Morgunblaðið - 25.05.2012, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 25.05.2012, Qupperneq 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2012 ✝ Kjartan Jóns-son fæddist á Selfossi 20. nóv- ember 1952. Hann varð bráðkvaddur í Esjuhlíðum 13. maí 2012. Foreldrar hans eru Jón Ólafsson, fyrrverandi banka- útibússtjóri frá Fagradal í Mýrdal. f. 1916 og Ólöf E. Árnadóttir frá Oddgeirshólum í Hraungerðishreppi, f. 1920. Systkini Kjartans eru Stein- gerður, f. 1945, Ólafur, f. 1946, Árni Heimir, f. 1950, d. 2006 og Skafti, f. 1956. Kjartan kvæntist Takako Inaba Jónsson, stærðfræðingi, 26. desember 1976. Takako fæddist í Japan 1. júní 1946 og lést 19. september 2004. Börn þeirra Kjartans og Takako eru: 1) Árni Rúnar Inaba, tölv- unarfræðinemi, f. 2. júní 1977, sinnti verkfræðistörfum hjá Raf- magnsveitum ríkisins 1979-1981. Hann lauk MS prófi í rafmagns- verkfræði 1983 frá Danmarks Tekniske Universitet. Frá 1983 til 1995 starfaði Kjartan hjá Verk- og kerfisfræðistofunni við hugbúnaðarþróun. Kjartan hóf störf hjá Landssíma Íslands í nóvember 1995 sem yfirverk- fræðingur í viðskiptakerfum. Hann var verkefna- og deild- arstjóri í ýmsum deildum Símans og frá því í maí 2008 sérfræð- ingur við hugbúnaðarþróun. Meðal áhugamála Kjartans voru útivist, stangveiði, hvers kyns náttúruskoðun og var hann góð- ur bridgespilari. Hann var ötull baráttumaður fyrir verndun ís- lenskrar náttúru. Kjartan var listunnandi, sótti tónleika og leikhús og námskeið um fornsög- urnar sem voru honum hug- leiknar. Kjartan var ættrækinn og hélt góðu sambandi við frændur og vini í Vesturheimi og tengdafólk sitt í Japan. Útför Kjartans fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 25. maí 2012, og hefst athöfnin kl. 13. kvæntur Önnu Arn- ardóttur, f. 15. júní 1979. Börn þeirra eru Ólöf Lena Inaba, f. 6. ágúst 2000, Arna Katrín Inaba, f. 7. sept- ember 2004 og Vík- ingur Davíð Inaba, f. 1. apríl 2011. 2) Ólöf Júlía, læknir, f. 29. júlí 1979. Kjartan útskrif- aðist frá Menntaskólanum á Laugarvatni 1972. Hann fékk styrk til háskólanáms í Banda- ríkjunum og stundaði nám í efnafræði við University of Washington í Seattle veturinn 1972-1973. Hann lauk BS prófi í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands1979. Samhliða námi vann Kjartan ýmis sumarstörf, var í sveit á yngri árum, var við borunarstörf hjá Jarðborunum ríkisins og byggingarstörf við virkjanaframkvæmdir. Kjartan Elsku pabbi fór án þess að kveðja. Það er erfitt að lýsa því hversu mikið ég sakna hans. Á uppvaxtarárunum dáði ég hann takmarkalaust. Hann var svo traustur og hlýr og góður og mér fannst hann kunna allt og geta allt. Hann þreyttist aldrei á að leiðbeina mér og hvetja mig áfram, sama hvort um var að ræða nám eða vinnu, fjármálin, matargerð eða fluguveiði. Síðar kom það sama fram með afa- stelpurnar. Við systkinin og pabbi deildum mörgum sárum minningum eftir veikindi og fráfall móður minnar fyrir átta árum. Mamma var hans besti vinur og félagi og hann hjúkraði henni af umhyggju og nærgætni fram í andlátið. Stuttu síðar kom annað reiðars- lag þegar bróðir hans veiktist og aftur þurfti pabbi að hjúkra sín- um nánasta í banalegunni. Hann var kletturinn okkar allra í þess- um raunum. Eftir þetta lögðum við okkur fram um að skapa nýj- ar og góðar minningar saman og hittumst vikulega í mat á Kjart- ansgötunni þar sem hann bjó sér hlýlegt heimili. Hann var líka duglegur að skipuleggja fjall- göngur og ferðalög með fjöl- skyldunni í náttúrunni. Síðar fór- um við til Japan að heimsækja ættingjana og skoða kirsuberja- blómin. Með árunum varð samband okkar pabba nánara og við áttum margar góðar stundir í eldhúsinu á Kjartansgötu eða á leiðinni heim frá afa og ömmu á Selfossi. Oft fékk ég skilaboð um að eitt- hvað væri í gogginn á Kjartans- götunni eftir smástund og svo sátum við og ræddum tímunum saman um lífið og tilveruna. Hann átti það líka til að banka upp á í kaffi og kom yfirleitt fær- andi hendi með jarðarber úr garðinum eða heimagerða sviða- sultu. Það varð að árlegri hefð að fara í Veiðivötn. Hann sagði mér í fyrra við Skyggnisvatn að svona væru bestu stundirnar í lífinu, standandi með flugustöng í speg- ilsléttu vatni og himbrimann hlæjandi í kvöldstillunni. Sjaldn- ast veiddum við neitt að ráði enda öll ófiskin með afbrigðum. Í eitt sinn hafði hann kastað út og samstundis kippti hressilega í og greinilega vænn fiskur á ferð. Án þess að hugsa sig um rétti hann mér stöngina. Þetta litla örlæt- isverk var svo dæmigert fyrir pabba. Mikið var ég fegin að hafa afþakkað þegar ég sá hvað hann var ánægður með fiskinn við að- gerðarborðið um kvöldið. Í síðasta sinn sem ég hitti pabba fórum við að vitja leiðisins hennar mömmu og skoða fallegu kirsuberjablómin sem þar vaxa. Á kveðjustund er ég þakklát fyr- ir að hafa átt hann pabba að og notið leiðsagnar hans gegnum líf- ið. Ég er þakklát fyrir að á milli okkar var ekkert ósagt eða óupp- gert. Ég er þakklát fyrir að hann fékk að fara á örskotsstundu úti í guðs grænni náttúrunni þar sem hann undi sér best. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að sjá hann eftir andlátið. Það var friður og ró yfir honum í útivistarfötunum sínum og það var eins og hann hefði eitt augnablik lygnt aftur augunum í grænni laut. Það minnti mig á þegar ég var lítil og hann sagði mér sögur fyrir svefn- inn. Þá teygði ég stundum upp höndina og slétti úr áhyggju- hrukkunni milli augnanna og fékk bros að launum. Minningin um pabba og mömmu lifir í hjart- anu. Ólöf Júlía. Ég er afar lánsöm. Ég á ynd- islega fjölskyldu, börn, vini og tengdafjölskyldu. Ég var svo heppin að þegar ég var 16 ára kynntist ég manninum mínum, fyrsta manninum sem ég elskaði og ég elska hann enn heitar í dag en nokkru sinni fyrr. Fljótlega fékk ég svo að kynnast fjölskyldu hans sem tók mér opnum örmum og ég varð undir eins ein af þeim. Fjölskyldur okkar sameinuðust og alla tíð höfum við hjónin feng- ið stuðning, hvatningu, huggun og hjálp frá foreldrum beggja og systkinum, hvað sem gengið hef- ur á í lífi okkar. Í gleði og sorg hafa þau staðið með okkur. Við höfum ferðast saman, talað sam- an, búið saman, borðað, leikið, unnið, grátið og hlegið saman. Ég veit hversu lánsöm ég er að hafa svona gott fólk í kringum mig og fullvissan um hversu ynd- isleg þau eru og hve vel þau hafa reynst mér staðfestist þegar ég upplifi hversu sárt það er að missa þau. Þegar Takako dó vorum við öll afar brotin en okkur tókst að halda þétt hvert utan um annað og komast saman í gegnum erf- iðasta tímann. Kjartan tók mikl- um breytingum á þessum tíma. Takako hafði alltaf verið drif- krafturinn hvað varðaði félagslíf og vini því hún var mjög mann- blendin og mikil félagsvera. En nú tók Kjartan upp hennar við- horf og var öflugur í að hitta fólk, fara á menningarviðburði, rækta tengsl við ættingja, nána og fjar- skylda, ferðast, fræðast og efla sjálfan sig. Hann fór að hreyfa sig mikið og ekki var óalgengt að hann kæmi á hjólinu frá Kjart- ansgötunni að heimsækja okkur upp í Grafarvoginn. Hann gekk á fjöll nánast um hverja helgi og undi sér vel úti í náttúrunni. Hann tók okkur fjölskylduna með í ferðir innanlands og utan, á ýmsa menningarviðburði og hafði yndi af að kenna okkur um sín áhugamál en þau sneru flest að náttúru Íslands, sögu landsins og menningararfi. Kjartan var góður afi. Stelp- urnar mínar nutu þess alla tíð að koma til hans og vera með hon- um. Hann gaf þeim alltaf nægan tíma og var með þeim á þeirra forsendum. Hann kenndi þeim að tefla, sýndi þeim náttúruna, sagði þeim sögur, fór með þær í gönguferðir, veiðiferðir, hjólat- úra, fjallgöngur og fleira. Hann lék við þær tölvuleiki því það fannst stelpunum gaman. Hann spjallaði við eldri stelpuna á fa- cebook og lék við hana þar. Hann gaf litlu tré-hænunum sínum korn því yngri dóttir mín hringdi í hann og var viss um að þær væru svangar. Hann eldaði slát- ur handa henni því það er uppá- halds maturinn hennar, meira að segja sauð hann handa henni kepp á aðfangadagskvöld því hún vildi ekki jólasteikina. Strák- urinn minn var því miður bara rétt farinn að kynnast honum enda rétt nýorðinn eins árs. Síð- ast þegar við hittumst flaug hann í fangið á afa sínum og afi sýndi honum trén og matjurtirnar í garðinum. Afi Kjartan skilur eftir sig stórt skarð í okkar fjölskyldu og í hjörtum okkar er opið sár en við erum afar lánsöm að hafa þekkt hann og fengið að njóta þess að hafa hann í lífi okkar. Mér var Kjartan ekki bara góður tengdapabbi heldur líka góður vinur. Ég á honum margt að þakka og mun sakna hans sárt. Anna. Ég man þegar ég fór með afa Kjartan í Vík í Mýrdal og við fór- um og tíndum brekkubobba. Við fundum þónokkra. Þá sem við fundum settum við á stein og settum allskyns lauf, litla steina, prik og strá sem við fundum í kringum þá svo að þeir voru um- kringdir. Svo fórum við niður í fjöru og lékum okkur saman þar, flúðum frá öldunum, snerum okkur í marga hringi og fundum allskyns hluti svo sem krabba- klær, skrýtna steina, skeljar og síli. Svo fórum við aftur að brekkubobbunum og allir höfðu þeir sloppið nema einn. Við slepptum honum svo lausum. Hann afi minn, sfi Kjartan, var ofboðslega hraustur. Við fórum stundum upp á fjöll saman, en hann fór upp á einn topp viku- lega. Sumar helgar fór hann á þrjá toppa. Síðasta skiptið sem ég sá hann var þegar hann fór með okkur í fuglaskoðun. Sú ferð var ekki bara fuglaskoðun heldur var hún hellaskoðun, fuglaskoð- un, sundskoðun og pönnsuskoð- un. Sem sagt byrjuðum við á að fara í Raufarhólshelli og vorum þar í smástund, fórum aðeins inn í hellinn og fórum svo að skoða fugla. Eftir það fórum við í sund og svo fórum við til Ólafar og Jóns sem á mínu heimili eru bet- ur þekkt sem langamma og langafi. Þar fengum við pönnsur og ég hef aldrei áður fengið eins góðar pönnsur og þær sem langamma Ólöf gerir. Eftir það fórum við svo bara heim og ég sá hann ekkert eftir það. Hinsvegar var ég sú síðasta í allri fjölskyld- unni sem hafði samskipti við hann og það var um morguninn inni á Facebook. Við vorum að spjalla saman um leik sem heitir Sims Social og um Esjuna og svo- leiðis hluti. Svo sagði hann: „Nú þarf ég að fara. Er að fara að labba upp á Esjuna. Sjáumst í kvöld.“ Hann ætlaði að koma í heimsókn til okkar um kvöldið eins og venjulega á sunnudögum. Elsku afi Kjartan, Ég sakna þín svo rosalega mikið en nú veit ég að þér líður vel hjá ömmu Ta- kako. Takk fyrir að vera afi minn. Þín Ólöf Lena Inaba. Í apríl síðastliðnum hittist svo á að Kjartan hafði bókað ferð til okkar Kaupmannahafnarbúa, á sama tíma og drengur úr fjöl- skyldu konu minnar átti að ferm- ast. Kjartan og fjölskyldan þekktust ekki en honum var strax boðið í ferminguna. Ferm- ingin var einnig kveðjustund því faðir fermingarbarnsins var að flytja til Japans vegna starfs sem flugstjóri þar og til stóð að eig- inkona hans og þrjú börn fylgdu á eftir. Var veglega að staðið og gestum boðið í mat og gistingu kvöldið fyrir fermingu. En vegna veikinda tafðist matargerð. Án þess að mikið bæri á var Kjartan kominn í eldhúsverk, gestur hjá fólki sem hann hafði aldrei hitt áður. Hann var orðinn hluti af fjölskyldu konu minnar. Við bræðurnir dvöldum í sum- arbústað á Fjóni. Tilefnið var veiðar. Við buðum foreldrum fermingarbarnsins í kvöldmat. Vegna rýrrar eftirtekju fyrr- greindrar afþreyingar þurfti að kaupa matvæli. Í anddyri versl- unar stóðu tvær unglingsstúlkur og seldu happdrættismiða til styrktar góðu málefni. Af svip- brigðum þeirra mátti ráða, að kaup Kjartans á tveimur happ- drættismiðum væri með því besta sem fyrir hafði komið þann daginn. Á öðrum miðanum var vinn- ingur, vöruúttekt, sem innleysa mátti í verslun á Fjóni eftir að dvöl okkar þar lauk. Næst elsta barnið fékk vinninginn. Við átt- um mjög ánægjulegt kvöld þar sem Kjartan miðlaði af þekkingu sinni á Japan og japanskri menn- ingu á sinn hógværa hátt. Hon- um var boðið til Japan í næstu fermingarveislu. Svona var Kjartan. Betri vin get ég ekki hugsað mér. Hann var bróðir minn. Skafti. undir blómstrandi kirsuberjatré er enginn meðal ókunnugra (Kobayashi Issa) Hann Kjartan mágur minn fæddist í Singasteini á Selfossi, stóra systir hans 7 ára fylltist gleði þegar hún fékk að halda á honum nýfæddum. Nú er hann skyndilega horfinn frá okkur og það ríkir sorg. Við Steingerður kvöddum hann í síð- asta sinn síðdegis 12. maí. Hann ræddi við okkur um ýmis hugð- arefni, framkvæmdirnar á Kjart- ansgötunni, Víkina og baráttuna fyrir verndun umhverfisins þar. Hann sýndi okkur einnig myndir af kirsuberjatrénu við leiði Ta- kako. Það var í blóma og hafði aldrei verið jafn fallegt. Það minnti okkur á ferðina sem við Steingerður fórum til Japan 2009 með Kjartani og Ólöfu Júlíu í minningu Takako sem elskaði kirsuberjatrén í blóma (sakura). Við fórum til að efla tengslin við tengdafólk Kjartans og frænd- fólk Ólafar Júlíu og Árna Rúnars og til að upplifa fegurðina á sak- ura-tímanum og tengjast jap- anskri menningu. Við eigum Kjartani að þakka þessa ferð og margt annað sem væri hægt að minnast á því hann dreif okkur með í margt sem við hefðum ekki annars gert, t.d. góða ferð í Veiðivötn í fyrra sumar og tón- leika í Hallgrímskirkju oftar en einu sinni. Skemmtileg var líka Evrópuferðin sem við fórum í með börnum okkar til Lúxem- borgar, Frakklands, Þýskalands og Tékkóslóvakíu 1990. Vín- smökkunin í Barr í Alsace-héraði var minnisstæð, þegar við Kjart- an ortum vísur af veikum mætti um vínbóndann Wantz og dætur hans. Kjartan ólst upp hjá foreldr- um með rætur í íslenskri menn- ingu, bændamenningu og sem þekktu goðsögurnar, fornsög- urnar og ljóð sinnar tíðar og fyrri tíma. Kjartan hafði mikinn áhuga á fornsögunum, var í leshring um fornsögurnar með góðum fé- lögum í fjölda ára. Nú síðasta vetur fóru félagi hans úr les- hringnum og hann á námskeið um Eyrbyggju og lögðu land undir fót upp í Reykholt í Borg- arfirði og á Landnámssetrið í Borgarnesi til að hlusta á fræði- menn fjalla um efnið. Áhugamál Kjartans voru fjölmörg, stang- veiðar, fluguhnýtingar, fjallgöng- ur, náttúrvernd, tónlist og bridge svo nokkuð sé nefnt og erfitt að skilja hvernig hann gat sinnt þeim öllum auk þess að vera stoð og stytta aldraðra foreldra, barna og barnabarna. Hann stóð í stórframkvæmdum á Kjartans- götunni þar sem hann bjó, vann ötullega að því að Hlíðarmálin kæmust á hreint og var vakinn og sofinn yfir Sigurðarstöðum í Víkinni. Nú er hann skyndilega fallinn frá og það er stórt skarð eftir, enginn Kjartan til að hjálpa, að styðjast við í smáu eða stóru. Hæglátur maður, hógvær, elsku- legur með góða nærveru. Kirsu- berjatrén í blóma minna okkur á Takako og Kjartan. blómstrandi kirsuberjatré í veröld sársauka og sorgar (Kobayashi Issa) Örlygur Karlsson. Enn eitt höggið hefur dunið yfir fjölskyldu móðurbróður míns, Jóns Ólafssonar, og eigin- konu hans, Ólöfu Árnadóttur. Kjartan, næstyngsti sonur þeirra er fallinn frá, tæplega 60 ára að aldri. Áður misstu þau Takako eiginkonu hans og soninn Árna Heimi fyrir nokkrum árum. Þetta er þungur baggi á öldruð- um foreldrum og stórfjölskyld- unni og stórt skarð er nú höggvið í Fagradalsfjölskylduna einu sinni enn. Kjartan var ekki bara frændi, hann var líka góður vinur okkar Guðmundar eiginmanns míns. Eftir lát Ólafs afa og Sig- rúnar ömmu keyptum við nokk- ur í stórfjölskyldunni Sigurðar- staði í Vík í Mýrdal, sem þau bjuggu í. Upphaflega vorum við 12 sem áttum hlut í húsinu en fjórir eru fallnir frá. Við vorum nýbúin að halda húsfund og hlökkuðum til að takast á við vinnu í sumar og ætluðum m.a. við þrjú, ég, Guðmundur og Kjartan, að vinna þar ákveðið verk en við öll í húsfélaginu skiptum alltaf með okkur verk- efnum. Það verður erfitt að fylla skarð Kjartans, án þess að hallað sé á aðra í húsfélaginu. Þeir bræður, Óli og Kjartan, voru búnir að leggja línurnar fyrir sumarið á húsfundinum ásamt fleirum í húsfélaginu. Nú sitjum við hnípin og dofin og eigum erf- itt með að trúa þessum ósköpum, þótt við vitum að lífið sé hverfult, óöruggt og ótryggt. Hvers vegna, hann sem hefði orðið 60 ára á árinu og ætlaði að ganga á 60 fjöll? Það sýnir í stuttu máli hve stórhuga hann var og dug- legur. Esjan, sem hann gekk á sunnudaginn 13. maí, varð síð- asta fjallið hans. Þar veiktist hann og lést. Okkur hjón langar að þakka fyrir að fá að kynnast, ekki aðeins góðum, fróðum, skemmtilegum og duglegum frænda, líka fyrir að eignast góð- an vin, sem kenndi okkur svo margt og miðlaði svo mörgu, það er dýrmæt gjöf, sem enginn tek- ur frá manni. Elsku Jón, Olla, Árni og fjöl- skylda, Ólöf, Óli og fjölskylda, Steingerður og fjölskylda og Skafti og fjölskylda, Guð gefi ykkur styrk til að halda áfram eins og Kjartan kunni svo vel. Blessuð sé minning Kjartans frænda. Sorgin hún svíður og tærir söknuður er í hjarta. En ljósið í myrkrinu færir ástkæra minningu bjarta. (S.Ó.I) Sigrún Ósk Inga- dóttir og fjölskylda. Ég á enn bágt með að trúa því að þú sért farinn, hafir kvatt þennan heim svona hraustur og sprækur, á miðri göngu, að sinna einu af áhugamálum þínum. Það er allavega ekki hægt að segja annað en að þú hafir notið lífsins fram á síðasta dag, eins og amma, mamma þín, sagði. Þú hefðir í raun ekki getað farið á fallegri og meira viðeigandi stað, bara að það hefði gerst svo miklu, miklu síðar. Þegar þú varst ekki að berjast fyrir verndun náttúrunnar varstu uppi á fjöllum, hjólandi eða að njóta náttúrunnar með einum eða öðrum hætti, þ.e. þeg- ar þú varst ekki í faðmi fjölskyld- unnar eða að drekka í þig listir og menningu. Það er að minnsta kosti sú mynd sem ég hef af þér. Þú varst ótrúlega fjölhæfur og ég á erfitt með að trúa því að það hafi eitthvað verið til sem þú ekki gast gert. Matseld lá ekki síður fyrir þér en verkfræðin og mamma sagði mér um daginn að þegar gesti bar að garði hafi ekki verið óvanalegt að Takakó sæti og spjallaði við gestina á meðan þú matreiddir japanska rétti í eldhúsinu. Þú varst ekki síst mikill mann- vinur, góðhjartaður og virkilega laginn við börn. Steinunn Dís dóttir mín naut þess að vera í kringum þig. Það var ekki ama- legt að eiga svona skemmtilegan ömmubróður sem gaf sér meðal annars tíma til að kenna litlu frænku að spila. Þú varst örlátur og hjartahlýr og skilur eftir þig stórt skarð í hjörtum okkar sem eftir stönd- um. Hvíl í friði, elsku frændi. Auður. Kjartan Jónsson  Fleiri minningargreinar um Kjartan Jónsson bíða birt- ingar og munu birtast í blað- inu næstu daga. ✝ Elskuleg móðir okkar, JÓNÍNA SIGURBORG JÓNASDÓTTIR, Jonna frá Dagsbrún, Dalbraut 16, Reykjavík, lést að kvöldi miðvikudagsins 23. maí. Sigurbjörg Björnsdóttir, Guðmundur Björnsson, Björg Björnsdóttir, Sigrún Þóra Björnsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.