Morgunblaðið - 25.05.2012, Síða 39

Morgunblaðið - 25.05.2012, Síða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2012 Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Martin Berkofsky píanóleikari mun leika á tónleikum til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands í Hörpu á morgun kl. 20. Berkofsky hefur sjálfur barist við krabbamein og hefur spilað á hundruðum styrkt- artónleika víða um heim. Hann mun leika lög eftir Franz Liszt en í fréttatilkynningu segir að fáir núlif- andi tónlistarmenn túlki tónlist hans jafn vel og Berkofsky. Lætur gott af sér leiða „Ég veit af eigin reynslu hvaða áhrif krabbamein hefur og langar til að leggja mitt af mörkum í barátt- unni gegn þessum sjúkdómi sem hrjáir svo marga,“ segir Berkofsky og bætir við að tónleikarnir séu hluti af stærri herferð sem miðar að því að vekja athygli á sjúkdómnum og hvetja fólk til að láta gott af sér leiða. Berkofsky segist þakklátur fyrir að geta notað hæfileika sína á sviði tónlistar til að láta gott af sér leiða. Þess má geta að Berkofsky hefur spilað með nokkrum af stærri sin- fóníuhljómsveitum heims. „Ég hef spilað með Lundúnasinfóníunni og Berlínarsinfóníunni og einnig er ég mjög stoltur yfir því að hafa fengið tækifæri til að spila með Sinfón- íuhljómsveit Íslands. Þetta hefur verið mjög ánægjuleg og gefandi reynsla.“ Berkofsky hefur í gegnum tíðina oft komið til landsins og bjó m.a. hér á landi í fimm ár. Að hans sögn kom hann fyrst til landsins eftir að hafa kynnst fyrri eiginkonu sinni sem var íslensk en þau skildu. Hann kvænt- ist aftur síðar og seinni eiginkona hans var einnig íslensk. Svo lenti hann í alvarlegu mótorhjólaslysi hér á landi sem hafði veruleg áhrif á líf hans og þau slitu sambandi sínu síð- ar. „Ég lá fyrir í fjóra mánuði eftir þetta alvarlega slys. Á þeim tíma hugsaði ég mikið og skyndilega fékk ég einskonar opinberun. Ég hugsaði með mér að ég yrði að koma mér út úr því mynstri sem ég var í. Fram að þessu hafði ég verið mikið á ferð- inni, spilað á mörgum tónleikum og gefið út fullt af tónlist. Í kjölfarið fór ég að hugsa um hverju ég væri að skila, ég áttaði mig á að þetta væri ekki rétt og ég væri ekki að einbeita mér að réttum hlutum heldur ein- blína á sjálfan mig. Ég fékk annað tækifæri og lofaði sjálfum mér að breytast. Ég ákvað að gefa eins mikið til góðgerðarmála og mögu- legt var. Allar tekjur af tónleika- haldi og útgáfu skyldu fara í góð málefni en ég skyldi sjálfur afla mér tekna með píanókennslu og öðru í þeim dúr. Ég var á rangri leið en þessi reynsla leiddi mig á réttar brautir.“ Berkofsky segist hafa reynt að vera trúr þessari sannfæringu æ síðan, en hann lenti í slysinu ör- lagaríka árið 1982. Barðist fyrir byggingu tónlistarhúss Berkofsky var á sínum mjög virk- ur í baráttunni fyrir byggingu tón- listarhúss hér á landi. Að sögn skipuleggjanda tónleikanna á laug- ardaginn spilaði hann á fjölda styrktartónleika bæði hérlendis og í Bandaríkjunum, m.a. í Harvard- háskóla. „Ég er yfir mig glaður að fá að koma fram í húsinu núna. Þegar við vorum að berjast fyrir byggingu tónlistarhússins á sínum tíma skildu ekki allir þörfina fyrir slíka bygg- ingu. Ég sagði að hér á landi væri gríðarlega blómlegt menningarlíf sem ætti að heiðra með slíkri bygg- ingu,“ segir Berkofsky að lokum. Hugsjónamaður spilar á heimavelli  Tónleikar til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands Morgunblaðið/Golli Góðgerðartónleikar Martin Berkofsky kemur fram á tónleikum í Hörpu á morgun kl. 20, til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands. Z-Brautir og gluggatjöld Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - S. 525 8200 - z.is Úrval - gæði - þjónusta Allt fyrir gluggana á einum stað Mælum, sérsmíðum og setjum upp 568 8000 | borgarleikhus.is Tengdó – HHHHH–JVJ. DV Svar við bréfi Helgu (Nýja sviðið) Fös 25/5 kl. 20:00 13.k Fös 1/6 kl. 20:00 aukas Mið 6/6 kl. 20:00 19.k Þri 29/5 kl. 20:00 14.k Lau 2/6 kl. 20:00 17.k Fös 8/6 kl. 20:00 aukas Mið 30/5 kl. 20:00 15.k Sun 3/6 kl. 20:00 18.k Lau 9/6 kl. 20:00 20.k Fim 31/5 kl. 20:00 16.k Þri 5/6 kl. 20:00 aukas Sun 10/6 kl. 20:00 lokas Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Hrífandi saga um þrá og eftirsjá Rómeó og Júlía (Stóra svið ) Sun 3/6 kl. 20:00 Fös 8/6 kl. 20:00 Sun 10/6 kl. 20:00 aukas Ógleymanleg uppfærsla Vesturports. Síðustu sýningar! Tengdó (Litla sviðið) Fös 25/5 kl. 20:00 Sun 3/6 kl. 20:00 Fös 8/6 kl. 20:00 lokas Sönn saga. Í samstarfi við CommonNonsense. Síðustu sýningar! Bastards - fjölskyldusaga (Stóra sviðið) Fim 31/5 kl. 20:00 fors Fös 1/6 kl. 20:00 Lau 2/6 kl. 20:00 Í samstarfi við Vesturport ofl. Aðeins þessar sýningar á Listahátíð Beðið eftir Godot (Litla sviðið) Fös 1/6 kl. 20:00 Lau 2/6 kl. 20:00 Lau 9/6 kl. 20:00 lokas Tímamótaverk í flutningi pörupilta Les Misérables - Vesalingarnir (Stóra sviðið) Fös 25/5 kl. 19:30 Fös 8/6 kl. 19:30 Lau 16/6 kl. 19:30 Lau 26/5 kl. 15:00 Lau 9/6 kl. 19:30 Fim 21/6 kl. 19:30 Fös 1/6 kl. 19:30 Sun 10/6 kl. 19:30 Fös 22/6 kl. 19:30 Lau 2/6 kl. 19:30 Fös 15/6 kl. 19:30 Lau 23/6 kl. 19:30 Síð. sýn. Fimm stjörnu stórsýning! Síðasta sýning 23. júní. Dagleiðin langa (Kassinn) Sun 3/6 kl. 19:30 Fim 7/6 kl. 19:30 Lau 16/6 kl. 19:30 Allra síð.sýn. Mið 6/6 kl. 19:30 Mið 13/6 kl. 19:30 Aukasýn. Eitt magnaðasta fjölskyldudrama 20. aldarinnar. Síðustu sýningar. Afmælisveislan (Kassinn) Fös 25/5 kl. 19:30 13.sýn Fim 31/5 kl. 19:30 16.sýn Lau 1/9 kl. 19:30 Lau 26/5 kl. 19:30 14.sýn Fös 1/6 kl. 19:30 Sun 2/9 kl. 19:30 Mið 30/5 kl. 19:30 15.sýn Lau 2/6 kl. 19:30 Eitt vinsælasta verk Pinters. Sýningar í september komnar í sölu. Gamli maðurinn og hafið (Kúlan) Lau 26/5 kl. 17:00 Frums. Lau 9/6 kl. 19:30 Fim 14/6 kl. 19:30 Fös 8/6 kl. 19:30 Sun 10/6 kl. 19:30 Fös 15/6 kl. 19:30 Brúðusýning fyrir fullorðna eftir Bernd Ogrodnik. Listahátíð 2012 Pétur Gautur (Stóra sviðið) Mið 30/5 kl. 19:30 Gestasýning frá Sviss í leikstjórn Þorleifs Arnarssonar. Listahátíð 2012 Glymskrattinn (Þjóðleikhúskjallarinn) Fös 25/5 kl. 22:30 Lau 2/6 kl. 22:30 Fös 1/6 kl. 22:30 Sun 3/6 kl. 16:00 Danssýning eftir Melkorku Sigríði og Sigríði Soffíu Níelsdóttur. Listahátíð TRYGGÐU ÞÉR SÆTI Just Imagine - John Lennon show Fös 25. maí kl 21.00 Ö Hafnfirska rokkhljómsveitin Botn- leðja kemur fram á Þjóðhátíð í Eyj- um 2012 og eru skipuleggjendur hátíðarinnar ánægðir með það. Þegar hefur verið greint frá því að hljómsveitin komi saman á ný á Gamla Gauknum í júní eftir margra ára fjarveru. Botnleðja á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.