Morgunblaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2012 Gróðursetning Austurvöllur blómstrar á sumrin, þökk sé fólki með græna fingur. Árni Sæberg Evrópusambandið heldur 9. maí ár hvert hátíðlegan af því tilefni að á þeim degi árið 1950 kviknaði sú hugmynd sem varð til stofnunar þess sambandsríkis sem nú ræður stórum hluta álfunnar. Þrátt fyrir erfiðleika og litlar vinsældir minnist sambandið þessa dags í aðild- arlöndum sínum eins og eðlilegt hlýtur að teljast. Hitt orkar mjög tvímælis að ESB skuli hafa notað þennan dag til að efna til sérstakrar áróðursviku meðal al- mennings á Íslandi fyrir því að sam- bandið fái afhent í sínar hendur yfirráð landsins. Slík íhlutun í innanríkismál stríðir gegn alþjóðasátt- málum og henni ber að mótmæla. Ójafnvægi í umræðu Í aðdraganda þess að Alþingi samþykkti að leggja fram umsókn um aðild að Evrópusambandinu gáfu stjórnmálamenn fyrirheit um það að jafnræðis, hlut- leysis og hlutlægni yrði gætt í umræðu um málið. Jafnframt var skýrt kveðið á um þetta í áliti meiri- hluta utanríkismálanefndar sem fylgdi samþykkt þingsins. Þrátt fyrir þessu fögru fyrirheit er langt í land með að jafnræði sé með þeim aðilum sem mæla með og á móti aðild að ESB. Evrópusambandið hefur þannig ákveðið að verja hundruðum milljóna króna til kynn- ingar, m.a. í gegnum Evrópustofu. Auk þess hefur sambandið sett hér á laggirnar sendiráð með fjölda starfsmanna sem kynnir stöðu og möguleika í aðildarmálunum á mjög einhliða máta. Þá hefur utanríkisráðuneytið, samninganefnd Ís- lands við ESB og hinar ýmsu opinberar stofnanir tekið þátt í umræðunni með mjög afgerandi hætti og varið til þess ómældu fé, sem ætlað er að þjóna sjón- armiðum ESB og þess hluta stjórn- arinnar sem eindregið vill inn í Evrópu- sambandið. Grefur undan lýðræðis- legri umræðu Það fé sem stjórnvöld úthluta andófi gegn ESB-væðingu er sem lítill dropi á móti þeim skriðþunga sem hér er við að glíma. Þessi misjafna staða þeirra sem með lýðræðislegum hætti vilja taka þátt í umræðunni um aðlögun og aðild að Evrópusambandinu er óásættanleg. Það er lítið við því að gera þótt utanrík- isráðherra beiti sér af alefli fyrir sinni pólitísku sannfæringu í málinu. En þegar erlendir sendifulltrúar gera slíkt hið sama hlýtur það að telj- ast íhlutun erlends aðila í málefni sjálfstæðrar þjóð- ar. Það er með öllu óskiljanlegt að stjórnvöld og stjórnarþingmenn sem eru eiðsvarnir Stjórnarskrá landsins skuli láta þetta óátalið. Þessu verður að linna, því þetta er ekkert annað en skerðing á jafn- ræði þeirra sem eru með og á móti aðild að ESB og þetta grefur þar með undan eðilegri lýðræðislegri umræðu um kosti Íslands í alþjóðamálum. Eftir Ásmund Einar Daðason » Þessi misjafna staða þeirra sem með lýðræðislegum hætti vilja taka þátt í umræðunni um aðlögun og aðild að Evrópusambandinu er óásættanleg. Ásmundur Einar Daðason Höfundur er alþingismaður Framsóknarflokksins og for- maður Heimssýnar (samtaka sem berjast gegn aðild Ís- lands að ESB.) Ólýðræðisleg slagsíða í ESB-umræðu Ein af þeim breyt- ingum sem orðið hafa í umhverfi okkar er veruleg fjölgun á fugl- um sem gera sig heimakomna í rækt- arlöndum. Ágangur álfta, gæsa og hels- ingja á tún og akra veldur bændum millj- ónatjóni á hverju ári. Við þetta bætist ágangur hreindýra sem valda tjóni á girðingum og ræktun bænda. Í gegnum árin hafa Bændasamtökin sent ályktanir og fundað með stjórnvöldum um þessa vaxandi plágu. Bændur herða ár frá ári róður sinn til að fá úrræði til þess að takmarka tjón sitt. En stjórnvöld skella skollaeyrum og virðast ekki viðurkenna vandamálið. Bændasamtökin hafa fetað stigu ís- lensku stjórnsýslunnar til að vinna að framgangi málsins. Víst hefur víða verið tekið vel í sjónarmið bænda og stofnanir sumar hverjar tilbúnar til samstarfs á meðan aðr- ar stofnanir skella í lás. Stjórnvöld um- hverfismála neita ábyrgð Málin hafa ítrekað verið rædd við um- hverfisráðherra, nú- verandi og fyrrver- andi. Það hafa verið skrifuð mörg bréf og unnin ótal minnisblöð en ekkert gerist. Í raun og veru er það svo að íslensk stjórn- völd viðurkenna ekki tjónið sem af ágang- inum hlýst. Þetta er þvert á viðhorf stjórnvalda í nágrannalöndum okk- ar þar sem vandamálið er við- urkennt og málstað bænda sýndur skilningur. Við höfum íslenska bændur, vísindamenn, náttúrufræð- inga, fuglafræðinga og líffræðinga sem taka undir mál íslenskra bænda. En ekkert gerist. Stjórn- völd umhverfismála á Íslandi neita að skilja og neita að viðurkenna ábyrgð sína. Viðurkennum tjón bænda Í vikunni héldu Bændasamtökin kynningarfund um norskt verkefni þar sem leitast er við að bregðast við vandamálinu. Farin er leið frið- unar, veiða og ekki síst að við- urkenna tjón bænda. Sagt var frá alþjóðlegu samstarfi í þessum efn- um og reynslu Skota við að bregð- ast við vandanum. Rætt var um samfélagslega sátt, samvinnu vís- indamanna, veiðimanna, yfirvalda og bænda. Skynsamleg nálgun sem byggir upp samfélög og viðurkennir sjónarmið fólks. Eitthvað sem ís- lensk umhverfisyfirvöld virðast ekki hafa neinn hug á að gera. Er um raunverulegt vandamál að ræða? Við þekkjum viðkvæðið þegar spurt er hvort ágangur fugla sé raunverulegt vandamál. Þekkt er að fuglum hefur fjölgað gríðarlega undanfarin ár, m.a. af völdum hlýrra veðurfars. Góð viðkoma og léttari vetur eru að margfalda stofnstærðina. Þá er spurt næst hvort liggi fyrir rannsóknir á því hvort um raunverulegt tjón sé að ræða. Staðreyndin er sú að bændur tapa uppskeru. Það er ekki beit á túnum þegar á þarf að halda því gæsin og álftin eru búnar með hana. Það er ekki korn á ökrum. Það er ekki uppskera til sláttar. Of- beittar nýræktir eru varanlega skaðaðar. Þetta er því miður raun- veruleikinn. Þeir sem þræta fyrir slíkt og bera fyrir sig að rannsóknir skorti efast um orð bænda. Bændur sjá þetta með eigin augum og bein- línis þreifa á vandanum, sann- anirnar eru ótvíræðar. Tími fálætis umhverfisyf- irvalda er liðinn Hvernig gat það orðið vandamál íslenskra bænda að fuglastofnar snarstækka? Eiga þeir að bera af því tjón árum saman að fuglar gera sig heimakomna á allsnægtahlað- borðum túna og akra? Tími fálætis íslenskra umhverfisyfirvalda er lið- inn. Það er ekki hægt að bíða leng- ur eftir misviljugum embætt- ismönnum að hlusta á fólkið sem lifir af landinu og hefur afkomu sína af ræktunarlöndum. Að ekki sé tal- að um allan þann umhverfisskaða á útjörð sem vaxandi fuglastofnar valda að ógleymdu tjóni af völdum hreindýra sem ekki verður fjallað sérstaklega um hér. Umhverfisráðherra verður að bregðast hratt við Bændasamtök Íslands hafa árum saman reynt að fá umhverf- isráðherra til samstarfs. Ráðherra verður að gera sér grein fyrir því að áframhaldandi dráttur og hik á að viðurkenna vandann og vinna á honum er ekki í boði. Bændur bíða ekki endalaust aðgerðalausir og horfa á verðmæti sín hverfa eins og dögg fyrir sólu. Það er miklu betra að vinna á vandanum sem fyrst áð- ur en stefnir í algjört óefni og ein- hverjir hafa af illri nauðsyn þurft að grípa til óyndisúrræða. Umhverf- isráðherra, viltu bregðast við núna eða þegar í óefni er komið? Það kemur ekki meiri tími í þessu máli. Skapa þarf skynsamlega samfélags- sátt um aðgerðir til að mæta því tjóni sem fuglar valda á rækt- arlandi bænda. Eftir Harald Benediktsson » Ágangur álfta, gæsa og helsingja á tún og akra veldur bændum milljónatjóni á hverju ári. Haraldur Benediktsson Höfundur er formaður Bændasamtaka Íslands. Ágangur villtra fugla á ræktarlönd bænda Á fundi Alþingis á fimmtudag var atkvæða- greiðsla „um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórn- skipunarlaga“. Samkvæmt þingsköpumgeta al- þingismenn kvatt sér hljóðs um atkvæðagreiðsl- una eða gert grein fyrir atkvæði sínu – og er sá réttur að sjálfsögðu bundinn við þá, sem atkvæð- isrétt hafa. Á þessum fundi var Jóhanna Sigurð- ardóttir ekki alþingismaður heldur hafði hún tekið inn varamann, Baldur Þórhallsson. Henni bar því að sitja þegjandi í ráðherrastól sínum eða hverfa úr þingsal ella meðan á atkvæðagreiðslu stóð. Hún hafði með öðrum orðum sömu stöðu gagnvart þinginu og Ragna Árnadóttir og Gylfi Magnússon meðan þau voru ráðherrar. Með því að gefa forsætisráðherra orðið um at- kvæðagreiðsluna urðu forseta Alþingis á alvarleg mistök, sem henni ber að leiðrétta úr forsetastóli. Halldór Blöndal Nú fórstu yfir strikið, forsætisráðherra Höfundur er fyrrverandi forseti Alþingis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.