Morgunblaðið - 25.05.2012, Page 44

Morgunblaðið - 25.05.2012, Page 44
FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 146. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Berfætt og án brjóstahaldara 2. „Skondið að þið skulið leita til mín“ 3. Fórnarlömb nauðgana sjá nafn sitt 4. „Það eru allir slegnir“ »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Samúel Jón Samúelsson Big Band kveður tónleikastaðinn Nasa við Austurvöll með tónleikum sem hefj- ast kl. 22 í kvöld. Yfirskrift tón- leikanna er Helvítis fokking funk. Dj- Lucky mun hita upp frá kl 21. Morgunblaðið/Ernir Helvítis fokking funk á Nasa í kvöld  Leikarinn Tóm- as Lemarquis leik- ur í kvikmyndinni Snowpiercer sem er í tökum. Þekkt- ir leikarar leika í myndinni, þau Chris Evans, Ja- mie Bell, Tilda Swinton, John Hurt og Octavia Spencer en leikstjóri myndarinnar er Suður-Kóreumað- urinn Joon-ho Bong sem á m.a. að baki kvikmyndina Mother. Tómas leikur með kvikmyndastjörnum  Sýning á verkum sænsku hönn- uðanna og húsgagnasmiðanna Olle & Stephan verður opnuð í dag kl. 17 í Sparki, Klapparstíg 33. Olle & Stephan hafa starfað sam- an í fjögur ár og smíða alla sína gripi sjálfir. Einnig verður sýnt verkið Hringsól eftir myndlistarmann- inn Gunnar Jóns- son. Sýning á verkum Olle & Stephans í Sparki Á laugardag Suðlæg átt, 5-13 m/s. Dálítil væta á köflum, en þurrt A-til. Hiti 8 til 13 stig, en hiti allt að 20 stigum á NA- og A-landi. Á sunnudag Hæg vestlæg átt. Hiti 8 til 18 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan 10-18 m/s, hvassast á annesjum V- til, bjartviðri á N- og A-landi, en annars dálítil rigning eða súld. Hiti 14 til 18 stig NA-til að deginum en annars víða 8 til 14 stig. VEÐUR ÍA og Stjarnan eru áfram taplaus í Pepsi-deild karla í fótbolta eftir jafntefli í Garðabænum í gærkvöld, 1:1. Skagamenn eru því með þriggja stiga forskot á KR og FH á toppi deildarinnar. Enn einu sinni var það vara- maður sem gerði útslagið fyrir Skagamenn en Garðar B. Gunnlaugsson kom inn á og jafnaði metin. Allt um leikina fimm í íþróttablaðínu. »2-4 Varamenn Skaga- manna drjúgir Íslenska kvennalandsliðið í körfu- bolta burstaði Noreg, 82:55, í fyrsta landsleik sínum í þrjú ár á Norð- urlandamótinu í Ósló í gær. „Við náð- um mjög góðum leik, sérstaklega varnarleiknum þar sem við press- uðum Norðmennina um allan völl, og vorum síðan með mikið sjálfstraust í skotunum,“ segir Hildur Sigurðar- dóttir. »1 Mikið sjálfstraust í stórsigri gegn Noregi „Í svona úrslitasundi getur allt gerst. Ég náði mínum næstbesta tíma frá upphafi í dag, ég er bara bjartsýn og það yrði æðislegt að ná lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana,“ sagði Hrafn- hildur Lúthersdóttir við Morg- unblaðið í gær eftir að hún tryggði sér sæti í úrslitasundinu í 200 metra bringusundi á EM í Debrecen í Ung- verjalandi í gær. »1 Það yrði æðislegt að ná Ólympíulágmarkinu ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fuglaáhugamenn á öllum aldri fagna sjaldséðum gestum sem hafa flogið til landsins síðustu daga. Alex Máni Guð- ríðarson er 15 ára nemandi í Barna- skóla Eyrarbakka og Stokkseyrar og hefur náð myndum af nokkrum þess- ara fugla, meðal annars af mand- arínönd á Soginu og trjásvölu í höf- uðborginni, en hún sást nýlega hér á landi í fyrsta skipti. „Mandarínendurnar eru það flott- asta sem ég hef myndað, ótrúlega lit- ríkir og fallegir fuglar,“ segir Alex Máni. „Svo hef ég líka náð myndum af kanaduðru, kolönd, bjarthegra, vepju og trjásvölu,“ Hann segist gjarnan fara á hjólinu sínu til að mynda og skoða fugla í fjörunni við Stokkseyri, við tjarnir í nágrenninu og í friðland- inu í Flóa. Í lengri ferðir fer hann með stjúpföður sínum, Hlyni Óskarssyni, og Jóhanni Óla Hilmarssyni fugla- fræðingi sem er nágranni hans á Stokkseyri. Hefur séð 160 tegundir Alex hefur séð 160 fuglategundir á Íslandi og segir það býsna mikið mið- að við aldur og hversu stutt er síðan hann byrjaði á fuglaskoðun. 307 teg- undir er metið meðal fuglaskoðara. Flestir eru fuglaáhugamennirnir eldri að árum, en í hópnum er einnig Anton Ísak Óskarsson, sem er aðeins ári eldri en Alex Máni. Framundan eru próf í skólanum og því hætt við að hægist á myndatökum og fuglaskoðun í næstu viku hjá Alex. Hann stefnir á nám á náttúru- fræðibraut í menntaskóla, en ætlar svo að sjá til. Meðfram fuglaskoð- uninni hefur hann áhuga á íþróttum og lyftir lóðum með vinum sínum á Stokkseyri. Alex Máni tók saman eftirfarandi upplýsingar um mandarínöndina, sem rekur uppruna sinn til Austur-Asíu. Hún er fremur lítil með langt stél og stórt höfuð. Kvenfuglinn er ólíufugrár á litinn en karlinn marglitur, að mestu appelsínugulur, með rauðan gogg. Fuglarnir sem hafa borist hingað á síðustu vikum eru líkast til komnir frá Bretlandseyjum en þangað voru mandarínendur fluttar á nítjándu öld og sleppt í sérstaka andagarða að- alsmanna. Það var stöðutákn að eiga sem flestar skrautlegar endur og aðra andfugla á tjörn við herragarðinn eða kastalann. Fuglar hafa síðan sloppið úr þessum görðum og náð fótfestu ut- an þeirra. Nú eru um sjö þúsund mandarínendur í Bretlandi og margar aðrar á meginlandi Evrópu, flestar í nágrenni við Berlín. Stofninn í Bret- landi er sennilega stærri en kínverski stofninn, en í upprunalegum heim- kynnum sínum stendur fuglinn nú mjög höllum fæti, m.a. vegna útflutn- ings. Úr andagörðum aðalsmanna  15 ára fugla- skoðari hefur séð 160 tegundir Ljósmynd/Alex Máni Guðríðarson Alex Máni: „Mandarínendurnar eru það flottasta sem ég hef myndað, ótrúlega litríkir og fallegir fuglar.“ Morgunblaðið/Jóhann Óli Hilmarsson Fagmannlegur Grunnskólaneminn Alex Máni Guðríðarson er vel tækjum búinn oghefur meðal annars myndað mandarínönd á Soginu í vor. Á undan- förnum árum hafa sést 1-2 mandarínendur hér á landi, en í vor eru þær orðnar a.m.k. sex talsins og vekur athygli að þrjár þeirra sáust á Rauða- sandi, en einnig hafa þær sést á Norðausturlandi og víðar um land.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.