Morgunblaðið - 25.05.2012, Side 18

Morgunblaðið - 25.05.2012, Side 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2012 FRÉTTASKÝRING Hörður Ægisson hordur@mbl.is Fari allt á versta veg á evrusvæðinu með uppbroti myntbandalagsins og viðvarandi efnahagslægð í Evrópu á komandi árum mun slíkt óhjákvæmi- lega hafa mjög skaðleg áhrif á útflutn- ingsatvinnugreinar Íslands. Ef þau evruríki sem flest augu fjárfesta bein- ast að um þessar mundir – Grikkland, Ítalía, Portúgal og Spánn – myndu draga úr innflutningi sínum frá Ís- landi um fjórðung á þessu ári myndi það þýða þriðjungi minni hagvöxt fyr- ir íslenska hagkerfið en núverandi spár gera ráð fyrir. Útflutningur Ís- lands til þessara ríkja nam ríflega 52 milljörðum króna á liðnu ári, sem var um 8,5% af heildarútflutningi, en Seðlabankinn telur að framlag utan- ríkisviðskipta til vergrar landsfram- leiðslu verði um núllið á næstu árum. Á það er bent í fréttabréfi Júpíters rekstrarfélags, þar sem vakin er at- hygli á því hversu mikið af útflutningi Íslands fer til verst stöddu ríkja evru- svæðisins, að sökum þessa er ljóst að Ísland hefur verulegra hagsmuna að gæta hver hin pólitíska og efnahags- lega þróun verður á vettvangi mynt- bandalagsins á komandi árum. Sigurður Hannesson, fram- kvæmdastjóri Júpíters, segir í sam- tali við Morgunblaðið að flest bendi til þess að evrusvæðið muni glíma við þungbæra efnahagserfiðleika út þennan áratug. „Það er því brýnt fyr- ir íslensk útflutningsfyrirtæki – ekki síst útflytjendur sjávarafurða – að leita leiða til að styrkja stöðu sína á öðrum erlendum mörkuðum, þar sem væntingar eru um meiri hagvöxt.“ Verri viðskiptakjör Þótt útflutningur Íslands til verst stöddu evruríkjanna myndi dragast mikið saman á skömmum tíma er hins vegar ekki loku fyrir það skotið að hægt yrði að bregðast við með því að finna aðra kaupendur að vörunum Gæti dregið mik- ið úr hagvexti  Útflutningur til jaðarríkja evrusvæðisins 52 milljarðar Er lífið enn saltfiskur? - Útflutningur Íslands til jaðarríkja evrusvæðisins Heimild: Hagstofan Heildarútflutningur Íslands 8,5% Samtals: 52,46 milljarðar kr. Grikkland 2,16 ma. kr. Portúgal 10,7 ma. kr. Ítalía 15,7 ma. kr. Spánn 23,9 ma. kr. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is „Nýsköpun er ekki spretthlaup í blíð- viðri, heldur líkist fremur víðavangs- hlaupi í íslenskri veðráttu,“ sagði Orri Hauksson, stjórnarformaður Ný- sköpunarsjóðs atvinnulífsins (NSA). á ársfundi sjóðsins sem haldinn var á Grand Hóteli í gær. Sjóðurinn var rekinn með 315 milljóna króna tapi árið 2011 en að sögn Helgu Valfells, framkvæmdastjóra sjóðsins, er aðal- ástæða þessa taps sala á eignarhlut- um í fyrirtækjum og varúðarafskrift- ir. Hún benti þó á að snemma árs 2012 var eignarhlutur sjóðsins í Mar- orku seldur með góðum hagnaði. Fjárfestu fyrir 670 milljónir Samkvæmt efnahagsreikningi voru heildareignir sjóðsins 4,8 milljarðar króna í árslok, þar af var eignarhlutur í fyrirtækjum metinn á 2,7 milljarða. Eign sjóðsins í samlagssjóðunum Frumtaki, Auði 1 og Brú var metin á 1,2 milljarða. Alls samþykkti stjórn sjóðsins fjár- festingu sem nam 670 milljónum á árinu 2011. Samþykkt var að kaupa hlutafé í sex nýjum fyrirtækjum á árinu: Cooori, Skelfélaginu, Mint Sol- utions, Tölvuskýi (Greenqloud), Icemedix og 3z. Jafnframt var stutt við vöxt níu fyrirtækja sem þegar voru í eignasafni sjóðsins. Við árslok 2011 átti NSA því í 37 fyrirtækjum, af þeim voru 25 fyrirtæki komin með veltu og var samanlögð velta þeirra rúmir fimm milljarðar króna. Hjá þessum fyrirtækjum störfuðu um 550 manns. Á árinu 2011 seldi sjóðurinn sig úr Íshestum og NIKITA en út úr því fyrirtæki var sjóðurinn keyptur af finnska fyrirtækinu Amer Sports. Helga Valfells gumaði af því hversu víðtæk útflutningsstarfsemi fyrir- tækjanna í eignasafni sjóðsins væri. Hún benti á að árið 2011 fluttu fyr- irtæki í eignasafni sjóðsins út vörur og þjónustu til 60 mismunandi landa fyrir alls 4,5 milljarða króna. Hún sagði þetta sérstaklega gott með tilliti til þess að sjóðurinn kæmi yfirleitt mjög snemma inn í fyrirtækin. Það væru í raun 19 fyrirtæki af þeim 37 sem sjóðurinn á í sem standa að baki þessum útflutningstölum. Hún sagði það stefnu sjóðsins að fjárfesta í fyrirtækjum þar sem vænta má mikils virðisauka og arð- semi af starfseminni og góðrar ávöxt- unar fyrir sjóðinn. Hún sagði að við greiningu þeirra á fjárfestingartæki- færum væru orð eins og skalanleiki og útflutningsmöguleikar þau orð sem mest væru notuð. Helga sagði það ekki gæfulegt að einblína um of á útflutning hráefnis eins og áls og fisks enda ekki um endalausa vaxtarmöguleika þar að Nýsköpunar- sjóður tapar þónokkru fé  315 milljóna króna tap á rekstri sjóðs- ins  Fyrirtæki í eignasafninu fluttu út vörur fyrir alls 4,5 milljarða króna. - nýr auglýsingamiðill 569-1100 finnur@mbl.is Skechers GOwalk fisléttir og sveigjanlegir LAUGAVEGI 5 SÍMI 551 3383 SPÖNGIN GRAFARVOGI SÍMI 577 1660 Gjöf sem gleður Gull 16.500 kr. Silfur 5.900 kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.