Morgunblaðið - 25.05.2012, Page 2

Morgunblaðið - 25.05.2012, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2012 www.golfkortid.is Einstaklingskort 9.000 kr. Fjölskyldukort 14.000 kr. golfvöllur - eitt kort31 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Catalina-flugbátur lenti á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi. Hópur gamalreyndra íslenskra flug- manna tók á móti flugbátnum og rifjaði upp gömul kynni af þessum sögufrægu flugvélum. Catalina-flugbátarnir áttu mikinn þátt í upp- byggingu innanlandsflugsins á sínum tíma. Bæði Flugfélag Íslands og Loftleiðir voru með flug- vélar af þessari gerð í þjónustu sinni og einnig Landhelgisgæslan. Flugbáturinn kom hingað í tilefni af 75 ára af- mæli Icelandair og verður hann til sýnis á flug- degi Flugmálafélags Íslands á Reykjavíkur- flugvelli annan í hvítasunnu. Þar verður fjölbreytt flugsýning og hægt að skoða fjölda flugvéla. Reyndir flugkappar rifjuðu upp gömul kynni Morgunblaðið/Árni Sæberg Catalina-flugbátur verður til sýnis á flugdegi Flugmálafélagsins á Reykjavíkurflugvelli annan í hvítasunnu Guðni Einarsson gudni@mbl.is Samherji hf. hefur kært úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá 15. maí sl. til Hæstaréttar Íslands. Héraðs- dómur hafnaði þá kröfu Samherja um að húsleit og það að leggja hald á gögn sem Seðlabanki Íslands fram- kvæmdi hjá Samherja í lok mars sl. yrði dæmt ólögmætt og að Seðla- bankanum yrði gert að skila aftur gögnum sem hald hefði verið lagt á. „Aðgerðir Seðlabankans hafa haft slæm áhrif og skaðað orðspor okkar,“ sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Hann sagði það hafa gert Samherja erfitt fyrir að þurfa að bíða vikum saman eftir að fá gögnin sem beiðni Seðlabankans um húsleit byggðist á. Þegar þau loks bárust urðu þeir undrandi á útreikn- ingum bankans. „Mér finnst það óhugnanlegt ef starfsmenn Seðlabankans reikna á þann hátt sem þarna er gert. Það hvarflar að mér að eitthvað annað búi að baki þegar maður sér hvernig þeir reikna,“ sagði Þorsteinn. Byggt á röngum forsendum Forsvarsmenn Samherja birtu í gær bréf til starfsmanna fyrirtækis- ins (sjá www.samherji.is). Þar segja þeir að aðgerðir Seðlabankans hafi byggst á röngum forsendum. Seðla- bankinn hafi ekki enn upplýst um raunverulegt tilefni aðgerðanna. Svo virðist að málið grundvallist að stórum hluta á útreikningum Seðla- bankans á verði útflutts karfa. „Samherji hefur farið yfir útreikn- inga Seðlabankans og kemur þá í ljós mjög alvarleg stærðfræðileg villa sem leiðir til rangrar niðurstöðu. Þessi villa sem Seðlabankinn gerir er þekkt í stærðfræðinni og kemur upp þegar tekið er meðaltal af meðaltöl- um,“ segir m.a. í bréfinu. Allir út- reikningarnir eru birtir í greinargerð sem fylgir bréfinu. Þeir Samherjamenn fóru í saum- ana á upplýsingum sem fylgdu kröfu Seðlabankans um húsleit og að leggja hald á gögn. Þar á meðal voru upplýs- ingar úr tollskýrslum um útflutning á karfa þrjá síðustu mánuði ársins 2011. Þeir segja að Seðlabankinn hafi reiknað sig til rangrar niðurstöðu. „Munurinn á aðferðinni sem við notumst við, sem er sú aðferð sem al- mennt er notast við og gefur rétta niðurstöðu hvað varðar meðalverð, og þeirrar sem Seðlabankinn notast við er sá að við tökum vegið meðaltal af verðinu, sem gefur magninu í við- skiptunum ákveðið vægi en Seðla- bankinn tekur meðaltal verðs í hverj- um viðskiptum óháð magni. Þar sem sala á 5 kg karfa hefur sama vægi og sala á 20 tonnum,“ segir m.a. í bréf- inu. Hjá Seðlabankanum fengust þau viðbrögð að bankinn tjáði sig ekki um efnisatriði mála sem væru í rann- sókn. Segja vitlaust reiknað  Útreikningar Seðlabankans á útflutningsverði karfa harðlega gagnrýndir  Samherji hefur kært úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til Hæstaréttar Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Ef breytingartillaga velferðarnefndar, sem nú liggur fyrir Alþingi, verður samþykkt geta skuldarar sem er synjað um greiðsluaðlögun, sótt um niðurfellingu tryggingar fyrir skiptakostnaði við gjaldþrot. Hún er 250.000 krónur. ,,Við höfum synjað 364 umsóknum um greiðsluaðlögun af um 4.000 umsóknum. Við eigum eftir að fara yfir um 700 um- sóknir um greiðsluaðlögun,“ segir Svanborg Sigmarsdótt- ir, upplýsingafulltrúi hjá Umboðsmanni skuldara. Hún segir ekki gott að greina það hversu stór hópur það sé sem muni geta nýtt sér þessa breytingu. Hluti þeirra sem ekki hafi fengið greiðsluaðlögun séu þeir sem ekki hafi staðið rétt að umsókninni, t.d. hafi þeir ekki skilað full- nægjandi gögnum. Hún segir þá sem leita til umboðs- manns skuldara velta ýmsum leiðum fyrir sér. „Það eru alltaf einhverjir sem eru að velta því fyrir sér hvort það sé heppilegast að gera sig gjaldþrota. Við lítum að sjálfsögðu svo á að heppilegra sé fyrir fólk að leita vægari úrræða.“ Hluti af heildarendurskoðun laganna Í greinargerð sem fylgir breytingatillögunni segir að tryggingin hafi „oft reynst skuldurunum þröskuldur að því að sækja um skipti á búi sínu.“ Einnig er tiltekið að ljóst sé að ekkert annað úrræði gagnist viðkomandi skuldara. Þá kemur þar fram að skuldari geti krafist breytinga á greiðsluaðlögunarsamningi sínum ef hann getur ekki stað- ið í skilum. Jafnframt geta kröfuhafar gert sömu kröfu ef fjárhagsstaða skuldara batnar. Unnið er að heildarend- urskoðun laganna í velferðarráðuneytinu. Breytingatillög- urnar nú eru einungis hluti af þeirri endurskoðun. Gjaldþrota hafi efni á að sækja um gjaldþrot  Fjöldi skuldara gæti fengið niðurfellingu tryggingargjalds Landsbankinn hyggst sameina og loka útibúum á Austurlandi, Vestfjörðum, Snæfellsnesi og í Reykjavík auk þess að sameina deildir í höf- uðstöðvum bank- ans. Starfs- mönnum bankans mun fækka um 50 við þessar aðgerð- ir. Af þeim hefur 29 starfsmönnum verið sagt upp en 15 verið boðinn starfslokasamningur vegna aldurs. Aðrir sem nú hætta höfðu áður sagt upp störfum, samkvæmt tilkynningu bankans. Aðgerðirnar taka gildi um næstu mánaðamót. Bankinn áætlar að um 400 millj- ónir króna sparist á ári með þessum breytingum. Þrátt fyrir þessar að- gerðir mun Landsbankinn eftir sem áður reka víðfeðmasta útibúanet landsins með 38 afgreiðslur og útibú. Landsbankinn hefur verið í sam- vinnu við Íslandspóst í nokkrum útibúanna sem nú verður lokað. Ís- landspóstur mun grípa til bráða- birgðaráðstafana til að halda uppi þjónustu í Grundarfirði, á Frá- skrúðsfirði, Flateyri, í Súðavík og á Bíldudal. Þar munu starfsmenn Ís- landspósts sinna áfram þjónustu við viðskiptavini í húsnæði Landsbank- ans en afgreiðslutími verður styttur. Vinnu við framtíðarlausn á að vera lokið 1. september nk. Starfsfólki fækkar um 50 Landsbankinn hagræðir.  Landsbanki sam- einar og lokar útibúum Björk Guð- mundsdóttir hlaut nýlega Webby- verðlaunin sem listamaður ársins 2012. Þetta var í 16. skipti sem verðlaunin voru afhent. Björk fékk verðlaunin fyrir Biophilia en í umsögn Webby- verðlaunanna segir að platan sé fyrsta „app-plata“ sögunnar og að Björk hafi tekið nýjustu tækni opn- um örmum og byggt brú á milli nets- ins og tónlistarinnar. Björk lista- maður ársins Björk Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.