Morgunblaðið - 07.05.2012, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.05.2012, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. MAÍ 2012 Sólskinsstundir Þeir voru margir sem tóku sólinni og sumarstemningunni fagnandi og þetta unga fólk ásamt fleirum lét fara vel um sig í grængresinu á Austurvelli. Ómar Þrjár lögfræðistofur hafa hver um sig kom- ist að niðurstöðu um að fiskveiðilagafrumvörp ríkisstjórnarinnar brjóti í bága við ákvæði stjórnarskrárinnar. Þetta kemur fram í álitum sem hafa verið lögð fram í atvinnu- veganefnd Alþingis sem hefur nú frum- vörpin til meðferðar. Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál og ætti eitt og sér að nægja til þess að Alþingi hafnaði frumvörpunum. Það gengur auðvitað ekki að Alþingi fallist á að gera einhvers konar til- raunir með þá löggjöf sem lýtur að mikilvægustu atvinnugrein þjóð- arinnar, hvað þá að það afgreiði frumvörp sem alþingismönnum er kunnugt um að talin séu brjóta í bága við stjórnarskrána. Þessar lögfræðistofur hafa lagt fram ítarlegar og vel unnar grein- argerðir um frumvörpin sem þær hafa unnið að beiðni fyrirtækja og hagsmunasamtaka. Alþingi hlýtur að taka þessar niðurstöður alvar- lega. Löggjafinn getur ekki leyft sér að hunsa slík álit og samþykkja laga- setningu sem rökstuddur grunur er um að standist ekki ákvæði stjórn- arskrár. Fjölmargar ábendingar um ætluð brot á stjórnarskránni Í áliti lögmannsstofanna koma meðal annars fram eftirfarandi ábendingar: 1. Frumvörpin skortir skýrleika. Það vekur meðal annars áleitnar spurningar um hvort skýrleiki rétt- arheimildarinnar fyrir gjaldtökunni sem boð- uð er í öðru frumvarp- anna sé fyrir hendi. Þar sem skattlagning- arvaldið verður sam- kvæmt stjórnarskrá ekki framselt til fram- kvæmdavaldsins verða allar forsendur álagn- ingarinnar að vera skýrar. Þær skortir í frumvörpum rík- isstjórnarinnar. 2. Frumvarpið um veiðiskattinn felur í sér framsal skattlagningarvalds, frá Al- þingi til framkvæmdavaldsins. Stjórnarskráin mælir hins vegar fyrir um að skattlagningarvaldið sé hjá Alþingi. Það vald verður ekki framselt framkvæmdavaldinu. Um þessar mundir hefur atvinnuvega- nefnd Alþingis til meðferðar frum- varp á sviði landbúnaðarmála frá sjávarútvegs og landbúnaðarráð- herra. Í því felast viðbrögð við at- hugasemdum frá umboðsmanni Al- þingis sem taldi að í gildandi fyrirkomulagi fælist ólögmætt fram- sal skattlagningarvaldsins. Þar gæti verið um að tefla hagsmuni sem nema tugum milljóna. Öllum virðist einboðið að slíkt framsal skattlagn- ingarvaldsins verði að afnema. 3. Í sjávarútvegsfrumvörpum sama ráðherra er að finna slíkt framsal, nema þar er um að ræða skattheimtu sem gæti numið um 25 milljörðum; 25 þúsund milljónum króna árlega. Hér er verið að vísa til þess að sérstakri nefnd sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra er falið mjög mikið vald til útfærslu á skattheimtunni. Raunar svo mikið vald til matskenndra ákvarðana að tvímælalaust má segja að það feli í sér framsal skattlagningarvaldsins. Slíkt hlýtur að fela í sér ólögmætt framsal skattlagningarvalds frá Al- þingi til framkvæmdavaldsins. 4. Stjórnarskráin leggur blátt bann við afturvirkri skattlagningu. Það bann hefur ítrekað verið stað- fest í dómsniðurstöðum Hæstaréttar Íslands. Skýringar í greinargerð við stjórnarskrárákvæðið útskýra þetta bann enn fremur. Með hliðsjón af því, er vandséð að skattlagning vegna fiskveiðiársins 2012 til 2013 fái staðist, þar sem hún er byggð á tekjum sem var aflað áður en þessi skattskylda var lögfest. Rökstutt hefur verið að regla veiðiskattsfrum- varpsins sé afturvirk. 5. Bent hefur verið á að frum- vörpin, verði þau lögfest, muni fela í sér mjög mikla rýrnun á verðmæti fyrirtækja í sjávarútvegi. Samtök fjármálafyrirtækja áætla þannig að þessi virðislækkunin, einungis vegna lækkandi framlegðar, nemi um 100 til 145 milljörðum króna. Er það verðmætisrýrnun sjávarútvegsfyr- irtækja um 38% frá núverandi virði. 6. Þessi verðmætarýrnun beinir kastljósinu augljóslega að eign- arréttarákvæði stjórnarskrárinnar og vekur óhjákvæmilega spurningar sem það varða. Lúta þær annars vegar að eignarýrnun þeirra sem hafa lagt fjármuni sína í þennan at- vinnurekstur. Hins vegar varða þær spurningar hagsmuni þeirra sem lánað hafa fjármuni til sjávarútvegs- fyrirtækja með tryggingu í eignum þeirra. 7. Loks er að nefna að sýnt hefur verið fram á að útfærsla nýja fisk- veiðiskattsins, samfara neikvæðum afleiðingum fjölmargra efnisgreina fiskveiðistjórnarfrumvarpsins, muni kippa grundvellinum undan fjöl- mörgum fyrirtækjum, stórum jafnt sem smáum, um allt land. Slík skatt- lagning hlýtur að vera langt umfram það skattlagningarvald sem stjórn- arskráin færir Alþingi. Því þó að Al- þingi hafi rúmt vald til skattlagn- ingar, gilda reglur eignarréttarins, atvinnuréttarins og meðalhófsins eftir sem áður, svo dæmi sé tekið. 8. Af lestri umsagna verður það ráðið að frumvörpin tvö kunni að stangast a.m.k. á við fjórar greinar stjórnarskrárinnar, þ.e. 40. gr., 72. gr., 75. gr. og 77. gr. Af þessu má ráða að þessi frum- vörp fela í sér margvísleg brot á ýmsum ákvæðum stjórnarskrár- innar. Samanlagðar neikvæðar af- leiðingar þeirra gera það að verkum að brot þessi hljóta að teljast mjög alvarleg. Veiðiskatturinn fær forgang Er þá ótalið eitt atriði enn sem tví- mælalaust er ástæða til þess að vekja máls á. Veiðigjaldið er í raun- inni skattur er tryggja á lögveði samkvæmt ákvæðum frumvarp- anna. Það lögveð á að ganga framar öðrum veðkröfum. Slíkt fyrir- komulag mun augljóslega gera virði annarra veðsetninga lakara. Ef sá sem nýtingarleyfi fær til fiskveiða, á grundvelli fyrirhugaðrar löggjafar, getur ekki innt af hendi lögboðna greiðslu fyrir þennan tiltekna skatt, missir hann leyfið og skip hans og rekstur verður verðlítið. Fiskveiði- rétturinn rennur þá til ríkisins og eftir sitja lánastofnanir og aðrir sem lánað hafa fé til rekstrarins með sárt ennið. Fá dæmi eru um að skattar njóti slíks forgangs í löggjöfinni. Dæmi þekkjast um gjöld sem hafa þessa stöðu, en um skatta gilda al- mennt aðrar lagareglur. Þegar þess er gætt að um er að tefla gríðarlegar upphæðir er auðvitað ljóst að þetta fyrirkomulag getur rýrt mjög eignir veðhafa, sem í flestum tilvikum eru bankar, og sett þá í allt aðra stöðu en þeim var ljós þegar þeir lánuðu fjár- muni sína, gegn tryggingum. Ekkert mál? Þau fiskveiðistjórnarfrumvörp sem Alþingi hefur nú til meðferðar eru stórskaðleg. Þau munu valda tjóni hjá fyrirtækjum, raska byggð, leiða til launalækkana hjá starfs- fólki, draga úr þjóðhagslegri arð- semi og eru hörð atlaga að fjár- málakerfinu. Á þetta hefur verið bent af fræðimönnum, endurskoð- endum, fjármálafyrirtækjum, út- vegsmönnum, sjómönnum, fiskverk- endum og sveitarstjórnarmönnum og fjölmörgum alþingismönnum. Það er hryggilegt hve formælendur þessara frumvarpa taka þessum al- varlegu ábendingum af mikilli léttúð og kæruleysi. En þingmenn hafa ekki leyfi til þess að afgreiða rökstuddar ábend- ingar um að frumvörpin feli í sér stórfelld brot á stjórnarskránni af neinni léttúð. Þeir alþingismenn sem unnu eiðstað að stjórnarskránni þegar þeir tóku sæti á Alþingi, og meintu eitthvað með honum, hljóta að minnsta kosti að nema staðar. Eftir Einar Kristin Guðfinnsson » Þingmenn hafa ekki leyfi til þess að af- greiða rökstuddar ábendingar um að frum- vörpin feli í sér stórfelld brot á stjórnarskránni af neinni léttúð. Einar Kristinn Guðfinnsson Höfundur er þingmaður. Ætla þeir að brjóta stjórnarskrána vísvitandi?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.