Morgunblaðið - 07.05.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.05.2012, Blaðsíða 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. MAÍ 2012 Þótt Hannes Guðmundsson, útibússtjóri Íslandsbanka við Lækjar- götu, verði sextugur í dag stendur ekki til að gera neitt sérstakt til hátíðabrigða; hann fer bara í vinnuna eins og venjulega. Það er þó ekki þar með sagt að tímamótin fái að líða hjá og falla í gleymskunnar skaut. Í vetur fengu Hannes og eiginkona hans, Ingi- björg Halldórsdóttir, börnin og barnabörnin með sér í vikulangt og frábært skíðafrí til Austurríkis og eftir mánuð ætlar Hannes að halda upp á afmælið með því að bjóða vinum sínum á golfmót á ann- an af tveimur heimavöllum sínum, golfvöllinn í Öndverðarnesi. Golfáhuginn er mikill og þau hjónin nýta nánast hvert tækifæri til að stunda íþróttina. Hannes kveðst hafa spilað golf í ríflega 30 ár og hann hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir golfhreyfinguna, var m.a. formaður Golfklúbbs Reykjavíkur 1986-1989 og formaður Golfsambands Íslands frá 1993 til 1996. „Golfið hefur fært mér ómælda ánægju,“ segir hann og þegar Morgunblaðið ræddi við hann um helgina var hann einmitt nýbúinn með 18 holur á Grafarholts- velli, hinum heimavellinum. „Ég er svo glaður að vera orðinn sextugur því nú fer þetta allt saman, það er að segja aldurinn, golfsveiflan og göngulagið. Það var miklu erfiðara að vera þrítugur með þessa sveiflu og þetta göngulag. Þannig að ég fagna þessum tímamótum,“ segir Hannes. Hannes Guðmundsson sextugur Toppað Hannes, Ingibjörg og Lára dóttir þeirra á toppi Hvannadals- hnúks. Í vetur fóru hjónin, börn þeirra og barnabörn saman í skíðafrí. Aldurinn farinn að hæfa göngulaginu E rlingur Kristjánsson fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hann var í Oddeyrarskóla, lauk stúdentsprófi frá MA 1982 og íþróttakennaraprófi frá Íþróttakennaraskóla Íslands á Laugarvatni 1985. Erlingur var kennari við Síðu- skóla í tólf ár og við Hrafnagilsskóla í sjö ár þar sem hann kenndi nem- endum við skólann og stúlkum á meðferðarheimilinu á Laugarlandi. Fjölsmiðjan á Akureyri Erlingur hefur verið forstöðu- maður Fjölsmiðjunnar á Akureyri frá stofnun 2007. Fjölsmiðjan var upphaflega stofn- uð í Reykjavík þar sem Þorbjörn Jensson, fyrrv. landsliðsmaður og landsliðsþjálfari í hanbolta hefur veitt henni forstöðu en er nú einnig starfrækt í Keflavík og á Akureyri. Hún er vinnusetur fyrir ungt fólk, sem þar fær tækifæri til að þjálfa sig fyrir almennan vinnumarkað eða áframhaldandi nám. Fjölsmiðjan á Akureyri stundar viðgerðir og verslun með notuð hús- gögn og húsbúnað, starfrækir eld- hús og mötuneyti og sinnir bílaþvotti fyrir einstaklinga og fyrirtæki, auk annarra verkefna. Fyrirliði í handbolta og fótbolta Erlingur æfði og keppti í knatt- spyrnu og handbolta með KA í öllum aldursflokkum, lék með meist- Erlingur Kristjánsson íþróttagarpur 50 ára Morgunblaðið/Kristján Stúdentar Hjónin Erlingur og Karitas Jónsdóttir, ásamt dóttur sinni, Örnu Valgerði á útskriftardegi hennar. Meistarafyrirliði KA Meistarar Erlingur Kristjánsson ásamt Sævari Árnasyni, Guðjóni Val Sig- urðssyni og Hreini Haukssyni hampa deildarbikarnum á árum áður. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Akranes Anna Lea Halldórsdóttir fæddist 31. júlí kl. 16.15. Hún vó 3.515 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Friðrika Ýr Einarsdóttir og Hall- dór Ragnar Guðjónsson. Nýjir borgarar Félag tón- skálda og textahöfunda, FTT, veitti Sig- tryggi Bald- urssyni, sem setið hefur í stjórn FTT um árabil, viður- kenningu fyrir störf sín á að- alfundi félagsins í Hörpu í síðustu viku. Sigtryggur, sem gegnt hefur ýmsum trúnaðarstörfum fyrir FTT, er nú tekinn við sem fram- kvæmdastjóri ÚTÓN, Útflutnings- skrifstofu tónlistarinnar. Jakob Frímann Magnússon afhenti Sigtryggi viðurkenninguna, en Jakob Frímann var endurkjörinn formaður FTT á fundinum. Ný störf Sigtryggur Baldursson framkvæmdastjóri ÚTÓN „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Opnunartímar: Mánudaga til föstudaga 9-18 og laugardaga 11-14 Smiðjuvegur 6 (rauð gata) // 200 Kópavogur // Sími 567 7777 // parketbudin.is ÞAÐ DETTUR ALLT Í DÚNALOGN Heimsins besta parketundirlag fæst nú á Íslandi • Hentar bæði í fljótandi lögn og til niðurlímingar • Framúrskarandi kostur fyrir samlímt, gegnheilt, eða harðparket • 21db hljóðdempun milli hæða • 33% dempun í rými • Verndar og minnkar álag á allar læsingar parkets eða harðparkets • Mesta pressa sem um getur eða 1/10 úr mm • Dúkurinn er léttur, sterkur og meðfærilegur í notkun • Dúkurinn er einstaklega rakaþolinn og þarf ekki rakaþolið plast undir The FloorMufflertm er verkfræðilegt undur, hannað til að mæta og fara fram úr kröfum markaðarins um hljóðdempun og pressu. KYNNINGARTILBOÐ Á FLOORMUFFLER Tilboðsverð: 790 kr. pr. m2 Fullt verð: 1.313 kr. pr. m2 Meðan birgðir endast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.