylgj- andi mynd. Þetta er þriðja árið í röð sem nemendur í Austurbæj- arskóla sigra í þessum flokki. Myndin Gámaborgin, sem gerð var af nemendum í Dalskóla, sigraði í flokki yngri nemenda, þeir eru Auður E. Gunnarsdóttir, Aron Ólafsson, Bergman D. Kristjánsson, Jasmin Fortes Traustadóttir, Egill Kristjánsson og Karen S. Rafns- dóttir. Í flokki hreyfimynda eldri nemenda sigruðu nemendur í Háa- leitisskóla með myndinni Þrír af- skaplega brenglaðir og yngri nem- endur úr Grandaskóla sigruðu með bestu tónlistarmyndinni, Taktur. Hlíðaskóli sigraði svo í flokki heim- ildamynda eldri nemenda með myndinni Átröskun og í flokki hreyfimynda yngri flokka með mynd um Tyrkjaránið. Á kvik- myndahátíð í Bíó Paradís fyrir helgi voru einnig veitt verðlaun fyrir svokallað Písa Keik verkefni sem unnið var í samstarfi skóla og félagsmiðstöðva. Grunnskólanemendur í Reykjavík aldrei gert fleiri stuttmyndir Stuttmyndir Eldri nemendur úr Austurbæjarskóla sigruðu í flokki leikinna stuttmynda, annað árið í röð, með myndinni Sá á fund sem finnur. Bandaríski kvik- myndaleikstjór- inn David Lynch ávarpar áheyr- endur í Gamla bíói næsta mið- vikudag á ráð- stefnu í gegnum netsímaforritið Skype. Íslenska íhugunarfélagið stendur að fund- inum. Lynch kom til Íslands fyrir þremur árum til að kynna inn- hverfa íhugun. David Lynch ávarpar áheyrendur á ráð- stefnu í Gamla bíói David Lynch Umhverfisstofnun hefur ákveðið að loka Dyrhólaey fyrir umferð frá og með sl. laugardegi til 12. maí. Tak- mörkuð umferð verður leyfð til 25. júní en þá verður svæðið öllum op- ið. Á tímabilinu 13. maí 2012 til 25. júní 2012 verður opið inn á Lágey Dyrhólaeyjar frá kl. 9 til 18 en Há- ey lokuð fyrir akandi umferð. Um- ferð gangandi almennings er heimil um Lágey og Háey eftir merktum göngustígum frá kl. 9 til 18. Umferð takmörkuð í Dyrhólaey til 25. júní Morgunblaðið/RAX Rangt var farið með myndatexta á bls. 11 í Daglegu lífi laugardaginn 5. maí. Gaf þar ekki að líta UM, hönn- un Sigrúnar Jónu Norðdal, heldur Apparatus-sápugerðarsett Sigríðar Þóru Óðinsdóttur. Er beðist velvirð- ingar á þessu. Rangt farið með myndatexta LEIÐRÉTT STUTT Umhverfis- og auðlindanefnd Norð- urlandaráðs gengst fyrir opnum fundi um kjarnorkuöryggi og úr- gang frá kjarnorkuverum í Nor- ræna húsinu í dag. Um er að ræða undirbúningsfund fyrir ráðstefnu um málið í Englandi í byrjun júní. Á fundinum sem hefst kl. 16:30 verður m.a. greint frá athugun sem gerð var í Noregi um hugsanleg áhrif þess að loftborin geislameng- un frá Sellafield bærist til Noregs. Meðal ræðumanna eru erlendir sér- fræðingar sem fjalla m.a. um Sella- field-kjarnorkuverið. Opinn fundur um kjarnorkumál

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.