Morgunblaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2012 ✝ Björn H. Her-mannsson fæddist á Ísafirði 21. apríl 1947. Hann lést 27. apríl 2012. Hann var sonur hjónanna Hermanns Sig- urðar Björnssonar póstafgreiðslu- manns, f. 4. desem- ber 1917 á Ísafirði, d. 14. maí 1994, og Sigríðar Áslaugar Jónsdóttur húsmóður, f. 5. janúar 1922 í Hafnarfirði, d. 23. júlí 1994. Björn ólst upp á Ísafirði ásamt systkinum sínum sem öll eru á lífi. Þau eru Erling Þór, f. 1941, Sesselja Áslaug, f. 1943, Ásthild- ur Inga, f. 1945, Jón Gestur, f. 1948, og Ásdís Sigríður, f. 1949. 30. júní 1967 kvæntist Björn Jensínu S. Guðmundsdóttur, f. 1948, þau skildu. Eignuðust þau fjögur börn: 1) Drengur óskírð- ur, f. 1967, d. sama ár. 2) Her- mann Sigurður, f. 1972, giftur Júlíu Rós Atladóttur, f. 1976, börn þeirra eru Hólmfríður, f. 2003, Björn Hermann, f. 2004, Friðgeir, f. 2008, og Berglind, f. 2010, áður átti Hermann börnin Alexander Má, f. 1992, og Irmu var hann einn af eigendum þess fyrirtækis. Árið 1986 réðst hann sem skrifstofustjóri Vélsmiðj- unnar Þórs hf. og síðar sem framkvæmdastjóri Ferðaskrif- stofu Vestfjarða hf. Þá rak hann um tíma bókhalds- og umboðs- þjónustu á Ísafirði og var um tíma gjaldkeri safnaðar Ísa- fjarðarkirkju. Árið 1994 flutti hann að Laugarbakka í Miðfirði og starfaði sem sveitarstjóri Ytri-Torfustaðahrepps uns hreppurinn sameinaðist í Húna- þing vestra árið 1998. Þá flutti hann til Hafnarfjarðar og starf- aði hjá Tölvumiðlun hf. við þjón- ustu og ráðgjöf við bókhald sveitarfélaga fram til 2008. Árið 2009 réð hann sig til starfa sem bókari í Dalabyggð. Í lok árs 2011 fluttist hann í Reykja- nesbæ þar sem hann starfaði hjá Keili til lokadags. Á Ísafirði var Björn virkur í félagsstarfi var m.a. bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs, sat í mörgum nefnd- um á vegum bæjarins, þá var hann í stjórn nokkurra fyrir- tækja og var stjórnarformaður m.a. í Pólnum og Hótel Ísafirði til margra ára, þá starfaði hann í Rotaryklúbbi Ísafjarðar og í Oddfellowreglunni og gegndi æðstu trúnaðarstörfum í hvor- um tveggja þessum fé- lagasamtökum. Útför Björns Hermanns verð- ur gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 8. maí 2012, og hefst at- höfnin kl. 13. Lind, f. 1993. 3) Guðmundur Geir, f. 1975, börn hans eru Ísak Smári, f. 1996, Gunnlaugur Björn, f. 2001, og Elvar Örn, f. 2005. 4) Guð- laug Birna, f. 1981, sambýlismaður hennar er Tryggvi Freyr Elínarson, f. 1976, börn þeirra eru Bríet Hafnfjörð, f. 2009, og Styrmir Hafnfjörð, f. 2011. Kjörsonur Björns og sonur Jensínu er Guðmundur Móses, f. 1966, giftur Karen Anne Björns- son, f. 1968, börn þeirra eru Axel Þór, f. 1992, og Tara Huld, f. 1998. Hinn 25. ágúst 2000 kvæntist Björn Margréti Ásmundsdóttur, f. 1962, þau skildu. Eignuðust þau tvær dætur, Sigríði Áslaugu, f. 1998, og Herdísi Lilju, f. 2000. Björn byrjaði snemma að vinna hjá Landsímanum við út- burð símskeyta og síðan alla al- menna sumarvinnu eins og ung- lingar þess tíma voru vanir. Björn lærði rafvirkjun í Pólnum hf., vann þó aðallega við upp- setningu og viðhald kæli- og frystitækja víða um Vestfirði, Elsku tengdapabbi, mikið sakna ég þín. Ég sakna þess að við fáum ekki fleiri símtöl frá þér, ekki fleiri tölvupósta, við munum ekki sjá svarta Volvoinn þinn renna í hlað og heyra krakk- ana kalla „afi er kominn“. Við getum ekki heimsótt þig lengur, sumarbústaðaferðirnar verða ekki fleiri hjá okkur og við eigum aldrei eftir að setjast niður sam- an og ræða um lyfin þín, auka- og milliverkanir. Þetta er allt end- anlegt, það verða ekki búnar til fleiri minningar, þær góðu minn- ingar sem við eigum um þig verða að duga. Við áttum svo vel saman, allt frá því þegar ég mætti heim til þín í fyrsta skiptið í málningar- gallanum til að hjálpa þér að mála. Þegar við fluttum síðan við hliðina á þér varð sambandið á milli okkar enn sterkara og betra og jókst og batnaði þangað til yf- ir lauk og það erum við svo þakk- lát fyrir. Ég er stolt af Hermanni mínum sem hugsaði svo vel um þig í veikindum þínum, hann er kominn yfir það að vera reiður yfir því að þú veiktist og er þakk- látur fyrir þann dýrmæta tíma sem þið hafið átt saman. Það er gott að þið náðuð að tala vel sam- an og ekkert var eftir ósagt þeg- ar þú kvaddir. Ég veit að þú varst stoltur af Hermanni þínum og það máttir þú vera, hann er gull af manni rétt eins og þú. Þegar við Hermann giftum okkur varstu svo stoltur. Þú varst ánægður með konuna sem Hermann þinn valdi sér og fram- tíðin blasir við okkur. Þú gafst mér gott ráð á brúðkaupsdaginn, þú sagðir orðrétt: „Júlía verður að hafa það í huga að eins og pabbinn þá er Hermann mikill græjukarl, ekki minna en fimm fjarstýringar og græjurnar þurfa að vera fínar, það dugar ekkert drasl, þá er eins gott að sleppa þeim bara.“ Þarna hittir þú nagl- ann á höfuðið eins og svo oft áð- ur. Þið græjukarlar sem höfðuð kveikt á GPS-tækjunum ykkar þegar þið voruð að keyra hvor til annars, dásamlegir eruð þið. Þú varst algjör töffari, í lok síðasta árs sóttir þú um vinnu hjá Keili og fékkst vinnuna þrátt fyrir krabbameinið og þrátt fyrir þá staðreynd að atvinnuleysið á landinu er hvergi meira en á Suðurnesjum. Þetta kom okkur svo sem ekki á óvart enda varstu afar klár maður með mikla og góða reynslu eftir að hafa tekist á við mörg krefjandi verkefni í gegnum tíðina. Síðustu dagar hafa verið afar erfiðir. Við Hermann erum sam- mála um að við vissum ekki við hverju var að búast þegar þú myndir kveðja. Við grátum til skiptis og eigum erfitt með að sætta okkur við að þú sért far- inn. Ég hef fylgst af aðdáun með Hermanni undirbúa útförina þína, taka á móti vinum þínum í Oddfellow, hringja í alla og halda utan um allt. Hermann hefur misst mikið en ber sig vel. Elsku tengdapabbi, nú verða leiðir að skilja. Ég þakka þér fyrir að hafa trú á mér, ég þakka þér fyrir að hafa hvatt okkur til dáða, ég þakka þér fyrir að vera stoltur af fjölskyldu minni, ég þakka þér fyrir að hafa verið frá- bær pabbi, tengdapabbi og afi, ég þakka þér fyrir að hafa verið duglegur að rækta sambandið við okkur, ég þakka þér fyrir allt. Hvíldu í friði, elsku töffari. Ég elska þig. Þín tengdadóttir, Júlía Rós. Meira: mbl.is/minningar Elsku afi minn. Þú ert búinn að vera góður við okkur alla ævi. Við söknum þín öll rosalega mik- ið. Það var gaman að koma til þín og fá jólabúðing, hann var rosalega góður. Manstu þegar ég var heima hjá þér og vildi borða allar hneturnar þínar og ég sleppti því að borða grillkjötið hjá þér því ég vildi bara hneturnar. Það var gaman að vera öll saman í sumarbústaðnum þegar við vorum í kofanum uppi í koju. Þegar þú bjóst í Búðardal fannst mér það vera langt ferðalag og því var gott þegar þú fluttir nær okkur. Í Búðardal vorum við að leika í litla húsinu þínu. Mér finnst leiðinlegt að þú getir aldrei hringt aftur í mig og sagt: Þú: Halló hver er þetta? Ég: Þetta er Björn Hermann. Þú: Það getur ekki verið því ég heiti Björn Hermann. Ég: Ohhh afi, manstu við heit- um alveg eins. Ég elska þig afi minn, kveðja nafni. Björn Hermann Hermannsson. Elsku afi. Ég man þegar þú komst í heimsókn til okkar og fékkst lán- að rúmið mitt, mér finnst gott að hafa lánað þér rúmið mitt. Þú ert besti afi í heimi. Ég sakna þess að geta ekki heimsótt þig aftur og fengið að horfa á sjónvarpið hjá þér og fara í tölvuna þína. Kveðja, Hólmfríður. „Ja, þessi Björn,“ var sagt um Björn bróður minn að gefnu til- efni fyrir löngu. Við sögðum þetta alloft, systkinin, þegar við sátum hjá honum ásamt börnum hans síðustu sólarhringana því hann kom okkur sífellt á óvart með baráttuþreki sínu og óvæntum at- hugasemdum. Það voru forréttindi að alast upp í stórum systkinahópi á Ísa- firði og á sumrin „inni í Skógi“. Við vorum sex systkinin, fædd á rúmlega átta árum og hópurinn því þéttur. Inni í Skógi var næst- um alltaf sól og blíða og gott sam- félag Skógarbúa. Skógurinn hef- ur alltaf átt í okkur sterk ítök og þangað sótti Björn hugarró á erf- iðum stundum. Björn var fljótur til svars, hnyttinn í tilsvörum og í þeim tamdi hann sér snemma orðaleiki og útúrsnúningsrök. Þegar systir hans vildi ekki sækja stráknum vatnsglas sagði hann við hana: „Það stendur í Biblíunni að það sé bannað að neita þyrstum manni um vatn.“ Björn var glað- sinna og hrókur fagnaðar í hópi, sagði vel sögur, einkum gaman- sögur, og átti ekki langt að sækja það, gat verið stríðinn, henti gaman að fólki og sérstaklega sjálfum sér. Hann stundaði fjöl- breytt störf og víða um land og féll alls staðar vel í hópinn. Björn hafði yndi af tónlist. Sem unglingur lærði hann á alt- horn og hélt virðulega eins manns tónleika í stofunni heima á Engjavegi fyrir fjölskylduna. Hann var gegnheill Ísfirðingur og hann kunni sögur að vestan sem hæfðu öllum tilefnum. Það var svolítið undarleg tilhugsun að Björn skyldi flytja frá Ísafirði. Í mínum huga átti hann bara að vera þar. Alltaf. Um síðustu ára- mót fékk hann vinnu við Keili – háskólabrú. Við glöddumst inni- lega við það, þá var hann loks kominn nær börnunum sínum og þeirri heilbrigðisþjónustu sem hann var orðinn svo háður. En hann fékk ekki að njóta þess lengi, fljótlega gerði krabbamein- ið harða atlögu. Hann var lagður inn á deildina „sína“ hinn 9. mars og átti ekki afturkvæmt þaðan nema dag og dag þegar hann gat skroppið heim eða út með börn- unum sínum, systkinum eða vin- um. Þá naut hann þeirra mann- kosta sem höfðu aflað honum vina og velvildar gegnum tíðina. Umhyggja vina og þeirra sem sinntu honum í veikindum hans verður aldrei fullþökkuð, hvort sem um er að ræða lækninn hans, hana Hlíf, eða „vinkonur“ hans sem sinntu honum á deild- inni, þær voru barasta yndisleg- ar. Allt fram á síðustu dagana fyrir andlát hans var verið að leita leiða til að finna honum lækningu. Hann var með þetta allt á hreinu en einhverju sinni fannst honum þetta vera orðið heldur flókið og að sumir vissu orðið meira en hann sjálfur. Hringdi í systur sína og spurði: „Hvað er að frétta af mér?“ Ja, þessi Björn. Einnig þakkir til yfirmanna hans á Keili að halda starfinu fyrir hann. Björn var tækjamaður, tileink- aði sér tölvufærni og net- og símatækni. Eftir fermingu Ás- laugar, næstyngstu dóttur hans, hinn 1. apríl sl. sendi hann okkur systkinum þessi skilaboð: „Sæl systur og bræður. Takk fyrir allt í sambandi við ferminguna. Elska ykkur öll.“ Nú sný ég þessu við: Elsku Björn. Takk fyr- ir allt, alltaf. Elskum þig öll. Ásdís S. Hermannsdóttir. Mig langar í örfáum orðum að minnast frænda míns og föður- bróður á kveðjustund. Ég man eftir Birni frá því að ég var smá- strákur og allar þær minningar eru einungis góðar. Fyrir nokkr- um vikum höguðu atvikin því svo að við vorum undir þaki sömu sjúkrastofnunar um nokkurra daga skeið; ég til rannsóknar en hann að heyja lokabaráttu sína við illvígan sjúkdóm, sem hann hafði greinst með fyrir nokkrum árum. Þar lágu leiðir okkar óvænt saman ef svo má segja og gafst okkur þá tækifæri til að hittast, spjalla um eitt og annað sem tengdi okkur og rækta frændsemi okkar. Ekki við ákjós- anlegustu aðstæður en þannig var það nú samt. Þótt Björn væri sárþjáður þegar hér var komið var hugur hans og hugsun skýr og mér finnst að við höfum báðir átt notalega samveru þessa daga. Og núna þegar hann hefur kvatt fyr- ir fullt og allt sé ég betur af hve miklu æðruleysi hann tókst á við sjúkdóm sinn og örlög. Fyrir þetta og góð kynni í gegnum tíðina langar mig að þakka að leiðarlokum um leið og ég sendi fjölskyldu hans og ást- vinum öllum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Þórður Örn Erlingsson. Björn Hermann Hermannsson  Fleiri minningargreinar um Björn Hermann Her- mannsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HAFSTEINN GUÐMUNDSSON, Suðurgötu 8, Keflavík, lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi sunnu- daginn 29. apríl. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 10. maí kl. 14.00. Jóhanna Guðjónsdóttir, Hafdís Hafsteinsdóttir, Haukur Hafsteinsson, Þóra G. Gísladóttir, Svala Hafsteinsdóttir, Magnús Björn Magnússon, Brynja Hafsteinsdóttir, Skúli Jónsson, Sigrún Hafsteinsdóttir, Björn Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐNÝ SVEINSDÓTTIR, Reynihvammi 25, Kópavogi, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 3. maí. Úför hennar fer fram frá Digraneskirkju í Kópavogi fimmtudaginn 10. maí kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð. Sveinn Magnússon, Arnþrúður Jónsdóttir, Margrét Felixdóttir, Tryggvi Felixson, Sigrún Kristín Magnúsdóttir, Helgi Felixson, Titti Johnson, Eyrún Anna Felixdóttir, Einar K. Hauksson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegi faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, PÁLL SÖLVASON frá Bíldudal, Hrafnistu, Reykjavík, lést föstudaginn 4. maí. Útför fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 11. maí kl. 15.00. Pálína Bjarnadóttir, Torbjørn Wilhelmsen, Bjarni Bjarnason, Þórdís Jónsdóttir, Sölvi Steinberg Pálsson, Ragnheiður Ólafsdóttir, Hafdís Pálsdóttir, Óli Már Eyjólfsson og fjölskyldur. ✝ Ástkær bróðir okkar og mágur, HAUKUR ANGANTÝSSON Kristnibraut 77, Reykjavík, lést föstudaginn 4. maí á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi. Útförin fer fram föstudaginn 11. maí í Guðríðarkirkju í Grafarholti kl. 15.00. Alúðarþakkir til starfsfólks á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi fyrir góða umönnun og hlýju. Ibsen Angantýsson, Hulda Guðmundsdóttir, Bára Angantýsdóttir, Einar Sigurgeirsson, Auður Angantýsdóttir, Ólafur Angantýsson, Guðrún Angantýsdóttir, Viðar Már Matthíasson og fjölskyldur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ERLENDUR MAGNÚSSON, lést í Reykjavík sunnudaginn 6. maí. Útförin fer fram frá Egilsstaðakirkju laugardaginn 12. maí kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Félag hjartasjúklinga á Austurlandi. Elfríð Pálsdóttir, Antonía Erlendsdóttir, Guðmundur Baldursson, Regína M. Erlendsdóttir, Jóhann Egilsson, Helga Erla Erlendsdóttir, Björn Einar Gíslason, Hörður Erlendsson, Guðrún Ásgeirsdóttir, Marsibil Erlendsdóttir, Heiðar W. Jones, Erna J. Erlendsdóttir, Bára Stefánsdóttir, Herdís Erlendsdóttir, Jón Trausti Traustason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, JÓHANNA SIGRÚN INGÓLFSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli föstudaginn 4. maí. Þórunn Friðriksdóttir, Zophónías Hróar Björgvinsson, Madi Björgvinsson, Svali H. Björgvinsson, Inga Sigrún Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.