Morgunblaðið - 07.05.2012, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.05.2012, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. MAÍ 2012 Sími 568 1090 - www.bilson.is - bilson@bilson.is Opnunartímar: Mánudagur til fimmtudags kl. 8-17, föstudagur kl. 8-16 GÆÐAVOTTAÐ BÍLAVERKSTÆÐI • Sérhæft og vottað þjónustuverkstæði fyrir VW og Skoda. • Hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með úttekt frá BSI á Íslandi. • Starfsleyfi til endurskoðunar frá Umferðarstofu. • Forvarnarverðlaun VÍS 2010. ÞJÓNUSTA SEM ÞÚ GETUR TREYST María Ólafsdóttir maria@mbl.is Francois Hollande er nýr forseti Frakklands eftir seinni umferð frönsku forsetakosninganna sem fram fóru í gær. Um klukkan 18 að ís- lenskum tíma var orðið ljóst að Hol- lande væri sigur- vegari kosninga- nna með 52% atkvæða. „Frakkar hafa valið breytingar,“ sagði hinn ný- kjörni forseti þeg- ar hann ávarpaði stuðningsmenn sína og hét því að verða forseti allr- ar þjóðarinnar. Er Hollande fyrsti vinstrisinnaði forsetaframbjóðandinn til að vinna forsetakosningar í Frakk- landi eftir forsetatíð Mitterrands. Guido Westerwelle, utanríkis- ráðherra Þýskalands, segir að um sé að ræða „sögulegan viðburð“ og að stjórnvöld landanna tveggja muni vinna saman að hagvexti Evrópu, líkt og fram kemur í frétt AFP- fréttaveitunnar. Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG og formaður utanrík- ismálanefndar Alþingis, segir að vissulega megi taka undir þau orð. Úrslitin séu mikilvægt merki þar sem svo langt sé síðan vinstrimaður var forseti í Frakklandi. Ekki hættur í pólitík Fráfarandi forseti, Nicolas Sarkozy, við- urkenndi ósigur sinn fljótt og óskaði arf- taka sínum góðs gengis. „Franska þjóð- in hefur gert upp hug sinn og virða ber nýjan forseta Frakklands, Francois Hollande. Ég óska honum alls hins besta,“ sagði Sarkozy í ræðu til fylgismanna sinna anakannanir seinni umferðar kosn- inganna í apríl sýndu að nokkuð hafði dregið saman með frambjóðend- unum, en Hollande mældist þó með ívið meira fylgi, eða 54% á móti þeim 46% sem Sarkozy mældist með. Að einhverju leyti er talið að skýra megi fylgi Hollande með því að fólk kjósi út frá praktískri hugsun en ekki endilega vegna hrifningar á þeim sem í staðinn kemur. En Hollande hafði verið kallaður litlaus frambjóðandi og gagnrýndur fyrir reynsluleysi sitt ut- an flokksins. Það hafi því í raun skipt höfuðmáli að Frakkar vildu losna við Sarkozy úr embættinu. Forsetinn tímaskekkja Hefur Sarkozy verið gagnrýndur fyrir að lítið sem ekkert hafi áunnist á þeim fimm árum sem hann hafi verið forseti og hafi kjósendur viljað hegna honum fyrir að grípa ekki til aðgerða gegn miklu atvinnuleysi í landinu sem nú virðist vera orðið raunin. Þá þykir Sarkozy nokkuð hrokafullur og hefur verið gagnrýndur fyrir að blanda sér um of í landsmálin. Auk þess sem hann hefur verið spyrtur saman við fjármálaumhverfið og stóru fyr- irtækin í Frakklandi. Hollande boðar hins vegar ríki sem sé hógvært og heið- arlegt þar sem jöfnuður ríki. Hans bíða nú ýmis erfið verkefni í efnahags- málum landsins. Kosningaþátttaka var um 81,5%, í kosn- ingunum en hún var 85,3% í síðustu kosn- ingum. AFP Fögnuður Fjölmargir Parísarbúar fögnuðu sigri Francois Hollande á Bastillutorginu í París í gærkvöldi. Frakkar kjósa breytingar  Kjör sósíalistans Francois Hollande sem forseta „sögulegur viðburður“  Nicolas Sarkozy ekki lengur í forystu en hafnar því að vera hættur í pólitík eftir að úrslitin voru kunn. Hann sagðist ekki verða lengur í forystu flokksins, en hafnaði því að hann væri hættur í pólitík. Kosninga- baráttan í Frakklandi var hörð síðustu dagana fyrir kosn- ingar en á kosningadag- inn var umræðan al- mennt á þann veg að Hollande myndi hafa forsetastólinn af sitj- andi Frakklands- forseta, Sarkozy. Praktísk kosning Í fyrri umferð kosninganna var ekki afgerandi munur á fylgi frambjóðandanna en Hollande fékk þá 28,63% atkvæða en Sarkozy 27,08%. Nýjustu skoð- Francois Hollande Útlit er fyrir að nýnasistar komist á þing í Grikklandi í fyrsta sinn í nærri 40 ár ef marka má niðurstöð- ur úr fyrri kosningaumferð sem fram fór þar í landi um helgina. Gæti þetta sett áform um endurbæt- ur í landinu út af sporinu, en talið er að vaxandi áhyggjur af innflytjenda- málum og glæpum gefi flokki þeirra byr undir báða vængi. Útgönguspár í Grikklandi benda til þess að stóru flokkarnir, Sósíal- istaflokkurinn og hægriflokkurinn Nýtt lýðræði, fái ekki nema um 37% fylgi samtals í þingkosningunum, en þessir flokkar fengu 77% fylgi í kosningunum sem fram fóru árið 2009. Samkvæmt spánni fær ný- nasistaflokkur menn kjörna á þing en flokkurinn fær 6-10% atkvæða en Nýtt lýðræði fær samkvæmt þessu 17-20% atkvæða og verður stærsti flokkurinn á þingi. Flokkurinn fékk 33,5% í síðustu kosningum. Þá mun Sósíalistaflokkurinn fá 14-17%. Pólitísk óvissa Er augljóst af þessum tölum að erfitt verður að mynda starfhæfa ríkisstjórn í landinu og talið er að þetta leiði til mikillar pólitískrar óvissu í landinu, jafnvel glundroða sem geti orðið til þess að efnahags- kreppan í landinu ágerist enn frek- ar. „Það er ljóst að við erum sá flokk- ur sem fyrstur var við völd í landinu en miklar hræringar hafa orðið til þess að við og Sósíalistaflokkurinn höfum tapað fylgi,“ sagði Panos Panagiotopoulos, skugga-utanríkis- ráðherra Nýja demókrataflokksins, í frétt AFP. Stóru flokkarn- ir tapa fylgi  Stefnir í að nýnasistar komist á þing Reuters Kosningar Erfitt verður að mynda starfhæfa ríkisstjórn í Grikklandi. „Þeir sem að hér eru klöppuðu mikið þegar úrslitin voru ljós og menn virðast vera ánægðir með niðurstöðuna,“ segir Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir stjórnmála- fræðingur. Hún var stödd á rúm- lega 100 manna kosningavöku Háskóla Íslands, Félags stjórn- málafræðinga og franska sendi- ráðsins á Íslandi í gærkvöldi. Á vökunni, sem fram fór í aðal- byggingu Háskólans, var sam- ankomið fólk úr ýmsum áttum, starfsmenn franska sendiráðs- ins og Alliance Francaise, Frakk- ar búsettir á Íslandi og félagar úr félagi stjórnmálafræðinga auk áhugafólks um frönsk stjórnvöld. „Við héldum málþing um kosningarnar á fimmtudaginn þar sem fram kom að flestir Frakka búsettir hér á landi höfðu kosið Hollande í fyrri kosningunum. Ætla má að tölur úr seinni umferðinni verði svip- aðar en þeirra er að vænta eftir helgina,“ segir Sigurlaug Anna. og bætti við að Hollande biði ærið verk. „Hollande hefur talað um lækkun á eftirlaunaaldri og menn sjá fyrir sér að hans bíði erfitt verkefni sem rætt hefur verið með ýmsum hætti. Menn telja að Hollande boði blandaða leið út úr kreppunni er varðar skattakerfið og niður- skurð. Blæbrigðamunurinn er helst þar en fólk er ekkert endi- lega óánægt með Sarkozy svo- leiðis. Honum þótti takast vel upp í ræðu sinni þar sem hann óskaði eftirmanni sínum til hamingju og óskaði honum velfarnaðar,“ segir Sigur- laug Anna. Áætlað var að vakan stæði til klukkan 22 og var helst beðið eftir ræðu nýkjörins forseta. Enda lá snemma ljóst fyrir að nið- urstöður kosn- inganna yrðu endanlegar. Frakkar á Íslandi fagna ÁNÆGJA MEÐ HOLLANDE Sigurlaug A. Jóhanns- dóttirSkýr skilaboð Hægri víkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.