Morgunblaðið - 07.05.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.05.2012, Blaðsíða 23
araflokki í knattspyrnu 1979-91, alls 127 leiki, sem er u.þ.b. helmingur allra leikja félagsins í efstu deild, var lengi fyrirliði liðsins, m.a. er KA hreppti Íslandsbikarinn árið 1989. Þá lék hann sex U21 landsleiki og fimm A-landsleiki og skoraði þrjú mörk í þessum fimm leikjum þó hann væri varnarmaður. Hann lék með meist- araflokki félagsins í hanbolta fram yf- ir 2000, varð einu sinni Íslandsmeis- ari, 1998, og tvisvar bikarmeistari, 1996 og 1997, og var fyrirliði liðsins í öll skiptin. Auk þess æfði hann og keppti í körfubola um skeið og í blaki. Gekk á Súlur í síðustu viku Erlingur sinnti þjálfun hjá KA í knattspyrnu og handbolta, einkum hjá yngri flokkum, þjálfaði meist- araflokk í knattspyrnu eitt tímabil og í handbolta í tvö tímabil, en hætti þjálfun árið 2007. Erlingur hefur setið í ýmsum stjórnum og ráðum KA sl. fimmtán ár og situr nú í aðalstjórn KA. Hann situr í íþróttaráði Akureyrarbæjar og hefur verið á framboðslista Framsóknarflokksins til bæjar- stjórnar í sl. tvennum bæjar- stjórnarkosningum. Áhugamál Erlings snúast að sjálf- sögðu um útivist, íþróttir, æskulýðs- störf og hreyfingu. Hann gengur á fjöll með vinum og vandamönnum en er þó ekki í neinum föstum göngu- hópi og gekk á Súlur í síðustu viku. Þá grípur hann stundum golfsettið. Fjölskylda Eiginkona Erlings er Karitas Jónsdóttir, f. 3.9. 1970, leikskóla- kennari. Hún er dóttir Jóns Sigur- geirssonar sem var frumkvöðull á sviði heimavirkjanna, og Hildar Eiðsdóttur húsmóðir en þau eru bæði látin. Dóttir Erlings og Karitasar er Arna Valgerður Eiðsdóttir, f. 10.4. 1991, starfsmaður við leikskóla. Systkini Erlings eru Katrín Krist- jánsdóttir Cartling, f. 17.3. 1966, við- skiptafræðingur í Stokkhólmi en maður hennar er Stefán Cartling og eiga þau tvö börn; Jón Ríkharð Kristjánsson, f. 4.6. 1967, vélaverk- fræðingur í Reykjavík en kona hans er Gyða Kristmannsdóttir og eiga þau tvö börn. Foreldrar Erlings eru Jakob Kristján Erlingsson, f. 10.9. 1939, lengi verslunarmaður hjá KEA, og Valgerður S. Jónsdóttir, f. 28.6. 1941, starfaði við hjarta- og heila- línurit við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Úr frændgarði Erlings Krisjánssonar Sigfús Einarsson b. í Árseli í Fellum. Valgerður Jónsdóttir húsfr. í Árseli Jón Erlendsson b. í Marbæli í Óslandshlíð. Anna Rögnvaldsdóttir húsfr. í Marbæli. María Jónsdóttir húsfr. á Stóru-Hámundast. Kristján Sigfússon b. í Kaldbak við Húsavík. Jakobína A.B. Jósíasd húsfr. í Kaldbak.Erlingur Kristjánsson Kristján Erlingsson verslunarm. hjá KEA Valgerður Jónsdóttir húsfr. á Akureyri. Sigurlaug Jónsdóttir húsfr. á Eiðum. Jón Sigfússon símstöðvarstj. á Eiðum. Katrín Kristjánsd húsfr. á Akureyri. Erlingur Davíðsson ritstj. Dags. Davíð Sigurðsson hreppstj. á St.-Hámundast. Jón Kristjánsson, fyrrv. ráðherra Helga Ingólfsdóttir semballeikari Agnar Ingólfsson líffræðiprófessor Ingibjörg Jónsdóttir, húsfr á Óslandi Ingólfur Davíðsson grasafræðingur Menntaskólaárin Erlingur með Gísla Jónssyni, hinum vinsæla mennta- skólakennara sem skrifaði þáttinn Íslenskt mál í Morgunblaðið 1979-2001. ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. MAÍ 2012 95 ára Þórdís Filippusdóttir 90 ára Guðmundur Björnsson 85 ára Erna Gunnarsdóttir Grímur Benediktsson Höskuldur Ólafsson Ragnar Sigurðsson 80 ára Haraldur Sigurðsson 75 ára Hafliði Pétursson Rafn Ólafsson Sveininna Jónsdóttir 70 ára Guðmundur Sigurbjörnsson Helga Harðardóttir Hjálmey Einarsdóttir Kristinn Edward Haraldsson Sigurður Ólafsson Sigurður Sigfússon 60 ára Ásgeir Valdimarsson Egill Halldór Egilsson Guðbjörg Helga Pálsdóttir Guðmunda Alda Ingólfsdóttir Guðmundur Magnússon Hannes Guðmundsson Helga Ingibjörg Ingólfsdóttir Hrefna Magnúsdóttir Jakobína Eygló Benediktsdóttir María Kristín Sigfúsdóttir Sigurlaug Stefánsdóttir Sylvía Jóhannsdóttir 50 ára Arna Arnórsdóttir Ágúst Jóel Magnússon Guðbrandur Skúlason Guðlaug Gunnarsdóttir Gunnar Gunnarsson Pétur Þórir Hugus Sigríður Eiðsdóttir Sigrún Jóhannesdóttir Sigurður Arnar Magnússon 40 ára Ágústa Gunnarsdóttir- Massaro Ásgeir Guðmundur Hilmarsson Baldur Jessen Guðlaug Ólöf Sigfúsdóttir Guðmundur Haukur Jóhannsson Guðmundur Óskar Reynisson Halldóra Halldórsdóttir Indiana Unnarsdóttir Jocelyn Rosal Acosta Jón Trausti Snorrason Kristján Már Magnússon María Steindórsdóttir Ólafur Fannar Jóhannsson Ólöf Steindórsdóttir Óskar Ingólfsson Steinunn Olga Einarsdóttir 30 ára Alexander Daniel Andri Reynir Einarsson Bragi Árdal Björnsson Eva Hrund Guðlaugsdóttir Gísli Sigurðsson Guðni Hjörvar Jónsson Haukur Bjarni Guðmundsson Ingi Sigurður Svansson Ólöf Eva Einarsdóttir Rannveig Rós Ólafsdóttir Sigurgeir Már Sigurðsson Til hamingju með daginn 40 ára Kjartan ólst upp í Grindavík, stundaði nám í vélstjórn við Fjölbrauta- skóla Suðurnesja og er nú útgerðarstjóri hjá Vísi hf. í Grindavík. Eiginkona Björg Guð- mundsdóttir, f. 1972, leik- skólakennari. Synir Guðmundur Ingi, f. 1993, og Viðar, f. 1998. Foreldrar Viðar Hjalta- son, f. 1933, d. 1989, vél- virkjam., og Sigrún Kjart- ansdóttir, f. 1935, húsm. Kjartan Viðarsson 30 ára Jóhann fæddist í Reykjavik og ólst þar upp. Hann lauk BS-prófi í hug- búnaðarverkfræði við HÍ og er nú að búa til tölvu- leiki hjá CCP. Kona Margrét Lára Jóns- dóttir, f. 1980, læknir. Sonur Gunnar Aðalsteinn Jóhannsson, f. 2010. Foreldrar Gunnar Magn- ús Ólafsson, f. 1959, skip- stjóri og Áróra Jóhanns- dóttir, f. 1958, viðskiptafræðingur. Jóhann Haukur Gunnarsson Haraldur Böðvarsson, útgerð-armaður og kaupmaður áAkranesi, fæddist á Akra- nesi 7. maí 1889. Hann var sonur Böðvars Þorvaldssonar, kaupmanns og útgerðarmanns á Akranesi, og Helgu Guðbrandsdóttur. Böðvar var af Presta-Högnaætt, sonur Þorvalds, pr. á Stað í Grinda- vík, bróður Böðvars, gestgjafa í Hafnarfirði, langafa Magnúsar Gunnarssonar, fyrrv. bæjarstjóra þar. Þorvaldur var sonur Böðvars, prófasts í Gufudal Þorvaldssonar, bróður Þuríðar, langömmu Vigdísar Finnbogadóttur, en systir Böðvars og Þuríðar var Sigríður, langamma Önnu, móður Matthíasar Johannes- sen, skálds og fyrrv. Morgun- blaðsritstjóra. Helga var dóttir Guðbrands, b. í Hvítadal Sturlaugssonar en móðir Guðbrands var Þórunn, systir Guð- rúnar, ættmóður Svefneyjarættar. Bróðir Þórunnar og Guðrúnar var Zakarías, langafi Snorra Hjartar- sonar skálds og Torfa Hjartarsonar ríkissáttasemjara. Haraldur var einn þekkasti at- hafna- og útgerðarmaður landsins á síðustu öld. Hann gerði út opin skip til þorskveiða frá Vörum í Garði 1908-14, vélbát frá Vogavík á Vatns- leysuströnd 1909-16, rak útgerð og verslun i Sandgerði 1914-41, heild- verslun og skipaafgreiðslu í Bergen 1916-24, heildverslun, útgerð og skipamiðlun í Reykjavík 1915-24 og síldarsöltun og útgerð á Siglufirði um árabil. Haraldur var búsettur í Reykja- vík 1915-24 en síðan á Akranesi, enda starfrækti hann þar umsvifa- mikla útgerð, verslun, iðnað og skipaafgreiðslu frá 1906. Haraldur var auk þessa mikill fé- lagsmálamaður, var stjórnar- formaður Andakílsvirkjunar, sat í hreppsnemd, hafnarnefnd og bæj- arstjórn á Akranesi og sinnti mjög æskulýðs- og mannúðarmálum. Haraldur og kona hans, Ingunn Sveinsdóttir, gáfu Akraneskaupstað Bíóhöllina þar 1943, ásamt öllum búnaði, en ágóðinn af bíórekstrinum rann til byggingar Sjúkrahúss Akra- ness. Haraldur lést 19. apríl 1967. Merkir Íslendingar Haraldur Böðvarsson 30 ára Sævar fæddist í Reykjavik en ólst upp í Ólafsvík, Reykjavík og í Hafnarfirði. Hann lauk prófi frá VÍ 2002 og starf- ar við auglýsinga- og kvik- myndagerð hjá Kapital. Bræður Kolbeinn Sig- urðsson, f. 1991, og Matt- hías Sigurðsson, f. 1994. Foreldrar Sigurður Jóns- son, f. 1958, starfsmaður við fyrirtækjaþjónustu TM, og Sigrún Sævars- dóttir, f. 1961, listakona. Sævar Sigurðsson Er þitt fyrirtæki að borga of mikið í símkostnað á mánuði? Nú býður Svar tækni tvær leiðir til sparnaðar með IP símkerfum. Annarsvegar                                  ! "  !! #     $ %&  '    #        #    þinn. Við erum í síma 510-6000. Lækkaðu símreikninginn Öflugt IP símkerfi frá Snom 3 stk Snom 300 símtæki, 1 Snom 320 símtæki Snom hugbúnaðarleyfi fyrir allt að 10 notendur Snom IP símkerfi – 4 SÍMTÆKI 8.500 m/vsk Öflugt IP símkerfi frá Snom 5 stk Snom 300 símtæki, 1 stk Snom 320 símtæki Snom hugbúnaðarleyfi fyrir allt að 10 notendur Snom IP símkerfi - 6 SÍMTÆKI Stofngjald 39.900 m/vsk Mánaðargjald 10.500 m/vsk Stofngjald 39.900 m/vsk Mánaðargjald SÍÐUMÚLA 35 - SÍMI 510 6000 - WWW.SVAR.IS Mikið úrval þráðlausra höfuðtóla Mikið úrval þráðlausra höfuðtóla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.