Morgunblaðið - 25.05.2012, Síða 12

Morgunblaðið - 25.05.2012, Síða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2012 BAKSVIÐ Egill Ólafsson egol@mbl.is Meirihluti Alþingis felldi í gær til- lögu Vigdísar Hauksdóttur, þing- manns Framsóknarflokksins, um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarumsókn Íslands að Evr- ópusambandinu. Alþingi samþykkti hins vegar ráðgefandi þjóðar- atkvæðagreiðslu um tillögur stjórn- lagaráðs, fyrir 20. október. Vigdís Hauksdóttir lagði til að þjóðin yrði spurð að því hvort hún vildi að stjórnvöld drægju umsókn um aðild Íslands að Evrópusam- bandinu til baka. 25 þingmenn studdu tillöguna en 34 voru á móti. Fjórir voru fjarverandi. Allir þingmenn Samfylking- arinnar og Hreyfingarinnar höfn- uðu tillögunni. Jón Bjarnason og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir studdu tillögu Vigdísar en aðrir þingmenn VG voru á móti. Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks studdu tillöguna, nema Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir, Sjálfstæðisflokki, og Siv Friðleifsdóttir, Framsóknarflokki, en þær greiddu atkvæði á móti. Sex spurningar lagðar fyrir Tillaga Vigdísar Hauksdóttur um stöðvun aðildarviðræna við ESB var breytingartillaga við þings- ályktunartillögu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um ráðgef- andi þjóðaratkvæðagreiðslu um til- lögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Hún var felld, eins og áður segir, eins og aðrar tillögur stjórnarandstöðunnar sem ekki voru dregnar til baka. Tillaga nefndarinnar var að lokum sam- þykkt með 35 atkvæðum gegn 15, sömuleiðis að atkvæðagreiðslan fari fram í síðasta lagi 20. október. Tillaga stjórnskipunar- og eftir- litsnefndarinnar gengur út á að lagðar verði sex afmarkaðar spurn- ingar fyrir þjóðina. Þær eru um það hvort leggja eigi tillögur stjórnlaga- ráðs til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá, en einnig er spurt um náttúruauðlindir, um stöðu þjóðkirkjunnar, um persónu- kjör, jöfnun atkvæðavægis og um þjóðaratkvæðagreiðslur. Greidd voru atkvæði um allar greinar tillögunnar sérstaklega og voru þær samþykktar. Gagnrýndu spurningar Stjórnarandstæðingar gagn- rýndu margir tillögurnar og sögðu að spurningarnar væru óljóst orð- aðar og erfitt gæti orðið að vinna úr niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar. Nokkrir þingmenn gagn- rýndu val á spurningum og spurðu hvers vegna ekki væri til dæmis spurt um álitmál varðandi stöðu forseta Íslands. Stjórnarliðar sögðu mikilvægt að bera þetta mál undir þjóðina. Jó- hanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra sagði við upphaf atkvæða- greiðslunnar að um sögulega stund væri að ræða. Valgerður Bjarnadóttir, formað- ur stjórnskipunar- og eftirlits- nefndar, þakkaði þinginu fyrir að ljúka málinu. Það kæmi síðan til efnislegrar umræðu í haust. Þá færi vonandi fram umræða án útúrsnún- inga. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, sagði að at- kvæðagreiðslan færi fram vegna þess að stjórnarmeirihlutinn treysti sér ekki til að taka efnislega af- stöðu til tillagna stjórnlagaráðs. Hann sagði athyglisvert að þing- menn meirihlutans hefðu ekkert sagt um hvaða afstöðu þeir hefðu til þeirra spurninga sem bera ætti undir þjóðina. Ekki kosið um ESB  Meirihluti Alþingis samþykkti þjóðaratkvæði um tillögur stjórnlagaráðs en felldi að bera ESB-viðræður undir þjóðina Morgunblaðið/Árni Sæberg Á þingi Gamlir fjandmenn í ESB-málum gáfu sér tíma til að spjalla á meðan greidd voru atkvæði um tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um umsóknina. Tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókn Íslands að ESB Tillaga Vigdísar Hauksdóttur um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarum- sókn Íslands að Evrópusambandinu var felld á Alþingi í gær. 25 þingmenn studdu tillöguna, en 34 þingmenn sögðu nei. Fjórir voru fjarverandi. Tillaga Vigdísar var að eftirfarandi spurning yrði borin undir þjóðina: „Vilt þú að stjórnvöld dragi aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka?“ Þingmenn sem sögðu já (25): Þingmenn sem sögðu nei (34): Framsóknarflokkur: Sjálfstæðisflokkur: Ásmundur Einar Daðason VG:Utan þingflokka: VG: Samfylkingin: Birkir Jón Jónsson Eygló Harðardóttir Gunnar Bragi Sveinsson Höskuldur Þórhallsson Sigmundur Davíð Gunnlaugss. Sigurður Ingi Jóhannsson Vigdís Hauksdóttir Árni Johnsen Ásbjörn Óttarsson Birgir Ármannsson Bjarni Benediktss. Einar K. Guðfinnsson Guðlaugur Þór Þórðarson Illugi Gunnarsson Jón Gunnarsson Kristján Þór Júlíusson Pétur H. Blöndal Ragnheiður E.Árnadóttir Ragnheiður Ríkharðsd. Unnur Brá Konráðsd. Atli Gíslason Lilja Mósesdóttir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Jón Bjarnason Framsóknarflokkur: Siv Friðleifsdóttir Sjálfstæðisflokkur: Þorgerður K.Gunnarsd. Utan þingflokka: Guðmundur Steingrímss. Álfheiður Ingadóttir Árni Þór Sigurðsson BjörnValur Gíslason Katrín Jakobsdóttir Lilja Rafney Magnúsdóttir Steingrímur J.Sigfússon Svandís Svavarsdóttir Þráinn Bertelsson Þuríður Backman Ögmundur Jónasson Ásta R. Jóhannesd. Baldur Þórhallsson Björgvin G. Sigurðsson Guðbjartur Hannesson Helgi Hjörvar Jónína RósGuðmundsd. Kristján L. Möller Lúðvík Geirsson MagnúsM. Norðdahl MagnúsOrri Schram Mörður Árnason Ólína Þorvarðard. Róbert Marshall Sigmundur Ernir Rúnarsson Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skúli Helgason Valgerður Bjarnadóttir Össur Skarp- héðinsson Hreyfingin: Birgitta Jónsdóttir Margrét Tryggvadóttir Þór Saari Atkvæði um umsókn » Lilja Rafney Magnúsdóttir, VG, segir atkvæðagreiðslu nú eins og að stökkva út úr flugvél og ákveða síðan á miðri leið að hætta við. » Sigmundur Ernir Rúnarsson, Samfylkingu, segir nei við „þessu hræðslubandalagi“. » Sigurður Ingi Jóhannsson, Framsóknarflokki, segir mis- ráðið að spyrja ekki þjóðina fyrst hvort hún vilji sækja um aðild. Nú sé tækifæri til að leiðrétta það. » Einar K. Guðfinnsson, Sjálf- stæðisflokki, segir að aðildar- viðræður hafi verið knúnar í gegn 2010 undir hótunum for- ystumanna ríkisstjórnarinnar. Hæstiréttur hef- ur ómerkt til- tekin ummæli sem Benedikta Haukdal, birti á vefsvæði sínu á MySpace. Um- mælin vörðuðu Eggert Haukdal, fyrrverandi al- þingismann á Bergþórshvoli. Eggert krafðist þess að tiltekin ummæli sem Benedikta viðhafði á vefsvæði sínu á vefsamfélaginu MyS- pace á tímabilinu 21. febrúar til 6. júlí 2008 yrðu dæmd dauð og ómerk. Hún krafðist þess aftur á móti að tiltekin ummæli sem Eggert viðhafði meðal annars í lesendabréfi sem birt var í dagblaðinu DV yrðu dæmd dauð og ómerk. Áttu ekki sérstakt erindi á opinberan vettvang Í niðurstöðu Hæstaréttar sagði meðal annars að ummæli þau sem um ræddi væru ekki hluti af op- inberri umræðu um samfélagsleg málefni, heldur ættu þau sér rót í persónulegum illdeilum milli aðila og ættu þau ekki sérstakt erindi á opinberan vettvang. Í dómi héraðsdóms var hvorum deiluaðila fyrir sig gert að greiða hinum 300.000 krónur í miskabætur. Hæstiréttur staðfesti þá niðurstöðu. Ummæli ómerkt með dómi Hæstaréttar Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 SÉRVERSLUN MEÐ GRILL, GARÐHÚSGÖGN OG ÚTILJÓS Grill sem endast 29.900 Verð frá www.grillbudin.is 2.990 Pizza panna Mikið úrval aukahluta GR ILL BÚ ÐIN ER FLU TT Á S MIÐ JUV EG 2 sa ma hús og Bón us 44.900 39.900 129.900 Mikið úrval vandaðra útiljósa frá Mikið úrval vandaðra útihúsgagna frá

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.